Morgunblaðið - 03.05.2006, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 03.05.2006, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2006 47 DAGBÓK kirtli, verða með mánaðarlegan rabbfund sinn í húsi Krabbameinsfélagsins í Skógar- hlíð 8 í Reykjavík í dag, miðvikudaginn 3. maí, kl. 17. Lilja Jónasdóttir, hjúkrunar- fræðingur LSH, ætlar að kynna slökun. Kaffi verður á könnunni. Landakot | Fræðslufundur á vegum Rann- sóknastofu í öldrunarfræðum RHLÖ verður haldinn fimmtudaginn 4. maí kl. 15, í kennslusalnum á 6. hæð á Landakoti. Sig- urður Gunnsteinsson, áfengisráðgjafi SÁÁ, fjallar um stöðuna í meðferðarmálum aldr- aðra sem eru áfengissjúkir. Maður lifandi | Hláturkætiklúbburinn verð- ur með opinn hláturjógatíma í Maður lif- andi, Borgartúni 24, miðvikudaginn 3. maí kl. 17.30–18.30. Umsjón hefur Ásta Valdi- marsdóttir hláturjógaleiðbeinandi. Allir vel- komnir. Aðgangseyrir 1.000 kr. Mosfellsbær | Aðalfundur Sögufélags Kjal- arnesþings verður á Ásláki 4. maí kl. 20.30. Eftir fundinn sýnir Jón Sigurjóns- son ljósmyndir úr Mosfellsbæ. Félagar eru hvattir til að fjölmenna og nýir félagsmenn boðnir velkomnir. Svæðisvinnumiðlun Suðurlands | Heil- brigðisstofnun Suðurlands stendur fyrir fyrirlestri um „intervision“ hinn 5. maí nk. Fyrirlesari er P. Spans frá Hollandi. „Int- ervision“ hentar einkar vel við vinnuað- stæður þar sem gagnkvæmur skilningur milli samstarfsaðila er lykilatriði í sam- skiptum. Aðgangur ókeypis. Skráning: meyles@emax.is. Fréttir og tilkynningar Bandalag kvenna í Hafnarfirði | Aðalfund- ur Bandalags kvenna í Hafnarfirði verður 3. maí í sal eldri borgara, Sólvangi kl. 20. Á dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Blóðbankinn | Blóðbankabíllinn verður við Ráðhúsið á Akranesi 3. maí kl. 10–17. Ferðaklúbbur eldri borgara | Dagsferð um Reykjanes hinn 24. maí. Ekið um Reykja- nes. Verð 3.800 kr., innifalið kaffi og veit- ingar. Uppl. um ferðina gefur Hannes Há- konarson í síma 892 3011. Ferðaklúbbur eldri borgara | Fjöll og firðir 12.–17. júní. Kjölur – Akureyri – Möðrudalur – Egilsstaðir – Mjóifjörður – Kárahnjúkar – Höfn. Skráning fyrir 8. maí. Uppl. gefur Hannes Hákonarson í síma 892 3011. Hús verzlunarinnar | Félag viðskiptafræð- inga og hagfræðinga (FVH) heldur aðal- fund sinn 3. maí kl. 16–18 í Húsi verzlunar- innar, salnum Þjóðgarði, hæð 0. Venjuleg aðalfundarstörf. Þátttaka tilkynnist á fvh@fvh.is eða í síma: 551 1317. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur | Matar- og fataúthlutun á miðvikudögum kl. 14–17 á Sólvallagötu 48. Sími 551 4349. Félagsstarf Árskógar 4 | Bað kl. 8–16. Handa- vinna kl. 9–16.30. Smíði/útskurður kl. 9–16.30. Heilsugæsla kl. 9.30–11.30. Spil kl. 13.30. Bandalag kvenna í Hafnarfirði | Aðalfundur verður haldinn í sal heldri borgara á Sólvangi og hefst kl. 20. Á dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Hvetjum fulltrúa aðildarfélaganna til að mæta og taka með sér gesti. Stjórn Bandalags kvenna, Hafnarfirði. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, hárgreiðsla, böðun, fótaað- gerð, tískusýning kl. 14. Dansað við harmonikkuleik kl. 14.30. Broadway | Aðalfundur Ísfirðinga- félagsins verður haldinn á Broadway, (Ásbyrgi) Ármúla 9, Reykjavík kl. 20. Veitingar í boði félagsins. Fjölmennið og takið með ykkur nýja félaga. Dalbraut 18–20 | Fastir liðir eins og venjulega! Tungubrjótar, Dalbraut, Ljóðafljóð, Hæðargarði og Hana-nú, Kópavogi flytja samfellda dagskrá í Skálholti í kvöld kl. 20. Átta konur 12. maí. Allir velkomnir. Uppl. í síma 588 9533. FEBÁ, Álftanesi | Hópferð á ráð- stefnu LEB og fleiri aðila um skatta og skerðingar lífeyrisþega, í Öskju, Náttúrufræðistofnun. Á bakaleið verður litið inn á Handverkssýningu aldraðra í Garðabæ. Auður og Lindi annast akstur, sími 565 0952. At- hugið að Grétudagur fellur niður. Félag eldri borgara, Reykjavík | Göngu-Hrólfar ganga frá Stangarhyl kl. 10. Söngvaka kl. 14, undirleik ann- ast Sigurður Jónsson. Söngfélag FEB, æfing kl. 17. Skoðunarferð að Gljúfrasteini 10. maí, farið verður með rútu frá Stangarhyl 4. Uppl. og skrán- ing í síma 588 2111. Félagsheimilið Gjábakki | Boccia kl. 9.30. Glerlist kl. 9.30 og kl. 13. Handavinna kl. 10. Félagsvist kl. 13. Bobb kl. 17. Í dag er síðasti dagur myndlistarsýningar. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Kvennaleikfimi kl. 9, 9.50 og 10.45 í Kirkjuhvoli. Vorsýning félagsstarfsins opnuð í Kirkjuhvoli kl. 14 og stendur til kl. 19. Ýmis skemmtiatriði og margt að sjá. Lokað í Garðabergi vegna vorsýningarinnar. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 8.45 sund og leikfimiæfingar í Breiðholts- laug. Kl. 10.30 gamlir leikir og dansar. Frá hádegi spilasalur opinn. Kl. 13 lagt af stað í heimsókn til eldri borgara í Þorlákshöfn. Allar uppl. á staðnum og í síma 575 7720. Strætisvagnar S4, 12 og 17 stansa við Gerðuberg. wwwgerduberg.is Garðasókn | Foreldramorgnar hvern miðvikudag í sumar, kl. 10–12.30. Gott tækifæri fyrir mömmur og börn að hittast og kynnast. Allir velkomnir, pabbar og mömmur, afar og ömmur. Alltaf heitt á könnunni. Hraunbær 105 | Kl. 9 útskurður, postulínsmálun, kaffi, spjall, dag- blöðin, fótaaðgerð. Kl. 11 banki 3. og 17. maí. Kl. 12 hádegismatur. Kl. 13 brids. Kl. 15 kaffi. Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa kl. 9–16 hjá Sigrúnu, silki- og gler- málun, kortagerð. Jóga kl. 9–12. Sam- verustund kl. 10.30 lestur og spjall. n fyrir hádegi. Fótaaðgerðir, hársnyrt- ing. Sími 535 2720. Hæðargarður 31 | Fastir liðir eins og venjulega! Tungubrjótar, Dalbraut, Ljóðafljóð, Hæðargarði og Hana-nú, Kópavogi flytja samfellda dagskrá í Skálholti í kvöld kl. 20. Átta konur 12. maí. Allir velkomnir. Uppl. í síma 568 3132. Átta konur 12. maí. Korpúlfar, Grafarvogi | Á morgun, fimmtudag, er keila í Mjódd hjá Korp- úlfum kl. 10. Kvenfélag Kópavogs | Óvissuferð og léttur kvöldverður 17. maí. Mæting kl. 18 að Hamraborg 10. Nánari uppl. og þátttaka tilkynnist til Helgu S. s. 554 4382/ Elísabetu s. 695 8222/ Helgu J. s. 554 1544 Norðurbrún 1, | Kl. 9 smíði, opin vinnustofa, kl. 10.45 bankinn fyrsta miðvikudag í mánuði. Opin fótaað- gerðastofa, sími 568 3838. Félags- vist kl. 14, kaffi, verðlaun. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–16 mynd- mennt. Kl. 10–12 sund (Hrafnistu- laug). Kl. 11.45–12.45 hádegisverður. Kl. 12.15–14 verslunarferð í Bónus, Holtagörðum. Kl. 13–14 Spurt og spjallað. Kl. 13–16 tréskurður. Kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9–12.30, handmennt almenn kl. 10– 16.30. Bókband kl. 10. Morgunstund kl. 10. Verslunarferð kl. 12.30. | Kór- æfing kl. 13, dans kl. 14. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Mömmumorgunn kl. 9.30–11.30. Allir foreldrar vel- komnir með börn sín. Áskirkja | Hreyfing og bæn í neðri safnaðarsal Áskirkju kl. 11. Félagsvist í safnaðarheimili II, miðvikudaginn 3. maí kl. 20. Kaffi og meðlæti. Allir vel- komnir. Stjórn safnaðarfélagsins. Bessastaðasókn | Dagur kirkjunnar í Haukshúsum. Foreldramorgnar eru frá kl. 10–12 og opið hús eldri borgara er frá kl. 13–16. Bústaðakirkja | Starf aldraðra í Bú- staðakirkju! Samverur okkar eru á miðvikudögum frá kl. 13. Við spilum, föndrum og erum með handavinnu. Um kl. 15 er kaffi. Gestur okkar í dag er Þorvaldur Halldórsson. Öllum er velkomið að taka þátt í þessu starfi. Nánari uppl www.kirkja.is Grafarvogskirkja | Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Altarisganga og fyrir- bænir. Boðið er upp á léttan hádegis- verð á vægu verði að lokinni stund- inni. Prestar safnaðarins þjóna fyrir altari, orgelleikari Hörður Bragason Allir velkomnir. Hjallakirkja | Fjölskyldumorgnar eru í Hjallakirkju kl. 10–12. Hjálpræðisherinn á Akureyri | Bænastund kl. 12. Allir velkomnir. Kristniboðssalurinn | Samkoma í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58–60 miðvikudaginn 3. maí kl. 20. Jóhannes Ólafsson talar. Kari Bö seg- ir frá handavinnuverkefni í Suður- Eþíópíu. Kaffi. Allir eru velkomnir. Langholtskirkja | Kl. 12.10 Bæna- stund með sálmasöng. Allir velkomn- ir. Kl. 12.30 súpa og brauð (300 kr.). Kl. 13–16 opið hús fyrir eldri borgara. Söngur, tekið í spil, kaffisopi, föndur. Laugarneskirkja | Kl. 10 Mömmu- morgunn í umsjá sr. Hildar Eirar Bolladóttur. Kl. 10.30 Gönguhópurinn Sólarmegin. Allt fólk velkomið að slást í för. Kl. 14.10 Kirkjuprakkarar (1.–4. bekkur) Kl. 16 TTT (5.–6. bekk- ur). Neskirkja | Foreldramorgnar kl. 10. Setjum foreldrana í forgang. Ásta H. Garðarsdóttir hjá Verndum bernsk- una. Fyrirbænamessa kl. 12.15. Sr. Sigurður Árni Þórðarson. Opið hús kl. 15. Landráð! Bjarni Reynarsson, land- fræðingur, gefur stofnunum og sveit- arfélögum ráð þegar svæði eru skipu- lögð. Veitingar á Torginu. Selfosskirkja | Munið foreldramorg- un kl. 11 í Selfosskirkju. Gestur okkar verður Stefán Þorleifsson tónlistar- kennari. Hann mun fjalla um tónlist og við tökum kannski lagið. Allir for- eldrar velkomnir. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is HÁRIÐ er sívinsælt verkefni fyrir framhaldsskólaleikfélög og það er svo sem ekkert skrítið. Kraftmikil og grípandi tónlist, persónur á líku reki og leikendurnir, nánast ótakmarkaðir möguleikar á þátttakendafjölda, en aðeins nokkur hlutverk sem gera meira en lágmarkskröfur til leiks og söngs. Og svo eru meira að segja gall- ar verksins trúlega kostir fyrir marga. Yfirborðskennd glansmynd hans af hippalíferni er samsett af öll- um helstu klisjunum sem gaman er að velta sér upp úr í hæfilegri blöndu af einlægni og skopstælingu. Leikhópur Menntaskólans á Egils- stöðum er ágætlega skipaður og seint verður gert of mikið úr þeirri miklu skólun sem þátttaka í svona sýningu skilar þátttakendum til viðbótar við aðra menntun, og kannski að ein- hverju leyti í staðinn fyrir hana þegar kröfur leikhússins ýta námsbókunum til hliðar í aðdraganda frumsýning- arinnar. Fremstir í flokki þeir Pétur Ár- mannsson og Theódór Sigurðsson sem skila bæði leik, söng og persónu- töfrum prýðilega í hlutverkum erki- hippanna Bergers og Hud. Hákon Unnar Seljan Jóhannsson er sann- færandi mótvægi við þá í hlutverki sveitapiltsins Claude, þótt honum hafi ekki frekar en öðrum sem ég hef séð glíma við hlutverkið tekist að sýna nokkra persónuþróun í rýrt skrifuðum karakternum. Allir syngja bara nokkuð vel. Hljómsveit vel spilandi þótt kannski hafi bæði hljómur og útsetningar ver- ið í hrárra lagi, smá pönkkeimur kominn af mjúku reykelsismettuðu hippamúsíkinni. Og það er alltaf í sjálfu sér hrósvert þegar mennta- skólarnir sjá sjálfir um undirleik stór- sjóa sinna en kaupa hann ekki nið- ursoðinn á geisladisk af fagmönnum með tilheyrandi gerilsneyddri fágun. Reynsluleysi leikstjórans af svið- setningum birtist einna helst í dálítið daufri nærveru kórsins sem ekki er nýttur sem skyldi til að gefa allt- umlykjandi tilfinningu fyrir tíðarand- anum. Búninga á skarann hefur ekki verið neitt áhlaupaverk að útvega en samtíningurinn er auðvitað hvergi jafn viðeigandi og í þessum heimi. Hárið á Egilsstöðum er allvel lukk- uð uppfærsla á verki sem hefur aug- ljósa kosti og skírskotun til þátttak- enda og gleður vafalaust stóran hluta áhorfenda sinna ýmist með skír- skotun til þekktrar fortíðar eða í það minnsta litríkri tónlist. Þorgeir Tryggvason Sveitapiltsins draumur LEIKLIST Leikfélag Menntaskólans á Egilsstöðum Leikgerð Baltasars Kormáks og Davíðs Þórs Jónssonar á söngleik Geromes Ragnis og James Rados og kvikmynda- handriti Michaels Wellers. Tónlist: Galt MacDermot, þýðing: Davíð Þór Jónsson. Leikstjóri: Þórunn Sigþórsdóttir. Valaskjálf 31. mars 2006 Hárið LJÓÐABÓKIN Hæðir Machu Picchu eftir Pablo Neruda í þýð- ingu Guðrúnar H. Tulinius fékk sérstaka viðurkenningu á degi bók- arinnar í Barcelona 23. apríl sl. Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk bók hlýtur titilinn bók ársins hjá menningarmiðstöðinni Fundación Antonio Hervas Amezcua og var haldin kynning á bókinni sem Guð- rún H. Tulinius og útgefandi henn- ar Gréta Hlöðversdóttir hjá forlag- inu Proxima tóku þátt í. Bókin er liður í því að koma á samstarfi milli spænskra og ís- lenskra listamanna, en menningar- miðstöðin stefnir að því að bjóða ís- lenskum listamönnum að sýna eða halda námskeið í Barcelona. Bókin vakti sérstaka athygli í fjölmiðlum fyrir að vera á báðum tungumálunum, spænsku og ís- lensku, og fyrir að vera margt í senn, ljóðabók með fallegum teikn- ingum, kvikmynd og kennsluefni, en Proxima mun á næstu dögum gefa út verkefnahefti með bókinni. Guðrún Túliníus er þýðandi bókar- innar, er vakti athygli í Barcelona. Hæðir Machu Picchu hlýtur viðurkenningu DAGSKRÁ Gröndalssystkina á djasshátíð var að mestu helguð ís- lenskum þjóðlögum og segja má að hún hafi verið í útjaðri djassins þótt spuni hafi komið nokkuð við sögu. Fyrsta lagið, Gefðu að móðurmálið mitt, var skemmtilega flutt, rödd Ragnheiðar og bassaklarínett Hauks smullu saman. Aftur á móti var humm Ragnheiðar í snilldarlagi Þorkels Sigurbjörnssonar, Heyr himna smiður, of veikburða áður en hún vatt sér í sálm Kolbeins unga, en eftir það var orðlaus söngur hennar lýtalaus. Þá kom eitthvert bassasampl undir Skjótt hefur sól brugðið sumri og skemmdi það nokkuð fyrir flutningnum í mínum eyrum, svo og allt samplið m.a. regn- ið í Sofðu unga ástin mín – en á ein- um stað virkaði það. Þá er fjallað var um sauðablóðþyrst tröll: Fram á regin fjallaslóð. Kannski var bara eitthvað að græjunum. Ljósið kemur langt og mjótt kunna ansi mörg íslensk börn að blása í blokkflautu enda það að finna í ,,galdrakennslubók Guðmundar Norðdahls, sem kenndi Hauki ýmis- legt. Haukur var þó ekki frónskur í spuna sínum heldur leitaði til aust- ur-evrópskra gyðinga, enda stjórnar hann einu skemmtilegasta kletzmer- bandi Norðurálfu: Schpilkas. Fleiri þjóðlög voru á efnisskránni og Haukur enn á austrænum nótum í Vísum Vatnsenda-Rósu. Krummi svaf í klettagjá var einna skemmti- legast þjóðlaganna. Þar lét Haukur klassískt frjálsdjasslikk vaða er systirin söng: …á sér krummi ýfði stél. Svona einsog fjaðraþyturinn væri ættaður frá Dolphy. Þjóðlögin voru fleiri og þar af eitt sænskt og svo voru Magnús Þór og Megas á dagskrá. Það er yndislegt hvernig Tvær stjörnur breytist í hættulausan óð til fegurðarinnar þeg- ar raddfagrar gyðj- ur einsog Ragnheið- ur Gröndal túlka. Svo fluttu systkinin tvö lög eftir Ragn- heiði. Annað er lík- lega tveggja ára, Landgangur við ljóð Hallgríms Helga- sonar, en hitt splunkunýtt við hið yndisfagra ljóð Kilj- ans: Vor hinsti dag- ur er hniginn. Það var ansi gott lag í leikhússtíl einsog Atli Heimir og fleiri semja stundum í. Þetta kvæði hefur fylgt mér lengi og ég er vel sáttur við að raula það í huganum við lag Ragnheiðar. Það verður spennandi að heyra hvernig þessi tónlist þeirra Grön- dalssystkina þróast, en henni er ætl- að að koma út á geisla í haust. Þjóðlög og síglaðir söngvar DJASS Tónlistarskóli Garðabæjar Gröndalssystkini. Ragnheiður Gröndal, rödd og píanó; Haukur Gröndal klarínett og bassakl- arínett. Auk þess rafhljóð. Fimmtudagskvöldið 20. apríl. Djasshátíð Garðabæjar Vernharður Linnet Morgunblaðið/Sverrir Ragnheiður Gröndal tróð upp á djasshátíð í Garða- bæ ásamt bróður sínum, Hauki klarinettuleikara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.