Morgunblaðið - 08.03.2008, Page 1

Morgunblaðið - 08.03.2008, Page 1
STOFNAÐ 1913 67. TBL. 96. ÁRG. LAUGARDAGUR 8. MARS 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is TÍSKA MEÐ TILGANG SAFNAR FYRIR ENDURHÆFINGARTÆKI MEÐ TÍSKUSÝNINGU Í SALTFÉLAGINU >> 22 FRÉTTASKÝRING Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is HALDI gengi krónunnar áfram að veikjast verður þess tæplega langt að bíða að verð á eldsneyti hækki á ný, en bensínlítrinn hækkaði um tvær krónur í gær og fyrradag. Síðan verðið hækkaði hefur dollar- inn hækkað um 1,3%. Um síðustu áramót kostaði dollarinn rúmlega 62 kr., en í gær kostaði hann tæplega 68 kr. Þetta er 9% hækkun. Fyrir fjórum árum þurfti eigandi bíls sem eyddi 9 l/100 km og keyrður var 15 þúsund kílómetra á ári að greiða 138.510 kr. fyrir bensínið á ári. Þessar upplýsingar eru á heima- síðu FÍB. Í janúar sl. kostaði bensín- ið á sama bíl 188.325 kr. miðað við 15 þúsund km keyrslu á einu ári. Verð á eldsneyti á heimsmarkaði ræðst af ýmsum þáttum, en undan- farið hefur staða dollara haft mest áhrif. Það myndi hins vegar örugg- lega slá á verðið ef olíuframleiðsla yrði aukin. OPEC-ríkin hafa nýverið fundað og var þá tekin ákvörðun um að auka ekki framboð á olíu. Þau framleiða núna um 23,7 milljónir tunna á dag, en þau hafa mest fram- leitt 32 milljónir tunna á dag. OPEC- ríkin hafa m.a. fært þau rök fyrir því að framleiðsla sé ekki aukin að skortur sé á olíuhreinsunarstöðvum. Næsti fundur OPEC er í september en ráðgjafarnefnd mun hins vegar ræða um hugsanlegar breytingar á framleiðslu í apríl. Samdráttur í efnahagslífi heims- ins ætti undir eðlilegum kringum- stæðum að ýta á lækkun á olíuverði, en það hefur ekki gerst ennþá. Eft- irspurn eftir bensíni eykst alltaf á sumrin vegna aukinna ferðalaga. Það er því ekki margt sem bendir til að verðið muni lækka á næstunni, sérstaklega ef gengið heldur áfram að þróast eins og það hefur gert að undanförnu. Verð á dísilolíu hér á landi er nú 8 krónum hærra en verð á bensíni. Verðið á dísilolíu hefur hækkað um 26,3% á síðustu 12 mánuðum. Morgunblaðið/Frikki Hækkun Algengt verð á bensíni er nú 141,80 kr. og 149,80 kr. á dísil. Stutt í næstu hækkun? Dísilolía hækkaði um 26% á einu ári Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is METVELTA var á mjög sveiflu- kenndum gjaldeyrismarkaði í gær og hélt gengi krónunnar áfram að lækka. Nam gengislækkunin 1,2% og kemur hún í kjölfar 1,7% lækk- unar á fimmtudag. Veltan nam 88,2 milljörðum króna og hefur aldrei verið meiri á einum degi. Náði gengisvísitalan um tíma 137,5 stig- um í gær, sem samsvarar um 2,9% lækkun frá upphafsgildi hennar, en fara þarf aftur til ársins 2002 til að finna sambærilegt gildi vísitölunn- ar. Lokagildi vísitölunnar var 135,1 stig en talið er að krónan muni halda áfram að lækka í næstu viku. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Glitnis, segir lækkun gengisins m.a. eiga sér ræt- ur í því að vaxtamunur við útlönd hafi verið að skreppa saman vegna breytinga á markaði fyrir gjaldeyr- isskiptasamninga. Þá hafi almennur áhættuflótti einkennt gjaldeyris- markaði í heiminum undanfarna daga. Hávaxtamyntir eins og ís- lenska krónan hafi lækkað töluvert en gengi gjaldmiðla eins og jap- anska jensins hafi hækkað. „Vaxtamunur við útlönd hefur minnkað undanfarið vegna skorts á fjármagni að utan en hann kemur til vegna margumtalaðrar lána- kreppu í heiminum. Þessi skortur veldur því að gengi krónunnar lækkar, með öðrum orðum hækkar verð á erlendum gjaldeyri.“ Ing- ólfur segir gjaldeyrisskiptasamn- inga hafa verið í skrýtnu ástandi í fleiri löndum en Íslandi og í sumum tilvikum hafi seðlabankar viðkom- andi landa gripið inn í. „Þetta hefur ekki gerst hér á landi og er hugs- anlegt að skýringarinnar sé að leita í slakri gjaldeyrisstöðu Seðlabanka Íslands.“ Ingólfur segir að hin mikla velta sem var á millibankamarkaði í gær hafi ekki komið til vegna þess að erlendir aðilar hafi verið að inn- leysa svokölluð krónubréf eða að losa sig við krónur í miklum mæli. „Þetta eru að mestu leyti viðskipti íslensku bankanna sín á milli og segja má að sömu krónurnar hafi þarna skipt um eigendur mörgum sinnum.“ Áhættuflótti grefur undan gengi íslensku krónunnar Í HNOTSKURN » Gjaldeyrisskiptasamningarvið íslenska banka eru ein leið fyrir útlendinga til að nýta sér háan vaxtamun milli Íslands og lágvaxtaríkja eins og Jap- ans. » Fyrirkomulag samningannafelur það í sér að bankarnir þurfa að kaupa íslenskar krón- ur fyrir erlendan gjaldeyri. » Skortur á erlendu fé oghátt skuldatryggingarálag á bankana veldur því hins vegar að gjaldeyrir er talinn orðinn of dýr og hafa bankarnir dregið mjög úr gerð samninganna. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Evrur Stjórn Kaupþings ákvað í gær að fresta því að gera evru að starfrækslumiðli bankans. Áaðalfundi bankans í gær var ákveðið að breyta hlutafé bankans í evrur og sagði Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, að stjórn bankans teldi rétt að þessir tveir atburðir gerðust samtímis. | 14 Gengi krónunnar lækkaði um 3,3% í vikunni og útlit fyrir frekari lækkun Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „MANNESKJAN Vigdís, lífshlaup hennar og skoðanir verða auðvitað í forgrunni en um leið erum við að fjalla um mjög merkilega þjóðarsögu. Hún verður náttúrlega að vera þarna mjög skýrt í bakgrunni,“ segir rithöfundurinn Páll Valsson sem vinnur um þessar mundir að ævisögu Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands. Stefnt er að því að bókin komi út haustið 2009 en það er Forlagið sem gefur út. „Þetta hefur verið draumur minn mjög lengi, enda er mjög langt síðan ég færði þetta í tal við Vigdísi fyrst,“ segir Jóhann Páll Valdimarsson bókaútgef- andi í viðtali í Morgunblaðinu í dag. | 19 Ævisaga Vigdísar gefin út haustið 2009 Vigdís Finnbogadóttir Skilaboðaskjóðan >> 48 Allir í leikhús Leikhúsin í landinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.