Morgunblaðið - 08.03.2008, Side 38

Morgunblaðið - 08.03.2008, Side 38
38 LAUGARDAGUR 8. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR AKRANESKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. Úrsúla Árnadóttir guðfræðingur pre- dikar, sr. Skírnir Garðarsson þjónar fyrir altari. ÁRBÆJARKIRKJA | Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11 þar sem sunnudagaskólinn er keyrður saman við hefðbundið messuform. Í fjölskyldumessum er sungið, dansað og leikið og sprellað, allt eftir því hvernig stemmingin er hverju sinni. Á eftir er boðið upp á kaffi, djús og meðlæti. ÁSKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjá Elíasar og Hildar Bjargar. Messa kl. 14. Sr. María Ágústsdóttir héraðs- prestur predikar og þjónar fyrir altari. Kór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragnarsson. Kaffisopi í boði sókn- arnefndar Áskirkju í safnaðarheimilinu að messu lokinni. BESSASTAÐASÓKN | Sunnudagaskóli kl. 11 í hátíðarsal Álftanesskóla. Söng- ur, brúðuleikrit og biblíufræðsla. Sunnu- dagaskólafræðarar eru Matta, Bolli Már og Sunna Dóra. Boðið er upp á hress- ingu eftir sunnudagaskólann. BORGARNESKIRKJA | Barnaguðsþjón- usta kl. 11.30. Messa kl. 14. Kór eldri borgara syngur undir stjórn Jóns Þ. Björnssonar. BRAUTARHOLTSKIRKJA Kjalarnesi | Messa í Klébergsskóla kl. 11. Léttur há- degisverður að messu lokinni og að- alsafnaðarfundur. Gunnar Kristjánsson sóknarprestur. BREIÐHOLTSKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11. Skaftfellingamessa kl. 14. Sr. Haraldur M. Kristjánsson, prófastur í Vík, predikar, núverandi og fyrrverandi prestar úr Vestur-Skaftafellssýslu þjóna fyrir altari. Söngfélag Skaftfellinga í Reykjavík undir stjórn Friðriks Vignis Stefánssonar syngur við messuna ásamt félögum úr kirkjukórum Víkur- og Kirkjubæjarklaustursprestakalla, org- anisti Julian Isaacs. Eftir messu verður kaffisala í safnaðarheimili kirkjunnar á vegum Skaftfellingafélagsins. BÚSTAÐAKIRKJA | Fermingarguðsþjón- ustur kl. 10.30 og 13.30. Kór Bústaða- kirkju syngur, organisti Renata Ivan, prestur sr. Pálmi Matthíasson. DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur sr. Gunnar Sigurjónsson, org- anisti Kjartan Sigurjónsson, kór Digra- neskirkju B-hópur. Sunnudagaskóli á sama tíma í kapellu á neðri hæð. Léttur málsverður í safnaðarsal að messu lok- inni. DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir predikar, Dómkórinn syngur, organisti er Marteinn Frið- riksson. Barnastarf á kirkjuloftinu með- an á messu stendur. FELLA- OG Hólakirkja | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Svavar Stefánsson, kór Fella- og Hólakirkju leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórn Guðnýjar Ein- arsdóttur, kantors kirkjunnar. Kirkjuvörð- ur og meðhjálpari er Jóhanna F. Björns- dóttir. Sunnudagaskóli er á sama tíma í safnaðarheimili kirkjunnar, Þórey Dögg og Jón Guðbergsson sjá um sunnudaga- skólann. fellaogholakirkja.is FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Sunnudaga- skóli kl. 11. Kvöldvaka með ferming- arbörnum og foreldrum kl. 20. Esther Jökulsdóttir söngkona syngur með kór og hljómsveit kirkjunnar, stjórnandi er Örn Arnarson. Prestarnir bjóða ferming- arbörnum sínum og foreldrum þeirra til fermingarveislu í safnaðarheimilinu að lokinni kvöldvöku. Sigríður Kristín og Einar. FRÍKIRKJAN Kefas | Sunnudagaskóli kl. 11. Kennsla, leikir, söngur o.fl. Almenn samkoma kl. 14. Sigrún Einarsdóttir predikar, lofgjörð, barnastarf og fyr- irbænir. Að samkomu lokinni verður kaffi og samfélag. Einnig verður verslun kirkjunnar opin. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Fermingarguð- sþjónusta kl. 14. Fermd verða Agnes Engilráð Scheving, Aldís Mjöll Geirs- dóttir, Alexander Freyr Sveinsson, Björg- vin Andri Björgvinsson, Jóhann Markús Hjaltason, Kristín Ylfa Hólmgrímsdóttir, Thelma Sif Þórarinsdóttir og Tómas Darri Þorsteinsson. Nánari uppl. á fri- kirkjan.is. Um ferminguna sjá Hjörtur Magni Jóhannsson og Ása Björk Ólafs- dóttir, tónlistina leiða Anna Sigríður Helgadóttir og Carl Möller. Altarisganga. FÆREYSKA sjómannaheimilið | Sam- koma kl. 17. Símun Hansen predikar, færeyskur söngur. Kaffi og spjall eftir samkomu. GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Lena Rós Matthíasdóttir pre- dikar og þjónar fyrir altari, unglingakór kirkjunnar syngur, stjórnandi Svava Kristín Ingólfsdóttir, organisti Aðalheiður Þorsteinsdóttir. Fermd verður Anna Kar- en Birgisdóttir, Krosshömrum 23. Guðs- þjónusta á Hjúkrunarheimilinu Eir kl. 15.30. Séra Vigfús Þór Árnason predik- ar og þjónar fyrir altari, Þorvaldur Hall- dórsson syngur. Borgarholtsskóli Sunnudagaskóli kl. 11. Prestur séra Vigfús Þór Árnason. Umsjón Hjörtur og Rúna, undirleikari Stefán Birkisson. Sunnudagaskóli kl. 11 í Borgarholtsskóla. Prestur séra Bjarni Þór Bjarnason, umsjón Gunnar og Dagný, undirleikari Guðlaugur Vikt- orsson. GRENSÁSKIRKJA | Morgunmatur kl. 10, bænastund 10.15. Barnastarf kl. 11, í umsjá Lellu, Lilju o.fl. Messa kl. 11. Alt- arisganga. Skúli Svavarsson kristniboði predikar. Samskot til kristniboðsins. Messuhópur. Félagar úr kirkjukór leiða söng, organisti Árni Arinbjarnarson, prestur Ólafur Jóhannsson. Molasopi eftir messu. Tómasarmessa kl. 20. Fjöl- breytt tónlist, fyrirbæn, orð Guðs, heilög kvöldmáltíð. GRUND dvalar- og hjúkrunarh. | Guðs- þjónusta kl. 14. Organisti Kjartan Ólafs- son, prestur sr. Sveinbjörn Bjarnason. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Boð- unardagur Maríu. Guðsþjónusta kl. 11. Prestur Þórhallur Heimisson, ræðuefni María móðir Guðs. Jóhanna Ósk Vals- dóttir syngur Maríulag, kantor Guð- mundur Sigurðsson, Barbörukórinn í Hafnarfirði leiðir söng. Sunnudagaskóli fer fram á sama tíma í safnaðarheim- ilinu. HALLGRÍMSKIRKJA | Hátíðarmessa kl. 11. Biskup Íslands vísiterar Hallgríms- söfnuð og predikar í messunni. Prestar og djákni kirkjunnar þjóna fyrir altari ásamt messuþjónum, Mótettukórinn syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar. Drengjakór Reykjavíkur í Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Friðriks S. Krist- Orð dagsins: Hví trúið þér ekki? (Jóh. 8) Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Ögurkirkja við Ísafjarðardjúp. MESSUR Á MORGUN ✝ Lúðvík KjartanKjartansson fæddist á Dverga- steini í Álftafirði 14. desember 1921. Hann lést á Kumb- aravogi sunnudaginn 2. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kjartan Bjarnason, f. í Tungu á Vatnsnesi í V-Hún. 4.11. 1878, d. 12.1. 1962 og Ólína Óladóttir, f. á Ísafirði 23.10. 1882, d. 28.12. 1958. Systkini Lúð- víks eru Beta Guðrún, f. 26.6. 1907, lést um tvítugt. Óli Pétur, f. 21.9. 1908, d. 11.3. 1941, Bjarni Ingvar, f. 21.7. 1912, d. 7.11. 1987, Guð- mundur Þorbjörn, f. 4.9. 1915, d. 11.3. 1989, Kristjana Sesselja, f. 21.10. 1918, d. 14.12. 1960, og Að- alsteinn, f. 11.5. 1925, d. 27.1. 1991. Eftirlifandi fóstursystir er Beta Guðrún Hannesdóttir, f. 1931. Lúðvík kvæntist 31.12. 1951 Önnu Jónsdóttir frá Ísafirði, f. 5.6. 1925. Foreldrar hennar voru Jón Ingigeir Guðmundsson, f. á Ísafirði 13.7. 1903, d. 25.2. 1958, og Ásdís Katrín Einarsdóttir, f. á Ísafirði 22.10. 1895, d. 7.2. 1988. Börn Lúð- víks og Önnur eru: 1) Ólína Louise, Börn Dagmar Eygló, Óðinn og Ið- unn. 5) Óli Pétur, f. 1963, maki Sól- veig Ingibergsdóttir. Börn Aron Ingi, Atli Þór og Freyja Sif . Lúðvík ólst upp á Dvergasteini í Álftafirði fyrstu árin. Árið 1930 flytur fjölskyldan til Flateyrar og þar bjuggu þau í húsinu Sandgerði í nokkur ár en þaðan lá leiðin til Ísa- fjarðar. Eftir að hafa lokið skyldu- námi fór hann til sjós eins og svo oft tíðkaðist á þeim tíma. Hann var á nokkrum bátum og skipum meðal annars á Belgum og á síldveiðum á Lindinni. Árið 1947 fór hann í Stýri- mannaskólann í Reykjavík og lauk þaðan fiskimannaprófi árið 1948. Fljótlega hætti hann sjómennsku að mestu og sneri sér að vinnu í landi. Starfaði hann síðan við beitningu í Norðurtanganum á Ísafirði og vann um skeið í Steiniðjunni. Lúðvík var laghentur maður og vann mikið við húsbyggingar. Byggði hann meðal annars heimili þeirra hjóna Krók 2 sem enn er með fallegri húsum á Ísafirði ásamt margverðlaunuðum garði þeirra hjóna. Hann var í mörg ár verkstjóri í Rækjustöðinni. Árið 1986 fluttu þau til Hveragerðis og þar starfaði hann við fiskverkun Bóasar á Selfossi. Síðustu ár hefur hann verið til heimilis á hjúkr- unarheimilinu Kumbaravogi. Lúðvík verður jarðsunginn frá Kotstrandarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. f. 1949. Börn hennar: a) Lúðvík, maki Her- dís Valbjörnsdóttir, þau eiga eina dóttir og einn son. b) Val- geir Þór, maki Stef- anía Marta Kat- arínusdóttir, þau eiga eina dóttur. c) Harpa Louise, maki Þröstur Már Sveinsson, þau eiga tvo syni. 2) Ásdís Jóna, f. 1951, sam- býlismaður Helgi Leifsson. Börn henn- ar og fyrrverandi maka Gunnars Bjarnasonar eru: a) Anna Linda, maki Grétar Geir Halldórsson, þau eiga tvo syni og eina dóttur. b) Sandra Björk, maki Guðjón Eðvarð Guðbjörnsson, þau eiga tvo syni og tvær dætur. c) Brynja Dögg, maki Bjarni Valur Ásgrímsson, þau eiga tvo syni. d) Kristbjörg, maki Ingólfur Þor- bergsson, þau eiga eina dóttur. 3) Hólmfríður, f. 1955, maki Björn Gísli Bragason. Börn: a) Örvar Ár- dal, hann á tvo syni. b) Aðalsteinn, maki Sólveig Ágústsdóttir, þau eiga einn son. c) Bragi, maki Sig- rún Högnadóttir, þau eiga eina dóttur. 4) Kjartan Jón, f. 1959, maki Anna Helga Sigurgeirsdóttir. Elsku besti pabbi minn, þá ertu farinn. Þú vildir fara. Þú varst orðinn gamall og veikur. Þú varst sáttur og tilbúinn. En samt ég sakna þín, besta pabba í heimi. Ég sakna húmorsins og glettninnar í augum þínum. Bara, elsku pabbi minn, ég sakna þín. Þökk fyrir allt og allt. Þökk fyrir yndislega bernsku á Ísafirði í fallega húsinu okkar sem þú byggðir svo að segja einn. Þökk fyrir stuðning á ung- lingsárum. Þökk fyrir hjálp og stuðn- ing á fullorðinsárum. Takk fyrir að hafa verið til fyrir mig, elsku pabbi minn. Pabbi var húmoristi, hjálpsam- ur dugnaðarforkur, skapstór, geðgóð- ur, hlýr og skemmtilegur karakter. Varst, verður og hefur alltaf verið hetjan mín. Hlýjasti og besti pabbi í heimi. Pabbi var glæsilegur ungur maður, hár og grannur, dökkur á brún og brá. Fallegur að utan og innan. Heill maður í gegn. Yndislegi pabbi minn. Við systkinin pössum mömmu fyrir þig og styðjum hana eins vel og við getum í gegnum hennar sorg og missi. Sem er mikill, eftir að þið hafið gengið saman ykkar æviveg. Hún saknar þín mikið eftir 62ja ára sam- fylgd í gegnum lífið. Sem var ykkur bæði gott og gjöfult. Vegna dugnaðar ykkar beggja og samheldni í öllu. Til þín, elsku pabbi minn. Nafnið fagra frelsarans fylgi þér og hlífi. Ætíð vöktu augu hans yfir þínu lífi. (Höf. ók.) Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Hvíl í friði, elsku pabbi minn. Þín dóttir Ólína Louise. Elsku hjartans pabbi minn. Þá er lífsgöngu þinni lokið og þú hvíldinni feginn eftir erfið veikindi undanfarin ár. Kæri pabbi, mig langar að skrifa kveðju- og þakkarorð til þín. Ég vil þakka þér yndisleg bernskuár í fallega húsinu okkar á Krók 2, Ísafirði. Ég vil þakka þér hjálp og stuðning á ung- lings- og ekki síður fullorðinsárum. Kæri pabbi minn, ég mun alltaf geyma minningu þína í hjarta mér. Guð blessi þig og varðveiti, elsku pabbi minn. Far þú í friði, þín Hólmfríður. Góður vinur hefur lokið sinni veg- ferð á þessari jörð. Í rúmlega sextíu ár höfum við tilheyrt sömu fjölskyldu, sem er langur tími. Er maður lítur um öxl finnst manni þetta samt svo stutt, en smátt og smátt fækkar í hópnum sem horfði björtum augum fram á við um miðja síðustu öld. Það var vorið 1946 að Lúlli bættist í vinahópinn í króknum. Gamli Króks- bærinn var eins konar viðkomustaður margra sem áttu leið um og öllum vel tekið. Fljótlega kom í ljós að hann gaf Önnu, elstu dótturinni á heimilinu, hýrt auga. Lúlli stundaði sjóinn á þessum tíma og eins og margir ungir menn fór hann í sjómannaskólann og lauk þaðan fiskimannaprófi. Í Reykja- vik hittust þau aftur Lúlli og Anna og endurnýjuðu kunningsskapinn. Hún hafði þá lokið námi í kjólasaum og nú tók alvaran við. Þau fóru aftur til Ísa- fjarðar og stofnuðu heimili að Hnífs- dalsvegi 13. Í byrjun hélt Lúlli áfram að stunda sjóinn en er fjölskyldan stækkaði, sneri hann sér að vinnu í landi. Hann var mikill fjölskyldumað- ur og líkaði best að vera með konu og börnum eins og hægt var. Það var eins og allt léki í höndum hans, enda afburðaduglegur maður. Fljótlega fluttust þau í gamalt hús í Króknum sem var kallað Friðfinnshús og bjuggu þar nokkur ár ásamt foreldr- um hans, sem voru þá orðin öldruð. En þau hjónin áttu sér stærri draum en gamla húsið, svo þau réðust í að byggja sér stórt og fallegt hús á lóð- inni, einnig ræktuðu þau fallegan blómagarð við húsið sem oftar en einu sinni hefur fengið verðlaun. Ekki voru margir hvíldartímarnir hjá Lúlla, þar sem hann vann fulla vinnu með hús- byggingunni. En allt hafðist þetta að lokum. Stundum skildi maður ekki hvílikt vinnuþrek hann hafði og tókst venjulega það sem hann ætlaði sér. Á Isafirði áttu þau marga góða vini, margir nágrannar þeirra voru dagleg- ir gestir á heimilinu og bundust fjöl- skyldunni sterkum böndum. Það voru þvi blendnar tilfinningar er þau ákváðu að selja og flytjast til Hvera- gerðis. Börnin voru þá öll flutt burt og búin að stofna sín heimili hér á suð- vesturhorninu, þau keyptu sér þægi- legt og fallegt hús og eins og ævinlega áttu þau þar fallegt heimili. Það var notalegt að skreppa í kaffisopa til þeirra enda vel tekið á móti manni og þangað komu margir vinir og kunn- ingjar að vestan sem áttu leið um. Lúlli var um margt sérstakur mað- ur, fremur dulur en gestrisinn og skemmtilegur í góðra vina hópi, mikill vinstri maður og elskaði rússneska tónlist. Barnabörnin áttu sérstakan sess í hjarta hans og veittu honum mikla ánægju enda miklir vinir afa og ömmu. Fyrir nokkrum árum var heilsa þeirra hjóna orðin léleg svo að þau seldu húsið sitt í Hveragerði og fluttust á dvalarheimilið að Kumbara- vogi. Síðasta ár hefur verið honum erf- itt, heilsan og þrekið farið. Ég og fjöl- skylda mín kveðjum nú góðan og traustan vin, með von um að gömlu vinirnir sem farnir eru á undan bíði á ströndinni hinum megin. Elsku Anna mín, ég og börnin mín vottum þér og ykkur öllum okkar dýpstu samúð, Guð veri með ykkur Sigríður Aðalsteins. Elsku afi. Nú hefur þú kvatt okkur í síðasta sinn eftir erfið veikindi. Við minnumst þín þegar við vorum börn á Ísafirði, hvað gaman var að heimsækja þig og ömmu. Við lékum okkur í garð- inum sem þú og amma höfðuð svo mikla ánægju af og fenguð oft viður- kenningar fyrir hversu fallegur hann var. Seinna þegar þið fluttuð til Hvera- gerðis voru margar stundirnar sem við áttum saman og spjölluðum yfir kræs- ingum sem þið amma báruð ávallt á borð er við komum til ykkar. Svo þegar barnabarnabörnin komu í heiminn eitt af öðru fannst þér fátt skemmtilegra en að fá þau í heimsókn. Þau minnast nú ánægjulegu stundanna sem þau áttu með þér í leik og spjalli. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem.) Lúðvík K. Kjartansson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.