Morgunblaðið - 28.11.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.11.2007, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR RANNSÓKNARNEFND umferðarslysa mun afla allra gagna um bílslysið austan við Vík sl. sunnudag þar sem karlmaður missti bifreið sína út í Höfðabrekkutjarnir. Þetta segir Ágúst Mog- ensen, forstöðumaður Rannsóknarnefndar um- ferðarslysa. Eins og greint hefur verið frá sat öku- maðurinn fastur í bíl sínum í a.m.k. klst. og náði vatnið honum í herðar þegar björgunarsveit kom að. Maðurinn var orðinn mjög kaldur er honum var bjargað. Hann var fluttur á Landspítalann og hafður þar í öndunarvél. Hann er nú kominn af gjörgæsludeild og á almenna deild. Að sögn lækn- is er maðurinn á batavegi og fer líðan hans hægt batnandi. Í Morgunblaðinu í gær kom fram að hátt í klukkustund hefði liðið frá því tilkynning vegfar- anda barst til Neyðarlínunnar þess efnis að bíll væri í Höfða- brekkutjörnum þar til björg- unarsveitin Víkverji í Vík fékk útkall. Spurður hver beri ábyrgð á því að fara ofan í verkferla viðbragðsaðila segir Ágúst það m.a. vera hlutverk nefndarinnar. „Rannsóknar- nefnd umferðarslysa skoðar þátt viðbragðsaðila. Það helg- ast einfaldlega af því að nefndin hefur til skoð- unar alla þætti sem verða til þess að fólk meiðist, slasast eða deyr og þar á meðal eru þættir sem tengjast viðbúnaði og viðbrögðum. Það hefur sýnt sig í rannsóknum að því fljótari sem menn eru á vettvang og því betri sem verklagsreglurnar eru þeim mun meiri líkur eru á að menn nái að koma í veg fyrir meiðsli og skaða sem hljótast af slys- um.“ Alltaf hægt að kalla mannskap til baka Eftir því sem blaðamaður kemst næst er það almenn verklagsregla að sé tilkynnt um bíl í vatni, hvort sem vitað er að manneskja sé enn í bílnum eða ekki, séu strax bæði lögregla, slökkvi- lið og björgunarsveitir kallaðar út. Þegar þetta er borið undir Ágúst segist hann eðlilega hvorki geta tjáð sig um atvikið við Vík né um verklag Neyðarlínunnar og lögreglunnar en tekur fram að almennt séu viðbrögð við slysum ávallt meiri heldur en minni. „Það er alltaf gert ráð fyrir hinu versta og brugðist við samkvæmt því, vegna þess að það er alltaf hægt að kalla til baka mannskap.“ Rannsóknarnefndin mun skoða þátt viðbragðsaðila Ágúst Mogensen MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi tilkynning frá Þórhalli Ólafssyni, framkvæmdastjóra Neyð- arlínunnar, og Dagnýju Halldórs- dóttur, aðstoðarframkvæmdastjóra Neyðarlínunnar: „Að morgni sunnudagsins 25. nóv- ember bárust Neyðarlínunni boð um að bifreið væri úti í vatni og að óskað væri eftir þjónustu lögreglu. Engin vísbending var gefin um annað af innhringjanda þó að eftir því væri leitað. Ekki var því tilefni til að boða út aðra viðbragðsaðila. Viðbrögð Neyðarlínunnar, miðað við upplýs- ingar frá innhringjanda, voru sam- kvæmt verkferlum.“ Viðbrögð voru sam- kvæmt verkferlum „AÐ MÍNU mati þurfa Bandaríkin að taka meira tillit til öryggishags- muna á N-Atlantshafi þar sem flutn- ingur á olíu og gasi frá Noregi og Rússlandi til Bandaríkjanna er að aukast.“ Þetta sagði Björn Bjarna- son dómsmálaráðherra í ræðu sem hann flutti í Belfer Center í Har- vard-háskóla í Bandaríkjunum, en þar fjallaði hann m.a. um loftslags- breytingar og hlut Íslands í öryggis- málum á Norður-Atlantshafi. Björn minnti á að í árlegri stefnu- ræðu sinni hefði Bush Bandaríkja- forseti varað við því að innflutningur á olíu gerði það að verkum að þjóðir sem styddu hryðjuverk og hryðju- verkamenn gætu valdið Bandaríkj- unum miklum skaða með því að ráð- ast á olíuskip. Þetta gæti hækkað verð á olíu og valdið efnahag Banda- ríkjanna skaða. Björn fjallaði um brottför banda- ríska varnarliðsins frá Íslandi og taldi hana bera vott um skamm- sýni með hliðsjón af miklum hags- munum Banda- ríkjamanna af því að fyllsta öryggis sé gætt á sigl- ingaleiðum olíu- og gasflutninga- skipa. Hann hvatti til þess að samstarf yrði aukið milli landhelgis- og strandgæslna á N-Atlantshafi. „Varanleg vera bandaríska flotans á N-Atlantshafi er afar mikilvæg til að vernda öryggishagsmuni Nató, tryggja að farið sé eftir alþjóðlegum reglum og til að hafa áhrif á þróun al- þjóðamála. Evrópusambandið hefur ekki sett fram neina öryggisáætlun fyrir N-Atlantshaf,“ sagði Björn. Björn ræddi í ræðu sinni um vax- andi hlutverk borgaralegra stofn- ana, lögreglu og landhelgisgæslu, við öryggisgæslu á sjó og landi. Ekki væri skynsamlegt að beita herflota við að gæta öryggis á siglingaleiðum eða til að leysa úr deilum um yfirráð á Norðurpólnum. Skoðaði strandgæslustöð í Boston Í ræðunni gerði Björn grein fyrir flugi rússneskra herflugvéla við Ís- land og ræddi um yfirlýsingar Rússa um að halda þessu flugi áfram. Hann fjallaði um samninga sem Ísland hefði gert við Dani og Norðmenn um samvinnu í öryggismálum og einnig minntist hann á viðræður sem ís- lensk stjórnvöld hefðu átt við Bret- land, Bandaríkin, Kanada og Þýska- land um þessi mál. Í gær heimsótti Björn stöð banda- rísku strandgæslunnar í Boston en hún starfar í nánum tengslum við Landhelgisgæslu Íslands. Brottför varnarliðsins ber vott um skammsýni Björn Bjarnason HÓPUR stúlkna af Laufásborg brá sér í vett- vangsferð niður á Fríkirkjuveg. Þær nutu greinilega útiverunnar enda svo vel klæddar að víst að eins vel viðri til vettvangsferða seinna í vikunni þótt þessar stúlkur láti slæmt veður örugglega ekki aftra sér. ekki hefur væst um þær. Gert er ráð fyrir hægu veðri víðast hvar á landinu í dag en heldur á að hvessa þegar líður að helginni. Það er því ekki Morgunblaðið/Golli Vettvangsferð var farin frá Laufásborg í stillunni Hoppað í tröppum Pantaðu áskrift á veffanginu icelandreview.com eða í síma 512 75 75 ICELAND REVIEW hefur í meira en 40 ár verið eina tímaritið á ensku um Ísland og Íslendinga. Blaðið er þekkt fyrir frábærar ljósmyndir af stórbrotnu landslagi en það er fleira íslenskt en landslagið og fornsögurnar. Blaðið fjallar líka um strauma í viðskiptum, menningu, vísindum og stjórnmálum. Vinsæl jólagjöf Gjafaáskrift að Iceland Review er vinsæl jólagjöf til vina og viðskiptavina erlendis. Með því að gefa áskrift að blaðinu tryggja menn að vinirnir fylgist stöðugt með á Íslandi, auk þess sem blaðið minnir á gefandann fjórum sinnum á ári. Áskrift kostar aðeins 3.400 kr (2.982 án vsk). Innifalinn er sendingarkostnaður til útlanda. gjafabréf Hverri áskrift fylgir gjafabréf sem sent er til viðtakenda þar sem fram kemur hver gefur. Auk þess sendum við nýjum áskrifendum litla bók að gjöf, Memories of Reykjavík, með ljósmyndum eftir Pál Stefánsson. Iceland Review icelandreview.com g j a f a á s k r i f t BRYNDÍS Hlöðversdóttir, stjórnarformað- ur Orkuveitu Reykjavíkur, kynnti í gær til- lögu um að fallið verði frá fyrri ákvörðun um að leita tilboða í Gagnaveitu Reykjavíkur. Tillagan var kynnt á stjórnarfundi OR. Í greinargerð með tillögunni segir að núverandi meirihluti sé andvígur sölu fyrirtækisins og nauðsynlegt sé að hætta undirbún- ingi til að eyða óvissu. Gagnaveit- an var stofnuð sem svið innan OR í janúar 2005 en breytt í hlutafélag 1. janúar sl. Hún nefndist áður Lína.net. Mikil eindrægni um niður- stöðuna hjá nýjum meirihluta Björn Ingi Hrafnsson tjáði sig um tillöguna á vefsvæði sínu og fagnar hann niðurstöðunni. „Þessi ákvörðun er í fullu samræmi við málflutning okkar framsóknar- manna í tíð fyrri meirihluta, en þá kom fram ágreiningur Framsókn- arflokks og Sjálfstæðisflokks vegna málsins. Innan nýs meirihluta í borgarstjórn ríkir mikil eindrægni um þessa niður- stöðu.“ Gagnaveit- an verði ekki seld Bryndís Hlöðversdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.