Morgunblaðið - 28.11.2007, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.11.2007, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2007 11 ALÞINGI JÓLASÖFNUN Hjálparstarfs kirkj- unnar hófst í fyrradag. Mikill fjöldi deyr á ári hverju vegna vatnsskorts og sjúkdómum honum tengdum. 1,1 milljarður manna hefur ekki að- gang að hreinu vatni og er oftar en ekki veikur af menguðu vatni. Gíró- seðlum verður dreift á öll heimili og söfnunarsíminn 907 2002 er opinn. Íslendingar hafa brugðist fá- dæma vel við kalli Hjálparstarfs kirkjunnar á undanförnum árum vegna gerðar brunna í Afríku. Vatnsverkefni Hjálparstarfs kirkj- unnar er starfrækt í fjórum lönd- um; Mósambík, Malaví, Eþíópíu og Úganda. Alls staðar er fólki útveg- að drykkjavatn en verkefnin eru nátengd fræðslu og framkvæmdum á sviði hreinlætis, fæðuöryggis og betri afkomu. Ekki þurfa nema 60 manns að greiða gíróseðilinn, 2.500 kr. hver, til að hægt sé að koma upp góðum brunni. Hver brunnur getur þjónað allt að 1.000 manns og endist ára- tugum saman, segir í tilkynningu. Vatnsskortur Beðið eftir vatni. Söfnun fyrir vatni í Afríku GERT er ráð fyrir ríflega 2,2 milljarða króna rekstrarafgangi í tillögu að fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir árið 2008, en hún var lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn síðdegis í gær. Heildartekjur bæjarins árið 2008 eru áætlaðar rúmir 17 milljarðar kr., en þar af er gert ráð fyrir 12 milljörðum kr. í skatttekjur. Heildarfjárfestingar á árinu 2008 eru áætlaðar 6,9 milljarðar kr. Af þeirri upphæð er gert ráð fyrir að um 1,3 milljarðar kr. renni til byggingar íþrótta- mannvirkja, tæpur milljarður kr. til byggingar skóla og leikskóla og rúmum 600 milljónum kr. verði varið til þjónustumiðstöðvar aldraðra í Boðaþingi. Ríflega 2,2 milljarða afgangur VERNHARÐ Guðnason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS), lét af embætti formanns á stjórnarfundi sem haldinn var fyrir helgi. Hann hefur verið ráðinn í starf slökkvi- stjóra Skagafjarðar frá næstu ára- mótum. Sverrir Björn Björnsson hefur tekið við embætti formanns LSS en hann var áður varaformaður. Þá réði LSS nýlega Valdimar Leó Frið- riksson í starf framkvæmdastjóra. Valdimar er fyrrverandi alþing- ismaður og hefur starfað að fé- lagsmálum hjá ungmennafélags- hreyfingunni. Nýr formaður NORRÆN jólastemning mun ríkja í Norræna húsinu í Reykjavík á að- ventunni. Meðal atriða er lifandi jóladagatal, sem verður dag hvern klukkan 12.34 frá og með 1. desem- ber. Hver gluggi mun bjóða upp á lifandi uppákomu og munu margir af þekktustu listamönnum þjóð- arinnar koma þar fram. Þrjár fyrstu helgarnar í desem- ber verður boðið upp á dagskrá fyr- ir börn. Lesið verður upp fyrir börnin og kórar koma í heimsókn. Jóladagatal Í KÖNNUN sem gerð var meðal foreldra á Seltjarnarnesi kom fram að það var nær samdóma álit þeirra að börnunum liði mjög vel á leik- skólum á Nesinu. Rúmlega 90% þeirra sem tóku afstöðu sögðust vera ánægð eða frekar ánægð með leikskóla barna sinna. Meirihluti foreldra skoðar heimasíður leik- skólanna og fylgist þannig vel með því sem fram fer, segir í tilkynn- ingu frá Seltjarnarnesbæ. 90% ánægð FRÉTTIR Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is ÞAÐ ER gott að búa á Íslandi en er það endilega gott fyrir alla? Um það var rætt á Alþingi í gær þegar Guð- finna S. Bjarnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, gerði niðurstöður Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóð- anna, sem birtar voru í gær, að um- talsefni en Ísland trónar þar efst á lista þegar kemur að lífsgæðum í 177 löndum. Stjórnarliðar fögnuðu nið- urstöðunni ákaft og það sama gerðu framsóknarmenn sem jafnframt ósk- uðu Samfylkingunni til hamingju með að hafa tekið við svo góðu búi af Framsókn. „Það sem er merkilegt við þessa niðurstöðu er að ekki er eingöngu mældur kaupmáttur eða fjárhags- legur hagur viðkomandi landa held- ur einnig önnur atriði sem áhrif hafa á velmegun viðkomandi þjóðar,“ sagði Geir H. Haarde forsætisráð- herra og Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir utanríkisráðherra sagði Íslend- inga vera forréttindafólk. „Þetta leggur okkur líka miklar skyldur á herðar og mikla ábyrgð, ekki síst í loftslagsmálum,“ sagði Ingibjörg og vildi ekki að stjórnvöld hreyktu sér um of því enn ætti heilmikið eftir að gera til að jafna lífskjörin. Efstu sætin utan ESB Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði niðurstöð- urnar til marks um að vel hefði tekist til við að tvinna saman kosti lýðræð- isins og hins frjálsa markaðar. „Þó vil ég nefna eitt sem hlýtur að vekja töluverða athygli þingmanna, þær tvær þjóðir sem hæst tróna á þessum lista eru báðar utan ESB,“ sagði Ill- ugi. Jón Magnússon, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði hins vegar að kominn væri „afgerandi velferðarhalli í þjóðfélaginu“. „Mikil skil eru á milli þeirra sem eiga allt og miklu meira en allt og hinna sem hafa ekkert fyrir sig að leggja,“ sagði Jón og vakti athygli á bágri stöðu sumra þjóðfélagshópa og á því að fimm þúsund árangurslaus fjárnám hefðu verið gerð á árinu á innheimtu- svæði Tollstjórans í Reykjavík. Þá gerði Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður VG, dekkri hliðar skýrsl- unnar að umtalsefni og sagði Ísland tróna í efstu sætum í losun gróður- húsalofttegunda jafnt sem í notkun rafmagns. Ísland kannski bara best fyrir suma? Morgunblaðið/Ómar Gott að vera utan ESB? Illugi Gunnarsson benti á að löndin sem eru efst á lífsgæðalistanum, Ísland og Noregur, eru hvorugt í Evrópusambandinu. EES-mál með hraði Utanríkisráðherra mælti fyrir tveimur þingsályktunartillögum á Alþingi í gær sem báðar fela í sér að tilskip- anir Evrópuþingsins og -ráðsins á sviði umhverfismála verði felldar inn í EES-samninginn. Önnur lýtur að vatnsmálum en hin að viðskiptum með gróðurhúsalofttegundir. Í máli bæði Kolbrúnar Halldórsdóttur og Bjarna Benediktssonar komu fram áhyggjur af því að mál sem þessi fái oft of lítinn tíma til þinglegrar með- ferðar. Utanríkisráðherra tók undir áhyggjurnar og sagði að málin ættu að geta komið fyrr á borð þing- nefnda. Þingið væri hins vegar í tals- vert „seldri stöðu“. Ef það hafnaði tilskipunum Evrópusambandsins setti það EES-samninginn í uppnám. Fíkniefnadjöfullinn Samhljómur var um gildi forvarna og ljótleika fíkniefnavandans í utandag- skrárumræðum í gær þó að deilt væri um hvort réttar leiðir væru fetaðar í barátt- unni. Jákvæðnin í umræðunum sneri að ágætum árangri sem hefur náðst í forvarna- málum en nei- kvæðnin m.a. að rekstrarvanda SÁÁ og mögu- legum afleiðingum af að selja léttvín og bjór í búðum. Grétar Mar Jóns- son, Frjálslyndum, hafði jafnframt áhyggjur af því að aðild að Schengen hefði verið af því slæma hvað eftirlit og leit á Keflavíkurflugvelli varðar. Dagskrá þingsins ÞINGFUNDUR hefst klukkan 13.30 í dag með hefðbundnum fyrirspurn- artíma en kl. 15.30 fer fram utandagskrárumræða um samning um framleiðslu dagskrárefnis fyrir RÚV. Grétar Mar Jónsson ÞETTA HELST … VEIÐAR í atvinnuskyni munu ná yfir þá starfsemi þegar eigandi eða útgerð báts tekur gjald af þeim sem nýtir bátinn til veiða, ef frumvarp sem sjávarútvegsráðherra hefur lagt fram á Alþingi verður að lög- um. Á Íslandi er leyfilegt að veiða sér til matar á handfæri en aflann má ekki selja eða koma í verð á annan hátt. Að því er fram kemur í grein- argerð með frumvarpinu er orðið nokkuð um það að fyrirtæki og ein- staklingar, sem eiga eða gera út báta, bjóði fólki upp á sjóferðir á bátnum. Stundum sé aðaltilgang- urinn fiskveiðar en stundum séu þær aðeins einn liður í afþreyingu sem er boðið upp á. „Hvað sem því líður er ljóst að umræddir bátar eru nýttir í atvinnuskyni og eru fisk- veiðar þáttur í þeirri nýtingu,“ seg- ir í greinargerðinni þar sem jafn- framt kemur fram að ástæða sé til að ætla að atvinnustarfsemi sem þessi aukist á næstu árum. Með frumvarpinu er því lagt til að veiðar sem þessar séu skil- greindar sem atvinnuveiðar og bátaeigendurnir þurfi þ.a.l. að hafa aflaheimild og aflinn sem veiðist dragist frá henni. Veiðar í atvinnuskyni LEGSTEINAR í Hólavalla- kirkjugarði við Suðurgötu segja sögu um fólkið sem lifði og bjó í Reykjavík, sagði Ásta R. Jóhann- esdóttir, þingmaður Samfylking- arinnar, þegar hún mælti fyrir þingsályktunartillögu um varð- veislu kirkjugarðsins. Tillagan hefur verið lögð fram nokkrum sinnum áður en í grein- argerð segir að það sé þýðingar- mikið fyrir sögu Íslands og menn- ingu að varðveita kirkjugarðinn enda sé hann með þeim merkustu á Íslandi og jafnvel þótt víðar væri leitað í Norður-Evrópu. Garðurinn hafi að mestu leyti verið látinn óhreyfður og sé heimild um „list- og táknfræði, persónusögu og ættfræði og stefnur í bygg- ingarlist“. Þá kemur fram að í garðinum sé á annað hundrað plantna sem vert sé að rannsaka. Varðveisla kirkjugarðsins Ásta R. Jóhannesdóttir FJÓRIR þingmenn Vinstri grænna hafa lagt fram þingsályktunar- tillögu þess efnis að utanríkis- ráðherra kalli heim íslenska frið- argæsluliða sem eru í Afganistan. Í greinargerð kemur fram að for- sendur fyrir þátttöku í verkefnum NATO þar í landi séu hæpnar með tilliti til nýrra laga sem segja að öll verkefni íslensku friðargæslunnar eigi að vera borgaraleg. Liðana heim BORIST hefur eftirfarandi frá Egg- ert Kristjánssyni hf. „Vegna kæru Neytendasamtak- anna á hendur Eggert Kristjánssyni hf. í gær vil ég koma eftirfarandi á framfæri: Síðasta vor kvartaði samkeppnis- aðili okkar við Umhverfissvið Reykjavíkurborgar yfir því að Rautt Royal Ginseng innihéldi í raun ekki rautt ginseng, heldur hvítt. Við brugðumst skjótt við og kröfðum framleiðanda vörunnar um að varan yrði rannsökuð af óháðri og viður- kenndri rannsóknarstofu og það staðfest að hún innihéldi rautt ginseng. Í framhaldi af þessu barst okkur vottorð frá Korean Advanch- ed Food Research Institute („KAFRI“), sem vinnur eftir opin- berum staðli í upprunalandi vörunn- ar, þess efnis að varan innihéldi sannarlega rautt ginseng. Við lögð- um vottorðið fram hjá Umhverfis- sviði Reykjavíkurborgar og óskuð- um eftir að þeir úrskurðuðu um málið sem fyrst. Svar barst loks í ágúst sl. og komst Umhverfissviðið að þeirri niðurstöðu, með vísan til álits Umhverfisstofnunar, að ekki væri ástæða til „frekari aðgerða að svo komnu máli“. Engar brigður voru bornar á gildi vottorðsins frá KAFRI, en Umhverfisstofnun efna- greindi ekki vöruna sjálf og vísaði til þess að hvorki væru til íslenskir né evrópskir staðlar. Eggert Kristjáns- son hf. lýsti sig ósátt við þá nið- urstöðu og taldi að Umhverfissviði hefði borið að staðreyna og stað- festa að vottorðið frá KAFRI sýndi að varan, Rautt Royal Ginseng, inni- héldi rautt kóreskt ginseng sam- kvæmt opinberum stöðlum í upp- runalandi vörunnar. Eggert Kristjánsson hf. þekkir ekki til þess fyrirtækis sem vísað er til í kvörtun Neytendasamtakanna sem viðurkenndrar rannsóknar- stofu, en telur niðurstöðu þessa fyrirtækis athyglisverða í ljósi fullyrðinga frá Umhverfissviði Reykjavíkurborgar þess efnis að engir evrópskir staðlar séu til sem varði rautt kóreskt ginseng, sem og það að niðurstaðan stangast á við niðurstöðu KAFRI sem enginn hef- ur vefengt. Þá sætir það furðu og veldur vonbrigðum að Neytenda- samtökin skuli ekki hafa sett sig í samband við okkur vegna meintra kvartana svo við gætum brugðist við og komið okkar sjónarmiðum á framfæri. Þannig virðast samtökin ekki hafa haft hugmynd um KAFRI-vottorðið heldur stokkið til og lagt í rannsókn á þýskri rann- sóknarstofnun að okkur forspurðum og án þess að fá sýnishorn af vör- unni hjá okkur. Það er sannarlega dapurlegt eftir gott og farsælt sam- starf okkar með samtökunum allt frá stofnun þeirra. Eftir stendur að vottorðið frá KAFRI sýnir og sannar að okkar vara er rautt ginseng samkvæmt opinberum stöðlum frá uppruna- landi hennar. F.h. Eggerts Kristjánssonar hf., Gunnar Aðalsteinsson.“ Yfirlýsing frá Eggert Kristjánssyni hf. SEX þingmenn úr öllum flokkum hafa lagt fram tillögu til þings- ályktunar um að fela ráðherrum sjávarútvegs- og menntamála að vinna að stofnun skipafrið- unarsjóðs. Minna þeir á að gömul hús séu varðveitt vegna menning- ararfsins; ekki sé síður mikilvægt að huga að varðveislu fiskiskipa. Vilja skipa- friðunarsjóð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.