Morgunblaðið - 28.11.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.11.2007, Blaðsíða 36
…nokkrir þeirra gerðu nánast ekkert annað á meðan á leiknum stóð en að taka myndir og hringja heim til Íslands… 39 » reykjavíkreykjavík Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is ÞAÐ hafa margir hlutir – og við fyrstu sýn afar ólíkir – komið saman í tengslum við dvöl afrísku sveitar- innar Super Mama Djombo hér á landi, en þessi goðsagnakennda sveit frá Gíneu-Bissá tekur nú upp plötu í hljóðveri Sigur Rósar, Sundlauginni. Sá sem er ábyrgur fyrir hingaðkomu sveitarinnar er læknirinn Geir Gunnlaugsson en í fyrradag sást til vinar hans, hins kunna hljómlist- armanns Egils Ólafssonar, skottast um hljóðverið með grænlenska trommu í fanginu. „Jú jú, ég tengist þessu aðeins,“ segir Egill af hógværð. „Ég hef að- allega verið að hjálpa gömlum vini, honum Geir. Ég syng þarna íslensk- ar línur í nokkrum lögunum.“ Egill segir að samsláttur hinna ólíku tónlistarheima hafi gengið snurðulaust fyrir sig. „Allir þeir sem eru með músík í blóðinu eru Afríkumenn,“ segir Egill kankvís. Blaðamaður spyr þá í for- undran hvort hann sé þá Afríku- maður? „Já, það hlýtur að vera. Ég er með músíkina í blóðinu og get víst ekkert að því gert,“ segir hann en bætir svo við á öllu alvarlegri nótum að hann hafi lengi heillast af tónlist álfunnar í öllum sínum margbreyti- leika, og hafi t.d. dvalið fyrir nokkr- um árum í Kenýa og komist þá í kynni við þarlenda tónlistarmenn. „En ég ber mig ekki sem tónlist- armann saman við náttúruhæfileika þessa fólks. Umhverfið hvað tónlist varðar er með allt öðrum hætti en hér. Þarna er þetta eins og að anda. Tónlistin er í vindinum. Tónlistin er í hinu rennandi vatni. Hún er í hafinu – og uppi í himninum. Við búum ekki svo vel sem hokrum hér í norð- annepjunni,“ segir hann að lokum og hlær dátt. Egill Afríkanus Morgunblaðið/Brynjar Gauti Afró? „Allir þeir sem eru með músík í blóðinu eru Afríkumenn." Lánaði hinni afrísku Mama Djombo grænlenska trommu  Bæjarstjóri Bolungarvíkur, Grímur Atlason, var með ötulustu innflytjendum hér á landi áður en hann var lóðs- aður í bæjarstjóradjobbið fyrir vestan og um tíma leit allt út fyrir að tónleikaflóra landsins hyrfi aft- ur í það horf þegar áhugaverðir erlendir tónlistarmenn komu hing- að aðeins sem gestir Listahátíðar. En Grímur er nú mættur aftur fíl- efldur og auk Kim Larsen-tónleik- anna sem hann stóð fyrir um síð- ustu helgi stendur hann fyrir tónleikum Akron/Family föstudag- inn 7. desember á Organ. Nú hef- ur Grímur tilkynnt hvaða tvær sveitir munu hita staðinn upp og fellur það í hlut Phosphorent og Hjaltalín. Miðasala er í fullum gangi á midi.is, og í Skífunni og BT um allt land. Bæjarstjóri nýtir frí- tímann í tónleikahald  Heilmikil um- ræða fer nú fram meðal tónlistar- áhugamanna um það hvort íslensk- ar sveitir eigi að syngja á móð- urmálinu eður ei. Umræðan spratt í upphafi af viðtali við Bubba Morthens í Lesbók fyrir nokkru og nú í framhaldinu af Bakþönkum Dr. Gunna í Fréttablaðinu. Á bloggsíðu doktorsins hafa margir tekið til máls og þar á meðal eru mikilsmetnir tónlistargagnrýn- endur dagblaðanna. Uppi eru skiptar skoðanir um skyldur ís- lenskra tónlistarmanna en ein áhugaverð tillaga til þvingunar var að Rás 2 spilaði ekki tónlist ís- lenskra sveita nema þær syngju á hinu ástkæra og ylhýra! Já, hvað fyndist hlustendum Rás- ar 2 um það ef átta síðustu plötur Bjarkar væru á bannlista sem og Mugison, Pétur Ben, Lay Low, múm, Emilíana Torrini o.fl. o.fl.? Óskalög Íslendinga Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is ILKKA Hampurilainen er feitur, einmana og ljótur skipaþrifamaður. Hann er það sem hann borðar, bókstaflega. Viðurnefnið Hampurilainen þýðir hamborgari á finnsku og það hefur verið notað um hinn tæplega þrítuga Ilkka frá ung- lingsárum. Því er ekki nema von að ein af hans bestu (skástu) minningum er um það þegar hann yfirgaf líkamann í fyrsta sinn tólf ára gamall við að fá hokkípökk í hausinn. Ilkka er nefnilega þreyttur á lífinu en hann er ennþá þreyttari á líkamanum sem honum var úthlutað. Eða eins og segir í sögunni eftir eina af mörgum höfnunum: „Það var auðvelt fyrir hana að afskrifa líkama Ilkka, það voru jú alltaf fleiri fiskar í sjónum. Erfiðara var fyrir hann að afskrifa eigin líkama, hann þurfti jú að búa í honum áfram og gat ekki boðið betur.“ „Hann er á sama tíma fórnarlamb og gerandi,“ segir Valur Gunnarsson mér um fegurðardýrkunina og þessa ólíklegu hetju fyrstu skáldsögu sinnar, Konungs norðursins. Ilkka þráir fegurðina ekkert síður en stúlkurnar sem hafna honum því hann hefur hana ekki til að bera. „Þetta er að einhverju leyti félagslegt, kapítalisminn snýst ekki um fullnægingu fólks heldur skort á henni,“ segir Valur og bætir við: „En þetta er erfiðara en svo, þetta er ekki bara spurning um tísku, við viljum einfaldlega frekar fallegt fólk. Því miður er afleiðingin sú að við dæmum fólk út frá útlitinu þótt við eigum að vita betur.“ Heimssögulegt fyllirí En þegar Ilkka fer á heimsögulegt fyllirí á Eystrasaltinu og verður „ölvaðri en nokkur mað- ur hafði verið á Eystrasaltssvæðinu í næstum 1500 ár“ hefst óvænt barátta um þennan ógæfus- krokk. 1500 ára gamall draugur tekur sér bú- setu í líkama Ilkka og beinir honum til nyrstu byggða Finnlands þar sem lokaorrustan um skrokkinn verður háð. Sálnaflakkið er þó ekki eini arfur fornaldar- sagnanna sem skilar sér í bókina. Óðinn, Freyr, Freyja og ekki síst Loki leika stór hlutverk (sér- staklega í milliköflum bókarinnar sem gerast hálfu öðru árþúsundi fyrr) – eða kannski öllu heldur staðgenglar þeirra, goðin eru að mestu gerð mannleg. „Þetta var löng og erfið leið,“ segir Valur um hvernig sagnaarfurinn bland- aðist inn í sögu Ilkka. „En ég fór að reyna að skilja hvað fyrirbærið saga er – og í kjölfarið hvað goðsaga er og loks hvað trúarbrögð eru. Þetta eru allt saman sögur sem eiga að kenna okkur eitthvað. En það getur orðið hættulegt þegar fólk fer að taka þessar sögur bók- staflega.“ Staður sorgarinnar En þótt höfundurinn sé íslenskur er engin ein- asta persóna í bókinni íslensk og sagan ramm- finnsk. En af hverju Finnland? „Ég var rekinn út af Stúdentagörðum vegna kattahalds – og fór í kjölfarið að leita mér að skiptinámi,“ segir Val- ur. Honum bauðst að fara til Finnlands og lýsir fyrsta kvöldinu þar: „Það var einmana harm- onikkuleikari sem spilaði á götuhorni um að kon- an hans hefði farið frá honum og ég fann bara mitt andlega heimili.“ Hann telur finnska hug- arfarið ærlegra en hið íslenska. „Við Íslendingar erum alltaf að telja okkur trú um hvað við séum hressir. Finnar sætta sig við sorgina sem eðli- lega tilfinningu og finna henni sinn stað.“ Kon- ungur norðursins ber yfirskriftina „Ævintýri Ilkka Hampurilainen 1“. Þýðir það að framhald sé á leiðinni? „Ég satt að segja veit það ekki, ekki á næstunni – ég er með hugmyndir að sögum en ég er eiginlega búinn að segja það sem ég hef að segja í bili. En það getur vel verið að Ilkka elti mig alla ævi,“ segir hann að lokum og aðeins tíminn mun leiða í ljós hvort Ilkka Hampuri- lainen sé nógu fær sálnaflakkari til að ná valdi á Val aftur. Sálfarir og hamborgari Valur Gunnarsson tekst á við norræna sagnaarfinn með nýstárlegum hætti Morgunblaðið/Brynjar Gauti Fjölhæfur rithöfundur Auk þess að skrifa flytur Valur tónlist með hljómsveit sinni á upplestrarkvöld- um, en eitt þeirra fer einmitt fram á Litla ljóta andarunganum kl. 21 í kvöld. ■ Á morgun kl. 19.30 nokkur sæti laus Adés og Stravinskíj. Dáðasta tónskáld Breta af yngri kynslóðinni, Thomas Adés, sækir okkur heim. Flutt verða verkin Asyla og Concentric Paths eftir Adés og Scherzo Fantastique og Sálmasinfónían eftir Stravinskíj. Stjórnandi: Thomas Adés. Einleikari: Carolin Widman, fiðla Kór: Hamrahlíðarkórarnir. Kórstjóri: Þorgerður Ingólfsdóttir Súpukvöld Vinafélagsins á Hótel Sögu fyrir tónleikana kl. 18. Tónskáldið og verk kvöldsins kynnt. Verð 1.200 kr. ■ Fös. 7. desember kl. 19.30 Lífið kallar. Styrktartónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar og FL Group. Uppselt. ■ Lau. 15. desember kl. 14 nokkur sæti laus og kl. 17 nokkur sæti laus Jólatónleikar. Hnotubrjóturinn eftir Tsjajkovskíj. Nemendur úr Listdansskóla Íslands dansa og trúðurinn Barbara segir söguna. Athugið: Þeir sem eiga frátekna miða á Vínartónleikana í janúar þurfa að greiða þá í síðasta lagi í byrjun desember.Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.