Morgunblaðið - 03.05.2006, Síða 16

Morgunblaðið - 03.05.2006, Síða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT    !! " # $ " %   "! %%& "%'% ( )  % %  !"%  ("% & & #$%*   "' "!  +%,-   !  %   %   . /$  (  %   % (    & *  % $     % ( #  %  %  "    $# % "" & # '   (#  ) %  !! .  ' )E 012  3% &E 445 6% % &&E 1 7)E 4(8 B * !D 7 # & /% E 948 :" E 0 '% %E 0208 ' E 0 =+&; .   )  ## < &  # 0 .&+ #  .  $   4  &+ (A / M /  !0 '  N/ ! & )   $  0   ,*N ! 4$# - /   .    O10 & 0 !0 ( % .7& &#   ;<;(  & <  A0 0 A * A  /    02&&  76=><?( @.  & (!#0   !&+ 1   0 > 10 & * 0  &   > # & O;  ?  $$ & 5& & &   A +AB->< <M& &#   A .  & 0 # 0 & & # 10 &  # &#  * 1 -  A 'NA+ 2  A 2%&A &M  &+ '>;76C>+( A & ) 1  # + # # 2N%0 & ;    &    A + # D'3D(+% '; 0 /  0   &   A 0  4 9 %   %   "   '+   .   2N  &&  M &   / 0   0 : &     La Paz. AFP, AP. | Evrópusambandið kvaðst í gær hafa áhyggjur af þeirri ákvörðun Evo Morales, forseta Bóliv- íu, að þjóðnýta jarðgas- og olíulindir landsins. Ferran Tarradellas Espuny, tals- maður framkvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins, sagði að þjóðnýtingin „gæti haft slæm áhrif á orkumark- aðina og stuðlað að verðhækkunum“. Stjórn Spánar kvaðst einnig hafa „miklar áhyggjur“ af þjóðnýtingunni sem hefur áhrif á um það bil 20 erlend olíu- og gasfyrirtæki. Gengi hluta- bréta í Repsol, stærsta orkufyrirtæki Spánar, lækkaði um 2% í kauphöllinni í Madrid, en gasvinnsluréttur fyrir- tækisins í Bólivíu nam um 17% af öll- um olíu- og gasforða þess. Hyggst þjóðnýta allar náttúruauðlindirnar Hersveitir voru sendar inn í 56 gas- og olíuvinnslustöðvar í Bólivíu í fyrra- dag þegar Evo Morales tilkynnti þjóðnýtinguna. „Við byrjum á því að þjóðnýta olíuna og jarðgasið, en seinna ætlum við að bæta við námum, skógarhöggi og öllum öðrum náttúru- auðlindum, því sem forfeður okkar börðust fyrir,“ sagði forsetinn í 1. maí-ræðu sinni. Morales sagði þetta „sanna þjóð- nýtingu“ sem myndi bæta efnahaginn og minnka atvinnuleysið í Bólivíu, fá- tækasta landi Suður-Ameríku. Um 54% landsmanna draga fram lífið undir fátæktarmörkum samkvæmt skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna. Forsetinn sagði að erlendu orku- fyrirtækin fengju hálfs árs frest til að samþykkja nýja samninga við bóliv- íska ríkisfyrirtækið Yacimientos Petroliferos Fiscales Bolivianos (YPFB). Þangað til fær YPFB 82% af tekjunum af gas- og olíuvinnslunni, en framleiðendurnir 18%. „Aðeins þeim fyrirtækjum sem virða þessa nýju skilmála verður leyft að starfa í land- inu.“ Morales var kjörinn forseti Bólivíu í desember eftir að hafa lofað því að ríkið fengi stærri hluta af tekjunum af náttúruauðlindum landsins. Í Bólivíu er næstmesti gasforði Suður-Amer- íku, á eftir Venesúela. Morales hefur sagt að þjóðnýtingin feli ekki í sér að eignir erlendra orku- fyrirtækja verði teknar eignarnámi. Hann segir að vinnslusamningarnir við erlendu fyrirtækin séu brot á stjórnarskránni þar sem því er lýst yfir að náttúruauðlindirnar séu sam- eign þjóðarinnar. Fetar í fótspor Chavez Pietro Pitts, ritstjóri tímaritsins Latin Petroleum, sagði að Morales væri að feta í fótspor Hugos Chavez, forseta Venesúela, sem fyrirskipaði fyrir tæpum mánuði að olíuvinnslu- stöðvar yrðu teknar af franska fyr- irtækinu Total og ítalska fyrirtækinu Eni SpA þegar þau urðu ekki við kröfu stjórnarinnar um að ríkisolíu- fyrirtækið Petroleos de Venezuela tæki við rekstri vinnslustöðvanna. „Hægt er að kalla þjóðnýtinguna í Bólivíu „Venesúela, 2. þáttur“ vegna þess að svo virðist sem Morales sé að reyna að gera það sama og Chavez, biðla til fátæka meirihlutans með því að segja honum að það sé þjóðin – en ekki útlendu fyrirtækin – sem eigi að hafa mestan hag af náttúruauðlind- unum.“ ESB hefur miklar áhyggj- ur af þjóðnýtingu í Bólivíu Morales forseti lét herinn taka yfir gas- og olíufyrirtæki landsins AP Bólivíumenn fagna í La Paz eftir að Evo Morales, forseti Bólivíu, tilkynnti þjóðnýtingu gas- og olíulinda. Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is Kuala Lumpur. AP. | 33 ára gamall maður í norðurhluta Malasíu hefur kvænst 104 ára gamalli konu, að sögn malasískra dagblaða í gær. Er þetta í 21. skipti sem konan, Wook Kundor, gengur í hjóna- band. Hún segist vona að í þetta sinn endist hjónabandið. Þetta er hins vegar fyrsta hjónaband brúðgumans, Muhamad Noor Che Musa en þau kynntust þegar hann leigði hjá henni. Hann segist í fyrstu hafa fundið til með konunni vegna þess að hún hafi verið barnlaus, gömul og einmana en gagnkvæm virðing og vinátta þeirra hafi smám saman breyst í ást. „Ég sækist ekki eftir peningum frá henni, enda er hún fátæk,“ er haft eftir Muhamad. „Áður en ég kynntist Wook dvaldi ég aldrei lengi á sama stað.“ Hann segir það hafa verið vilja Guðs að þau skyldu ná saman. Ekki kom fram hvort einhverjir af fyrri eiginmönnum konunnar eru enn á lífi. AP Muhamad Noor Che Musa með eig- inkonu sinni, Wook Kundor. 104 ára gömul í 21. hjóna- bandið Washington. AP. | Þrátt fyrir að banda- rísk stjórnvöld hafi nú um nokkurra ára skeið lagt áherslu á að tryggja stöðugleika í Afganistan og Írak eru löndin tvö enn meðal „ónýtustu ríkja“ í heiminum, að því er fram kemur í nýrri úttekt. Efst á lista yfir ríki þar sem innanlandsátök og veikt ríkisvald leika íbúana grátt trónir þó Afríkurík- ið Súdan. Það er bandaríska fræðiritið For- eign Policy og Friðarsjóðurinn svo- kallaði sem standa að gerð listans yfir „niðurbrotin“ eða „hrunin“ ríki [e. fai- led states] og er þetta í annað skipti sem hann er birtur. Í tuttugu efstu sætunum er að finna ellefu Afríkuríki, en í öðru og þriðja sæti á eftir Súdan koma Lýð- veldið Kongó og Fílabeinsströndin. Mikill pólitískur og efnahagslegur óstöðugleiki hefur einkennt þessi ríki á undanförnum árum og Fílabeins- ströndin var raunar í efsta sæti listans í fyrra. Skv. þeim forsendum sem gefnar eru í könnuninni telst ríki vera „hrun- ið“ þegar ríkisvaldið er veikt og stjórnvöld ráða ekki í reynd yfir öllu landsvæði sínu; þar sem stór hluti borgaranna viðurkennir þau ekki sem réttmæt stjórnvöld; þar sem stjórn- völd geta ekki tryggt öryggi borgara sinna eða séð þeim fyrir helstu þjón- ustu; jafnframt því sem fleiri vopnuð öfl er að finna í landinu en þau sem eru á forræði stjórnvaldanna. Listinn er settur saman með þeim hætti að hverju ríki er gefin einkunn með hliðsjón af fyrrgreindri skil- greiningu og út frá fyrirliggjandi upp- lýsingum, s.s. að því er varðar innri togstreitu í samfélaginu og spillingu í stjórnkerfinu. Súdan fær slæma einkunn í næst- um öllum efnum; stjórnvöld þar eru ekki talin virða mannréttindi, ýmsir hópar hafa margt upp á sömu stjórn- völd að klaga og stórir hópar fólks hafa þurft að flýja heimili sín vegna ofsókna og átaka. Skiptir þar miklu sú staðreynd að meira en tvær milljónir manna hafa á síðustu þremur árum flúið heimili sín í Darfur-héraði í vest- urhluta Súdans. Hæfasta fólkið flýr Írak Írak er í fjórða sæti listans og Afg- anistan í því tíunda. Hafa aðstæður í þessum löndum heldur versnað frá því í fyrra að mati þeirra sem gera listann. Kemur fram að í Írak hafi það gerst að menntað og hæft fólk flýi nú land í ríkum mæli, fáir séu eftir til að manna mikilvægar stöður. Pakistan er nú í 9. sæti en var nr. 34 í fyrra. Ástæðan skýrist af því að yf- irvöldum hefur gengið illa að halda friðinn í landamærahéruðum að Afg- anistan, vaxandi spenna er í sam- skiptum ólíkra hópa og loks hefur jarðskjálftinn í Kasmír í október og afleiðingar hans reynt mjög á innviði samfélagsins. Súdan efst á lista yfir „hrunin“ ríki Ástandið versnar í Írak og Afganistan  Meira á mbl.is/ítarefni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.