Morgunblaðið - 28.11.2007, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.11.2007, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Miðasala í Smárabíó og Regnbogann Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir Dan in Real Life kl. 3:40 - 5:45 - 8 - 10:15 Dan in Real Life kl. 3:40 - 5:45 - 8 - 10:15 LÚXUS Wedding Daze kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 10 ára Balls of Fury kl. 4 - 6 - 8 B.i. 7 ára Heartbreak Kid kl. 8 - 10:30 B.i. 12 ára Lions For Lambs kl. 10 B.i. 12 ára Ævintýraeyja Ibba m/ísl. tali kl. 4 - 6 Dan in Real Life kl. 8 - 10 Rendition kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára Wedding Daze kl. 6 B.i. 10 ára Rogue Assassin kl. 6 B.i. 16 ára Sími 564 0000Sími 462 3500 Dan in Real Life kl. 5:45 - 8 - 10:15 La Vie en Rose kl. 5:20 - 8 - 10:40 B.i. 12 ára Lions For Lambs kl. 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára This is England kl. 6 - 8 - 10 * Gildir á allar sýningar merktar með rauðu 450 KRÓNUR Í BÍÓ * Sími 551 9000 Ve rð a ðeins 600 kr . Með íslensku tali - Kauptu bíómiðann á netinu - THIS IS ENGLAND FRÁBÆR GRÍNMYND FRÁ LEIKSTJÓRUM "THERE´S SOMETHING ABOUT MARY" ÁSTARSORG Gríðarstór gamanmynd með litlum kúlum! BORÐTENNISBULL Vönduð frönsk stórmynd, sem er að fara sigurför um heiminn, um litskrúðuga ævi Edith Piaf. LÍF RÓSARINNAR: SAGA EDITH PIAF Stórskemmtileg rómantísk gamanmynd um ungan mann sem er sannfærður um að hann muni aldrei verða ástfanginn aftur! Sannkölluð stórmynd með mögnuðum leikurum. LJÓN FYRIR LÖMB eeee - V.J.V., Topp5.is eeee - EmpireDAN Í RAUN OG VERU Frábær róman tísk ga man- mynd e ftir ha ndrith öfund About a Boy Eitthvað hefur komið fyrir Dan. Það er flókið. Það er óvenjulegt. Það er fjölskylduvandamál. Steve Carell úr 40 year Old Virgin og Evan Almighty leikur ekkill sem verður ástfanginn af kærastu bróður síns! S T E V E C A R E L L Hvað ef sá sem þú elskar... Hverfur sporlaust? eeee - H.J. Mbl. eeee - T.S.K., 24 Stundir eee - Ó.H.T., Rás 2 “Grípandi!” eee - H.J., MBL “Töfrandi” Í miðri skólaslitaathöfn í amrískum mið- skóla stendur formaður málfundafélagsins upp og tilkynnir viðstöddum að hann sé ástfanginn af stúlkunni sem setið hefur fyr- ir framan hann öll skóla- árin. Þetta vekur að vonum athygli í ljósi þess að hann, Denis Cooverman, er pervisið gáfumenni en stúlkan sú, Beth Cooper, klappstýrufreyja og feg- urðardís. Þegar við bæt- ist að unnusti hennar er vanstilltur hermaður, sem er einmitt staddur í bænum í fríi, hefst hamagangur. Í flóði amrískra mynda sem hingað rata eru jafnan nokkrar á ári sem segja frá til- vistarkreppu miðskólaungmenna sem er vægast sagt framandleg í augum Íslend- inga sem ekki eru vanir tepruskap þeim sem tíðkast í kynferðismálum vestan hafs (í það minnsta meðal hvítra miðstétta- mið- ríkjaungmenna). Þessi annars ágæta bók er nokkuð brennd því marki, en sem betur fer sleppir höfundurinn svo rækilega fram af sér beislinu að úr verður prýðilegur farsi sem minnir á köflum á bækur breska húm- oristans Tom Sharpes. Doyle hefur líka reynslu af að skrifa texta fyrir súrrealískar uppákomur enda var hann meðal handrits- höfunda við Simpsons-teiknimyndirnar og eins hefur hann víst skrifað talsvert í það ágæta blað New Yorker. Sumt í bókinni jaðrar sjálfsagt við að vera of geggjað fyrir almennan lesanda, en flest gengur þó upp, þar með taldar æsileg- ar ökuferðir, óbeisluð eiturlyfja- og áfeng- isneysla, fjölbreytilegt kynlíf og líkams- árásir með uppstoppuðum villidýrum. Klisjunar tvær, gáfnaljósið klunnalega og óhamingjusama klappstýran, ná svo að verða meira en klisjur undir lok bók- arinnar. Mæða í miðskóla I Love You Beth Cooper eftir Larry Doyle. Harper Collins gefur út. 253 bls. innb. Árni Matthíasson BÆKUR» METSÖLULISTAR» 1. Double Cross – James Patterson. 2. Confessor – Terry Goodkind. 3. Stone Cold – David Baldacci. 4. The Chase – Clive Cussler. 5. World Without End – Ken Follett. 6. A Thousand Splendid Suns – Khaled Hosseini. 7. Rhett Butler’s People – Donald McCaig. 8. Protect and Defend – Vince Flynn. 9. Home to Holly Springs – Jan Karon. 10. Book of the Dead – Patricia Cornwell. New York Times 1. Sepulchre – Kate Mosse 2. The Uncommon Reader – Alan Bennett 3. The Kite Runner – Khaled Hosseini 4. Atonement – Ian McEwan 5. On Chesil Beach – Ian McEwan 6. A Spot of Bother – Mark Haddon 7. The Ghost – Robert Harris 8. Faces – Martina Cole 9. The Thirteenth Tale – Diane Setterfield 10. Crossfire – Andy McNab Waterstone’s 1. Anybody Out There? – Marian Keyes 2. Cross – James Patterson 3. A Thousand Splendid Suns – Khaled Hosseini 4. Wintersmith – Terry Pratchett 5. Sword of God – Chris Kuzneski 6. Innocent Man – John Grisham 7. Divine Evil – Nora Roberts 8. Complete Worst-Case Scenario – Joshua Piven 9. The Woods – Harlan Coben 10. Die For Me – Karen Rose Eymundsson Eftir Höskuld Ólafsson hoskuldur@mbl.is TÓLF mínútum fyrir hádegi hinn 28. janúar 1986 var Challenger-geimskutlunni skotið á loft frá Ca- naveral-höfða á Flórída. Sjötíu og fjórum sek- úndum síðar var flaugin komin 16 kílómetra upp í loftið. Svo sprakk hún. Geimskotinu var sjónvarpað um öll Bandaríkin og aðeins átta mínútum eftir slysið var fyrsta fréttin komin á vef Dow Jones á Wall Street. Aðeins örfáum mínútum síðar hófu fjár- festar að losa sig við verðbréf í fjórum helstu verktakafyrirtækj- unum sem átt þátt í framleiðslu Challenger: Rockwell Int., Lockheed, Martin Mar- ietta og Morton Thiokol. Hvernig fór markaðurinn að? Tuttugu og einni mínútu eftir slysið höfðu hluta- bréf Lockheed lækkaði um 5%, Martin Marietta um 3% og Rockwell um 6% en Morton Thiokol fékk versta skellinn. Við lok markaðarins höfðu bréf hinna þriggja tekið aftur við sér en bréf Thokiol höfðu fallið um heil 12%. Fjárfestar á Wall Street höfðu enga hugmynd um hvað hafði gerst 16 km fyrir ofan Canaveral-höfða og í frétt New York Times daginn eftir var ekkert sem benti til þess að Thokiol bæri meiri ábyrgð en hin verktakafyr- irtækin á slysinu. Samt sem áður hafði hlutabréfa- markaðurinn fellt sinn dóm. Eftir nákvæma rann- sókn á slysinu, sem stóð í sex mánuði, kom í ljós að svokallaðir O-hringir á aðaleldflauginni, sem Thoki- ol hafði hannað, höfðu gliðnað svo að út lak gasefni sem að lokum leiddi til sprengingarinnar. En hvernig í ósköpunum gátu fjárfestar á Wall Street vitað þetta sex mánuðum áður, aðeins hálftíma eftir slysið? Forrituð til að vinna í hóp Í bókinni The Wisdom of Crowds: Why the Many Are Smarter Than the Few reynir James Surowiecki, pistlahöfundur New Yorker, að útskýra þessa hegðun Wall Street með þeirri kenningu að fjölmennur hópur fólks með ólíkan bakgrunn sé alla jafna betur til þess fallinn að leysa tiltekið vandamál en fámennur hópur sérfræðinga. Með öðrum orðum; biðji maður nógu stóran hóp einstaklinga um að segja fyrir um tilteknar líkur, og reikni svo út meðaltal þeirra, munu röngu svör- in eyða hvert öðru út svo að eftir stendur rétt svar. Með fjölmörgum öðrum dæmum tekst Surowiecki með fádæma góðum hætti að gera umfjöllunarefnið skemmtilegt og fræðandi. Og hafi menn ekki nema örlítinn áhuga á mannskepnunni verður lesturinn dæmalaust upplýsandi um manninn og hvernig við höfum frá upphafi neyðst til að vinna saman – með þessum ótrúlega árangri þó. Forvitnilegar bækur: The Wisdom of Crowds Við erum klárari en þú © Corbis Hryggilegt Sjö geimfarar létust í Challenger- slysinu árið hinn 28. janúar 1986. Sorgarferlið var ekki langt á Wall Street og dómur markaðarins féll innan nokkurra mínútna frá sprengingunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.