Morgunblaðið - 03.05.2006, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 03.05.2006, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2006 49 Roger Hodgson E. G. MEDIA kynnir eðalsöngvarann Fyrrum söngvari og leiðtogi hljómsveitarinnar Supertramp heldur tónleika á Broadway. Föstudaginn 11. ágúst kl: 21:00. Give A Little Bit It’s Raining Again The Logical Song Dreamer Take The Long Way Home Breakfast In America Even In The Quitest Moment Miðaverð kr. 5.400.- + kr. 324.- miðagjald. Miðasala er á midi.is og Skífunni Laugavegi, Kringlunni og Smáralind. BT Akureyri og BT Selfossi. VISA kreditkorthafar fá 20% afslátt i forsölu. SPEKIN á sér marga vini þó sú vin- átta fari ekki alltaf hátt. Sumir eru þó kunnir af sínum verkum og einn þeirra er Gunnar Dal sem skrifað hefur ýmislegt um heimspeki, auk þess að vera mikilvirkur þýðandi og ljóðskáld. Meginviðfangsefni heim- spekinnar er að spyrja spurninga um allt mögulegt og ýmissa mjög stórra spurninga. Það er því vel við hæfi að nefna bók, sem felur í sér stutta svarpistla höfundarins við slíkum spurningum, einfaldlega Stórar spurningar. Í stuttum ritdómi gefst ekki kost- ur að ræða að nokkru marki um þá hugsun sem býr að baki slíkum svörum. Í bókinni er gripið á svo mörgum og ólíkum viðfangsefnum að engan veginn er mögulegt að ná utan um það efni nema í löngu máli. Almennt má þó segja um verk Gunnars að hann leitast við að finna skýr og einföld svör við flóknum spurningum. Þetta hefur bæði kosti og galla í för með sér. Texti hans er fyrir bragðið skýr og aðgengilegur. Vandamálin eru dregin upp í stuttu máli og svörin eru hnitmiðuð. Á ýmsan hátt auðveldar slík bók mönnum því að nálgast heim- spekina. Gunnar er víðsýnn höf- undur sem talar gegn fordómum og fyrir jafnrétti og frelsi kynja, kyn- þátta og allra undirokaðra. Heims- mynd hans er skýr og vafningalaus og texti hans skáldlegur. En slíkum einföldunum fylgir einnig það að ýmislegt er afgreitt fremur yf- irborðslega. Það er til dæmis ekki jafneinfalt og Gunnar lætur í veðri vaka að af- greiða tvíhyggju Kants sem ein- hvern misskilning. Um hugmyndir Kants varðandi hina tvenns konar veruleikasýn, að líta á hlutina eða fyrirbærin sem das Ding an mich (hlutinn í mér, í minni vitund) og das Ding an sich (hlutinn í sjálfum sér) segir hann:,,Hluturinn eins og hann er í sjálfum sér hefur enga merk- ingu. Hlutur sem er ekki skynjaður af neinni vitund hefur enga merk- ingu. Vit, líf og tilgangur fara æv- inlega saman. Þar sem er líf, þar er vitund á einhverju stigi. Tilgang- urinn er innbyggður í eðli allrar vit- undar.“ Margs ber að gæta í slíkum al- hæfingarklasa. Hluturinn í sjálfum mér hefur t.a.m. heldur enga þýð- ingu nema hann sé til í sjálfum sér sem hlutur sem ég upplifi. Kannski er það þó rétt hjá Gunnari að slík andstæðuhugsun sé óþörf. En er þá heimurinn eingungis til í skynjun okkar og allt annað en það sem við skynjum merkingarlaust? Er heim- spekin þá eftir allt saman bara mál- fræði? Merkingarfræði? Mér finnst Gunnar skíða of glatt yfir þetta skíðasvæði og sama má raunar segja um þann kafla þar sem hann tekur sér stöðu við hlið Leib- niz sem segir að við lifum í besta mögulega heimi vegna þess að heim- urinn hafi ekki getað þróast öðru vísi og betur til að líf kviknaði. Er ekki samt möguleiki að heimurinn geti orðið betri og hefði jafnvel get- að orðið betri? Að þessu spurðu rasjónalistar upplýsingarinnar. Heimspeki Gunnars er hins vegar tilgangshyggja. Hann gengur út frá því sem gefnu að tilgangurinn sé innbyggður í eðli allrar vitundar. En er það svo víst? Hér er ekki ætlunin að svara slík- um spurningum út frá þessum þekk- ingarfræðilegu hugleiðingum, ein- ungis benda á að þekkingarfræðileg afstaða Gunnars leiðir til þeirrar meginhugsunar sem er í verki hans. Hún er fremur huglæg og skáldleg en rökræn og efnisleg og hún er um- fram allt annað trúarheimspeki. Hugsunin um guð er meginkjarninn í verki hans. Á því sviði er styrkur hugsunar hans mestur hvort sem við tökum niðurstöður hans gildar eður ei. Guð er honum lifandi veruleiki. Það er hann, fyrirætlun hans og samfélag hans á jörðinni sem gefur mann- inum von. ,,Við trúum því að maðurinn verði það sem honum var ætlað vera. Sigur mannsins er mikilvægur vegna þess að það sem er mikilvægt fyrir hann er mik- ilvægt fyrir alla sköpun guðs. Ham- ingja okkar er hamingja þeirrar heildar sem við erum brot af.“ En trú Gunnars er ekki bundin einni kenningu þó að hann sé sann- kristinn maður heldur visku sem einna helst minnir á það sem aust- rænir menn kalla Tao. Spurning- unni Hvernig hugsar guð? svarar hann svo: ,, Albert Eisntein er af mörgum talinn vitrasti maður tutt- ugustu aldarinnar. Hann sagði eitt sinn: ,,Ég vil vita hvernig guð hugs- ar.“ Þetta er undarlega mælt. Ef guð hugsaði væri hann einfaldlega ekki guð.“ Stórar spurningar er heim- spekilegt rit stuttra greina þar sem leitað er einfaldra svara við flóknum spurningum. Hún hefur ótvíræða kosti, skýra framsetningu og mark- vissa rökræðu í huglægum anda. Þótt hún veki jafnmargar spurn- ingar og hún svarar og einfaldi við- fangsefnin stundum fullmikið er hún handhægt rit og aðgengilegt. Huglæg svör við stórum spurningum BÆKUR Heimspeki eftir Gunnar Dal. - 419 bls. Lafleur. 2005 Stórar spurningar Gunnar Dal Skafti Þ. Halldórsson Út er komin bókin Health Policy and Hospital Mergers: How the impossible became possible sem er doktorsritgerð Sigurbjargar Sig- urgeirsdóttur. „Þessi doktorsrannsókn tekur til skoðunar aðdragandann að ákvörðun um sameiningu sjúkra- húsa í Reykjavík (Sjúkrahúss Reykjavíkur og Landspítala árið 2000) og Lundúnum (St. Thom- as’s and Guy’s hospitals árið 1995). Hún fjallar um pólitík heil- brigðis- og spítalamála í Reykjavík og Lundúnum, og leitar svara við spurningunni hvers vegna það tókst að sameina þessi sjúkrahús á síðasta áratug, þrátt fyrir ára- langa andstöðu m.a. lækna við þau áform. Athyglinni er sér- staklega beint að áhrifum hug- mynda í stjórnun og þætti ein- staklinga, sem að málinu komu með einum eða öðrum hætti í að- dragandanum. Einstaklingar eru nafngreindir í því skyni að draga fram í dagsljósið hlutverk þeirra í ákvörðunartökuferlinu og fram- vindu þess. Þetta er fyrsta rannsóknin á Ís- landi þar sem athyglinni er sér- staklega beint að stjórnsýslu heil- brigðismála, en umræða um heilbrigðismál á Íslandi hefur ann- ars einkennst mjög af lækn- isfræðilegri orðræðu. Þannig er rannsókn Sigurbjargar gagnleg fyr- ir fræðimenn, kennara og nem- endur í félagsvísindum við kennslu og frekari rannsóknir á sviði stjórnmála- og stjórnsýslu- fræða. Bókin er 300 bls. Viðmiðunarverð: 5.500 kr. Nýjar bækur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.