Morgunblaðið - 28.11.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.11.2007, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FADIME Šahindal var ung sænsk-kúrdísk kona, nemandi við há- skóla í Svíþjóð. Hinn 21. janúar 2002 féll Fadime fyrir hendi föður síns. Faðirinn ját- aði glæpinn og útskýrði að dóttir sín hefði smánað sæmd fjöl- skyldu sinnar. Fadime smánaði föður sinn og bróður með því að velja kærastann sinn sjálf. Hún smánaði alla fjöl- skylduna vegna þess að hún kærði til lögregl- unnar morðhótanir sem hún fékk frá föður sín- um og bróður fjórum árum fyrr. Þrátt fyrir það að Fadime teldi sig hafa farið réttu leiðina og kært ofbeldi sem hún varð fyrir, tókst réttarkerfinu ekki að koma henni til hjálpar. Fadime er þekktasta fórnarlamb sæmdarglæpa í Svíþjóð en ekki það fyrsta og því miður ekki síðasta. Hennar arfleifð er, að með hugrekki og vilja til að tjá sig um dapurlegan veruleika sem hún og margar kyn- systur hennar búa við, hafi hún opn- að augu Svía fyrir vandamálinu. Margt hefur verið gert í Svíþjóð til að takast á við þennan smánarblett á samfélaginu. Fréttir um sæmdar- glæpi í fjarlægum löndum berast til okkar á Vesturlöndum öðru hverju og koma kannski ekki mörgum á óvart. Hins vegar að sæmdarglæpir tíðkist og að það séu konur í hjarta Evrópu sem þurfa að óttast um líf sitt vegna þeirra er evrópskum samfélögum til skamm- ar. Það heyrast raddir sem segja að það sé bein tenging milli auk- ins fjölda tiltekinna inn- flytjenda og vaxandi hættu á sæmdarglæp- um og þ.a.l. sé lausnin við þeim að taka ekki á móti innflytjendum eða fækka þeim. Þessi nálg- un er strútsháttur, vandamálið verður ekki leyst ef samfélagið tekst ekki á við rót þess. Konur hvaðanæva úr heiminum eiga rétt á að líf þeirra og mannréttindi séu virt. Að tengja ofbeldi og kúgun við menningu ein- hverrar þjóðar er glæpur. Eftir fráfall Fadimu hefur mikil vakning orðið á Norðurlöndum og víða um vandamál sem sæmd- arglæpir eru. Í Svíþjóð fá þverfagleg teymi með fulltrúum frá lögreglu, fé- lagsþjónustu, starfsfólki í mennta- stofnunum og heilbrigðiskerfinu við- eigandi þjálfun til að takast á við vandamálið og aðstoða konur sem verða fyrir ofbeldi. Samtök innflytj- endakvenna eru virkir þátttakendur í þessu átaki. Með þeirra reynslu og þekkingu ná þær til annarra innflytj- endakvenna og veita þeim styrk og aðstoð sem þær þurfa á að halda. Fatma Mahmoud er félagi í sam- tökum kvenna af erlendum uppruna (IKF) í Karlstad í Svíþjóð. Hún hefur um árabil unnið fyrir ungar innflytj- endakonur sem eiga á hættu að verða fórnarlömb sæmdarglæpa. Samtökin hennar vinna með lögreglu, stjórn- sýslu og félagsmálayfirvöldum í við- leitni til að sporna við glæpum og að- stoða ungar stúlkur við að komast út úr þessum vítahring. Fatma Mahmoud verður gestur Samtaka kvenna af erlendum upp- runa á Íslandi í dag. Hún mun halda fyrirlestur um sæmdarglæpi í Sví- þjóð og lýsa því hvað er gert til að berjast gegn þeim á hádegisfund- inum í dag, miðvikudag 28. nóvem- ber, kl. 12.00 í sal Norræna hússins, Sturlugötu 5. Glæpir gegn konum eru ekki menningararfleifð Tatjana Latinovic skrifar í tilefni af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi »Konur hvaðanæva úrheiminum eiga rétt á að líf þeirra og mann- réttindi séu virt. Tatjana Latinovic Höfundur er formaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. MENN rifja stundum upp nú á dögum þegar gengi erlendra gjald- miðla var ákveðið á morgunfundum í Seðlabankanum fyrir mörgum árum og tala um að þá hafi genginu verið handstýrt. Það var talin mikil gæfa þegar horfið var af þeirri braut. Hins veg- ar má spyrja sig að því hvort það hafi verið verra en sú handstýr- ing sem nú er viðhöfð? Það liggur í augum uppi að stýrimaðurinn sem nú leiðir kúrsinn hrökklaðist hálfpart- inn úr stjórnarráðinu með lítilli reisn á sín- um tíma og keypti sér leiðina í brúna með samningum við sam- starfsmenn sína sem líka nutu góðs af, allir á kostnað annarra. Víðast hvar erlendis eru starfsbræður fyrr- nefnds stýrimanns valdir vegna hæfileika og reynslu þeirra á þess- um sviðum, oft hagfræðingar sem hafa sýnt einhverja snilli. Því er þó ekki þannig farið í N-Kóreu, Zim- bawbe eða á Íslandi, þar eru aðrir mikilvægari hlutir sem ráða för. Stýrimaðurinn sem vísað er í að ofan lýsti því forviða í ræðu á dögunum að ekki mætti opna leik- fangabúð hér á landi öðruvísi en að ætla mætti að aldrei hafi fengist leikföng í land- inu fyrr og koma þurfi böndum á þessa hegð- un. Hann gleymir því hins vegar ekki eru allir í þeirri aðstöðu að geta skammtað sjálfum sér tekjur og þurfa því að beita öllum ráðum til að gera eins hagstæð inn- kaup og mögulegt er. Alveg er það með ólík- indum að maðurinn skuli ekki átta sig á því að meðan hann stjórnar áframhaldandi útsölu á erlendum gjaldeyri í landinu hlýtur landinn að leggja sig fram um að kaupa innflutt góss. Verð þessa innflutta varnings ræðst ein- göngu af gengi hinna erlendu gjaldmiðla sem um alllangt skeið hafa verið á útsölu hér á landi. Það er alveg augljóst að þessi stýri- maður hefur ekki lokið nema í mesta lagi pungaprófinu og tæplega það. Í tilraunum sínum til að halda verð- bólgu í skefjum hefur hann því mið- ur einungis notast við einföldustu út- gáfu jöfnunnar en ekki gert ráð fyrir öðrum breytum. Hagfræðin er jú þannig að menn setja upp líkan og segja: „að öðru óbreyttu“. En það virkar bara ekki alltaf í raunveru- leikanum – því ef einhverjum smáat- riðum er breytt þá breytist útkoman óhjákvæmilega. Útkoman í þessu til- raunadæmi er ekkert grín. Stýri- maðurinn að ofan er búinn beita meira og meira upp í, þ.e. hann hef- ur hækkað stýrivexti aftur og aftur og aftur en samt virkar ekkert hon- um til óstjórnlegrar undrunar. Það eru nefnilega allir að verða búnir að yfirgefa skútuna nema hann. Fyr- irtækin hafa um nokkurt skeið átt kost á að taka lán í erlendum gjald- miðli og síðustu ár hefur almenn- ingur einnig getað farið þessa leið. Og íslenskir stýrivextir hafa ná- kvæmlega engin áhrif á þessar lán- tökur. Og nú er svo komið að stýri- vextir eru orðnir svo háir að tæplega verður gengið lengra. En verður ein- hvern tímann hægt að lækka þá aft- ur? Hvað gerist þegar stýrivextir lækka? Jú, þá líður erlendum fjár- festum ekki eins vel með peningana sína í íslenskum krónum og hugsa sér til hreyfings. Ofsahræðsla gæti gripið um sig um leið og það ferli hefst og þá þarf ekki að spyrja að leikslokum. Verð á erlendum gjald- eyri hækkar og verðbólga eykst á sama hátt og höfuðstóll hinna er- lendu lána (í íslenskum krónum) í kjölfarið og og hvað ætlar stýrimað- urinn okkar þá að gera? Hækka stýrivexti? Þá fer erlendur gjald- eyrir aftur á útsölu og veislan hefst að nýju. Það er því vandséð hvernig hann ætlar að koma sér út úr þeim ógöngum sem hann er búinn að koma skútunni í. Þetta minnir óneit- anlega á þegar læknar reyndu að lækna lekanda hér áður fyrr með arseniki. Þeim tókst það svo sem al- veg prýðilega en sá böggull fylgdi þó skammrifi að þeir drápu sjúklinginn með þessu. Við skulum öll vona að niðurstaðan í efnahagslífinu verði ekki svipuð því þá er lækningin til lítils. Að ekki sé minnst á að enn minni reisn verður yfir stýrimann- inum þegar hann afmunstrast í það skiptið. Hætt er við því að hann fari ekki framar á sjó. Pissað í skóinn Örn Gunnlaugsson skrifar um peningastefnuna hérlendis Örn Gunnlaugsson » Þetta minniróneitanlega á þegar læknar reyndu að lækna lekanda hér áður fyrr með arseniki. Höfundur er leikskólagenginn framkvæmdastjóri. ✝ Tómas IngiIngvarsson fæddist í Reykjavík 14. september 1997. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suð- austurlands 16. nóv- ember síðastliðinn eftir stutta en harða baráttu við krabba- mein sem greindist hinn 13. apríl. For- eldrar hans eru Heiður Sigurðar- dóttir, f. á Höfn 7. maí 1971, og Ingvar Ágústsson, f. í Reykjavík 18. júlí 1965. Þau búa í Miðtúni 19 á Hornafirði. Bræður Tómasar Inga eru Óskar Þór, f. 1. júní 1993, og Auðbjörn Atli, f. 28. júlí 2000. Foreldrar Heiðar eru Auðbjörg Þorsteinsdóttir, f. 11. júní 1952, og Sigurður Guðjónsson, f. 25. júní 1948. Þau búa á Borg á Mýrum í Hornafirði. Systur Heiðar eru Friðný, f. 28. ágúst 1974, og Ingi- björg, f. 20. maí 1977. Ingvar er sonur Hildigard, fædd Grabst, Vilhjálmsdóttur, f. í Þýskalandi, 24. febrúar 1943, d. 23. janúar 1973, og Ágústs Guð- mundssonar, f. 15. júlí 1944. Kona hans er Erna Þorkels- dóttir, f. 8. júní 1947. Þau eru búsett í Kópavogi. Systir Ingvars er Helena María, f. 23. maí 1964. Synir Ernu eru Geir, f. 22. nóv- ember 1967, d. 2. apríl 1976, Geir Þór, f. 6. október 1977, d. 13. apríl 1992, og Arnar Þorkell, f. 25. febrúar 1979, Jó- hannssynir. Tómas Ingi ólst upp á Horna- firði og var í grunnskólanum þar. Hann stundaði íþróttir með Ung- mennafélaginu Sindra og var mik- ill áhugamaður um knattspyrnu og var félagi í Arsenal-klúbbnum. Tómas Ingi hafði mikinn áhuga á að umgangast dýr, hundar voru þar í sérflokki og var því gott að hafa aðgang að þeim hjá ömmu og afa á Borg þar sem hann dvaldist mjög oft. Útför Tómasar Inga fer fram frá Hafnarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Elsku Tómas Drottinn, vér þökkum þína miklu náð í þinni kærleikshönd er allt vort ráð Þökk fyrir leiðsögn þína um lífsins braut ljós þitt, er skín, í gegnum hverja þraut. Þökk fyrir góðan son, er gafst þú oss, gjöf sú var foreldrum heilagt hnoss. Þökk fyrir brosið hans og létta lund, sem ljómaði oss og gladdi hverja stund. (Á. Böðvarsson) Takk fyrir allt, elsku vinur, Guð geymi þig Mamma og pabbi. Að alast upp í stórkostlegri nátt- úrufegurð sem er um leið hrikalegt landslag þar sem saman koma góð veður og válynd, hlýtur það að móta manninn. Í þessu umhverfi ólst Tóm- as Ingi upp í faðmi foreldra og bræðra. Snögglega dró upp svartan skugga sem varð að myrkri og við spyrjum, en vitum að við fáum ekkert svar. Því fengum við ekki að sjá hann þroskast og verða að fullorðnum manni og taka við hlutverki í lífinu? Skugginn virðist óendanlega myrkur, sársaukinn djúpur og blendnar til- finningar til almættisins fara um hug- ann og spurt er: Hvers vegna? En ekki er hægt að taka frá okkur minn- ingu um góðan dreng, hana eigum við og hún fylgir okkur sem dýrmætur fjársjóður. Í febrúar fór Tómas Ingi að finna fyrir verkjum í vinstri fæti sem ágerð- ust og 13. apríl greindist hann með krabbamein. Nú hófst mjög erfið lyfjameðferð á Barnaspítala Hrings- ins, deild 22E, þar sem hann dvaldist oft ásamt foreldrum sínum sem ekki hafa vikið frá honum á þessum erfiða tíma. Þar kom við sögu fólk sem vinn- ur störf sín ekki bara af skyldurækni heldur af kærleika og einstakri um- hyggju. Trúnaðarsamband og vinátta sem starfsmenn sýndu Tómasi Inga og foreldrum hans var þeim gífurlega mikils virði. Þótt Heiður og Ingvar séu ekki fólk sem flíka tilfinningum sínum hafa þau oft haft á orði hversu mikið var gert þar bæði til að reyna að lækna og láta honum líða sem best. Nær það til allra starfsmanna sem að málinu komu, lækna, hjúkrunarfólks og ekki síst leikstofu þar sem málað var og föndrað þegar aðeins rofaði til. Við heyrðum Tómas Inga aldrei kvarta undan verkjum né vanlíðan, ef hann var spurður um hvernig hann hefði það þegar ástandið var sem verst var svarið „ bara gott“. Svona æðruleysi, ró og styrk hefur maður aldrei séð áður og eins og meðferðin var erfið var hann ákveðinn í að berj- ast með reisn sem ekki gerist meiri. Þegar hlé var á lyfjameðferð var ekk- ert sem stoppaði Tómas Inga í að fara strax heim – á Höfn – þar sem bræður hans og vinir biðu. Amma og afi fyrir austan gerðu það mögulegt að báðir foreldrar gátu verið með honum á meðan á Reykjavíkurdvölinni stóð og vissi amma alltaf hvað hann langaði í þegar hann kæmi heim. Það var fjöl- skyldunni mikils virði að finna fyrir þeim stuðningi og uppákomum sem þau fengu frá mörgum aðilum á þess- um erfiða tíma. Þegar minningin ein er eftir verða einstök samskipti að dý- mætum sjóði. Tómas Ingi minnti mann á með því að pikka í handlegg- inn á viðkomandi og benda til að minna á atriðið. Þegar maður áttaði sig á því sendi hann fallegt bros og þannig var málið afgreitt. En ef mað- ur var tregur til – gat hann haft skoð- un á málinu. Hann hafði góðan húmor og hafði gaman að smá stríðni sem ekki meiddi neinn. Í símtölum okkar var eins og mað- ur væri að tala við mun eldri dreng en Tómas Ingi var. Hann var mjög skýr í frásögnum og hugarfar hans kom sér- staklega fram eftir heimsókn til ömmu og afa á Borg. Þá var talað um dýrin á bænum, sérstaklega hundana, hvað þeir hefðu verið að gera saman, og lýsti öll frásögnin svo mikilli vænt- umþykju og kærleika á öllu lífi. Á sama tíma gat hann verið að spyrja út í fréttir sem hann hafði heyrt um heimsmálin. Á þeim tíma er veikindin hófust var hann að flytja í nýtt her- bergi sem var minna en hann hafði áð- ur. Það taldi hann nú í lagi, bara skipuleggja það vel. Heimferðirnar notaði hann til þess og sýndu hans hugmyndir vel hversu gott auga og skoðanir hann hafði á uppröðun og lit- um. Stundirnar sem við áttum með Tómasi Inga voru of fáar en minning um góðan dreng mun lifa um ókomin ár. Megi blessun Guðs fylgja Tómasi Inga, og styrkja foreldra hans, bræð- ur, ömmu og afa á Borg, aðra að- standendur og alla þá sem þótti vænt um hann. Blessuð sé minning Tóm- asar Inga. Amma og afi, Furugrund. Kæri vinur. Í dag vil ég minnast besta vinar míns sem hefur kvatt eftir stutta en harða baráttu við erfið veik- indi. Ég er búinn að þekkja þig, Tóm- as Ingi, frá því að við vorum 2 ára og mamma var að passa þig. Svo fórum við í leikskólann og þar kynntumst við vini okkar Mirza. Við þrír vorum allt- af að leika saman þar. Síðan lágu leið- ir okkar saman í skólann þar hélst vinátta okkar áfram. Við æfðum líka saman fótbolta með knattspyrnu- félagi Sindra og fórum á mörg skemmtileg fótboltamót. Það var allt- af svo gaman hjá okkur. Þú varst allt- af svo góður og skemmtilegur strák- ur. Þú hlakkaðir svo til þegar mamma þín og pabbi voru búin að kaupa húsið beint á móti mér, þá var svo stutt að fara að leika. En þá varst þú orðinn veikur og varst mikið á spítala í Reykjavík, en þú komst heim á milli meðferða og þá gátum við leikið okk- ur saman. Ég vissi að þú værir mikið veikur en þú varst svo duglegur að koma yfir til mín á hækjunum þínum. Við fórum á trampólínið og sátum þar með bolta að leika. Mirza kom líka til Tómas Ingi Ingvarsson MINNINGAR GUÐFINNA S. Bjarnadóttir segir í Lesbók Morgunblaðsins hinn 3. nóv. sl.: „Þróunarkenningin tilheyrir vís- indum og sköpunarkenningin trúar- brögðum.“ Ég vil benda á að enn er ekki vitað til að ein tegund hafi breytst í aðra, ekki hefur heldur milliliðurinn milli apa og manna fund- ist. Kenning þróunarsinna í sambandi við þroska mannsfóstursins í móð- urlífi hefur reynst algert rugl. Þeir segja t.d. í Frumlífssögunni, bls. 98- 99, að sex mánaða gamalt manns- fóstur líkist fiski meir enn manni! Getur þetta talist til vísinda? Einhver spyr kannski, fara trú (kristin trú) og vísindi saman? Þessu svara ég hiklaust játandi og hér koma rökin beint frá Guðs orði, orði sannleikans. Jesús Kristur er höf- undur trúarinnar (Heb. 12:2). Jesús Kristur er einnig höfundur allra vís- inda, samkvæmt því sem stendur í Kólossubréfi 2:3: „En í honum (Jesú Kristi) eru allir fjársjóðir spekinnar og þekkingarinnar fólgnir.“ Kveðjur og blessunaróskir SÓLEY JÓNSDÓTTIR, Sjónarhæð. Enn er þróunar- kenningin ósönnuð Frá Sóleyju Jónsdóttur BRÉF TIL BLAÐSINS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.