Morgunblaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2008 37  Fleiri minningargreinar um Daða Guðjónsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Daði Guðjónssonsjómaður fædd- ist á Hólmavík 1. ágúst 1951. Hann lést á heimili sínu, Vitabraut 3 á Hólmavík, 26. febr- úar síðastliðinn. Daði var sonur hjónanna Guðjóns Benediktssonar, skipstjóra frá Brúará, f. 12. apríl 1924, d. 25. nóv- ember 1987 og Ing- unnar Einarsdóttur, húsmóður frá Drangsnesi, f. 8. ágúst 1928, d. 3. nóvember 2000. Systkini Daða eru: Kolbrún, f. 29. júlí 1949, Erna, f. 16. ágúst 1952, Jóhann Guðbjörn, f. 18. ágúst 1954 og Guðríður, f. 24. desember 1958. Daði kvæntist 1. ágúst 1970 Krist- ínu Lilju Gunnarsdóttur, f. 26. des- ember 1952. Foreldrar hennar eru Gunnar Traustason, verkamaður frá Þiðriksvöllum, f. 13. mars 1924, d. 24. ágúst 1972 og Kristjana Ey- steinsdóttir, húsmóðir frá Bræðra- brekku á Bitrufirði, f. 26. október 1929. Daði og Kristín eignuðust 5 börn, þau eru: 1) Arnar Barði, f. 28. maí 1970, kvæntur Kolbrúnu Unn- arsdóttur. Börn þeirra eru Andrea, Unnar og Tjörvi. 2) Rakel, f. 17 október 1972, gift Matthíasi Þórð- arsyni. Börn þeirra eru Rebekka og Elmar Yngvi. 3) Gunnar Trausti , f. 13 júlí 1976, kvæntur Guðrúnu Mar- gréti Jökulsdóttur. Börn þeirra eru Steinn Ingi, Ingibjörg Erla, Kristín Lilja og Íris Jökulrós. 4) Guðjón Ingi, f. 13. janúar 1978, í sambúð með Þuríði Sigurrós Sigurð- ardóttur. Börn þeirra eru Daði og Fannar. 5) Karen, f. 28. apríl 1986, í sambúð með Ívar Erni Ívarssyni. Daði ólst upp á Drangnesi við Steingrímsfjörð á Ströndum. Hann var aðeins 12 ára þegar hann byrjaði að sækja sjó með föður sínum á sumr- in. Þegar skóla- göngu lauk starfaði hann með föður sín- um á bátnum Sól- rúnu ST, sem var 12 tonna bátalónsbátur, við línu- og rækju- veiðar að vetri til en með handfærum á sumrin. Einnig héldu þeir uppi póst- ferðum að vetri til norður í Árneshrepp. Þegar afla- brestur hafði verið um hríð var Sólrún seld til Ísafjarðar og fjöl- skyldan flutti búferlum suður í Garð. Ekki undi Daði hag sínum þar og flutti aftur norður á Strand- ir og bjó fjölskyldu sinni heimili á Hólmavík. Hann aflaði sér 200 tonna skips- og vélstjórnarréttinda og stofnaði útgerðarfélag á Hólmavík ásamt félögum sínum og gekk samstarfið alla tíð mjög vel. Eftir að þeir félagar hættu saman útgerð kaupir Daði sinn fyrsta bát, Kópnes ST, sem var alfarið í eigu fjölskyldu hans. Hann varð þó fyr- ir því óláni að báturinn sökk í sept- ember 2004 en áhöfninni var giftu- samlega bjargað um borð í Kalbak EA. Síðustu ár gerði Daði út trillu sem Arnar Barði sonur hans sá um að róa á. Daði var virkur þátttak- andi í hreppsnefnd Hólmavíkur og starfaði þar mjörg kjörtímabil. Hann var virkur félagi í Sjálfstæð- isfélagi Strandamanna og formað- ur þess ásamt því að eiga sæti í kjördæmisráði. Daða var annt um það samfélag sem hann bjó í og vildi hag þess sem mestan. Útför Daða verður gerð frá Hólmavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Kæri Daði bróðir, síðasta kveðjan þín er komin, svo óvænt og sár. Á tímamótum sem þessum reikar hug- urinn til baka, til æsku- og ung- lingsára heima á Drangsnesi, hjá mömmu, pabba og systkinum okkar, í skjólið góða, gleðina og óttalausa framtíðina eins og vera ber. Lífsbaráttan var oft erfið, þú varst ekki gamall þegar leið þín lá í bragg- ana, þar þurfti að stokka og beita, greiða netin o.fl. sem til féll. Þú varst góður bróðir, rólegur, trúr og tryggur, stór og sterkur, ávallt í kallfæri, vinur allra barna. Börnin í fjölskyldunni löðuðust að þér. Þetta segir allt um það hvern mann þú hafð- ir að geyma. Við áttum margar eftirminnilegar gleðistundir saman, stundir sem eru okkur svo dýrmætar í dag, stundir sem veita okkur birtu og yl í skammdeginu. Við systur þínar kveðjum þig með versi úr sálmi nr. 318, versi sem þú valdir á fermingardegi þínum. Þú, Guð, sem stýrir stjarna her og stjórnar veröldinni, í straumi lífsins stýr þú mér með sterkri hendi þinni. (Valdimar Briem.) Erna og Kolbrún. Það mun hafa verið árið 1989 sem leiðir okkar Daða Guðjónssonar lágu fyrst saman en ég hafði þá nýverið tengst fjölskyldunni. Daði og Stína bjuggu þá ásamt börnum sínum á Hólmavík. Hin síðari ár var fjölskyldan orðin stærri og dreifðari en áður, flestir fluttir suður eins og gengur. En Daði hélt tryggð við átthaga sína, hann hafði gert út frá Hólmavík í fjölda ára og gerði enn þótt umsvifin í útgerðinni væru minni en áður. Það var svo þegar við fjölskyldan fluttumst norður á Hólmavík sumarið 1991 sem ég kynntist honum betur og öðruvísi. Þá fékk ég að kynnast Daða ,,bróður“ og Daða ,,frænda“ og bara Daða ,,mági“ mínum. Sé litið til baka þá eru þessi níu ár okkar á Hólmavík dýrmætur tími í endurminningunni, kannski miklu dýrmætari í dag en í gær. Við fjöl- skyldan vorum á þessum tíma í mikl- um samskiptum við Daða, Stínu og börnin, þau voru í byrjun og kannski öll árin okkar á Hólmavík kjölfesta okkar á staðnum. Daði og Stína voru ekki bara frændi og frænka barnanna okkar. Daði frændi eins og hann var ávallt nefndur á heimilinu okkar var í ein- hvers konar sjálfskipuðu afahlutverki gagnvart börnunum okkar. Daði var dagfarsprúður og ljúfur í umgengni og börnin okkar löðuðust að honum, þau löðuðust að honum einfaldlega fyrir það sem hann var. Hann var til staðar, þau fundu fyrir öryggi, hlýju og væntumþykju í sam- skiptum við hann. Það var lán fyrir okkur að eiga Daða og fjölskyldu að. Guðríður gat sótt styrk, ráð og ein- faldlega samskipti við stóra bróður. Ég sótti í félagsskap og vináttu. Daði var réttsýnn og mátti ekkert aumt sjá. Ekki vorum við Daði alltaf sam- mála um hin ýmsu dægurmál. Hann hafði skýra pólitíska hugsjón, gat stundum verið þver og þrjóskur. En við höfðum gaman af því að rökræða og sættumst oft á að vera ósammála. Ég hygg þó að við höfum oftar ver- ið sammála en við vildum viðurkenna. Ekki hafði lífið alltaf farið mjúkum höndum um Daða, hann byrjaði sem unglingur að vinna erfiðisvinnu og hlífði sér ekki þau ár sem hann sótti sjóinn sem fastast. Hin síðari ár var heilsan farin að bera þess merki, þó hefði hann með réttu og sanngirni átt að eiga mörg góð ár eftir með okkur. Það er svo sjálfsagður hlutur að þeir sem standa manni næst geri svo áfram. Þó erum við af og til minnt á fallvaltleika lífsins. Daði er nú eins og hendi sé veifað fallinn frá, allt of snemma, langt fyrir aldur fram. Eftir standa aðstandend- ur og vinir sem væntu þess að eiga hann að í mörg ár enn. Við þökkum Daða fyrir samfylgd- ina og vináttuna. Fyrir það sem hann gaf okkur með nærveru sinni. Góðar minningar um ljúfan dreng ylja okkur á köldum vetrardögum. Við sendum eftirlifandi eiginkonu hans, Kristínu Lilju Gunnarsdóttur, börnum þeirra og öðrum vandamönn- um og vinum okkar einlægustu sam- úðarkveðjur. Skarphéðinn og Guðríður systir. Við Daði Guðjónsson voru aldrei kunningjar, heldur góðir vinir frá okk- ar fyrstu kynnum. Einlægir góðir vinir og um vináttu okkar þótti mér afskap- lega vænt. Þétt handtak hans þegar við fyrst hittumst á Hólmavík fyrir margt löngu innsiglaði ævilanga vin- áttu okkar sem aldrei bar skugga á. Ég man þetta vel. Á fyrstu ferðum mínum til Hólmavíkur sem ungur frambjóðandi stofnaðist til kynna við gott fólk sem átti eftir að reynast mér gríðarlega vel alla tíð. Í þeim hópi voru þrír ungir menn, nærri mér í aldri sem ég laðaðist fljótt að. Daði, Gunnar Jóhannsson og Magnús H. Magnússon og fjölskyldur þeirra tóku mér strax sem aldavini og síðan bröll- uðum við margt saman. Við vissum hvað við vildum, nutum þess að vera pólitískir vopnabræður og að gera strandhögg í þágu mál- staðarins. En þó að hann hafi verið dýrmætur varð hitt auðvitað miklu mikilvægara að eiga svo góða drengi og fjölskyldur þeirra að vinum. Daði var ekki orðmargur á manna- mótum. Hann lengdi ekki fundi með málæði en ég lærði það fljótt að gott að var að leggja við hlustir og þiggja ráðin hans. Hann nam vel æðaslátt samfélagsins og vissi vel hvar straum- arnir lágu. Hann var kunngur öllum hnútum á Hólamavík og um Strandir og reyndist mér ólýsanleg hjálpar- hella hvenær sem var. Það kemur upp í hugann fundur sem ég vildi ná saman að kvöldi til fyr- irvaralítið. Færði það í tal við Daða og mætti svo til fundarins. Bjóst kannski við fáeinum félögum, en mætti troð- fullu húsi fólks. Daði hafði skroppið á rúntinn, hitt mann og annan og árang- urinn var þessi. Hann hló þegar ég lét í ljósi undrun á fundarsókninni og taldi þetta bersýnilega ekki til stórræða. Daði var afskaplega mikilvægur og trúr samfélagi sínu. Um árabil átti hann myndarlega útgerð og sótti sjó- inn ásamt félögum sínum. Þegar breyting varð á setti hann á fót sína eigin útgerð og stóð fyrir henni ásamt Arnari, syni sínum. Reksturinn gekk vel og vandlega að öllu staðið hjá vini mínum. Þó að heilsan hafi ekki verið upp á það besta nú seinni árin gaf hann ekkert eftir við útgerðarrekst- urinn sem hann hélt vel utan um. Símtöl hans voru hressandi og já- kvæð. Þau birtust fyrirvaralaust og stundum var erindið svo sem ekkert sérstakt. Aðeins vinarspjall. Það voru góð símtöl. Þannig ræktaði hann vin- áttuna, þegar liðið hafði kannski full- langur tími á milli þess að við hitt- umst. Aldrei víl, en samtöl um aflabrögð og sjósókn, mannlífið fyrir norðan og stundum um pólitíkina. Það er illt að geta nú aldrei vænst slíkra samtala frá þessum trygglynda heiðursmanni; mínum góða vini. Við söknum hans og minnumst nú við ferðalokin. Kristínu, börnunum og aðstandendum sendum við Sigrún okkar dýpstu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu okkar gamla góða vinar og hins góða drengs. Einar K. Guðfinnsson. Okkur langar með örfáum línum að minnast Daða Guðjónssonar sem fall- inn er frá langt um aldur fram. Með honum er genginn góður maður með stórt hjarta og er stórt skarð höggvið í mannlífið á Hólmavík. Fyrstu kynnin eru okkur minnis- stæð en þá vorum við að koma til Hólmavíkur í fyrsta sinn og tilgang- urinn að athuga hvort hér væri væn- legt að búa. Við gistum hjá Daða og fjölskyldu hans og m.a. fór hann með okkur í skoðunarferð um staðinn. Það var augljóst að þar var mikill Hólm- víkingur á ferð sem þótti vænt um sína heimabyggð. Enda smitaði það út frá sér og segja má að Daði og Stína, kona hans, séu miklir örlaga- valdar í okkar lífi, þar sem við erum hér enn, tæpum 17 árum síðar. Áhuga á málefnum og framgangi byggðar- lagsins sýndi Daði líka alltaf með verkum sínum. Við sendum fjölskyldu hans og að- standendum okkar dýpstu samúðar- kveðju og megi guð geyma Daða Guð- jónsson. Kveðja, fjölskyldan Borgabraut 1, Hólmavík. Daði Guðjónsson borð og dansiball með gamla fólkinuog afi alltaf að skipuleggja, græja og gera. Hin síðari ár fengust hendurnar hans stóru og sterku við nostursleg og smá verkefni. Skipslíkanasmíði varð helsta dægrastytting afa ásamt útskurði og myndmálun. Afi setti saman líkön af gömlum skipum og eftir hann liggja nokkur margmöstr- uð seglskip fyrri tíma ásamt síðutog- urum og fleiru. Draumur hans var að endurgera gömlu samvinnubátana en úr því varð ekki. Með þverrandi heilsu minnkar krafturinn til stórra verka. Þó er aldrei að vita nema draumur hans verði einhvern tíma að okkar veruleika. Það er erfitt að kveðja hann afa en ég hugga mig við hversu heppin ég var að hafa átt hann að. Minning um góðan mann lifir með- al okkar. Nanný Arna. Hjartans elsku besti bróðir, brosandi með þelið hlýja, oft þú fórst um fjallaslóðir, finna vildir staði nýja. Nú í skjólin flest er fokið, flæða úr augum heitu tárin, fyrst að þinni leið er lokið, lengi brenna hjartasárin. Minning þín er mikils virði, mun um síðir þrautir lina, alltaf vildir bæta byrði, bæði skyldmenna og vina. Nú er ferð í hærri heima, heldur burt úr jarðvist þinni, þig við biðjum guð að geyma, gæta þín í eilífðinni. (Björn Þorsteinsson.) Mér finnst þetta kvæði svo fallegt því þótt Dúlli bróðir færi ekki fjöllin bókstaflega, þá barðist hann hraust- lega á sjónum, sem var ævistarf hans, þar til hann gerðist hafnar- vörður. Ekki barðist hann síður hraustlega við sjúkdóm, sykursýk- ina, sem hann þjáðist af frá því hann hætti vinnu og fram á síðasta dag. Ég leit alltaf á Dúlla sem stóra bróður frá æsku til elli. Ég dáðist mikið að þessum myndarlega bróður, sem kom af sjónum með pabba og ekki síður þegar hann fékk sitt hvíta hrokkna hár. Þótt hlutskipti hans væri að vera í hjólastól síðustu árin, þá fannst manni hann alltaf höfðing- legur og tók ekkert eftir stólnum. Samband okkar systkinanna hefur alltaf verið náið. Það var því mikið áfall fyrir okkur að missa á örfáum árum Lilju systur, Lassa bróður og á sama tíma Helgu mágkonu okkar sem var okkur öllum mjög náin, og ekki síst Rebekku. Þegar ég nefni Rebekku þá átti hann þar styrk og stoð, það er ómetanlegt hve samband þeirra var gott alla tíð. Hún stóð við hlið hans bæði áður fyrr og þegar hann var fjarverandi á sjónum og ekki síður í veikindum hans síðari ár- in, alveg til enda. Hún annaðist hann með ást og umhyggju sem við þökk- um henni fyrir. Það verður gott að heyra áfram kveðjuna frá henni þeg- ar hún segir: „Vertu bless ljúfan.“ Þau kynntust á heimili foreldra okk- ar og fylgdumst við þessi yngri vel með og vorum spennt. Með henni kom í húsið bróðir hennar, Arnór, sem leigði í húsinu okkar. Og það varð mín hamingja því með okkur tókust ástir. Hafa hjónabönd okkar orðið mjög farsæl í um og yfir sextíu ár. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Elsku Dúlli minn, ég gæti svo margt sagt um þig, elsku bróðir, um það liðna, en læt þessu lokið með bæninni sem ég bað fyrir þér á hverju kvöldi: „Góði guð, gættu hans Dúlla bróður og gerðu fyrir hann það sem honum er fyrir bestu.“ Við systkinin þökkum þér það sem þú hefur gefið okkur og munum aldrei gleyma þér. Við kveðjum þig með ljóði sjómannsins sem okkur þykir svo fallegt. Lát akker falla! Ég er í höfn. Ég er með frelsara mínum. Far vel þú æðandi dimma dröfn! Vor Drottinn bregst eigi sínum. Á meðan akker í æginn falla. Ég alla vinina heyri kalla, sem fyrri urðu hingað heim. (Þýð.Vald. V. Snævarr) Guð blessi þig og verndi þig elsku bróðir og hafðu þökk fyrir allt. Við sendum Rebekku og börnum og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Málfríður, Steindór og Jón Hjörtur. Hann Dúlli frændi er farinn! Sturla Halldórsson skipstjóri og hafnarstjóri frá Ísafirði var móður- bróðir minn og í raun miklu meira en það, hann var alltaf minn annar faðir. Sturla var alltaf kallaður Dúlli og gekk undir því nafni í fjölskyldunni. Móðir mín Lilja Halldórsdóttir frá Ísafirði og faðir minn Guðmundur E. Guðmundsson frá Hesteyri, Dúlli og eiginkona hans Rebekka Stígsdóttir frá Horni (kölluð Bekka) bjuggu saman inn á Litlabýli á Ísafirði. Þar fæddist fyrsta barn þessara hjóna en þeim átti eftir að fjölga eftir að þau fluttu saman á Hlíðarveg 33. Þar áttu foreldrar mínir heima á neðri hæð- inni en Bekka og Dúlli á efri hæðinni. Það var stór frændsystkinahópur sem bjó á Hlíðarveginum og við þennan hóp bættust önnur börn. Fengu litlu krakkarnir að leika sér með þeim stærri í brennibolta en voru þá bara sto og sátt við það. Í minningunni er alltaf sól og logn á sumrin og mikill snjór á veturna. Svoleiðis lýsingar fékk ég líka að heyra þegar ég var í sambandi vest- ur eftir að ég sjálf flutti austur á land. Það var mikill agi og góðar reglur á Hlíðarveginum og ekki mátti hafa neinn út undan, Bekka passaði vel upp á að það væri ekki gert og ef verið var að slást þá varð að útskýra út af hverju – því allir áttu að vera vinir. Það var gott að alast upp sem Hlíðarvegspúki. Takk fyrir að fá að alast upp á Hlíðarveginum með öllu frændfólkinu mínu og vin- um, þetta er ógleymanlegur tími. Á þessum tíma voru mæðurnar allar heimavinnandi enda mörgum börn- um að sinna. Dúlli var skipstjóri á togaranum Sólborginni ÍS og var oft- ast siglt með aflann til Þýskalands. Þegar Dúlli kom heim kom hann með gjafir handa okkur á neðri hæðinni. Eitt sinn kom Dúlli með dúkkur sem gátu lokað augunum og sagt mamma. Dúlli spurði mig hvað ég vildi gefa honum ef hann gæfi mér svona dúkku. Það flottasta sem ég átti var borð og stóll sem pabbi hafði smíðað fyrir mig. Ég fór niður og náði í það og fór með upp. Dúlli var alveg miður sín og sagðist hafa verið að stríða mér, en ég lét mig ekki, ég ætlaði að fá dúkkuna og við það sat. Ég lét aldrei uppi hvað ég sá mikið eftir borðinu og stólnum. En þessa dúkku á ég enn og hlaut hún nafnið Ebba. En það nafn notaði Dúlli á Bekku. Síðustu árin bjuggu Bekka og Dúlli á Hlíf á Ísafirði. Þar voru sömu móttökurnar, opin faðmur, stórt knús og kærleikur. Og að sjálfsögðu Dísudraumur, kleinur og annað með- læti úr eldhúsinu. Mamma bjó einnig síðustu árin Hlíf og naut aðstoðar Bekku þar. Síðustu árin hafa verið Bekku erfið þegar hún var að að- stoða og sinna mömmu þar sem hún var orðin mjög veik undir það síðasta og einnig Dúlli. En alltaf stóð Bekka uppi og sinnti þeim þar til yfir lauk. Elsku Bekka mín, þú ert ótrúleg kona, það er engin eins og þú. Þú ert hetjan mín, takk fyrir lífgjöfina, ég á þér að þakka að ég fékk að lifa og vera það sem ég er. Ég vona að ég geti verið með ykkur en ef ekki þá er hugur minn hjá ykkur. Elsku Bekka, börn, tengdabörn, barnabörn og systkini, megi Guð vera með ykkur og gefa ykkur styrk. Kveðja. Katrín, Kristján og fjölskylda. Meira: mbl.is/minningar  Fleiri minningargreinar um Sturlu Halldórsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.