Morgunblaðið - 28.11.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.11.2007, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR YNGVI Pétursson, rektor í Menntaskólanum í Reykjavík, segir að enn sé mikil vinna eftir fyrir skólana. „Öll útfærslan er í raun eftir,“ segir hann, „og í höndum skólanna að útfæra námsbraut- irnar“. Hann segir rammann vera það opinn að skólarnir eigi að geta skilgreint mjög fjölbreytt og sveigj- anlegt nám innan hans. „Þar með get ég séð fyrir mér bæði styttra nám og lengra nám og væri hægt að rúma það nám sem við bjóðum upp á í dag.“ Markmiðið að ná fram róttækum umbótum Aðalheiður Steingrímsdóttir, for- maður Félags framhaldsskólakenn- ara, segist vona að í nýju frumvarpi birtist með skýrum hætti það sem samtökin hafi lagt áherslu á. „Markmið samtakanna með því að taka þátt í endurskoðun á núver- andi framhaldsskólalögum var að ná fram markverðum og róttækum umbótum á rétti og stöðu nemenda og menntun í landinu,“ sagði Að- alheiður í viðtali við mbl.is. „Í því sambandi má nefna að allir geti stundað nám í framhaldsskóla sem þangað sækja, að nám í framhalds- skólum sé sniðið að mismunandi þörfum nemenda, að nemendur hafi fjárhagslegar forsendur til að stunda sitt nám og hafi efni á að kaupa námsgögn,“ sagði hún. Stjórnvöld axli ábyrgð og skyldur gagnvart nemendum Félag framhaldsskólakennara telji gríðarlega mikilvægt að mikill þungi verði í þessum áformum í markmiðskafla frumvarpsins og það endurspeglist í einstökum laga- greinum. „Þannig að stjórnvöld taki ábyrgð á og axli skyldur gagnvart nemendum til átján ára aldurs; á því að þeir fái nám við hæfi og skól- arnir hafi stöðu og möguleika til þessa. Og þá teljum við afskaplega mikilvægt að í samræmi við þessar áherslur verði gerðar umbætur á stöðu skólanna til að haga starfi sínu samkvæmt þessum áherslum,“ sagði Aðalheiður og að mjög margir hefðu af því miklar áhyggjur hversu hart hefur verið gengið að skól- unum í hagræðingu á undanförnum árum og margir væru sammála um að ekki yrði lengra gengið í þeim efnum. „Það þykir mörgum ástæða til að staldra við því að hagræðingin hafi snúist upp í andhverfu sína.“ Geta skilgreint fjölbreytt og sveigjanlegt nám Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is FJÖGUR ný frumvörp til laga sem marka nýja menntastefnu á Íslandi eiga það sammerkt að hafa velferð barna, þarfir þeirra og réttindi að leiðarljósi, að sögn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra, sem kynnti frumvörpin á blaðamannafundi í gær. Í frumvörpunum, sem ná til allra skólastiga auk menntunar kennara, er gert ráð fyrir þó nokkrum breytingum á eðli skólastarfs, sem flestar eiga að stuðla að meira flæði milli skólastiga. Á þann hátt á að auðvelda leik- og grunnskólabörnum að færast milli skólastiga að uppfylltum ákveðnum skilyrðum um þroska og námsframvindu. Með því á einnig að stuðla að því að börn með sér- þarfir eða námshömlur geti farið upp á annað skóla- stig án þess að vandamál þeirra þarfnist nýrrar greiningar, upplýsingaflæði um nemendur á milli skólastiga á því að verða meira. Með nýjum áherslum á kennaramenntun allra skólastiga skal opna leiðir fyrir kennara til að koma að kennslu á öðrum skólastigum að uppfylltum kröfum um áherslur í námi þeirra. Aukin ábyrgð sveitarfélaga Ekki er ætlunin að gera grundvallarbreytingar á grunnskólastarfinu sem slíku, en horft var til reynslunnar af flutningi grunnskóla til sveitarfé- laga árið 1996 við frumvarpsgerðina. Á undanförnum árum hefur sjálfstæði til grunn- skóla aukist og því samfara þykir nauðsynlegt að efla gæðamat og faglega ábyrgð sveitarfélaganna á rekstri skólanna. Ábyrgð sveitarfélaga á þessu sviði grunnskólastarfs hefur ekki þótt nægilega skýr hingað til, að því er segir í athugasemdum við laga- frumvarpið. „[Sveitarfélögum] er ætlað að afla kerf- isbundið upplýsinga um starfsemi og innra mat skóla er innan sveitarfélaganna starfa og varpað geta ljósi á gæði menntunar.[…] Ætlast er til að á vettvangi sveitarfélaga verði fjallað um gæði menntunar í grunnskólum, meðal annars í ljósi skólastefnu sveitarfélaga, og að saman fari fagleg og rekstrarleg ábyrgð á skólahaldi í grunnskólum,“ segir í athugasemdum frumvarps um grunnskóla- lög. Hlutverkaskipting milli grunnskóla, sveitarfé- laga og skólayfirvalda á að verða með skýrari hætti en verið hefur og verður sveitarstjórnum falin meiri ábyrgð faglegs starfs grunnskólanna. Einnig á að afmarka og skýra frekar hlutverk ríkisvalds, sveitarfélaga, skólanefnda, skólaráðs og skólastjórnenda: „… svo ljóst sé gagnvart nemend- um og foreldrum hvar forræði, skyldur og ábyrgð liggja“. Tilliti til stærðar og aðstæðna sveitarfélaga á m.a. að mæta með því að smærri sveitarfélögum verði heimilt að reka saman grunnskóla, leikskóla og tónlistarskóla undir stjórn eins skólastjóra. Einnig skal tekið tillit til óska um sameiginlegan rekstur leik- og grunnskóla. Breytingar á íslensku samfélagi síðustu áratugi eru hluti af forsendum nýs frumvarps og er sér- staklega tekið á málefnum barna sem hafa annað tungumál en íslensku að móðurmáli. Svokölluð mót- tökuáætlun skal vera til staðar innan skólanna, sem taki tillit til bakgrunns nemenda og tungumála- færni. Einnig verði lögð áhersla á rétt nemenda til kennslu í íslensku sem öðru tungumáli og að þeir fái tækifæri til að viðhalda móðurmáli sínu sem val- grein, í fjarnámi eða á annan hátt. Framhaldsskólum er gefið aukið svigrúm til að ákvarða námsframboð og skipulag náms í nýja frumvarpinu. Minnkun miðstýringar frá stjórnvöld- um er því grundvallandi og skólum veitt frelsi til að þróa námsbrautir sem byggjast á sérstöðu skól- anna og styrkleika. Vinnumat skal framvegis miðast við vinnuafköst nemenda en ekki kennara eins og verið hefur og nýtt einingakerfi, ECTS, tekið upp. Geta tekið einingarnar með sér Menntamálaráðherra vill leggja sérstaka áherslu á að iðn- og verknám verði metið til jafns við bók- nám og auka þar með eftirspurn eftir því námi, því verði stúdentspróf af bók- og verknámsbrautum sambærileg. Framhaldsskólapróf á að tryggja að nemendur, sem ekki hyggja á langskólanám, eigi möguleika á próflokum að u.þ.b. tveimur árum liðnum og er það ætlað til að sporna við brottfalli úr skólakerfinu. Ef nemendur kjósi að halda áfram geti þeir tekið ein- ingarnar með sér á þá námsbraut sem þeir kjósa. Með meiri kröfum á menntun kennara hyggst ráðuneytið, auk þess að auka gæði kennslu, stuðla að samfellu í skólagöngu barna. „Strax í leikskóla hefjist undirbúningur að sam- fellu í skólastarfi þar sem eitt skólastig tekur við af öðru.“ Nýtt landslag í skólamálum Morgunblaðið/Golli Einbeitt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra kynnti helstu atriði fjögurra nýrra frumvarpa um nýja menntastefnu í gær. Í HNOTSKURN »ECTS-kerfið er einingakerfi sem meturvinnu nemenda. Ein eining er ígildi u.þ.b. þriggja daga vinnu. 60 einingar fást út úr einu ári. »Samræmd próf í grunnskóla verða í ís-lensku, stærðfræði og ensku í fyrri hluta 10.bekkjar. »Ákvæðum um kristin uppeldisviðmiðverður skipt út fyrir eflingu siðferðis- vitundar. KARLMAÐUR slasaðist á höfði í vinnuslysi í Grímsnesi í gær og var fluttur á Landspítalann. Hafði hann verið við vinnu í nýbyggingu þegar hann féll 2-3 metra ofan af vinnu- palli. Engin vitni voru að slysinu, en vinnufélagar hans heyrðu skarkala og komu að hinum slasaða. Hann var með skerta meðvitund þegar hann var settur í sjúkrabíl. Fulltrúi Vinnueftirlitsins var kvaddur á vett- vang til að meta aðstæður. Féll af vinnupalli ♦♦♦ www.forlagid.is HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á fertugsaldri í átta mánaða fangelsi fyrir stór- fellda líkamsárás. Honum var að auki gert að greiða 220 þúsund krón- ur í sakarkostnað. Þrátt fyrir hreint sakarvottorð þótti dóminum ekki ástæða til að skilorðsbinda refs- inguna að neinu leyti. Maðurinn viðurkenndi fyrir sitt leyti að hafa slegið fórnarlamb sitt fjórum höggum í andlitið en varð tví- saga um ástæður árásarinnar. Í báð- um tilvikum sagði hann að fórnar- lambið hefði ráðist á sig að fyrra bragði. Það fékk ekki stoð í fram- burði vitnis, né fórnarlambsins. Dómurinn taldi sannað að árásin hefði verið fyrirvaralaus og harka- leg. Hún leiddi einnig af sér varan- legan sjónskaða fyrir fórnarlambið sem er af erlendu bergi brotið. Fórn- arlambinu og vitni bar saman um upphaf árásarinnar, sem varð í mið- borg Reykjavíkur. Maðurinn hefði áreitt fórnarlamb sitt af tilefnislausu og ítrekað slegið hann í andlitið. Héraðsdómarinn Símon Sigvalda- son kvað upp dóminn. Karl Ingi Vil- bergsson, fulltrúi lögreglustjóra, sótti málið og Guðmundur Ómar Hafsteinsson hdl. varði manninn. Dæmdur fyrir alvar- lega árás Hlaut átta mánaða fangelsi í héraðsdómi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.