Morgunblaðið - 28.11.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.11.2007, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Nauðungarsala BORGARTÚN 3 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 411 3000 - MYNDSENDIR 411 3090 Auglýsing um breytingar á deiliskipulagsáætlunum í Reykjavík Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar tillögur að breytingum á deiliskipulags- áætlunum í Reykjavík. Naustareitur, reitur 1.132.1. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Naustareits sem afmarkast af Grófinni, Vesturgötu, Norðurstíg og Tryggvagötu. Breytingin nær yfir lóðir að Tryggvagötu 10 – 14 og Vesturgötu 14 – 18. Tillagan gerir ráð fyrir m.a. að götumynd Vesturgötu verði styrkt með byggingu hornhúss að Vesturgötu 18, húsið að Tryggvagötu 10 er fært til upprunalegs horfs með byggingu turns og svala og Gröndalshús verði flutt í Árbæjarsafn. Þannig myndast umgjörð um svæði sem verður skjólsæll garður fyrir íbúa með aðkomu frá Norðurstíg. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Vesturgata 2A, Grófartorg Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Grófartorgs vegna staðsetningar Zimsenhúss á lóðinni að Vesturgötu 2A. Tillagan gerir ráð fyrir m.a. að lóðin að Vesturgötu 2A verði stækkuð um 28,9m² í norðurhorni, leyfilegt verði að lækka yfirborð lóðar að hluta til þannig að gryfja myndist framan við húsið og verði þá yfirborð neðan við aðliggjandi gangstétt og mun tengjast umhverfi með tröppum. Veggir gryfju verða hlaðnir grágrýti. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Öskjuhlíð TillagaaðbreytinguádeiliskipulagiÖskjuhlíðarvegna afmörkunar lóðar fyrir starfsemi Ásatrúarfélagsins. Lóðin verður í suðurhlíð vestan megin við vatns- tanka frá stríðsárunum og er stærð lóðar 2600m² og er heildarbyggingarmagn áætlað 800m². Tillagan gerir ráð fyrir m.a. að lagður verði nýr vegur með- fram göngustíg frá núverandi vegi sem liggur í gegnum Öskjuhlíðina. Samtals er gert ráð fyrir fimmtán bílastæðum innan lóðar en að öðru leyti verði bílastæðaþörf mætt með samnýtingu bíla- stæða við Öskjuhlíð og Nauthólsvík. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillögurnar liggja frammi í upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar að Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15, frá 28. nóvember 2007 til og með 11. janúar 2008. Einnig má sjá tillög- urnar á heimasíðu sviðsins, www.skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við tillögurnar skal skila skriflega eða á netfangið skipulag@rvk.is, til skipulags- og byggingarsviðs eigi síðar en 4. janúar 2008. Vinsamlegast notið uppgefið netfang fyrir innsendar athugasemdir með tölvupósti. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 28. nóvember 2007 Skipulagsstjóri Reykjavíkur Reykjavíkurborg Skipulags- og byggingarsvið Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Heiðar- vegi 15, Vestmannaeyjum fimmtudaginn 6. desember 2007 kl. 09:30 á eftirfarandi eignum: Foldahraun 39, 218-3446, þingl. eig. Gunnar Jónsson, gerðar- beiðendur Kaupþing banki hf. og Ríkisútvarpið. Heiðarvegur 35, 218-3774, 50% eignarhluti gþ., þingl. eig. Unnur Ragnh. Sigurjónsdóttir, gerðarbeiðandi Glitnir banki hf. Kirkjuvegur 15, 218-4375, þingl. eig. Sigtryggur H. Þrastarson, gerðarbeiðandi Vestmannaeyjabær. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum, 27. nóvember 2007. Tilkynningar Skipulagsmál í Rangárvallasýslu Rangárþing ytra. Í samræmi við 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73 1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu. Breyting á aðalskipulagi Hellu 2002-2014. Um er að ræða ný íbúðahverfi á svokölluðum “Öldum” austast í þorpinu ofan Suðurlandsvegar. Einnig er um að ræða að iðnaðarsvæði á “Öldum” eru minnkuð og/eða felld út. Þá er um að ræða nýtt svæði undir athafna- og iðnaðarsvæði, sunnan Suðurlandsvegar. Tengibraut austan og ofan byggðar er felld út austan Langasands og ný íbúðarsvæði verða tengd frá Langasandi og Eyja- sandi. Samhliða breytingu á aðalskipulagi er um að ræða deiliskipulag fyrir sama svæði Samkvæmt 1. mgr. 25.gr. skipulags- og byggingarlaga nr 73 1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulagstillögu. Deiliskipulag íbúðabyggðar á Öldum II og III, á Hellu. Um er að ræða ný íbúðahverfi á svokölluðum “Öldum” austast í þorpinu ofan Suðurlandsvegar. Deiliskipulagstillagan felur í sér að gert er ráð fyrir allt að 70 íbúðum, sem skiptast þannig að 12 þeirra verða í einbýlishúsum og 58 í par- og raðhúsum Uppdrættir og önnur meðfylgjandi gögn liggja frammi á skrifstofu byggingar- og skipulags- fulltrúa, Ormsvelli 1, Hvolsvelli, frá 28. nóvember til og með 26. desember n.k. Athugasemdafrestur er til kl. 16.00 föstudaginn 9. janúar 2008. Athugasemdum ef einhverjar eru skal skila á skrifstofu byggingar- og skipulagsfulltrúa fyrir lok ofangreinds frests. Þeir sem ekki gera athugasemd við tillöguna fyrir 9. janúar 2008 teljast samþykkir henni. Ath.: Athugasemdir skulu berast skriflega. F.h. hreppsnefndar Rangárþings ytra, Hvolsvelli, 28. nóvember 2007, Rúnar Guðmundsson, byggingar- og skipulagsfulltrúi Rangárþings bs. Uppboð Eftirtalið lausafé verður boðið upp að að Hörðuvöllum 1, Selfossi, fimmtudaginn 6. desember 2007 kl. 14:00: Kaupsamningur um byggingarrétt á lóð nr. 24 v/Austurmörk, Hvera- gerði, dags. 24. október 2005, og skilgreindur byggingarréttur samkv. honum. Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn á Selfossi, 26. nóvember 2007, Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður. Uppboð Eftirtaldir munir verða boðnir upp að Bankastræti 1a, lögregluvarð- stofunni, Snæfellsbæ, miðvikudaginn 5. desember 2007 kl. 11:00: JL-2885, Bosch rafmagnslyftari. Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki upp- boðshaldara eða gjaldkera. Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaður Snæfellinga, 27. nóvember 2007. Uppboð Eftirtaldar bifreiðir verða boðnar upp að Hrannarstíg 2, lögregluvarð- stofunni, Grundarfirði, miðvikudaginn 5. desember 2007 kl. 13:00: UL-690 Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaður Snæfellinga, 27. nóvember 2007. Uppboð Eftirtaldar bifreiðir verða boðnar upp að Borgarbraut 2, lögregluvarðstofunni, Stykkishólmi, miðvikudaginn 5. desember 2007 kl. 15:00: AI-768 BE-547 Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaður Snæfellinga, 27. nóvember 2007. Félagslíf I.O.O.F. 9  188112871/2 0*E.T.1. I.O.O.F. 7.  18811287½  E.T.2. I.O.O.F. 18  18811288  ET2 Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. GLITNIR 6007112819 I Raðauglýsingar 569 1100 Fáðu sms-fréttir í símann þinn af mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.