Morgunblaðið - 03.05.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.05.2006, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Með nýjum lögumum frjálsan at-vinnu- og búsetu- rétt launafólks innan EES-landa var aflétt tak- mörkunum á innflutningi vinnuafls frá 8 nýjum að- ildarríkjum Evrópusam- bandsins frá og með 1. maí sl. Þegar hefur komið fram að um 7–9% ríkisborgara Eistlands, Lettlands og Litháens, auk Póllands vilja nýta sér þá frjálsu för launafólks sem nú er fyrir hendi með lögunum. Dagný Jónsdóttir (Framsóknar- flokki) mælti fyrir áliti meirihluta félagsmálanefndar Alþingis við upphaf umræðu um frumvarpið áður en það var samþykkt. Í máli hennar kom fram að Per- sónuvernd hafði gert athugasemd við ákvæði frumvarpsins og taldi að heimild frumvarpsins til sam- keyrslu upplýsinga sé mjög víð- tæk. Í framhaldi var af nefndar- innar hálfu ákveðið að leggja til breytingar á umræddu ákvæði til að þrengja þessa heimild til sam- keyrslu upplýsinga. Leitað var eftir viðbrögðum hjá Persónuvernd hvort nóg væri að gert hvað þetta atriði snerti. Þórð- ur Sveinsson lögfræðingur vísaði í umrædda umsögn og sagði að Per- sónuvernd tjáði sig um viðkom- andi lagafrumvarp meðan það væri enn á vinnslustigi en ekki eft- ir að það væri orðið að lögum. Ekki var eining um þessa laga- setningu. Þingmenn Samfylkingar og Vinstri grænna lögðu fram til- lögu um að fresta opnun vinnu- markaðarins fyrir löndin 8 til ára- móta meðan gengið væri frá endanlegum reglum um málefni útlendinga á íslenskum vinnu- markaði, hún var felld. Þingmenn Frjálslynda flokksins voru alger- lega andvígir frumvarpinu. Afstaða ASÍ óbreytt Alþýðusamband Íslands hafði áður lýst þeirri skoðun að fresta ætti afgreiðslu þessa máls. Hver er afstaða ASÍ nú? „Alþýðusambandið lagði til að opnun yrði frestað og þá aðallega til að tryggja að íslenskt samfélag og vinnumarkaður og stjórnsýsla yrði tilbúið til að taka við aðkomu- fólkinu,“ sagði Magnús Nordal lögfræðingur ASÍ. „Þetta er sú afstaða sem ASÍ hefur mótað sér, en það að opn- aðar eru ákveðnar leiðir til eftirlits teljum við að hafi verið til bóta. En eftir stendur að við erum enn á þeirri skoðun að hið íslenska sam- félag sé ekki reiðubúið til þess að taka þetta skref. Í þetta þarf að veita talsvert miklu meiri pening- um en nú er til að tryggja að að- komufólkið aðlagist samfélagi okkar svo vel sé.“ Gert er í hinum nýju lögum ráð fyrir samkeyrslu upplýsinga Vinnumálastofnunar, Útlendinga- stofnunar og lögreglu og skatta- yfirvalda til að hægt sé að hafa eft- irlit með því að þeir sem koma hingað til starfa hafi til þess til- skilin leyfi. En hver eru viðbrögð- in þar við þessum nýju lögum? Eftirlit er lykilatriði „Hvað Vinnumálastofnun snert- ir breyta lögin því að héðan í frá þurfa fyrirtæki ekki að sækja um atvinnuleyfi með hefðbundnum hætti frá þessum ríkjum,“ segir Gissur Pétursson. „Einstaklingum er heimilt að koma hingað og sækja um vinnu. Ef það kemst á samningur um að viðkomandi fyrirtæki vilji ráða starfsmanninn ber fyrirtækinu að senda til Vinnumálastofnunar af- rit af samningnum. Þetta lykilat- riði tryggir hið hefðbundna ráðn- ingarform og auðveldar allt eftirlit. Þetta á tryggja að laun og starfskjör séu í samræmi við ís- lenska kjarasamninga. Ef fyrir- tækin standa við þessa skyldu sína kemur það í veg fyrir vinnuskipti og svart starfsmannahald.“ „Undanfarin 2 ár hafa launþeg- ar þessara umræddu 8 ríkja þurft að lúta reglum varðandi leyfi er gilda um ríkisborgara landa utan EES,“ segir Hildur Dungal for- stjóri Útlendingastofnunar. „Í útlendingalögum voru inni bráðabirgðaákvæði sem nú eru fallin úr gildi frá og með 1. maí. sl. Breytingin er sú að launþegar frá ríkjunum 8 þurfa ekki lengur að sækja um atvinnuleyfi, mega vera staddir á landinu þegar sótt er um dvalarleyfi og mun minni skjala- kröfur eru nú gerðar varðandi þennan hóp en áður var. Nú gilda um þennan hóp reglur um EES-útlendinga en viðkom- andi launþegar þurfa eigi að síður áfram að sækja um dvalarleyfi. Mun ríkari réttur er til útgáfu slíkra leyfa fyrir EES-útlendinga en aðra. Ekki þarf lengur að sækja um atvinnuleyfi fyrir fólk frá þess- um 8 löndum.“ „Við höfum mjög litlar áhyggjur af þessu máli,“ sagði Jóhann Benediktsson, sýslumaður í Kefla- vík. „Segja má að lögreglan hafi með markvissum hætti verið að endurskipuleggja eftirlit með út- lendingum sem starfa hér á landi. Samvinna hinna ýmsu embætta hefur og aukist á þessu sviði. Þá ber þess að geta að Lög- regluskólinn hefur gengist fyrir námskeiðum og stóraukið mennt- un til að fást við þetta verkefni.“ Fréttaskýring | Takmörkunum á innflutn- ingi vinnuafls aflétt Eftirlit tryggir laun og kjör Lögreglan hefur endurskipulagt eftirlit með útlendingum sem starfa hér á landi Fjölmargir útlendingar eru við störf hér. Vinnumálastofnun getur gert lögreglu viðvart  Með hinum nýju lögum um frjálsan atvinnu- og búseturétt launafólks innan Evrópska efna- hagssvæðisins þarf launafólk frá Eistlandi, Lettlandi, Litháen, Póllandi, Sóvakíu, Slóveníu, Tékklandi og Ungverjalandi ekki lengur að sækja um at- vinnuleyfi vilji það starfa hér á landi og getur sótt um dval- arleyfi hér á landi. Fái Vinnu- málastofnun upplýsingar um að brotið sé gegn lögunum er henni heimilt að afhenda þær lögreglu. Eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur gudrung@mbl.is NEYTENDASAMTÖKIN hafa krafist þess að stór ferðaskrifstofa, sem hækkað hefur verð sitt á pakkaferðum, dragi verðhækkun sína til baka, en borið hefur á því að margar ferðaskrifstofur hafi að undanförnu tilkynnt viðskiptavin- um sínum um verðhækkanir. Í sumum tilvikum á gráu svæði Þetta kemur fram í frétt Neyt- endasamtakanna, en þeim hafa bor- ist fjölmargar fyrirspurnir vegna þessa og kemur jafnframt fram að fólk sé mjög ósátt með þessa óvæntu verðhækkun en í flestum tilvikum hefur það borgað staðfest- ingargjald. Neytendasamtökin hafa kannað réttmæti þessara hækkana og telja ljóst að í sumum tilvikum séu þær á mjög gráu svæði. Hækkun þrátt fyrir sterka krónu Í lögum um alferðir er gert ráð fyrir að gerður sé samningur við hvern og einn kaupanda pakkaferð- ar og samkvæmt þeim er megin- reglan sú að verð sem er tilgreint í samningi skuli haldast óbreytt. Hinsvegar er leyfilegt að hækka eða lækka verð í afmörkuðum til- vikum og að ákveðnum skilyrðum fullnægðum, s.s. að tekið sé fram í samningi að verð geti breyst og til- greint sé hvernig verðbreyting sé reiknuð út, en þeim skilyrðum er sjaldnast fullnægt. Neytendasamtökin benda á að flestar ferðaskrifstofur vísa aðeins í staðlaða skilmála sem samning á milli aðila en misbrestur virðist vera á því að slíkir skilmálar séu kynntir viðskiptavinum. Þá virðist, varðandi verðlagsþró- un á pakkaferðum, sem sterkt gengi krónunnar á síðastliðnu ári hafi ekki haft áhrif á pakkaferðir. Frá árinu 2001, þegar verðbólgu- skot kom vegna veikingar krónunn- ar, hafi pakkaferðir hækkað um 13,1% en frá desember 2001 til október 2005 hafi gengisvísitalan lækkað um 29,8% en pakkaferðir hækkuðu þrátt fyrir það um 3,7%. Ferðaskrifstofur hækka verð á pakkaferðum Sjómannslífið er ekki lengur kuldi og vosbúð ef notuð eru réttu veiðarfærin. Djúpivogur | Flórgoðar eru mjög litríkir fuglar fyrir margra hluta sakir og vinsælir meðal fuglaskoðara. Flórgoðinn er sérstaklega fjörugur í tilhugalífinu og þá ýfir hann sig gjarnan og gerir sig breiðan. Þá hlaupa flórgoðarnir stundum um vötnin eins og þeir eigi lífið að leysa. Þeir gera sér fljótandi hreiður og lifa á ýmsum skor- dýrum og hornsílum. Þessi flórgoði vildi sýna vinkonu sinni listir sínar þar sem hann hljóp eftir vatninu á svokölluðum Fýluvogi við Djúpavog, skúfendurnar taka við skvettunum frá goðanum og láta eins og ekkert sé. Morgunblaðið/Andrés Skúlason Flórgoðahlaup
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.