Morgunblaðið - 28.11.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.11.2007, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2007 27 Fegurðin er frá þér barst, fullvel þótti sanna, að yndið okkar allra varst, engill meðal manna. Sú besta gjöf er gafst þú mér, var gleðisólin bjarta, sem skína skal til heiðurs þér, skært í mínu hjarta. (B.H.) Þínir bræður, Óskar og Auðbjörn. Góði Guð og Jesús, viljið þið passa vin minn Tómas. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. (Ásmundur Eiríksson) Þinn vinur, Brynjar Máni. Legg ég nú bæði líf og önd ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Þakka þér fyrir samveruna. Styrgerður. HINSTA KVEÐJAokkar og við fórum í tölvuleiki og fleiri leiki sem reyndu ekki of mikið á þig og svo fór ég oft yfir til þín. Í sumar kom ég til Reykjavíkur, þá bauðstu mér að koma í heimsókn á spítalann, þú vildir sýna mér leikstof- una. Við borðuðum kjúkling og horfð- um á vídeóspólu. Daginn eftir fórum við á leikstofuna að leika okkur, þetta var ánægjuleg stund sem við áttum þar. Þann 6. október gisti ég hjá þér. Ekki vissi ég að það yrði í síðasta skiptið. Þetta var eftirminnilegt kvöld hjá okkur. Ég bauð þér að koma yfir til okkar 4. nóvember, þá átti pabbi af- mæli. Þú vildir koma og fá köku, mamma var búinn að baka pönnukök- ur og ég þeytti rjómann. Þú fékkst þér eina pönnuköku með rjóma en þér fannst rjóminn ekki góður af því að ég þeytti hann næstum í smjör. Svo fékkstu þér eina með sykri en þá varstu orðinn saddur, eftir stutta stund varstu orðinn þreyttur og spurðir mig hvort ég gæti fylgt þér heim og auðvitað gat ég það. Þetta var í síðasta sinn sem þú komst yfir til okkar, eftir það varstu svo veikur að við gátum ekki leikið oftar saman. Þín verður sárt saknað á mínu heimili. Elsku Tómas Ingi, mér þykir svo vænt um þig. Ég vil þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Ég mun alltaf hugsa til þín. Ég og fjölskylda mín viljum senda fjölskyldu þinni samúðarkveðjur. Megi góður guð styrkja þau á þessum erfiða tíma. Hvíl þú í friði elsku Tómas Ingi. Þinn vinur, Rannver Olsen Barnið litla, blítt þú sefur, blessun guðs nú fundið hefur. Lífið flaug til ljóssins heima ljúfa minning skulum geyma. Af hvörmum streyma tregatárin tíminn getur hulið sárin. Þá verða brosin bráa þinna að björtum perlum minninganna. (Torhildur Hólm Torfadóttir.) Þegar við kveðjum hann Tómas Inga sem við fengum að hafa svo allt- of stutt hjá okkur þá eru engin orð sem ná yfir allt það sem við vildum segja, yfir allt það sem við vildum hafa gert með honum og allt það sem við áttum eftir að gera. Það er komið skarð í hópinn okkar sem verður aldr- ei bætt. Sú spurning leitar sterkt á af hverju þetta þurfti að fara svona en við vitum að við henni eru engin svör. Engin svör við því af hverju Tómas Ingi fékk að staldra svona stutt við. En við yljum okkur við minningarnar um hann og þann tíma sem við áttum saman. Árin áður en hann veiktist og dagana sem hann gat verið með okk- ur eftir að veikindin bönkuðu upp á. Óbilandi þrautseigja, æðruleysi og bjartsýni Tómasar Inga og foreldra hans er okkur hollt veganesti. Af þeim höfum við lært að reyna að meta hvern þann dag sem okkur hlotnast og eyða honum þannig að við séum sátt við vegferð okkar. Hröð er förin örskömm dvöl á áningarstað. Verum því hljóð, hver snerting er kveðja í hinsta sinn. (Birgir Sigurðsson.) Við vottum foreldrum, bræðrum, öllum ættingjum og vinum innilega samúð. Nemendur og starfsfólk Grunnskóla Hornafjarðar. Hæ Tómas minn. Mamma mín segir að þú sért dáinn. Mér finnst það nú frekar skrítið því síðast þegar við hittumst varstu svo hress og kátur. Ég spurði mömmu af hverju og hún sagði mér að þú hefðir verið svo mikið veikur. Ég hringdi líka í mömmu þína og spurði hana og hún sagði það sama og mamma mín, að þú værir dáinn. Við greindumst bæði með krabbamein í vor, þú í apríl og ég í maí. Við vorum svo góðir vinir, bæði með sumarklippingu og lyfja- brunn. Einu sinni þegar ég lá inni á spítalanum fórstu með pabba þínum og keyptir handa mér stórt box fullt af piparkökum því þú vissir að ég elskaði piparkökur. Og manstu eftir partíinu okkar í unglingastofunni? Þá var nú mikið fjör hjá okkur. Diskóljós og tónlist og Begga hjúkkan okkar dansaði, það var svolítið fyndið. Hjúkkurnar komu með ís og þú með sleikjó. Ég segi oft við mömmu hvað það var gaman í partíinu okkar. Fyrsta partíinu mínu. Gott að það var með þér. Ég vildi óska þess núna að ég hefði ekki verið svona slöpp þegar þú bauðst mér að koma með þér niður að tjörn að gefa öndunum. Ég hélt að við gætum bara farið seinna en núna er það of seint. Ég gef öndunum bara fyrir þig, er það ekki? Okkur fannst líka svo gaman á leikstofunni hjá Gróu, Áslaugu og Sibbu. Ég held bara að þú hafir verið búinn að föndra allt sem var í boði á leikstofunni. Mamma þín og pabbi eru heppin núna að eiga allt föndrið þitt og ég ætla sko að passa vel engilinn sem þú málaðir handa mér. Manstu líka þegar Skoppa og Skrítla komu og heimsóttu okkur á spítalann? Ég er svo heppin að eiga mynd af ykkur saman og þeg- ar við mamma förum heim næst ætl- um við að senda mömmu þinni og pabba myndina. Þau verða nú aldeilis ánægð með það. Þegar við veiktumst fengum við bæði gæludýr. Ég fékk kisuna mína, hana Snældu, og þú fékkst tíkina Tinnu. Mamma og pabbi sögðust hafa séð hana þegar þau heimsóttu ykkur austur um daginn og hún væri svo falleg og góð. Mamma þín segir líka að Tinna þín sé búin að vera leitandi að þér síðustu daga og sakni þín greinilega mikið eins og við öll. Okkur mömmu finnst voða tóm- legt að koma á spítalann núna og ef við fengjum eina ósk myndum við óska þess að þú værir bara búinn að klára meðferðina þína og kominn heim til Hornarfjarðar hress og kát- ur. Kannski kominn í sveitina til ömmu þinnar og afa, kannski að keyra nýju dráttarvélina með afa þín- um eða hjálpa ömmu þinni að baka eða föndra. Eða kannski værir þú í bíltúr með fjölskyldunni í nýja bílnum sem þú varst að skoða á netinu. Ég sakna þín mikið Tómas minn og ég vona að þér líði vel núna á himninum þar sem eru engar hækjur eða hjóla- stólar. Vonandi ertu bara hlaupandi um í fótbolta eða körfubolta eins og Óskar stóri bróðir þinn, laus við ógleði og sársauka og bara ótrúlega glaður. Það væri best. Það var svo gaman að vera vinur þinn, þú varst svo góður. Ég vildi að við hefðum kynnst undir öðrum kringumstæðum, t.d. á lands- mótinu hjá ykkur í sumar þar sem við hefðum bæði verið að keppa. Og bæði unnið verðlaun. Já, það hefði verið gaman. Mamma mín ætlar að hjálpa mér að muna alltaf eftir þér og þegar ég horfi út um gluggann minn og sé stjörnurnar á himninum ætla ég að veifa til þín og senda þér fingurkoss. Hvíldu í friði Tómas minn. Þín vinkona, Vala Örvarsdóttir. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Sorgin er mikil, tárin mörg og spurningar stórar þegar 10 ára vinur kveður í hinsta sinn. Þá er gott að eiga góðar minningar og myndir. Tómas Ingi var nágranni og skemmtilegur vinur, hógvær með geislandi bros sem náði til augnanna. Margt var brallað þau ár sem þið vor- uð hér á Dalbrautinni; hlaupið milli húsanna, leikið úti og inni, skemmti- legir drekkutímar með hlátri og sög- um, stundum var horft á vídeó með popp og ís, þá voruð þið í bíó. Það var mikil vinna lögð í stóra snjóhúsið; tvennar dyr, göng og hola svo hægt væri að renna í gegn. Það voru stoltir 6 og 7 ára strákar með rauðar eplakinnar sem hlógu í hverri ferð sem þeir renndu sér niður. Mýrin bak við húsin hefur alltaf heillað börnin hér í hverfinu en ekki foreldrana og þar áttu þeir Tómas Ingi og Brynjar Máni sinn uppáhalds- stað við stóra staurinn þar sem spýta var í polli og hægt að trampa á svo sullaði upp úr. Þar var sullað og pödd- ur látnar synda, svo var kallað úr öðru hvoru húsinu að þeir ættu að koma, mættu ekki vera í mýrinni. Einu sinni fékk ég skemmtilegt svar; „það er allt í lagi að vera í mýrinni, við sjáum allt- af heim og það er alveg satt.“ Þá var erfitt að brosa ekki. Þegar Tómas Ingi var byrjaður í skólanum kom hann og sagði Brynj- ari Mána á hverju hann ætti von þeg- ar hann byrjaði ári seinna. Það voru skemmtilegar samræður. Tómasi Inga fannst gaman að vera í sveitinni hjá ömmu og afa, hann hlakkaði alltaf jafnmikið til að fara þangað. Hann kom stundum og sagði okkur að hann væri að fara í sveitina og ljómaði eins og sól. Það var oft glatt á hjalla hérna í hverfinu og allir að leika saman á öll- um aldri og gekk ótrúlega vel. Sum- arkvöldin þegar allir smullu saman í feluleik, boltaleik og allskonar leiki þannig að erfitt var að segja að hátta- tíminn væri kominn. Það er gott að eiga góða vini í hverfinu sínu. Það var söknuður þegar þið fluttuð í vor, lengra á milli og Tómas Ingi svona mikið veikur. Kóngafiðrildadögunum þegar allir voru að veiða með háfana sína og litlu hendurnar gleymir mað- ur aldrei. Þá komu þeir fjórir; Tómas Ingi, Auðbjörn, Guðjón og Brynjar Máni, með krukkurnar sínar og allir jafnstoltir eftir veiði dagsins. Augun þeirra ljómuðu og blikuðu eins og fiðrildavængir og svo var talið í krukkunum og ákveðið að veiða meira næsta dag en kóngafiðrildin komu og fóru. Elsku Tómas Ingi, Guð þig geymi og góðir englar. Takk fyrir tímann sem þú varst hér. Minning þín lifir litli vinur. Heiður, Ingvar, Óskar, Auð- björn og aðrir aðstandendur, Guð veri með ykkur öllum og gefi ykkur styrk og ljós. Sigurbjörg, Jón, Brynjar Máni og Sigþór.                          ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JÓN GUÐJÓNSSON rafvirkjameistari, Hjúkrunarheimilinu Eir, áður Brautarlandi 6, Reykjavík, lést 21. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Grafarvogskirkju 29. nóvember kl. 13.00. Arndís Guðjónsdóttir, Guðjón Magnús Jónsson, Sigríður Þorláksdóttir, Margrét Katrín Jónsdóttir, Hrönn Guðjónsdóttir, Björn Baldvinsson, Magnea Ólöf Guðjónsdóttir, Halldór Kjartansson Björnsson, Arndís Guðjónsdóttir, Magnús Örn Guðmarsson, Jón Þór Guðjónsson, Eva Björg Torfadóttir, Hrafn Eyjólfsson, Hrafnhildur Eyjólfsdóttir, Halldór Ingi Hákonarson, Jón Örn Eyjólfsson og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÁSGEIR SIGURJÓNSSON, fyrrv. yfirvélstjóri, Rauðalæk 27, Reykjavík, lést sunnudaginn 25. nóvember á Landspítalanum við Hringbraut. Útförin verður auglýst síðar. Þórunn Ingvarsdóttir, Inga Ásgeirsdóttir, Sæmundur S. Gunnarsson, Ásgeir Ásgeirsson, Sigurjón Ásgeirsson, Ragnheiður Ragnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, DÓRA GUÐLAUGSDÓTTIR, Heiðarvegi 9, Vestmannaeyjum, andaðist mánudaginn 26. nóvember á Heilbrigðis- stofnun Vestmannaeyja. Bjarni Sighvatsson, Sigurlaug Bjarnadóttir, Páll Sveinsson, Guðmunda Áslaug Bjarnadóttir, Viðar Elíasson, Sighvatur Bjarnason, Ragnhildur S. Gottskálksdóttir, Ingibjörg Rannveig Bjarnadóttir, Halldór Arnarsson, Hinrik Örn Bjarnason, Anna Jónína Sævarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁSGEIR SÆMUNDSSON rafmagnstæknifræðingur, fv. stöðvarstjóri Andakílsárvirkjunar, Fornhaga 11, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 26. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Sæmundur Ásgeirsson, Steinunn Jóhannsdóttir, Ásdís Ásgeirsdóttir, Helgi Árnason, Haukur Ásgeirsson, Ásdís Pálsdóttir, Anna Guðný Ásgeirsdóttir, Bjarni Á. Friðriksson, Hafdís Ásgeirsdóttir, Gyða Ásgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn og faðir, tengdafaðir og afi, BIRGIR GUÐLAUGSSON byggingameistari, Hlíðarvegi 43, Siglufirði, andaðist á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar mánudaginn 26. nóvember. Útför verður auglýst síðar. Erla Svanbergsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.