Morgunblaðið - 28.11.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.11.2007, Blaðsíða 19
hreyfing MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2007 19 Kristján Bersi Ólafsson skrifar:„Matthías Þórðarson þjóðminjavörður gaf á sínum tíma út heildarsafn með verkum Jónasar Hallgrímssonar ásamt ævisögu hans. Þegar sú bók kom út orti Jón Helgason um hana þessa vísu: Íslensku skáldin ástmey firrt angurmædd súpa á glasi. Lognast svo út af lítilsvirt frá lífsins argaþrasi. Um þeirra leiði er ekkert hirt, allt er þar kafið grasi. – Síðast er þeirra saga birt samin af Matthíasi. Matthías kom aftur við sögu Jónasar löngu síðar þegar heimflutningur jarðneskra leifa skáldsins komst á dagskrá. Í því máli kom Sigurjón Pétursson á Álafossi einnig mikið við sögu en hann tók kassann með beinunum ófrjálsri hendi og fór með hann norður í Öxnadal. Þá orti Ólafur Briem á Laugarvatni þessa vísu í framhaldi af vísu Jóns: Bjuggu menn engan bautastein bragarins æðsta þjóni. Hvorki bar lauf né heldur grein haugurinn illa gróni. Seinna menn fóru og sóttu hans bein og sendu þau heim að Fróni. Standa þau nú í stofu ein, stolin af Sigurjóni.“ VÍSNAHORNIÐ Af beinum og ástmey pebl@mbl.is Eftir Björgu Sveinsdóttur Ég hef mjög ákveðnar skoðanir áþví hvernig sundbolur „til að synda í“ á að vera. Hann á að ná yfir mjaðmasvæðið, hafa breiða hlýra sem alls ekki falla niður af öxlunum, hann á ekki að vera með klofsaum, og helst verður að vera eitthvað sem heldur honum saman hátt í bakið. Svo er það efnið. Sú var tíðin að venjulegur sund- bolur varð gegnsær á viðkvæmum stöðum á einu ári. Ég var lengi óhress með litla endingu þeirra eða uns ég keypti mér sundbol úr „end- urance“-efni. Þá fór ég fyrst að sakna efnis sem teygðist óendanlega þegar það var blautt. Ég stóð mig jafnvel að því að gera tilraun til að smokra mér í þurran bolinn áður en ég fór í sturtuna til að sleppa við barninginn við bolinn blautan, en samviskan … Enn þremur árum síð- ar sér ekki á efninu. Allir eru í nýj- ustu tísku og ekki ég. Við nákvæma skoðun má sjá að saumar eru farnir að daprast og gott ef ekki eru komnir blettir á bakið eftir sumarfríið og vatnshelda sól- arvörn nr. 60. Ég ákvað að velja mér nýjan bol. Að lokum stóð valið milli tveggja, sem voru svipaðir útlits nema annar var úr mjúku, vel teygj- anlegu efni, nokkuð heill, og hinn var með miklu af grennandi saumum að framan og stillanlegum hlýrum og það stóð Speedo sculpture á honum. Þótt sá mjúki væri þægilegri var ég jú formaðri í hinum síðarnefnda og hugsaði ég með mér að úr því að efn- ið væri ekki „endurance“ þá yrði þægilegt að komast í bolinn blautan þrátt fyrir aðskorið sniðið. Svo hófst sundferðin í nýja boln- um. Það var fínt að fara í bolinn blautan í sturtunni, ekkert mál með það. En hvað var þetta … hmm? Bol- urinn byrjaði að safna í sig vatni og belgjast út milli fóta mér og svo að síga að aftan. Í snarhasti sleppti ég vatninu út, dreif mig úr bolnum og leitaði að plasti sem væri skýring, en það var ekkert plast. Ég vatt bolinn nokkrum sinnum og fór í hann aftur, líklegast var of mikil steining í efn- inu. Alveg sama. Jaa, þetta hlýtur að lagast í klórvatninu, hann mýkist upp, bolir eru auðvitað ekkert hann- aðir til að standa í þeim í sturtu, hvað veit ég? Það er gaman að vera í formandi sundbol. Svo hóf ég sundið. Um leið og ég ýtti mér frá bakkan- um upplifði ég alveg nýja tilfinningu. Það var eins og köld laugin fyllti sundbolinn, og það sama gerðist í næsta sundtaki og einnig þarnæsta. Sundtökin voru eitthvað svo mátt- laus, ég komst ekkert áfram. Ég synti baksund og hugsaði að þetta væri bara ekki svona. Hver hefur heyrt um svona? Bolurinn virkaði fínt í baksundi. Ég prufaði aftur bringusund; sama. Ég stytti í hlýr- unum uns hálsmálið var komið upp undir höku. Alveg sama. Bolurinn belgdist út og þegar ég kíkti niður var ljóst að ég leit út fyrir að vera í skálastærð D+ og nokkuð fram- stæð. Ég þreifaði um magann og togaði í efnið og viti menn, bolurinn var tvöfaldur að framan. Ég ákvað að hugsa mjög jákvæðar hugsanir. Sko, þetta er eins og að synda með dragsegl, ný uppfinning, bara eins og að hlaupa með lóð á fótum. Ný æfing og til að bæta sundstílinn að kreista að sér frambungurnar í öðru hvoru sundtaki. En á 5. ferð þraut mig s.s. orkuna sem dugir vanalega í 10 ferðir í Kópavogslaug og hætti. Þegar upp úr kom leit ég í speg- ilinn og hugsaði hvort gott útlitið væri þess virði að upplifa svona sundferð aftur, en það sem blasti við var að öll „formun“ var úr sögunni. Þegar heim kom skoðaði ég miðann sem fylgdi bolnum mjög vel. Á glær- um miða var eitthvað D og undir því með litlum stöfum cup. Síðar sagði mér einhver að þetta væri eins og með push up-sokkabuxur. Svona boli þyrfti að kaupa a.m.k. 2 númerum of litla. Ég hef reynt að bjóða systrum mínum bolinn sem sundlaugar- bakkabol en þær fara bara að hlæja. Með dragsegl í sundi Teikning/Andrés Enn stækkar Iðnaðargeirinn með skráningu SCF Technologies omxgroup.com/nordicexchange Fjarskipti UpplýsingatækniVeiturHráefni Nauðsynjavörur Neysluvörur Orkuvinnsla Heilbrigðisgeiri Iðnaður Fjármálaþjónusta Við bjóðum SCF Technologies velkomið í Nordic Exchange. SCF Technologies þróar og selur einstaka háþrýstitækni sem er notuð til að endurbæta ýmis konar afurðir og auka framleiðni. SCF Technologies verður skráð í Noridc Exchange í Kaupmannahöfn þann 28. nóvember. SCF Technologies flokkast sem smærra félag og tilheyrir Iðnaðargeira.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.