Morgunblaðið - 03.05.2006, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.05.2006, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Haukur Egg-ertsson fæddist á Haukagili í Vatnsdal í A-Hún. 8. nóvem- ber 1913 og ólst þar upp í hópi systkina sinna; Guðrúnar, Konráðs, Kristínar, Hannesar, Svövu og Sverris. Foreldrar þeirra voru hjónin á Haukagili, Ágústína G. Grímsdóttir hús- freyja og Eggert K. Konráðsson, bóndi og hreppstjóri. Haukur lést 24. apríl síðastliðinn. Haukur hóf nám í útvarpsvirkj- un hjá Viðgerðastofu útvarpsins árið 1934 og starfaði þar til ársloka 1944. Hann öðlaðist meistararétt- indi 1942 og stofnaði Viðtækja- vinnustofuna 1945 ásamt Eggerti Benónýssyni, en seldi sinn hluta 1954. Haukur var framkvæmda- stjóri og einn af eigendum Pökk- unarverksmiðjunnar Kötlu hf. 1955–1964. Hann stofnaði Plast- prent hf. með Oddi Sigurðssyni 1957, en keypti hlut hans 1972 og var forstjóri og stjórnarformaður fyrirtækisins til ársloka 1988. Haukur var einn af stofnendum Félags útvarpsvirkja árið 1938, formaður þess um skeið og var veitt gullmerki félagsins á 40 ára afmæli þess. Hann var einn af stofnendum Húnvetningafélagsins í Reykjavík 1938, var í stjórn þess og gerður heiðursfélagi 1958. Hann tók þátt í málum er vörðuðu framgang íslensks iðnaðar, sat í stjórn Félags íslenskra iðnrek- enda, Iðnaðarbank- ans hf. og í Iðn- fræðsluráði. Hann var í sóknarnefnd Háteigskirkju um árabil. Haukur tók virkan þátt í störfum Sjálfstæðisflokksins og sat m.a. í hverf- isstjórn og fjárhags- ráði flokksins. Hinn 19. október 1940 kvæntist Hauk- ur eftirlifandi eigin- konu sinni, Láru Böðvarsdóttur, f. 25. ágúst 1913. Foreldrar hennar voru hjónin á Laugarvatni, Ingunn Eyj- ólfsdóttir húsfreyja og Böðvar Magnússon, bóndi og hreppstjóri. Börn Hauks og Láru eru: 1) Egg- ert, viðskiptafræðingur, f. 1942, var kvæntur Sigríði Teitsdóttur, sérkennara, og eiga þau þrjú börn: a) Elín, f. 1972, gift Adrian Rüther, b) Haukur, f. 1975, c) Lára Bryndís, f. 1979, gift Ágústi Inga Ágústs- syni. 2) Ágústa, tónlistarkennari, f. 1945, gift Jónasi Ingimundarsyni, píanóleikara, og eiga þau þrjú börn: a) Haukur Ingi, f. 1966, b) Gunnar Leifur, f. 1971, kvæntur Guðrúnu Blöndal, c) Lára Kristín, f. 1981. 3) Böðvar Lárus, viðskipta- fræðingur, f. 1946, d. 1987, kvænt- ur Ásu Guðmundsdóttur; sonur þeirra er Arnar Freyr, f. 1981. Fyr- ir átti Ása dótturina Írisi Laufeyju Árnadóttur, f. 1963. Barnabarna- börn Hauks og Láru eru sex. Útför Hauks verður gerð frá Há- teigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Tengdafaðir minn Haukur Egg- ertsson er látinn. Löngum starfsdegi er lokið og hann frelsinu feginn, saddur lífdaga. Með honum er geng- inn góður vinur og traustur um- hyggjusamur fjölskyldufaðir. Langri og lærdómsríkri samfylgd er lokið og minningar fullar þakklæti hrannast upp. Leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir nær hálfri öld þegar ég fór að venja komur mínar í hans rann. Þarna urðu stærstu tímamót í mínu lífi og hann tók þátt í því. Heimafyrir í Barma- hlíðinni var húsmóðirin Lára Böðv- arsdóttir, sem sýndi mér ást og um- hyggju frá fyrsta degi, og bræður Ágústu, Eggert og Böðvar. Haukur stóð sjálfur á nokkrum tímamótum í sínu lífi. Hann, menntaður útvarps- virki, hafði lokið sér af á því sviði og var að hasla sér völl sem iðnrekandi með viðkomu til stjórnunarstarfa í Pökkunarverksmiðjunni Kötlu h/f. Smáfyrirtæki var sett á stofn í bíl- skúr baklóðar. Fyrirtækið sleit barnsskónum, dafnaði vel og stækk- aði ört. Plastprent varð áberandi og Haukur var þar öllum stundum vak- inn og sofinn. Lítið kom ég, þessi nýi fylgifiskur fjölskyldunnar, að gagni í þeim framförum og uppgangi. Fyrir mér var Plastprent heimur útaf fyrir sig en fjölskyldan vettvangur dags- ins, mín nýja tilvera. Öll vorum við krakkarnir skólafólk í önnum eins og gengur, en Haukur iðnrekandi og áberandi í krefjandi félagsmálum ýmiskonar og Lára umvefjandi vinur tilbúin að rétta hjálparhönd öllum til blessunar. Haukur var frá Haukagili í Vatns- dal, hreppstjórasonur. Þar á bæ var safn bóka á erlendum málum og grannt fylgst með nýjungum á tækni- sviðum þess tíma. Haukur Eggerts- son var afskaplega dagfarsprúður sómamaður í bestu merkingu, óvenju eðlisgreindur, leitaði ávallt svara við spurningum af ýmsum toga – sí- menntun er orðið. Hann bar tilfinn- ingar sínar ekki á torg en inni fyrir sló gullhjarta. Haukur bar mikla virðingu fyrir íslensku máli, ræktaði það af kostgæfni. Í námsbrautafjöld nú á dögum hefði Haukur átt margra kosta völ. Langskólanám lá ekki á borði í bernsku hans. Mér segir svo hugur að vélaverkfræði hefði getað orðið hans vettvangur. Kunnugir segja mér að þegar nýjar vélar í ör- um tækniframförum mættu til leiks í Plastprent hafi Haukur notið sín, en einnig þegar þær rosknu tóku að gefa sig. Hann virtist skynja eftir hvaða lögmálum þær „hugsuðu“ og sá við þeim ef eitthvað brást. Það má nærri geta hvort ég, tón- listarnemi á brauðfótum, hafi ekki gefið tilefni til að virka undarlegur í návist Hauks en svo var aldeilis ekki hann lærði að meta tónlist meistar- anna í störfum sínum frá fyrri tíð í Ríkisútvarpinu og spurði mig oft spurninga einkum um eðlisfræði tón- anna og vissi nær alltaf betur. Á vináttu okkar bar aldrei skugga og ég ævinlega þiggjandinn. Ég stend í þakkarskuld. Morguninn 24. apríl síðastliðinn vorum við hjónin snemma á fótum. Klukkan var fjögur og það var ynd- islegt að koma út í nóttina, niðamyrk- ur og kyrrð, snjókoma í algjörri stillu og fuglar sungu í trjám því dagrenn- ing var á næsta leiti. Við áttum stefnumót við Hauk Eggertsson hinsta sinni. Þarna hvíldi hann frið- sæll, en þreyttur. Þegar dagur rann varð birtan bjartari, hvítari en nokkru sinni og þá kvaddi hann þessi ljúfi vinur. Fjölskylda mín kveður föður, tengdaföður, afa og langafa í hljóðri bæn. Blessuð sé minning hans. Jónas Ingimundarson. Afi í Barmahlíð var ljúfur og um- hyggjusamur afi, en bak við rólegt yf- irbragðið leyndist síkvikur hugur, óþreytandi í að mennta sig og fræða aðra, eða leita lausna jafnt á alheims- gátunni sem smærri vandamálum hversdagslífsins. Þess á milli stýrði hann stóru fyrirtæki og tók þátt í margs konar félagsstörfum þar til aldurinn færðist yfir. En ekki síst var hann góður eiginmaður, fjölskyldu- faðir og afi. Við barnabörnin áttum margar góðar stundir með afa þegar hann kenndi okkur að tefla, kenndi okkur á reiknistokk, fræddi okkur um eðli ýmissa fyrirbæra eða bara spjallaði við okkur um daginn og veginn. „Finnst þér vatn gott á bragðið?“ var ein spurning sem rak marga á gat. „Til hvers eru grænar baunir eigin- lega? Þær eru hvorki góðar né vond- ar, hví skyldi maður borða þær?“ Þess á milli sátum við með ömmu við píanóið eða við spilamennsku í eld- húsinu. Seinna gátum við unga fólkið frætt afa um okkar sérsvið, til dæmis ræddum við oft um eðlisfræði orgel- pípna og orgeltóna eftir að ég fór að læra orgelleik. Áhugamál afa voru mörg og hann var alltaf með góða fræðibók á nátt- borðinu. Hann nýtti sér tölvutæknina til hins ýtrasta, lærði á allar nýjungar og þegar sjónin dapraðist var bara keyptur stærri skjár. Íslenskt mál var honum afar hugleikið og beitti hann sér mjög fyrir réttri málnotkun. Ættfræði var afa ekki síður hjartans mál og að sjálfsögðu færði hann ætt- fræðiupplýsingar inn í þar til gert tölvuforrit. Einnig tók hann saman pistla um margt frá eldri tíð, ættfeð- ur sína, tækniframfarir og fleira. Sumarbústaðurinn við Meðalfells- vatn var sælureitur stórfjölskyldunn- ar og þangað var gjarnan farið um helgar. Göngutúrar, bátsferðir út á vatn og skautar á veturna, smíðar í skúrnum og margt fleira gladdi unga sem aldna. Einnig voru sunnudags- bíltúrar í Tívolíið og Eden í Hvera- gerði sérstaklega vinsælir. Afi átti rólegt ævikvöld. Fram yfir nírætt bjuggu afi og amma í Barma- hlíðinni þar sem þau byggðu sér heimili á 5. áratugnum, en undanfarið hafa þau notið góðrar umönnunar á Hrafnistu í Reykjavík. Líkaminn var þreyttur en sálin beið æðrulaus eftir síðasta blundinum. Blessuð sé minning hans. Lára Bryndís Eggertsdóttir. Við andlát Hauks Eggertssonar varð mér hugsað áratugi aftur í tím- ann er við frændur, ásamt fleiri systkinum og nágrannabörnum vor- um á skólanum í Þórormstungu æskuheimili mínu. Um svonefndan farskóla var að ræða. Skólaskylda hófst við 10 ára aldur og kennt var þrjá mánuði í hvorum hluta sveitar- innar. Börnin löbbuðu heimanað að morgni og heim síðdegis. Yfir Vatns- dalsá var að fara fyrir þau sem voru vestan árinnar, eins og frændsystk- inin á Haukagili; í þeim hópi var Haukur. Vorið 1925 fluttu foreldrar mínir sig um set, vestur yfir ána að Saurbæ, með okkur börnin og þar með vorum við komin í næsta ná- grenni við frændsystkini okkar á Haukagili og auðveld og stutt leið á milli bæjanna. Mæður þessara tveggja systkinahópa voru systur, báðar frá Syðri-Reykjum í Biskups- tungum, orðnar grónir Vatnsdæling- ar, er hér var komið sögu; traustar húsmæður og reglusamar. Heita mátti að daglegar samgöngur væru á milli bæjanna og varð okkur tíðförult að hittast frændunum. Konráð var okkar elstur, sem nam örfáum vikum, en Haukur var fast að tveimur árum yngri en sá er hér segir frá. Kom það oft fyrir á kvöldin og frídögum að við hittumst og fylgdum hvor öðrum fram og til baka og ræddum áhuga- mál okkar; einkum henti þetta okkur Hauk að umræðuefnið treindist úr hófi fram svo að við gengum á leið fram og til baka ómældar stundir. Minnisstæð er ferð okkar þriggja, vorið 1926, „upp að Vatnshlíð“ að heimsækja fjölskylduna þar en þar bjó þriðja systirin frá Syðri-Reykjum með manni sínum og tveimur dætr- um. Að sjálfsögu fórum við ríðandi þessa löngu leið er varð við það að þurfa að krækja út á Blönduós til þess að komast yfir Blöndu á brúnni. Þótti ekki forsvaranlegt að við riðum Blöndu óreyndir og ókunnugir jök- ulvatninu. Þessi ferð varð okkur frændum mikið ævintýri og nokkur lífsreynsla. Á unglingsárum Hauks kom strax fram hneigð hans til tæknilegra og verklegra viðfangsefna. Að baki hafði hann þekkingu og nokkurn tækja- kost föður síns, er um árabil, hafði keypt Tímarit verkfræðingafélags Íslands og var góður járnsmiður; hafði t.d. smíðað „hornaklippur“ er dreifðust með miklum hraða til slát- urhúsa víðsvegar um landið. Fyrsta, eða eitt hið fyrsta útvarps- viðtæki, sem kom í Vatnsdalinn, var komið að Haukagili árið 1930 og rétt þar á eftir, á fjórða ártugnum, virkj- uðu þeir Haukagilsbræður bæjar- lækinn og komu upp lítilli heimilisraf- stöð. Við tók svo strax þar á eftir bygging nýs íbúðarhúss á jörðinni er var fullfrágengið árið 1937. Haukur Eggertsson varð einn af fyrstu útvarpsvirkjum landsins og einn af frumherjum í félagsskap þeirra. Var hann þá fluttur til Reykjavíkur. Snemma ársins 1934 var hann staddur heima á Haukagili. Var þá leitað til hans frá stöðvar- stjóra nýkominnar landssímastöðvar að Ási í Vatnsdal vegna bilunar á símatækinu er gerði það óvirkt um að framleiða hringingu og gat stöðin því ekki gert vart við sig. Haukur brá við og skoðaði tækið í Ási. Fann bilunina er var slit á litlum málmpinna er náði ekki snertingu mótvægis. Haukur skrapp heim að Haukagili, smíðaði umræddan hlut; fór aftur að Ási og síminn komst í lag. Þessi litli greiði fékk nokkuð sögulegan enda eða þó frekar afleiðing hans. Heimild fannst hvorki hjá umsjónarmanninum í Ási eða stöðvarstjóranum á Blönduósi til þess að greiða Hauki tólf króna reikning fyrir viðvikið og komst mál- ið til úrskurðar landssímastjóra og þá var Guðmundur J. Hlíðdal, er sam- þykkti reikninginn með áritun til greiðslu, en hafði eftirfarandi orð um: „Vitið þér það Haukur að þér hafið brotið lög?“ Í þessari frásögn felst ekki aðeins persónuleg lýsing þeirra er hlut áttu að málinu, heldur og líka aldarfarslýsing frá fjórða áratug næstliðinnar aldar. Fljótt eftir að Haukur flutti til Reykjavíkur réðst hann í það að byggja sér íbúð í góðri samvinnu við æskufélaga úr Vatnsdalnum. Varð þar heimili hans og eiginkonu hans Láru Böðvarsdóttur frá Laugar- vatni, upp frá því, meðan kraftar þeirra entust. Þar kom að Haukur sneri sér að iðnaðar- og fram- kvæmdamálum. Hann stofnaði og rak um árabil stórfyrirtækið Plast- prent. Tæknihæfileikar hans og rök- hyggja notuðust honum þar með á sýnilegan og áþreifanlegan hátt. Var framandi og forvitnilegt að fylgja Hauki um vinnusali Plastprents og skyggnast um í heimi iðnrekstrarins. Sízt vildi ég gleyma síðasta þætt- inum í starfsævi Hauks Eggertsson- ar er snemma bar á og að nokkru var unninn í hjáverkum þar til hann hætti iðnrekstri, en var hugðarefni hans meðan starfsorka var honum til- tæk. Frá þessu tímabili, einkum frá rúmum síðasta tug nýliðinnar aldar, vann hann að ritstörfum. Var þar um fjölda blaðagreina að ræða, fyrst og fremst um íslenskt mál, er hann ræddi við opinbera aðila og fræði- menn af mikilli rökhæfni og glöggum smekk. Hann endurritaði Bolholt- sætt eftir frumhandriti Brynjólfs Jónssonar frá Minna-Núpi; lauk því verki í októbermánuði árið 1989, jók nokkru við og er Bolholtsættin þann- ig til í nokkrum fjölrituðum eintök- um. Í maí árið 1995 lauk Haukur við fjölritað handrit um Syðri-Reykja- ættina þ.e. Niðjatal Kristínar Giss- urardóttur og Gríms Einarssonar, Syðri-Reykjum. Var um það náið samstarf okkar frændanna um sam- antektina en hans einvörðungu um tæknilega uppsetningu og frágang. Árið 1933 tók Haukur saman Laug- arvatnsættina þ.e. niðjatal tengda- foreldra hans Böðvars Magnússonar og Ingunnar Eyjólfsdóttur. Hann skrifaði nána og sögulega lýsingu á gamla Haukagilsbænum, ásamt með grunnteikningu bæjarins og mynd- um, myndskreyttan þátt um hornak- lippur föður síns o.fl. mætti upp telja, en öll störf Hauks báru vott um gjör- hygli og vandvirkni. Haukur Eggertsson naut góðrar æsku og fjölskyldulífs, farsællar og afkastasamrar starfsævi og loks nokkurra ára er hann helgaði menn- ingarlegum hugðarefnum. En að síð- ustu varð hann að lúta nokkuð mis- kunnarlausri hnignun er bannaði honum alla athöfn. Þeim þætti mættu þau hjón með hetjulund, hlið við hlið. Samhug tjái ég eiginkonu Hauks, börnum þeirra, tengdabörnum, öðr- um afkomendum, tveimur eftirlifandi systrum og ótöldum vinum. Grímur Gíslason. Árið 1957 tóku tveir menn höndum saman og stofnuðu fyrirtæki um prentun og framleiðslu á plastpokum. Var þetta nýjung á þeim tíma, sem leysti sellófan- og pappírspoka að stórum hluta af hólmi. Þetta voru fé- lagarnir Oddur Sigurðsson (1914– 1995), síðar forstjóri Plastos hf, og Haukur Eggertsson, forstjóri Plast- prents hf til ársloka 1988 og einn af aðaleigendum til ársloka 2004. Það þurfti áræði og framsýni til að ryðja þá braut, sem saga og rekstur Plastprents hefur varðað til þessa dags. Þeim eiginleikum reyndust þessir menn gæddir og lyftu þeir hverju Grettistakinu á fætur öðru í störfum sínum, í fyrstu saman og síð- ar hvor í kappi við hinn. – Að hætti heiðursmanna tókust Oddur og Haukur sáttir í hendur þegar ferli þeirra á samkeppnisvellinum lauk, og eru fyrirtæki þeirra nú sameinuð á ný undir merkjum Plastprents hf. Haukur Eggertsson hóf starfsferil sinn fyrir rúmum 70 árum sem út- varpsvirki. Í þá tíð var það ný at- vinnugrein byggð á rafeindatækni, sem er nánast allsráðandi í sérhverju því tæki og tóli sem notast er við í dag. Rafeindatæknin reyndist Hauki síðan ómetanlegt veganesti til að byggja upp og stýra tæknivæddu iðn- fyrirtæki á borð við Plastprent. Tækniframfarir hafa ávallt verið örar á því sviði sem Plastprent starf- ar á, bæði í prentun og umbúðagerð. Það þurfti því mikla vinnusemi, vök- ult auga, sleitulausa þekkingarleit og djúpan skilning á viðfangsefninu, vöruþróun og vélbúnaði, til að skipa fyrirtækinu í fremstu röð á sínum vettvangi. Þar var hlutur Hauks stærstur. Honum tókst einnig að velja með sér hæfan hóp samstarfs- manna til að fylgja eftir hröðum vexti fyrirtækisins, sem skilaði því úr 50 fermetra bílskúr í liðlega 6.000 fer- metra stórhýsi á 30 árum. Það var krefjandi, lærdómsríkt og skemmtilegt að starfa með Hauki. Hann var ekki aðeins að velta fyrir sér hlutum, sem tengdust rekstri fyr- irtækisins og viðskiptalífinu almennt, heldur einnig ýmsum forvitnilegum hlutum, sem flestir gefa sér ekki tíma til að vera með vangaveltur um. Mér er t.d. minnisstætt, þegar hann kom inn á skrifstofuna mína í Plastprenti eitt sinn, allíbygginn á svip og engu líkara en honum lægi mikið á hjarta. Hann hafði reist sér sumarbústað við Meðalfellsvatn í Kjós. Erindið við mig var þá, að hann hafði verið að velta fyrir sér, hvort við gætum ekki reiknað út hæðarmuninn á miðju Meðalfellsvatnsins, annarsvegar, og hæð vatnsins við fjöruna, hinsvegar, með tilliti til legu og lögun hnattarins. Hann var mjög ánægður, þegar við vorum búnir að finna út með allviða- miklum útreikningum, hve margir millimetrar þessi mismunur á hæð vatnsins var, og það þó að við hefðum gerst sekir um að eyða drjúgum vinnutíma okkar í að finna þetta út. Hann sagði, að hann hefði verið bú- inn að velta þessum hæðarmun oft og lengi fyrir sér úr bústaðnum sínum. Það er heiður að fá að halda uppi merki hans og fyrirtækis þess, sem Haukur Eggertsson stofnaði og átti svo drjúgan þátt í að efla og móta. Við samstarfsmenn hans, fyrr og síðar, minnumst Hauks með þakklæti, þeg- ar við hugsum til þeirra stunda, sem við áttum með honum í blíðu og stríðu. Blessuð sé minning hans. Sigurður Bragi Guðmundsson, forstjóri Plastprents hf. Það var sumarið 1979 að ég kynnt- ist Hauki Eggertssyni, forstjóra Plastprents. Ég hafði, ungur verk- fræðingur, falast eftir vinnu þar og vildi Haukur líta manninn augum. Hann bauð mér að kom heim til sín og ræða við sig. Lára tók þar á móti mér, bauð til stofu og bar fram kaffi. Haukur sem var lasinn kom fram klæddur í morgunslopp og inniskó, með trefil um hálsinn. Við ræddum saman nokkra stund, gæddum okkur á kaffibrauðinu og vildi hann forvitn- ast um ætt mína og uppruna. Tók nú Haukur fram pappíra sem hann hafði með sér. Var þar leiðarvísir um myndsjá á nýjustu prentvélina í Plastprenti. Hann bað mig að líta yfir þá og spurði síðan hvort ég sæi hvernig þetta gæti virkað. Ég sagði sem satt var að ég vissi varla hvað sneri upp eða niður á þessum búnaði og það yrði örugglega lítið gagn að mér við þetta, enda hafði ég aldrei komið nálægt prentvél. Eftir að við kvöddumst hélt ég dapur í bragði HAUKUR EGGERTSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.