Morgunblaðið - 03.05.2006, Page 20

Morgunblaðið - 03.05.2006, Page 20
20 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ AKUREYRI STARFSMENN Sambandsverk- smiðjanna á Gleráreyrum voru rúmlega 1000 þegar mest var, árið 1977, og dæmi eru um að fólk hafi unnið þar nærri alla starfsævina. „Ég nefndi að Þorsteinn Dav- íðsson, sem m.a. var verkstjóri og forstjóri sútunarverksmiðjunnar, starfaði í verksmiðjunum í 60 ár og tvo mánuði. Sá sem var þarna skemmst, hann mætti til vinnu! Mér er ekki kunnugt hvort hann kom eftir morgunkaffi,“ segir Þorsteinn E. Arnórsson, sem situr í stjórn Iðnaðarsafnsins á Ak- ureyri og er formaður hollvina- félags safnsins. Þorsteinn var um helgina leið- sögumaður í göngu um verk- smiðjuhverfið, sem nú stendur til að rífa að stórum hluta. Hann rifj- aði upp sögu þessa merka svæðis – þar sem vélvæðing í iðnaði hófst í bænum um aldamótin 1900 – allt þar til sambandsstimpillinn hvarf af fyrirtækjunum á svæðinu, eins og hann tekur til orða. Hann var ánægður með þátt- tökuna í gönguferð helgarinnar. „Það komu miklu fleiri í gönguna en ég átti von á þannig að þarna verður örugglega aftur-ganga. Þarna var fólk sem hafði unnið í verksmiðjunum, aðrir sem áttu heima rétt hjá og svo fólk sem vildi einfaldlega fræðast um sögu svæðisins,“ segir Þorsteinn í sam- tali við Morgunblaðið. Starfsmenn alls 7.000 Þorsteinn starfaði sjálfur á svæðinu á árum áður, en vinnur nú hjá verkalýðsfélaginu Einingu- Iðju. Hann hefur sankað að sér ýmsum upplýsingum úr sögu Sambandsverksmiðjanna og upp- lýsir m.a. að alls hafi rúmlega 7000 manns starfað á verksmiðjusvæð- inu frá 1897 til 1993. Áður er Þor- steins Davíðssonar getið, en einn- ig kom fram að 47 manns hefðu unnið lengur en 40 ár hjá verk- smiðjum SÍS og 144 störfuðu þar lengur en 25 ár. Flestir voru starfsmennirnir ár- ið 1977, þá 1085 að meðtöldu sum- arafleysingafólki. mannafélagið var m.a. með fót- boltalið og keppti við Akureyr- arfélögin.“ Jón Þór verksmiðjustjóri orti eitt sinn: Átök urðu æði stór, ýmsir fengu skeinu. Gefjun frægðar felldi Þór, með fjórum á móti einu. Þetta þarfnast líklega ekki nán- ari útskýringar! Þorsteinn sagði göngufólki frá því, sem yngsta kynslóðin hefur að minnsta kosti ekki hugmynd um, að skammt neðan við þann stað þar sem tvíburaturnarnir rísa nú við lögreglustöðina, stóð korn- mylla í eina tíð. „Hún var reist ár- ið 1901 af Aðalsteini Halldórssyni verksmiðjustjóra hjá Tóvélum og síðar Verksmiðjufélaginu.“ Kýr stöðvaði framleiðsluna Þorsteinn fór með gönguhópinn „upp í vatn“, eins og það hét í gamla daga. Upp að gömlu stífl- unni, neðan við gömlu Gler- árbrúna. Í þessari stíflu var tekið allt vatnið sem knúði vélar verk- smiðjanna fram undir 1950. Margt skondið hefur átt sér stað í langri sögu verksmiðjanna, eins og nærri má geta. Þorsteinn nefndi eitt atvik, í framhaldi frá- sagnar af gömlu stíflunni. „Þaðan lá vatnsstokkur niður í miðl- unarlón niðri við Gefjun og ein- hverju sinni lenti belja, sem var þarna á beit, ofan í stokknum og stíflaði hann og stöðvaði þannig framleiðsluna! Þetta var 1934. En hún lifði þetta af, blessunin,“ segir Þorsteinn E. Arnórsson. „Tóvélar Eyjafjarðar hófu þarna starfsemi 1897 og unnin var ull, kembd og spunnin,“ segir Þor- steinn. Árið 1902 var svo stofnað fyr- irtæki með því flotta nafni Verk- smiðjufélagið á Akureyri Limited, sem var rekið allt þar til Samband íslenskra samvinnufélaga, SÍS, keypti félagið 1930. SÍS hóf reyndar verkun skinna á svæðinu 1922. Þarna voru margir vinnustaðir sem tengdust iðnaði; Gefjun, þar sem unnin var ull, sængurgerð, Skógerðin Iðunn, Sútunarverk- smiðja Iðunnar, Fataverksmiðjan Hekla, Silkiverksmiðja sambands- ins, Öl og gos, Dúkaverksmiðjan og Ullarþvottastöðin. Þorsteinn hefur skráð starfs- menn Sambandsverksmiðjanna frá upphafi, og telur sig hafa kom- ist yfir nöfn 99,1% þeirra allra. „Ég var þarna í rúm 15 ár og var þá rekinn. Mér var reyndar tvisv- ar sagt upp, og þótti ekki leið- inlegt að hætta í seinna skiptið. Þá var Heklu breytt í Álafoss og ég var ekki sáttur við það.“ Eins og gefur að skilja var fé- lagslíf mikið á svo stórum vinnu- stað sem verksmiðjurnar voru. Íþróttalíf var t.d. öflugt. „Starfs- Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Það sem var Þorsteinn E. Arnórsson situr á steini við upphaf gönguferðarinnar og fræðir viðstadda um þá miklu starfsemi sem fram fór í húsunum á bakvið hópinn. Einn starfaði í 60 ár, sá sem var skemmst, mætti Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is ALÞJÓÐLEG tónlistarhátíð verður haldin á Akureyri um hvítasunnuhelgina. Hátíðin verður helguð blústónlist að þessu sinni og er heimsfræg bandarísk hljómsveit á meðal flytjenda. Hátíðin heitir Akureyri International Music Festival – AIM festival. Stofnað hefur verið áhugamannafélag sem stendur að há- tíðinni og er ráðgert að halda hana árlega héðan í frá. Þrennir blústónleikar í hæsta gæðaflokki eru á dagskránni. Opnunartónleikar hátíðarinnar verða að kvöldi föstudagsins 2. júní á Hótel KEA þar sem tvær hljómsveitir troða upp – annars vegar Blúskompaní Magnúsar Eiríkssonar og gestasöngkonan Hrund Ósk Árnadóttir, kornung söngkona sem kom, sá og sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna í fyrra, og hins vegar Park Projekt. Í Blúskompaníinu eru Magnús Eiríksson, Pálmi Gunnarsson, Gunnlaugur Briem og Agnar Már Magnússon. Park Projekt er samvinnuverkefni Krist- jáns Edelstein, gítarleikara og upp- tökustjóra, og Pálma Gunnarssonar en þeim til aðstoðar eru Agnar Már Magnússon og Gunnlaugur Briem. Laugardagskvöldið 3. júní verða tónleikar blússveitarinnar Lamont Cranston Blues Band frá Minneappolis í Bandaríkjunum í Ketilhúsinu. Í tilkynningu frá aðstand- endum hátíðarinnar segir að koma hljóm- sveitarinnar sé „mikill hvalreki fyrir tónlist- arunnendur, enda þykir hún vera ein af þeim fremstu á þessu sviði í heiminum í dag“. Í sveitinni eru Pat Hayes, sem syngur og leikur á gítar og munnhörpu, Ted Larsen gítarleikari, Mike Carvale bassaleikari, Dale Peterson píanó- og orgelleikari, Greg Shucks trommari, Jim Greenwell saxófón- leikari og Bruce McCabe píanisti. Þriðju og síðustu tónleikar AIMfestival verða á veitingastaðnum Rocco á Akureyri að kvöldi hvítasunnudags „og það verður sannkölluð blúsveisla með öllu tilheyrandi“, segir í tilkynningunni. Fram koma Lamont Cranston Blues Band, Blúskompaní Magnúsar Eiríkssonar og Blúsmenn Andreu, en þá sveit skipa Andrea Gylfadóttir, Guðmundur Pétursson, Haraldur Þorsteinsson, Einar Rúnarsson og Jóhann Hlöðversson. Alþjóðleg tónlistarhátíð á Akureyri ÁRIÐ 1956 voru starfsmenn í verksmiðjum Sambandsins á Gleráreyrum 531. Þorsteinn tók sem dæmi, um umfang starfsem- innar það ár, að framleiddir voru 87 kílómetrar af dúk, sem svo var kallaður; efni í fatnað og þess háttar. Þorsteinn nefndi fleiri tölur frá árinu 1956. Sem dæmi voru það ár framleidd 34 tonn af garni, sútaðar voru 46.800 gær- ur og skinn og framleidd tæp 53 þúsund pör af skóm. Í verksmiðj- unum störfuðu þetta ár 307 kon- ur og 224 karlar. 53 þúsund pör af skóm árið 1956 Hjartveik börn | Stjórn Neistans, styrktar- félags hjartveikra barna, heldur fund á Ak- ureyri laugardaginn 6. maí kl. 14 í Zontahús- inu. Allir sem áhuga hafa á málefnum hjartveikra barna eru velkomnir. ♦♦♦ SKÓGRÆKTARFÉLAG Reykja- víkur ætlar að bjóða upp á fjöl- breytta fræðsludagskrá í Heiðmörk alla laugardaga í maí. Fræðslan verður miðuð að börnum og fjöl- skyldufólki og er öllum opin og ókeypis, skv. upplýsingum félags- ins. Fyrsta gangan verður 6. maí um lífríki Elliðavatns þar sem Jón Kristjánsson fiskifræðingur mun leiða gesti í allan sannleikann um undur þessa merka vatns við borg- armörkin. Veiði er hafin í Elliða- vatni og hvetur félagið þátttak- endur að muna eftir veiðistönginni. Hinn 13. maí mun Einar Þorleifs- son fuglafræðingur kynna við- stöddum fjölskrúðugt fuglalíf á vatni og í skógi. Hinn 20. maí verður farið í svo- nefnda tálgunargöngu með Valdóri Bóassyni smíðakennara. Þessi ganga er sérstaklega fyrir krakka en Valdór fer með þau út að leita að efniviði þar sem þau fá að saga nið- ur tré og greinar og svo er haldið inn þar sem hann kennir réttu handbrögðin við tálgunina. Allir verða að koma með eigin hnífa. Hinn 27. maí verður farið í álfa- göngu, en þar mun Erla Stef- ánsdóttir sjáandi og Freysteinn Sigurðsson jarðfræðingur leiða fólk um skóginn í leit að álfum og huldu- fólki. Þetta er ganga sem aldrei hefur áður verið farin í Heiðmörk. Allar göngurnar eru léttar og á færi barna sem fullorðinna. Göng- urnar hefjast allar við Elliða- vatnsbæinn kl. 11 alla laugardaga í maí, segir í fréttatilkynningu. Skógræktarfélag Reykjavíkur býður upp á fjölskyldugöngur í Heiðmörk Álfaleit og tálgunar- ganga Morgunblaðið/Brynjar Gauti Útivist Skógræktarfélag Reykjavíkur býður upp á gönguferðir og fjöl- breytta fræðslu í Heiðmörk alla laugardaga í maímánuði. ÁRSREIKNINGUR Seltjarnarnes- bæjar fyrir síðasta ár ber með sér bestu afkomu í rúmlega 30 ára sögu bæjarfélagsins skv. upplýsingum Sel- tjarnarnesbæjar. Bæjarstjórn Sel- tjarnarness samþykkti ársreikning bæjarsjóðs í síðustu viku. Í frétt frá bæjarskrifstofunni er bent á að skattgreiðendur hafi notið góðrar fjárhagsstöðu bæjarins með lækkun opinberra gjalda. Seltirning- ar njóti lægstu fasteignatengdra álaga á höfuðborgarsvæðinu og með ákvörðun bæjarstjórnar um lækkun útsvars í 12,35% í nóvember sl. sé út- svar á Seltjarnarnesi nú lægst á höf- uðborgarsvæðinu og ríflega 5% lægra en leyfilegt hámark gerir ráð fyrir. „Heildartekjur bæjarsjóðs og fyr- irtækja námu rúmum tveimur millj- örðum króna en gjöldin voru rúmar 1.634 milljónir króna. Þar af voru laun og tengd gjöld tæplega 1.020 milljónir króna,“ segir í frétt frá Sel- tjarnarnesbæ. „Fjármagnstekjur bæjarins og stofnana námu rúmum 276 milljónum króna. Rekstrarniðurstaða aðalsjóðs fyrir árið 2005 var jákvæð sem nam rúmum 326 milljónum króna sem er 188% hærra en á síðasta ári. Niður- staða samstæðunnar allrar var já- kvæð sem nam rúmum 276 milljónum króna. Gjaldaliðir samstæðunnar reyndust í góðu samræmi við fjár- hagsáætlun og er óhætt að fullyrða að fjárhagsleg afkoma bæjarins hafi sjaldan eða aldrei verið betri en á síð- asta ári. Stöðugleiki ríkir í rekstri bæjarins og afkoma hefur farið veru- lega batnandi allt kjörtímabilið,“ seg- ir þar. Samkvæmt yfirliti um sjóðstreymi nam veltufé frá rekstri bæjarsjóðs um 340 milljónum króna og styrkist um 63% á milli ára. Bolmagn bæjar- ins til framkvæmda og fjárfestinga er því sagt aukast að sama skapi. „Veltufé frá rekstri í samstæðu hækkar einnig á milli ára eða um 60%. Handbært fé frá rekstri hækkar um 210% en fjárfestingar samstæðu námu 254 milljónum króna og hækka um 190% frá fyrra ári,“ segir enn- fremur í tilkynningu Seltjarnarnes- bæjar. Afkoma Seltjarnar- nesbæjar aldrei betri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.