Morgunblaðið - 28.11.2007, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 28.11.2007, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2007 43 PETE Doherty er að vinna í sinni fyrstu sólóplötu. Hinn 28 ára söngvari Babyshambles hefur skrifað tólf lög sem hann planar á væntanlega plötu og hefur þegar tekið upp þrjú þeirra með upp- tökustjóranum Jake Foir. Foir segir að þeir taki tvo til þrjá klukkutíma í einu, vanalega á nótt- unni, til að taka upp. „Þetta er hægari og innilegri tónlist en Baby- shambles leikur. Pete er að semja alþjóðlegri tónlist en áður, ekki um persónulega reynslu,“ sagði upp- tökustjórinn. Doherty fékk blessun bandmeðlima sinna til að vinna að þessu sólóverkefni og þeir vilja endilega allir leggja sitt af mörkum til að þessi plata verði að veruleika. En ekki eru allir jafn ánægðir, því útgáfufyrirtæki Babyshambles, Parlophone, er ekki sátt við þessa ákvörðun Doherty. Foir sagði í við- tali við NME-tónlistartímaritið; „Við ætlum að klára að taka plöt- una upp og kynna hana svo fyrir Parlophone þegar hún er tilbúin til útgáfu, en þeir eru ekki mjög ánægðir með að Pete skuli vinna fyrir utan þeirra stjórn.“ Foir segir Doherty í toppformi þrátt fyrir nýleg eiturlyfjavand- ræði. Vandræðarokkarinn og fyrr- verandi unnusti Kate Moss náðist á myndband sprauta sig með heróíni og taka kókaín í nös stuttu eftir að hann yfirgaf meðferð í seinasta mánuði. „Ég hef aðeins eytt helgunum með honum og hann er í góðu formi og stendur sig vel,“ sagði Foir. Babyshambles eru nú í átta daga tónleikatúr um Bretland. Doherty með sólóplötu Reuters Vandræðaseggur Pete Doherty. OFURFYRIRSÆTAN Claudia Schiffer er ekki tilbúin til að gefa út ævisögu sína. Hún hefur verið hvött til þess nokkrum sinnum en hefur aldrei látið freistast af þeim tilboðum. „Ég hef fengið svo mörg tilboð en mér finnst ég ekki tilbúin. All- ir skrifa ævisögu sína svo ungir þessa dagana en ég held að það sé ekki rétt fyrir mig,“ sagði hún á dögunum. Schiffer er aðeins 37 ára og ekki mikið fyrir að deila einkalífi sínu með almenningi. „Í ævisögu þarftu að segja frá mörgu mjög persónu- legu en ég hef alltaf haldið lífi mínu fyrir mig. En hver veit, einn daginn verð ég kannski tilbúin að deila lífi mínu með fólki.“ Schiffer á tvö börn, fjögurra ára soninn Caspar og þriggja ára dótt- urina Clementine, með eiginmanni sínum, leikstjóranum Matthew Vaughn. Auk þess að forðast það að skrifa hefur Schiffer engin plön uppi um það að hætta fyrirsætu- störfunum fyrir leiklistina. „Ég vil ekki vinna sem leikkona, mín vinna er í tískuheiminum.“ Schiffer hef- ur aðeins komið fram á hvíta tjald- inu undanfarin ár í smærri hlut- verkum. Engin ævisaga á leiðinni Claudia Schiffer HUGSANLEGT er að Jackson Five kæmi saman og færi í tón- leikaferð á næsta ári með Michael Jackson í fararbroddi. Það er BBC sem hefur þetta eftir Jermaine, einum Jackson- bræðra. „Okkur finnst við þurfa að gera þetta einu sinni enn. Við skuldum aðdá- endum og al- menningi það,“ sagði Jermaine. Jackson- bræðurnir, Tito, Marlon, Jackie, Jermaine, Michael og Randy, fóru síðast í tónleika- ferð árið 1984. Orðrómur um endurkomu hefur flogið um undanfarin ár, Jermaine staðfesti að endurkoman hefði frestast út af ákærum á hendur Michael um barnamisnotkun. „Það hefur mikið gengið á og við verið að ná okkur eftir hasar- inn sem réttarhöldin yfir Michael sköpuðu En við erum sterkir sem aldrei fyrr. Ég segi takk, takk, takk við alla aðdáendur okkar sem hafa stutt okkur.“ Jermaine söng aðalröddina í bandinu þangað til yngri bróðir hans, Michael, tók við. Hann sagði von á nýju efni frá bræðrabandinu og gaf í skyn að þeir dveldu í upp- tökuveri um þessar mundir. Jackson- bræður á ferð Michael Jackson Líkamsleifar finnast við uppgröft húss sem fór undir ösku í eldgosinu í Eyjum. Grunsamlegt andlát konu í Reykjavík sumarið 2007. Og Þóra Guðmundsdóttir lögmaður glímir við spurninguna: Hvernig tengjast þessi voðaverk? Mögnuð glæpasaga eftir Yrsu Sigurðardóttur en bækur hennar koma nú út á meira en 30 tungumálum í yfir 100 löndum. „Ný drottning glæpa- sögunnar“ 7. SÆTI ALLAR BÆKUR Í HAGKAUPUM 19.11-26.11. D Y N A M O R E Y K JA V ÍK Yrsa beint á metsölulista! Funahöfða 1 • Opið virka daga kl. 10:00-18:30 • Laugardaga kl. 12:00-16:00 M bl 9 42 11 5 Dodge Ram 2500 Hemi 4X4, árg. 2006, ek. 42 þús. km, 37" breyttur, Bedslider, skápar í húsi, kastarar á húsi, NMT tengi, loftdæla og loftnet. Verð 3.990 þús. kr., stgr. Tilboð 3.500 þús. kr. Einn góður á fjöll. Veiðibíllinn sem allir vilja!!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.