Morgunblaðið - 28.11.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.11.2007, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR og litla kók. Svo horfðum við saman á Löður og fleiri þætti í sjónvarp- inu. Ég var alltaf hjá ömmu fyrir jól og á Þorláksmessu sátum við saman eftir bæjarferð í borðstofunni henn- ar, rjóðar í kinnum og þreyttar. Hún pakkaði inn jólagjöfum, ég horfði á og dáðist að hæfileikum hennar þegar hún skreytti pakkana af sinni alkunnu snilld. Þarna sátum við saman og hlustuðum á jólalög sem eiga alltaf eftir að minna mig á hana. Amma var mikið jólabarn og hún smitaði okkur stelpurnar sínar af þessum mikla jólaáhuga. Amma lifði mjög viðburðaríku lífi sem ung kona. Hún var dómari í Ungfrú Ísland, Ungfrú Evrópa og Miss World, hún var sýningarstúlka af og til sem þótti mjög fínt í þá daga. Amma Karó vann hjá Flug- leiðum í 31 ár og hún ferðaðist út um allan heim að kenna á tölvukerf- in sem þá voru að stíga sín fyrstu skref í heiminum. Við ferðuðumst einnig með henni til útlanda. Við fórum tvær saman til Danmerkur þegar ég var 12 ára og áttum þar góða tíma. Einnig höfum við allar farið með henni til útlanda bæði sér og saman. Ég hef alltaf litið upp til hennar enda var hún forkunnarfög- ur kona og alltaf svo flott klædd, al- veg fram á það síðasta. Þó að hún væri orðin svona lasin þá var hún alltaf fín, allt straujað í skápunum og aldrei rykkorn að sjá. Svona var hún amma mín. Guð veri með þér elsku hjartans amma mín og sofðu rótt. Ég vil þakka starfsfólki Selja- hlíðar fyrir hversu hlýtt og yndis- legt það hefur reynst henni ömmu minni þessi fjögur ár sem hún hefur búið á Seljahlíð en hún talaði um það iðulega. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson) Elena Kristín Pétursdóttir. Elsku amma mín, óskaplega finnst mér sárt að þú skulir vera farin frá okkur, ég á eftir að sakna þín alveg ógurlega mikið, þú sem reyndist okkur svo vel alla tíð. En þú varst búin að berjast svo lengi við þín veikindi og hefur nú loks fundið frið. Mig langar svo að minnast þín í fáum orðum. Góð, hlý, falleg og fórnfús eru þau orð sem koma upp í huga mér þegar ég hugsa um þig, líka glettin og gáskafull jafnvel. Ég á margar fallegar og góðar minningar um þig, m.a. þegar við systurnar komum og gistum hjá þér í Bogahlíðinni, það voru nú ekki ófá- ar helgarnar það, einnig um páska og áramót. Alltaf var jafn gott að koma til þín og hlusta á þig fylgjast með enska boltanum, meðan við sát- um og lékum okkur í dúkkulísuleik eða einhverju þvíumlíku. Ég er svo heppin að hafa átt þig og ég er svo þakklát fyrir það, elsku amma mín. Mig langar líka að þakka starfs- fólkinu á Seljahlíð fyrir alla þá um- hyggju og blíðu sem þau sýndu okk- ur öllum á erfiðum tíma. Nú hverfi oss sviðinn úr sárum og sjatni öll beiskja í tárum, því dauðinn til lífsins oss leiðir, sjá, lausnarinn brautina greiðir. (Þýð. Sigurbjörn Einarsson.) Arna Hildur Pétursdóttir (Adda). Elsku hjartans Karó mín. Þú varst stoð mín og stytta í lífinu. Alltaf varstu svo fín og falleg. Ég gleymi því aldrei þegar ég átti von á mínu fyrsta barni, þú keyptir á mig falleg óléttuföt og varst alltaf svo smekkleg. Mikið hlakkaðir þú til að eignast þitt fyrsta barnabarn, sem var fal- leg lítil stúlka. Þú varst svo hamingjusöm og komst alltaf til mín eftir vinnu til þess að horfa á litlu telpuna þína enda var hún skírð sama nafni og þú. Hvað þú varst ánægð að halda henni undir skírn þó að hún Karól- ína yngri grenjaði eins og ljón. Svo kom önnur lítil stúlka og svo þriðja stúlkan. Mikið er ég rík, sagðir þú Karó mín og gleðin skein úr augum þínum. Þú varst mér sem móðir og kenndir mér marga hluti eins og t.d. í matargerð og heimilisstörfum. Þegar við fluttum svo í Hafnar- fjörð þegar stelpurnar voru litlar þá varst þú alltaf hjá okkur. Jólin voru alltaf sérstök hjá okkur, þú kenndir mér að elda jólamatinn og þá tala ég sérstaklega um brúnuðu kartöflurn- ar sem við gerðum á sérstakan hátt. Manstu eftir öllu rafmagnsleysinu þegar allir voru að elda á sama tíma, þvílíkt stress, en maturinn kom samt alltaf á endanum. Mig langar til þess að þakka þér fyrir alla fallegu kjólana sem þú hefur keypt handa stelpunum mín- um í gegnum árin. Þær voru alltaf þær allra fínustu á jólunum. Manstu eftir því þegar þær sátu þrjár sam- an stilltar og prúðar inni í stofu þegar við vorum að ganga frá eftir jólamatinn. Við fengum okkur alltaf gott kaffi í gullbollunum sem voru svo fínir. Þú last alltaf á pakkana, sem voru nú ekkert smáræði því að þú keyptir svo mikið handa okkur öllum. Vil ég þakka þér sérstaklega fyrir það að gera jólin svona ánægjuleg fyrir okkur. Að lokum, elsku hjartans Karó mín, guð gefi þér frið og ró, ég mun aldrei gleyma hversu mikið þú hjálpaðir mér. Við hittumst síðar elskan mín. Ég votta þér Pétur minn, stelp- unum mínum og barnabörnum mína dýpstu samúð. Þín Katla.  Fleiri minningargreinar um Karólínu Pétursdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Karólína Pétursdóttir Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Antík Nýjar vörur í Maddömunum Nýtt í búðinni frá Danmörku og Svíþjóð, m.a. íkon frá Rússlandi - dúkkuvagn - dúkkur - Rosenborg o.fl. o.fl. www.maddomurnar.com. Langur laugardagur 1. des. Garðar Lóðir & lagnir Einn verktaki í allt verkið Tökum að okkur verk fyrir: fyrirtæki, stofnanir, húsfélög og einstaklinga. Grunnar, dren, skolp- lagnir, jarðvegs- skipti, efnissala og smágröfuleiga. Gerum föst verðtilboð. Guðjón 897 2288. Heilsa Lr- kúrinn er tær snilld. Léttist um 22 kg á 6 mánuðum. Aukin orka, vellíðan, betri svefn og þú los- nar við aukakílóin. Uppl. hjá Dóru í s. 869 2024 eða www.dietkur.is Nudd Nuddbekkir og aðrar vörur Ferðabekkir frá 45 þús. Rafmagns- hitateppi, gæruskinn, púðar og aðrar vörur. Nálastungur Íslands ehf. www.nalar.net s. 520 0120 & 863 0180. Húsgögn Mjög vel með farið queen-rúm með nýlegri latexdýnu (dýnan kostar ný 35 þús.). Rúmið hefur aðeins verið notað af fullorðnum einstaklingum. Rúmteppi og púðar fylgja með. Verð: 40 þúsund. Upplýsingar í síma 557 3162 eða 662 1706. Húsnæði í boði Íbúð í Hveragerði 80 fermetra nýleg íbúð til leigu frá 1. desember. Eitt svefnaherbergi, borðstofa,stofa, þvottahús, bað, 7 ferm. geymsla og 15 fermetra svalir. Íbúðin er á 3.hæð, með sérinngangi úr opnu stigahúsi. Upplýsingar í gsm 891 7565. Sumarhús Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi. Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda, sýningarhús á staðnum. Einnig til sölu lóðir á Flúðum. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Iðnaðarmenn Múrverk, flísalagnir, utanhúsklæðningar, viðhald og breytingar. Sími 898 5751. Námskeið PMC Silfurleir Búið til módelskartgripi úr silfri – Grunnnám helgina 8 og 9 des.- Tilvalin jólagjöf, falleg gjafakort í öskju. Skráning hafin fyrir janúar og febrúar. Uppl. í síma 6950405 og www.listnam.is Til sölu Tékkneskar og slóvenskar kristalsljósakrónur. Mikið úrval. Frábær verð. Slóvak Kristall, Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, s. 544 4331. www.skkristall.is. ELLA RÓSINKRANS Glerlist – Málmlist Sýningarsalur: Miklubraut 68, 105 Rv. Opið kl.10.00 – 22.00. Vinnustofa: Súðarvog 26, 104 Rv. Orb collection – Kúpt glerverk. Gluggaverk eftir máli, sérpantanir, sími 695 0495. Arcopédico Gjöfin fyrir ömmu. Opið þriðjud. – föstud. kl. 13 -18. Ásta skósali, Súðarvogi 7, sími 553 60 60. Óska eftir Óska eftir 4 gömlum gámum! 20 - 40 fet, einnig Toyota yaris gömlum og vindrafstöð. Á sama stað til sölu dráttarvél Dave brown. Upplýsingar í síma 8211160. Ýmislegt 580 7820 Innrömmun strigaprentun HÚFUR, TREFLAR OG VETTLINGAR Skarthúsið, Laugavegi 12 sími 562 2466 Flókaskórnir vinsælu komnir aftur. Svo ótrúlega hlýir og góðir! stærðir: 36 - 48 Verð aðeins. 2.450.- Misty skór, Laugavegi 178, sími 551 2070. Opið mán.-föst. 10-18, lau. 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. Fallegar og nettar teygjubuxur í stærðum S,M,L,XL,XXL í litum hvítt, svart og húðlitt á kr. 1.590,- Góðar teygjubuxur í stærðum S,M,L,XL í litum húðlitt og svart á kr. 1.950,-” Teygjubuxur í stað leggings, líka góðar í ræktina, fást í svörtu á kr. 2.750,- Misty, Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán-fös 10-18, lau 10-14 Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is. D&D málari ehf. D&D málari ehf. er fyrirtæki sem sérhæfir sig í öllu sem viðkemur málningarvinnu, skreytingum og þrifum. Vel unnið verk er okkar mark- mið. Upplýsingar í síma 691 6972 og 691 7016. 20% afláttur af öllum vörum. Opið í dag, 13-18. GreenHouse, Rauðagerði 26. Bílar MMC GALANT, ÁRGERÐ 1999 2,0, ssk., ekinn aðeins 69 þús. Nýskoðaður og nýtt í bremsum. Mjög vel með farinn. Vel búinn bíll í topp- standi. Uppl. í síma 866 9266. M Benz Vito, TDI, toppeintak DIESEL (eyðir litlu), toppeintak, topp- lúga, CD, bíll í flott standi, verð 570, fyrstur kemur fyrstur fær. 695 2015. Honda Ac. Tourer, árg. 2004 ek. 48 þús. km. Vel með farinn, silfur- litur, fjölskyldubíll. Aukab. krókur, dekktar rúður, álfelgur. Vetrar+sumar- d. V. 1,65, áhvíl. ca. 1,3 millj. bílalán. Afborg. ~34.000/mán. S.: 660-2233. Einn snotrasti skutbíll landsins er til sölu. Dodge Magnum RT, nýskr. júní 2006, ekinn 14þkm. Vél 5.7l Hemi, 365 hestöfl. Vetrar og sumar- dekk á 18" felgum ásamt 22" sumar- blingurum. Mikið breyttur bíll, myndir og nánari upplýsingar má finna á vefnum: http://maria.blog.is /album/magnum og http://maria. blog.is/ blog/maria/entry/302467. Verð: 4.5 milljónir. Nánari upplýsingar veitir Ólafur í síma 864-4943. Ökukennsla Ökukennsla Reykjavíkur ehf. Ökukennsla - akstursmat. Snorri Bjarnason Nýr BMW 116i. 892 1451/557 4975. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat '06 . 892 4449/557 2940. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '06. 863 7493/557 2493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza '06. 696 0042/566 6442. Kristófer Kristófersson BMW. 861 3790. Sigurður Jónasson Toyota Rav4 ‘06. 822 4166. Vélhjól Bombardier DS 650x Baja árg. 2004, geggjað tæki, með öllu aukadótinu ... toppeintak, verð 760, ath. skipti. Sími 695 2015.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.