Morgunblaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2008 27 UMRÆÐAN VERÐHÆKKANIR á mat- vælum hafa verið svipaðar hér og á hin- um Norðurlöndunum á undanförnum mán- uðum. Frá 1. mars á síðasta ári til 1. jan- úar sl. hefur verð á matvælum hækkað um 5,7% hér á landi, um 7% í Danmörku, 5,8% í Finnlandi 5,4 %, í Svíþjóð og lægst í Noregi eða aðeins 1%, samkvæmt neysluverðsmælingum norrænu hagstofanna. Ástæðurnar eru fyrst og fremst hækkanir á framleiðsluverði, þróun á alþjóðamarkaði og geng- issveiflur. Hækkanir á matvælum hérlendis frá 1. mars í fyrra eru mun minni en hækkun á almennri neysluverðsvísitölu á þessu sama tímabili. Á stundum mætti ætla af um- ræðu um hækkun matarverðs hér á landi að ástæðan geti aðeins ver- ið ein, nefnilega álagning versl- unar. Bent hefur verið á að verð á matvælum hér á landi nálgast að vera hið sama og það var fyrir lækkun á virðisaukaskatti og af- námi vörugjalda 1. mars í fyrra. Þegar verðhækkanir eru settar í þetta sam- hengi er nærtækast að ætla að kaupmenn hafi stungið mismun- inum í eigin vasa. Þess vegna er mik- ilvægt að bera saman þróun framleiðslu- verðs og smásöluverðs og almennar verð- hækkanir á tímabilinu. Ef borin er saman hækkun á fram- leiðsluverði innlendra matvæla (sem er stærsti hluti þeirra mat- væla sem seld eru í smásöluversl- unum) við vísitölu neysluverðs (þ.e. verð úr smásöluverslun) á sömu vörum frá 1. mars í fyrra kemur í ljós að verð frá framleiðendum hefur hækkað um 4% og í smá- söluverslun um rúmlega 5%. Á fyrri hluta tímabilsins hækkaði framleiðsluverðið mun meira en smásöluverðið en hefur nú sveifl- ast í hina áttina eins og oft verður milli mánaða. Verðþróun þessara tveggja þátta hefur samt haldist nokkuð í hendur allt frá 1. mars, þó einhverjar breytingar hafi orðið milli mánaða. Þessar upplýsingar eru fengnar úr vísitölumælingum Hagstofu Íslands. Vísitala neysluverðs hækkaði um 7,2% frá 1. mars í fyrra til 1. febr- úar sl. Á sama tíma hækkaði mat- arverð um 5,7%. Almennar verð- hækkanir hafa því verið meiri en hækkanir á matvælum. Ástæður hækkana á matvælum Í nágrannaríkjum okkar er um- ræðan um hækkandi matarverð af öðrum toga en hér og beinast áhyggjur manna að öðru en versl- uninni. Að flestra mati má að nokkru leyti má rekja ástæðurnar til bættra lífskjara Kínverja og Indverja, að nokkru leyti til elds- neytisframleiðslu og að nokkru til viðskiptahindrana og sveiflna í uppskeru. Lítum á nokkur dæmi: – Mjólk. Aukin eftirspurn eftir mjólkurafurðum í Kína og Indlandi hefur valdið því að Evrópuríki selja mjólkurafurðir sem aldrei fyrr. Birgðir sem áður söfnuðust upp eru horfnar. Verðið hefur einnig hækkað í takt við aukna eft- irspurn. – Kjöt. Verð á kjöti hefur einnig hækkað vegna aukinnar velmeg- unar í Asíulöndum. Meðalkjöt- neysla íbúa Sjanghæ hefur t.d. aukist frá 20 kg í 50 kg á ári á síð- ustu tuttugu árum. Í þessum mán- uði er reiknað með því innan Evr- ópusambandsins að nautakjöt geti hækkað til viðbótar um 20-40% á einu bretti þegar viðskiptabann á kjöt frá Brasilíu kemur til fram- kvæmda, vegna þrýstings frá Bret- um. – Sykur hveiti og maís. Á þess- um markaði eru alþjóðlegir fjár- festar og hrávörukaupendur sem veðja á áframhaldandi hækkandi verð líkt og á við um verðhækk- anir á járni, kopar og öðrum hrá- vörum. Ástæðan fyrir þessari trú fjárfestanna er aukin neysla á þessum vörum á nýjum markaðs- svæðum og að nú er í auknum mæli farið að nota sykurreyr og korn til framleiðslu á etanól sem eldsneyti á bíla. Kornbirgðir hjá helstu framleiðendum í algeru lág- marki um þessar mundir. – Brauð og sælgæti. Verðhækk- anir á þessum vörum er bein af- leiðing af hækkun á verði á korni og sykri. Heyrst hefur að fólki sé ráðlagt að hamstra sælgæti því það muni hækka mikið á næstunni því miklar hækkanir eiga sér stað á kakói, mjólkurdufti og jurtafeiti. – Kaffi, kakó og te. Þessar vörur hækka sem aldrei fyrr. Að ein- hverju leyti eru þær raktar til hækkana vegna spákaupmennsku stórra alþjóðlegra hrávörukaup- manna og að hluta til misheppn- aðrar uppskeru. Til dæmis hefur Kenía minnkað framleiðslu sína á svörtu tei um 10% og ýmsir kaffi- framleiðendur í Suður-Ameríku hafa boðað 10% hækkun á kaffi. Álíka hækkanir á matvælaverði og á Norðurlöndunum Emil B. Karlsson fjallar um ástæður hækkandi mat- vælaverðs hérlendis og erlendis » Ástæðurnar eru fyrst og fremst hækkanir á fram- leiðsluverði, þróun á al- þjóðamarkaði og geng- issveiflur. Emil B. Karlsson Höfundur er forstöðumaður Rann- sóknaseturs verslunarinnar. Prófaðu Heimaöryggi í 2 mánuði án endurgjalds – án skuldbindinga. Hringdu núna í 570 2400 og fáðu Heimaöryggi í áskrift! www.oryggi.is T B W A \R E Y K JA V ÍK \ S ÍA \ 9 08 03 50 Heimaöryggi með útkallsþjónustu öryggisvarða býðst á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Akranesi, Akureyri og í Árborg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.