Morgunblaðið - 28.11.2007, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.11.2007, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2007 35 Krossgáta Lárétt | 1 útilega, 8 gægsni, 9 hvetja, 10 kvendýr, 11 draga við sig, 13 rýja, 15 vals, 18 hræðir, 21 rödd, 22 væta í rót, 23 auða bil- ið, 24 drápsmanns. Lóðrétt | 2 greftra, 3 reyna að finna, 4 ágengt, 5 úrkomu, 6 kvenkynfrumu, 7 skotts, 12 stormur, 14 ótta, 15 gaffal, 16 ginna, 17 ernina, 18 grískur bók- stafur, 19 miskunnin, 20 meðvitund. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 byggt, 4 hasar, 7 tætir, 8 undið, 9 gín, 11 rænt, 13 bana, 14 ýsuna, 15 bjór, 17 koll, 20 áði, 22 krans, 23 legil, 24 ritar, 25 torfa. Lóðrétt: 1 bútur, 2 gotan, 3 torg, 4 hrun, 5 sadda, 6 riðla, 10 íburð, 12 Týr, 13 bak, 15 búkur, 16 ósatt, 18 orgar, 19 lalla, 20 ásar, 21 illt. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Já, það er gaman að láta hæla sér fyrir hæfileikana án þess að biðja um það. En suma daga, eins og í dag, virðist eng- inn taka eftir þér. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú dáist að sögum og þekkingu heimsfólks sem ferðast. Þú ert minntur á að það eru enn margir staðir sem þú átt eftir að sjá. Góða ferð. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú ert skapandi, metn- aðarsamur og tilbúinn til að kanna hvert þú kemst á þessum kostum. Þú virðist geta gert allt nema það sem þú átt að gera. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Bara af því að þú byrjaðir á ein- hverju, þýðir ekki að þú verðir að klára það. Seinni partinn er gott að endurmeta stöðuna og ekki hafa stoltið með. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þegar þú færir þig fram er það ekki bara fyrir sjálfan þig, það hefur áhrif á allan hópinn. Njóttu stöðu þinnar sem er til eftirbreytni. Mikilleiki er handan við hornið. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Í dag finnurðu æðislega tilfinn- ingu. Einhver sem minnir þig á sjálfan þig getur hrært við þér meira en nokkur ann- ar, bæði á neikvæðan og jákvæðan hátt. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Er óþreytandi drifkraftur innra með þér í leit að fegurð og fullkomnun? Sýndu þessum hluta af þér þolinmæði. Samúðin læknar. Reyndu að slaka á kröfunum í dag. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Sumar ráðgátur eru betri óleystar. Þegar einhver segir „þú vilt ekki vita það“ skaltu trúa því. Hlauptu í gagn- stæða átt og hafðu forvitnina með þér. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú ert umvafinn notalegu fólki núna. Samt er grunsamlegt ef ein- hver er sammála öllu sem þú segir. Hvettu aðra til að sýna hreinskilni. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Yndislegir vindar blása um líf þitt. Herskár hugur þinn er gæfur. Þú vilt bara elska og vera elskaður. Allt annað virðist jafn ómerkilegt og það í raun er. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þú tekur vandamálinu sem herjar á hópinn þinn persónulega. Þig langar til að tala um það, bera fram spurningar og taka á málinu. Þú sérð bara eftir því sem þú gerir ekki. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Allir eru að reyna að leggja sitt af mörkum til verkefnis sem þú vilt frekar – og verður eiginlega – að vinna ein/n. Of margir valkostir stífla sköpunarflæðið. stjörnuspá Holiday Mathis 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 c5 4. Rc3 cxd4 5. Rxd4 Bb4 6. Rdb5 d5 7. Bf4 0–0 8. cxd5 exd5 9. a3 Bxc3+ 10. bxc3 Rc6 11. e3 a6 12. Rd6 Da5 13. Db3 Rh5 14. Bg3 Hd8 15. Rxc8 Haxc8 16. Bh4 He8 17. Hd1 d4 18. Be2 Staðan kom upp í Evrópukeppni landsliða sem lauk fyrir skömmu á Krít í Grikklandi. Rússneski stór- meistarinn Dmitry Jakovenko (2710) hafði svart gegn slóvenska alþjóðlega meistaranum Luka Lenic (2531). 18. … Rf4! 19. exf4 dxc3 hvítur get- ur nú ekki með góðu móti svarað öll- um hótunum svarts. 20. Dc2 Dxa3 21. 0–0 Rb4 22. Df5 c2 23. Hc1 Dc3 24. Bh5 g6 25. Dg4 Rd3 26. Hxc2 Dxc2 27. Bf6 He1! og hvítur gefst upp enda stutt í að hann verði mát. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Svartur á leik Vélræn slemmutækni. Norður ♠ÁK974 ♥G6 ♦106 ♣ÁD63 Vestur Austur ♠D1052 ♠G86 ♥97 ♥D85432 ♦G9753 ♦KD82 ♣92 ♣-- Suður ♠3 ♥ÁK10 ♦Á4 ♣KG108754 Suður spilar 7♣. Ákveðni í slemmusögnum var lykill- inn að velgengni Wbridge5-forritsins á heimsmeistaramóti bridsforrita, sem fram fór í Kína í haust. Í 64 spila úr- slitaleik við Bridge Baron-forritið skoraði Wbridge5 109 stigum (IMP- um) meira í slemmuspilum. Bridge Baron meldaði spilið að ofan illa: Suður doblaði opnun austurs á veikum tveimur í hjarta og norður stökk beint í 4♠ – tíu slagir og 420. Þar sem Wbridge5 var í NS passaði austur í upphafi og suður vakti á Standard- laufi. Norður svaraði með 1♠ og þá doblaði austur til úttektar. Suður stökk í 3♣, vestur barðist í 3♦, en þá tók norður völdin og spurði um lykilspil með 4G. Suður sýndi þrjú slík með 5♣. Norður spurði þá um kónga með 5G, fékk upp einn og lét það duga til að segja 7♣. Þrettán slagir á borðinu, 1440 í NS og 14 stig til Wbridge5. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is 1 Sautján ára Skagamaður var valinn í 20 manna úr-valslið Evrópumóts 17 ára og yngri. Hvað heitir hann? 2 Ferðafélag Íslands á 80 ára afmæli um þessar mund-ir. Hver er forseti félagsins? 3 Frægur franskur leikari keypti málverkið Íslenskafiska eftir Helga Þorgils á sýningu í Austurríki. Hver er leikarinn? 4 Sáttafundir standa yfir milli Palestínumanna og Ísr-aela í Bandaríkjunum. Í hvaða borg? Svör við spurningum gærdagsins: 1. Bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ hefur kært til umboðs- manns Alþingis vinnubrögð við sölu á hlut í Hitaveitu Suðurnesja. Hver er hann? Svar: Guð- brandur Einarsson. 2. Hversu oft hafa ljósin verið tendruð á Hamborgartrénu á miðbakkanum í Reykjavíkurhöfn? Svar: 42 sinnum. 3. Leikritið Brim hefur verið selt til Eistlands. Hver er höf- undur leikritsins? Svar: Jón Atli Jónasson. 4. Hvaðan er Sergei Trotsenko sem átti stóran þátt í fyrsta sigri Eyjamanna í N1- deildinni í handknattleik? Svar: Úkraínu. Spurter… ritstjorn@mbl.is Morgunblaðið/Golli dagbók|dægradvöl Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig FRÉTTIR AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111 GUÐRÚN Bjarnadóttir gullsmiður opnaði verslun og verkstæði á Lækjargötu 34c, Hafnarfirði, 28. nóvember 1992 og á því 15 ára af- mæli um þessar mundir. Á þessum tímamótum verða af- mælistilboð og einnig verður opið til kl. 10 fimmtudagskvöldið 29. nóvember, segir í tilkynningu. Afmælistilboð Gullsmiðjunnar AFMÆLISFUNDUR félagsins Ís- land-Palestína verður í Norræna húsinu fimmtudaginn 29. nóvember kl. 20. Þann dag verða 20 ár síðan félagið var stofnað og verður þeim tímamótum fagnað. Á dagskrá kvöldsins verður m.a. stutt heimildarmynd frá Gaza og Vesturbakkanum, efni úr nýlegri ferð Sveins Rúnars Haukssonar. Fundarstjóri verður Ögmundur Jónasson alþingismaður. Nánari upplýsingar eru á vef fé- lagsins www.palestina.is. Félagið Ísland- Palestína 20 ára Stofnfjáreigendafundur hjá Byr sparisjóði verður haldinn 18. desember á Grand Hótel, Sigtúni 38, Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 10.00. Sparisjóðsstjórn. Stofnfjáreigendafundur hjá Byr sparisjóði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.