Morgunblaðið - 28.11.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.11.2007, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Kristján Jó-hannes Þor- kelsson var fæddur á Siglufirði 29. júní 1917. Hann lést á Hrafnistu í Hafnar- firði hinn 21. nó- verber síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Þorkels Kristins Sigurðs- sonar Svarfdal, f. á Hreiðarsstöðum í Svarfaðardal (Eyj.) 8.4. 1881, d. 20.12. 1940, og Jóhönnu Guðríðar Kristjánsdóttur, f. í Að- alvík (N-Ís.) 6.1. 1892, d. 11.12. 1986. Kristján var þriðji í röð þrettán systkyna. Hann ólst upp hjá afa sínum og ömmu á Siglu- firði. Eiginkona Kristjáns var Rann- veig Friðrika Kristjánsdóttir frá Bolungarvík, f. 2.7. 1921, d. 10.7. 2006 og eignuðust þau sex börn, þau eru: 1) Jóhanna Maggý sjúkraliði, f. 25.5. 1941, d. 4.6. 2002, gift Bárði Halldórssyni húsgagnabólstrara. Synir þeirra eru: a) Kristján Viðar blikk- smiður, kvæntur Kristínu Krist- jánsdóttur húsmóður. Börn þeirra eru: Ágúst Viðar versl- unarstjóri , Jóhanna Maggý stúd- ent og Hjalti Snær. b) Halldór verktaki, kvæntur Sigríði Krist- insdóttur hárgreiðslumeistara, og eiga þau börnin Arnar Inga og Lindu Björk. c) Stefán Þór flugmaður kvæntur Elínu Björgu eru: a) Kristján Daði atvinnubíl- stjóri (faðir hans er Valgeir Daðason), kona Dagný Eiríks- dóttir húsmóðir og eiga þau börnin Eirík Kristin og Bryn- hildi. b) Sigurður atvinnukafari, kona Hildur Bjarney Torfadóttir nemi, og eiga þau synina Elvar (móðir hans er Sigríður Lofts- dóttir) og Hafþór Loga. b) Lilja matráður, maður hennar Óskar Jónsson verkstjóri og eru börn þeirra Stefán Ingi og Elva Rún. 5) Auður leikskólakennari, gift Roger Olofsson smið. Auður var áður gift Sigurði Rúnari Jónssyni pípulagningameistara og eru börn þeirra a) Jón Andri tré- smíðanemi, b) Eydís Helga kenn- araháskólanemi, fv. sambýlis- maður Jesper Skov og eru börn þeirra Emma Marie og Freder- ikke Liv, c) Þröstur Bjarmi menntaskólanemi, d) Kristín Hlíf og e) Sunna María. 6) Alfa bóka- safnsfræðingur, gift Sigmari Þormar félagsfræðingi og eru börn þeirra: a) Valgeir nemi í Fjöltækniskóla Íslands b) Vigdís, nemi í Menntaskólanum í Kópa- vogi c) Aðalsteinn. Kristján vann til ársins 1949 sem vélstjóri við Síldarverk- smiðjur ríkisins á Siglufirði, síð- an verksmiðjustjóri í Stykkis- hólmi og síðar á Reyðarfirði. En síðustu árin umsjónarmaður vatnsveitu og hitaveitu Kópa- vogsbæjar og eftir sameiningu veitunnar við Hitaveitu Reykja- víkur starfsmaður þar. Kristján var virkur í öflugu tónlistarlífi Siglufjarðar og í Stykkishólmi. Hann söng í Karlakórnum Vísi og lék á trommur og saxófón. Kristján verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Ásbjörnsdóttur hár- greiðslumeistara. 2) Guðbjörg tækni- teiknari, f. 6.12. 1946, d. 20.2. 2002, gift Grétari Sveins- syni húsasmíða- meistara og vél- stjóra. Börn þeirra eru: a) Þórunn kerf- isfræðingur, gift Sveini Andra Sveinssyni við- skiptafræðingi, og börn þeirra eru Halldór Fannar og Guðbjörg Lilja. b) Rannveig við- skiptafræðingur, maður hennar er Vignir Sigursveinsson skip- stjóri. Rannveig var áður gift Sigmundi Jóhannessyni húsa- smíðameistara, og eignuðust þau dæturnar Björgu og Söru. c) Sveinn Ómar rekstrarstjóri, kvæntur Lindu Reimarsdóttur bankastarfsmanni, sonur Sveins Ómars og Ásu Jóhönnu Páls- dóttur er Grétar Snær, sonur Lindu og Sveins er Jakob Freyr, en Lilja Rún er stjúpdóttir Sveins Ómars. 3) Kristján pípu- lagningameistari, kona hans er Áslaug Gísladóttir. Sonur Krist- jáns og Sesselju Ólafsdóttur er Pétur byggingartæknifræðingur, kona hans er Eyrún Birna Jóns- dóttir kennaraháskólanemi. Barn þeirra er Haukur Steinn. 4) Brynhildur hárgreiðslumeistari, gift Stefáni Sigurðssyni mat- reiðslumeistara. Börn þeirra Ég ætla að hafa hér nokkur minningarorð um tengdaföður minn Kristján Þorkelsson. Kynni okkar hófust ekki fyrr en Kristján var vel kominn á sjötugsaldur. Hann var þá að ljúka sérlega farsælli starfsævi sem verksmiðjustjóri og vélstjóri. En áfram einkenndi hann orka og athafnasemi. Hvergi var slegið af alveg fram á síðustu ár. Hann hóf til dæmis að spila í hljómsveitum á ný, en Kristján hafði spilað á böllum á síldarárunum frægu á Siglufirði. Gleði, lífsánægja, tónlist eru hug- tök sem mér koma í huga er ég minnist tengdaföður míns. En kannski þó helst umhyggja Krist- jáns fyrir fjölskyldunni. Lifandi, ein- lægur áhugi á uppeldi barna sinna, barnabarna og nú síðast barna- barnabarna. Hann virtist einhvern veginn alltaf vera til staðar fyrir hvern og einn. Og það í stórri fjöl- skyldu. Kristján var til dæmis laus við allt sem heitið getur fjarlægð við börn. Hann tók fullan þátt í öllu uppeldi barna alveg frá stigi kornabarna. Má segja að Kristján hafi verið þá „nú- tímalegur“ í háttum? Kannski. Svo víst er að margur ungur maðurinn í fjölskyldunni fór frekar að ráðum hans en annarra við val á náms- og starfsvettvangi. Miklir mannkostir af þessu tagi virtust þó einhvern veginn vera bara eðlilegur þáttur í persónuleika hans. Þetta kom allt af sjálfu sér hjá Kristjáni án þess að maður væri mikið að hugsa um það. Kristján Þorkelsson var ágætis fulltrúi kynslóðar sinnar. Því fólki sem tók þátt í því sem nefnd hefur verið iðnbylting Íslands. Þegar þjóð- in færðist frá fátækt til bjargálna. Vélstjóraferilinn byrjaði snemma, en þegar Kristján var tólf ára hafði hann umsjón með mótornum í bíóinu hjá Hinriki Thorarensen á Siglufirði. Á starfsævinni kom hann víða við. Við vinnslu sjávarafurða jafnt sem veitustörf í orkugeiranum. Kristján og fleira fólk af hans kynslóð hefur að mínu mati alveg sérstaka stöðu í Íslandssögunni. Með mikilli vinnusemi, elju og fórn- fýsi bjó það til betra land. Ísland færðist yfir á stig lífskjara sem eru meðal þeirra bestu í heimi. Þetta fólk hugsaði ekki um sig sjálft. Síst um eigin auðsöfnun. Miklu frekar um að búa börnum sínum og afkom- endum betra líf. Kristjáns verður sárt saknað. Sigmar Þormar. Ég kveð afa minn með söknuði og trega, og vil minnast hans með nokkrum orðum. Ég er mjög þakk- látur fyrir hversu vel ég kynntist honum og hversu miklir vinir við vorum. Við gátum spjallað um allt milli himins og jarðar því við höfð- um svipað viðhorf til lífsins. Alltaf fannst mér þó jafnóþægilegt þegar hann talaði um þegar hann yrði all- ur, mér fannst það svo fjarstæðu- kennt að hann ætti eftir að fara frá okkur. Hann sem var stoðin og styttan í fjölskyldunni, sem allt gerði fyrir alla, og frá honum stafaði alltaf svo mikilli hlýju og styrk. Maður áttaði sig fljótt á því hversu mikið fjölskyldan skipti hann máli. Minningarnar hellast yfir mann þegar maður hugsar til baka. Mér eru minnisstæðar allar ferðirnar sem ég fór með honum og ömmu austur í sumarbústað þar sem aðal- tilhlökkunarefnið var að fá að hjálpa honum við hin ýmsu verk. Ég man hversu stoltur ég var af honum fyrir hversu handlaginn og klár hann var. Maður lærði hin ýmsu gildi af hon- um eins og að bera virðingu fyrir mat og þeim hlutum sem manni eru ekki sjálfsagðir. Mér fannst alltaf jafngott að koma í heimsókn til hans og ömmu á Boðahleinina þar sem fyrsta spurningin var iðulega: ,,Ertu ekki svangur, vinur? Æ, blessaður drengurinn.“ Mér finnst mjög gam- an að hann skuli hafa náð því að sjá frumburðinn minn og það eru ekki nema tvær vikur síðan strákurinn lá ofan á honum í rúminu og starði á hann. Við hlógum að því að aðeins 90 ár skildu þá að. Mér fannst gam- an að geta dregið fram brosið hjá honum á þessum síðustu tímum, þegar ég vissi að honum leiddist þegar hann var einn, en það var allt- af stutt í brosið hjá honum. Fyrir mér eru það forréttindi að hafa kynnst honum jafnvel og ég gerði, og á ég eftir að sakna hans og þess að heimsækja hann. Hvíl þú í friði, afi minn. Pétur Kristjánsson. Kristján J. Þorkelsson ✝ Sigurður Krist-ófer Árnason skipstjóri fæddist í Reykjavík 7. febrúar 1925. Hann lést á heimili sínu á Hrafn- istu í Hafnarfirði að morgni 18. nóvem- ber síðastliðins. For- eldrar hans voru Sigurborg Þórkatla Jóhannesdóttir hús- móðir, f. á Brimils- völlum, Snæf., 7. sept. 1894, d. á Sól- vangi í Hafnarfirði 23. desember 1966, og Árni Krist- ófer Sigurðsson sjómaður, f. að Arnarstapa, Snæf., 2. nóvember 1895, d. á Hrafnistu í Reykjavík 17. september 1969. Systkini Sigurðar eru Gestur Kristinn, f. 21. septem- ber 1918, d. 3. janúar 2001, Jóhann- es Kristberg, f. 24. júlí 1921, d. 10. júní 2004, Guðríður, f. 22. október 1930. Hinn 19. október 1955 kvæntist Sigurður Þorbjörgu J. Friðriks- dóttur, hjúkrunarkennara og fram- kvæmdastjóra öldrunarlækn- ingadeilda Landspítalans, f. í Skagafirði 25. október 1933, d. í Reykjavík 12. apríl 1983, eftir nokkurra ára baráttu við krabba- mein. Þau eignuðust fimm syni, þeir eru: 1) Friðrik sjávarlíffræð- ur í Kaupmannahöfn, f. 10. septem- ber 1968. Sigurður ólst upp í Reykjavík og lauk skyldunámi frá Austurbæjar- skólanum, en 18 ára gamall hóf hann sjómennsku sem varð starf hans næstu 50 ár. Hann var háseti á ýmsum togurum, en hóf síðan nám í Stýrimannaskólanum í Reykjavík og lauk hinu meira fiski- mannaprófi þaðan 1949. Að námi loknu var hann stýrimaður á tog- urum Útgerðarfélags Akureyr- inga, lengst á b/v Svalbak, en á Akureyri hófu Sigurður og Þor- björg búskap sinn. Þegar þau fluttu búferlum til Reykjavíkur 1957 varð hann stýrimaður og skipstjóri á ýmsum togurum, lengst af hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur og var m.a. skipstjóri á b/v Hallveigu Fróðadóttur. Árið 1968 réðst Sig- urður til starfa hjá Hafrannsókna- stofnun þar sem hann starfaði í ald- arfjórðung, fyrst við veiðarfæra- rannsóknir en árið 1973 var hann ráðinn yfirstýrimaður á rannsókn- arskipinu Bjarna Sæmundssyni og skipstjóri var hann þar frá 1977 til 1993 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Sigurður tók þátt í störfum Skipstjóra- og stýrimanna- félagsins Öldunnar, síðar Félagi skipstjórnarmanna, og var sæmdur heiðursmerki Sjómannadagsins ár- ið 1993. Sigurður var farsæll skip- stjóri og naut sín sérstaklega í starfi hjá Hafrannsóknastofnun þar sem hann eignaðist marga góða samstarfsmenn. Útför Sigurðar verður frá Há- teigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. ingur, búsettur í Þrándheimi, f. 22. maí 1957. Maki Mar- grét Hlíf Eydal fé- lagsráðgjafi, f. 8. júlí 1958. Börn þeirra eru Hrefna, f. 14. apríl 1983, Sindri Már, f. 28. nóvember 1988, og Brynjar Þór, f. 22. júlí 1992. 2) Steinar arkitekt, búsettur í Reykjavík, f. 13. sept- ember 1958. Maki Helga Sigurjónsdóttir félagsráðgjafi, f. 15. maí 1959. Börn þeirra eru Þor- björg Anna, f. 3. september 1991, Kristjana Björk, f. 9. maí 1995, og sonur Helgu, Sigurjón Árni Krist- mannsson, f. 1. desember 1976. 3) Árni Þór alþingismaður, búsettur í Reykjavík, f. 30. júlí 1960. Maki Sigurbjörg Þorsteinsdóttir ónæm- isfræðingur, f. 24. september 1955. Börn þeirra eru Sigurður Kári, f. 9. nóvember 1986, Arnbjörg Soffía, f. 4. ágúst 1990, og Ragnar Auðun, f. 26. desember 1994. 4) Þórhallur arkitekt, búsettur í Reykjavík, f. 7. ágúst 1964. Maki Ene Cordt Ander- sen arkitekt, f. 19. desember 1969. Börn þeirra eru Salka, f. 17. febr- úar 2001, Selma, f. 8. október 2002, og Steinar, f. 25. október 2005. 5) Sigurður Páll ljósmyndari, búsett- Föðurland vor hálft er hafið, helgað þúsund feðra dáð. yrkir Jón Magnússon í sjómanna- sálmi sínum. Og þessar ljóðlínur eiga svo vel við um pabba, sem helgaði sjómennskunni ævistarf sitt. Hafið var hans föðurland ekkert síður og jafnvel enn frekar en borgin þar sem hann sleit barnsskónum og bjó lengst af. Í hálfa öld stundaði hann sjómennsku með litlum hléum, þar undi hann sér vel og þótt hann gerði nokkrar tilraunir til að fara í land bjó sjórinn yfir aðdráttarafli sem hann fékk aldrei staðist. Sem smástrákur man ég eftir því að hafa frekar litið á pabba sem gest á heimilinu því í huga barnssálarinnar er nokkra vikna fjarvera líkust heilli eilífð sem aðeins er rofin af eins til tveggja sól- arhringa landlegu á milli. Ég hef sennilega verið á fimmta eða sjötta ári þegar ég gekk niður togara- bryggjuna í Reykjavík og ég heilsaði pabba með handabandi og kynnti mig fullu nafni. Eldri bræður mínir gerðu að sjálfsögðu grín að þessu en mér var áreiðanlega fyllsta alvara. En auðvitað breyttist þetta. Það voru líka mikil viðbrigði þegar pabbi hóf störf hjá Hafrannsóknastofnun. Fyrstu árin þar starfaði hann aðal- lega í landi við veiðarfærarannsóknir og sótti sjóinn eftir því sem vinnan bauð, en einnig eftir að hann tók við starfi yfirstýrimanns og síðar skip- stjóra á Bjarna Sæmundssyni, þar sem bæði útiverur og landlegur voru lengri. Á Hafrannsóknastofnun naut pabbi sín vel og honum þóttu það for- réttindi að fá að taka þátt í því mik- ilvæga starfi sem stofnunin innir af hendi í þágu lands og þjóðar. Hafró sýndi honum líka mikinn stuðning og sóma sem hann kunni að meta og var þakklátur fyrir. Styrkur pabba og mannkostir komu ef til vill hvað best í ljós í áfall- inu sem við fjölskyldan urðum fyrir þegar mamma dó, eftir hetjulega bar- áttu við krabbamein, aðeins 49 ára að aldri. Í þeirri baráttu stóð pabbi eins og klettur, var mikið í landi, vakti við hlið mömmu og studdi okkur bræður á allan hátt. Það var honum örugg- lega ekki létt að standa uppi einstæð- ur faðir, með yngsta soninn enn í grunnskóla og þurfa um leið að stunda starf sitt á sjónum með þeim fjarverum sem því fylgdi. En þessu mótlæti mætti hann á sinn hátt, það var ekki mikið fjasað um hlutina, þeir einfaldlega leystir af þeirri stöku samviskusemi og vandvirkni sem ein- kenndi hann í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur. En sorg hans var þung, þótt hann bæri hana í hljóði. Og hann tókst á við lífið á nýjan leik ein- arður í að láta hvergi bugast. Um það leyti sem pabbi var að fara í land fékk hann alvarlegt hjartaáfall. Honum var vart hugað líf, enda meira en helmingur hjartavöðvans ónýtur. Engu að síður komst hann yfir það og var staðráðinn í að ná heilsu á nýjan leik. Og þótt hann næði sér aldrei að fullu þá lærði hann að lifa með því skerta þreki sem hjartasjúkdómur- inn olli. Undanfarið ár hafði þreki hans hrakað talsvert og krafturinn sem eitt sinn einkenndi skipstjórann var aðeins svipur hjá sjón. Engu að síður átti hann mjög góðar vikur nú í haust, eftir meðferð á hjartadeild Landspítalans og var með allra frís- kasta móti. Þar sannaðist það enn einu sinni að dauðinn velur sjálfur sinn stað og sína stund. Pabbi lét sér einkar annt um fjöl- skyldu sína, okkur synina, tengda- dætur og barnabörn og hugaði meðal annars alltaf í tíma að öllum afmælis- og tyllidögum. Við erum öll þakklát fyrir að hafa átt hann að, fyrir allar stundirnar í sorg og gleði, fyrir væntumþykjuna og ræktarsemina. Þótt vegferð okkar allra eigi sér einn og sama endi erum við aldrei búin undir dauðann. Hann er enginn au- fúsugestur þegar hann knýr dyra. Allar fallegu minningarnar hrannast upp, sorg og söknuður taka völdin. En um síðir mun sól minninganna brjóta sér leið gegnum tárin og í þeirri birtu horfum við fram á veg- inn. Árni Þór. Mig langar að minnast tengdaföð- ur míns, Sigurðar Kr. Árnasonar, með fáeinum orðum. Kynni okkar hófust fyrir um 27 ár- um síðan þegar ég varð unnusta og síðar eiginkona Friðriks, elsta sonar Sigurðar og eiginkonu hans Þor- bjargar Friðriksdóttur. Þau eignuð- ust alls fimm syni. Þorbjörg lést árið 1983, langt um aldur fram, 49 ára að aldri. Fráfall hennar var mikill harmur fjölskyldunni, sem að henni stóð. Ég minnist þess að Sigurður og Þorbjörg tóku mér eins og þau hefðu ávallt þekkt mig, strax frá fyrstu kynnum. Hlýja, umhyggja og gest- risni einkenndi þau bæði. Líf Sigurðar breyttist mikið við fráfall Þorbjargar, hann tókst á við það erfiða hlutverk að koma bræðr- unum, sér í lagi þeim tveimur yngstu einnig í móðurstað. Jafnframt sinnti hann aðalstarfi sínu sem skipstjóri á hafrannsóknaskipinu R/S Bjarna Sæmundssyni. Því betur sem ég kynntist Sigurði og eftir því sem árin liðu áttaði ég mig á því hversu miklum styrk og æðruleysi hann bjó yfir. Þetta kom hvað best í ljós hin síðari ár, þegar veikindin fóru að há honum mikið. Hann kvartaði ekki, en reis alltaf upp aftur og var mest upptekinn af því sem honum var allra kærast, son- um þeirra og fjölskyldum þeirra og sérstaklega barnabörnunum. Nú er komið að leiðarlokum, ég Sigurður Kr. Árnason  Fleiri minningargreinar um Krist- ján J. Þorkelsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.