Morgunblaðið - 28.11.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.11.2007, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „MARKMIÐIÐ er að safna einni milljón til handa börnum í Pakistan,“ segir Keith Reed, söngvari og kórstjórn- andi, sem nk. föstudag stjórnar tónleikum í Grafarvogskirkju til styrktar ABC- barnahjálpinni sem starfar í Pakistan. Að- spurður segir Keith styrktartónleikana eiga sér langan að- draganda því hann hafi fengið hugmyndina fyrir síðustu jól. „Mig langaði til þess að finna leið til að láta gott af mér leiða og virkja aðra með mér í leiðinni,“ segir Keith og tekur fram að hann hafi heyrt um ABC-barnahjálpina í gegnum föður skólasystur dóttur sinnar, en hann sé frá Pakistan og búi og starfi hér- lendis. Sex kórar og 30 manna hljómsveit unga fólksins Keith segist í framhaldinu hafa farið að leita að tónverki sem hentaði til flutnings á stórum styrktartón- leikum. „Síðasta sumar heyrði ég síðan frumflutt á Mývatni verkið Mass of the Children eftir tónskáldið John Rutter sem hann samdi árið 2003. Þetta er af- skaplega fallegt, ljúft og áheyrilegt kórverk undir rómantískum áhrifum, aðeins um hálftími að lengd, þann- ig að ég sá í hendi mér að það myndi henta öll- um kórunum mínum af- skaplega vel,“ segir Keith og vísar þar til þeirra sex kóra sem hann og kona hans, Ásta Bryndís Schram, stjórna og koma munu fram á tónleikunum, þ.e. Kirkjukórs Linda- kirkju, Samkórs Reykjavíkur, Lands- virkjunarkórsins, Kórskóla Linda- kirkju, Kammerkórs Smáraskóla og Unglingakórs Suðurhlíðarskóla. Það munu því samtals 120 kórsöngvarar koma fram nk. föstudag ásamt 30 manna hljómsveit, því Sinfóníu- hljómsveit unga fólksins leikur á tónleikunum. Að auki koma fram söngvararnir Birgitta Haukdal og Ragnar Bjarna- son, hljómsveitin Bardukha, nem- endur úr óperudeild Söngskóla Sig- urðar Demetz ásamt Mörtu Guðrúnu Halldórsdóttur sópran, Einari Clausen barítón, Elísabetu Waage hörpuleikara, Auði Haf- steinsdóttur fiðluleikara, Bryndísi Höllu Gylfadóttur sellóleikara og Steinunni Birnu Ragnarsdóttur píanóleikara. Að sögn Keiths ættu tónleikarnir líka að verða mikil upp- lifun sjónrænt séð, því Logi Berg- mann hyggst kynna starf ABC- barnahjálparinnar í bæði máli og myndum. Miðaverðið dugar fyrir framfærslu í einn mánuð „Allir listamennirnir á tónleik- unum gefa vinnu sína þannig að allur aðgangseyrir rennur óskertur til góðgerðarmála,“ segir Keith og bendir á að miðaverðið sé 1.950 kr. sem sé jafnmikið og kosti að sjá fyrir barni í Pakistan í mánuð. Samkvæmt upplýsingum frá ABC-barnahjálp- inni eru nú þegar um 1.800 börn í átta ABC-skólum í Pakistan, þar af búa 360 barnanna á heimavist. Alls eru hins vegar um eitt þúsund börn á biðlista eftir skólagöngu í ABC- skólunum í Pakistan. „Á hverjum einasta aðgöngumiða er mynd af barni í Pakistan sem vantar stuðning ásamt upplýsingum um nafn og aldur barnsins, sem við- komandi tónleikagestur hefur með komu sinni séð fyrir þann mánuðinn. Á bakhlið miðans er hægt að fylla út umsókn um að styrkja viðkomandi barn áfram,“ segir Keith og tekur fram að ástæða þess að hann hafi valið að skipuleggja styrktartónleika til handa ABC-barnahjálpinni sé að honum líki svo vel það skipulag sam- takanna að komið sé á beinu sam- bandi milli þess sem styrkir og þess sem nýtur stuðningsins. „Þannig geta fjölskyldur styrkt sama barnið þar til það verður 18 ára, sem skapar eðlilega persónu- legri nálgun á hjálparstarfið. Með þessum hætti er verið að fjárfesta í mannslífum með beinum hætti.“ Á biðlista Þúsund börn bíða eftir skólagöngu í ABC-skólunum í Pakistan.Keith Reed Sungið fyrir börnin í Pakistan BJARNI Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Dreggs Shipping, segist ósáttur við þá ákvörðun að fara með Axel til Fáskrúðsfjarðar. Þetta hafi verið gert án samráðs við sig. „Við hefðum viljað fá skipið beint inn á Akureyri þar sem er kví og allt fyrir hendi. Ég hefði viljað vera með í ráðum þegar þetta var ákveðið. En það var Umhverfis- stofnun og Landhelgisgæslan sem ákváðu þetta. Miðað við aðstæður og stöðugt ástand skipsins töldum við ráðlegast að fara til Akureyrar. Við getum ekkert gert hér á Fáskrúðs- firði.“ Bjarni segist þó feginn að ekki skyldi verða meira tjón en raun varð á. Skipið var á leið til Póllands með fullfermi af frystri síld og segir hann ekki ákveðið á þessari stundu hvort farminum verði umstaflað í annað skip eða beðið viðgerðar á Axel. Síld- in muni samt geymast vel enda eng- ar skemmdir á frystilestum. „Það er náttúrlega alveg ljóst að það verður eitthvert tap á þessu. En ég álít samt að þetta hafi sloppið ótrúlega vel.“ Ósáttur við áningu á Fá- skrúðsfirði MS Axel er 2.500 tonna frystiskip, byggt árið 1989. Skráður eigandi skipsins er Dregg ehf. en það er skráð á eyjunni Mön. Í áhöfn skips- ins eru 11 manns. Flutningaskipið var með full- fermi af frosnum fiski þegar óhapp- ið varð og um 170 tonn af olíu voru talin vera um borð í skipinu. Ekki varð þó olíumengun við óhappið. Skráð á Mön                            ! "# $%  % $& %       Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is EF tala mætti um mögulega hættu sem fylgdi óhappinu þegar flutninga- skipið Axel steytti á blindskeri úti fyrir Hornafjarðarósi í gær, þá fælist hún í því að skipið var á ystu mörkum þess að vera komið hættulega nálægt landi þegar tókst að koma taug í það og draga það út. Þegar skipið rakst á skerið um kl. 8:20 drapst á öllum vél- um nema ljósavél en skipið losnaði án utanaðkomandi hjálpar áður en fyrstu björgunarmenn komu á vett- vang. Skipið rak aflvana í átt að landi en á meðan var drifið í að koma taug í það. Það tókst sem betur fer áður en skipið var komið óþægilega nálægt landi og þannig tókst að afstýra raunverulegri hættu. Axel var á útleið frá Hornafirði og hafði fengið leiðsögn lóðsbáts út úr ósnum en á leiðinni þarf að krækja fyrir varasöm sker. Ekki löngu eftir að leiðir skildi milli lóðsins og Axels sýndi Borgeyjarboðinn þó hversu skeinuhættur hann getur verið. Liðsmenn Björgunarfélags Hornafjarðar fengu boð um óhappið klukkan 8:20 og fóru til hjálpar skömmu síðar á björgunarskipinu Ingibjörgu. „Við vorum farnir út fjórum mínútum eftir útkall en þegar við komum að skipinu var það þegar laust,“ sagði Friðrik Jónas Friðriks- son, formaður Björgunarfélags Hornafjarðar. „Þá var dautt á öllum vélum nema ljósavél og skipið komið á rek. Við könnuðum umhverfið en urðum ekki varir við neinn stóran olíuleka. Fljótlega eftir að við kom- um á staðinn tilkynnti skipstjórinn okkur að það væri mikill leki kominn að framskipinu. Við settum því tvo menn með eina dælu um borð til að dæla upp úr skipinu og loka hólfum. Síðan fór að líða að því að við vildum annaðhvort fá skipsvélarnar í gang eða setja taug í það. Skipið var nefni- lega farið að nálgast land, ekki hættulega mikið þó. Það varð því úr að lóðsbáturinn setti taug í skipið og byrjaði að draga það út. Eftir um 18- 19 mínútna tog komst aðalvélin í gang og eftir það var þetta auðvelt viðfangs.“ Sigldi Axel eftir það fyrir eigin vélarafli austur með landinu. Friðrik telur að dautt hafi verið á vélinni í rúman klukkutíma og ekki verið hætta á ferð. „En ef við hefðum ekki náð tauginni yfir í skipið, þá hefði skapast hætta. Skipið átti hálfa sjómílu eftir upp í fjöru þegar orðið var strekkt á tauginni.“ Bráðamengunarbúnaður á Reyðarfirði virkjaður Þegar Axel var orðinn sjálfbjarga var ákveðið, í samráði við Landhelg- isgæsluna, Umhverfisstofnun, flokk- unarfélag skipsins og skipstjórann, að halda til hafnar á Fáskrúðsfirði til að skoða skipið og meta sjóhæfi þess, skv. tilkynningu LHG. Þrátt fyrir að ekki yrði mengunar- slys vegna óhappsins munu fulltrúar Heilbrigðiseftirlits Austurlands þó skoða hvort olía hafi borist á strend- ur. Jafnframt var bráðamengunar- búnaður á Reyðarfirði virkjaður og mun Umhverfisstofnun fylgjast með aðgerðum. Gottskálk Friðgeirsson, deildar- stjóri hjá Umhverfisstofnun, segir hugsanlegt að sú olía sem fór í sjóinn í byrjun hafi komið úr tómum olíu- geymi en innan í tómum geymum sé alltaf olíusmit. Þegar skipið verði kannað betur á Fáskrúðsfirði verði þar flotgirðing til taks ef á þarf að halda. „Fulltrúar okkar frá Heil- brigðiseftirliti Austurlands munu meta ástand skipsins,“ segir hann. Skipið hálfa mílu frá landi þegar tókst að draga það út Ljósmynd/Sigurður Mar Slapp Axel var á leið til Póllands með fullfermi af fiski þegar skipið rakst á skerið, skömmu eftir að lóðsbátur lét af fylgdinni frá Höfn í Hornafirði. Morgunblaðið/Kristinn Ben. Fylgd Axel sigldi undir eigin vélarafli í fylgd varðskips til Fáskrúðsfjarðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.