Morgunblaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 35
✝ Sigurður Gunn-arsson fæddist í Arnarnesi í Keldu- hverfi 24. maí 1931. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsa- vík sunnudaginn 2. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Gunnar Jóhannsson bóndi og veiðimaður í Arnarnesi, f. 13. júní 1897, d. 23. okt. 1978, og Sig- urveig Björnsdóttir frá Lóni í Kelduhverfi, f. 8. júní 1908, d. 12. des. 1946. Sigurður var elst- ur 6 systkina, en hin eru Jóhann, f. 29. júní 1932, Björn, f. 5. apríl 1934, Gunnar, f. 18. maí 1935, Sigurveig, f. 18. jan. 1941, og Jón, f. 13. febr. 1943. Sigurður kvæntist hinn 8. ágúst 1954 Þorbjörgu Theodórs- dóttur, f. á Hafursstöðum í Öx- arfirði 13. júlí 1926. Foreldrar hennar voru Theodór Gunn- laugsson bóndi og refaskytta frá Bjarmalandi, f. 27. mars 1901, d. 12. mars 1985, og kona hans Guðrún Pálsdóttir frá Svínadal, f. 3. mars 1902, d. 19. júlí 1987. Börn Sigurðar og Þorbjargar eru: 1) Sólveig, f. 4. janúar 1954, maki Þorsteinn Rúnar Eiríks- son, f. 1. des. 1952. Börn þeirra eru a) Jóhanna Björg, f. 3. febr. 1978, maki Mohamed Raafat Oda, f. 1. maí 1972, sonur þeirra er Adam, f. 21. ágúst 2005, b) Sig- urður Birkir, f. 4. maí 1983 og c) Bergþór, f. 22. maí 1985. 2) Theodór Gunnar, f. 23. nóv. 1956, maki Guðrún Lárusdóttir Blön- dal, f. 28. júlí 1956. Börn þeirra eru Gunnlaugur Krist- inn, f. 24. ágúst 1984, Þorbjörg Lie- sel, f. 30. nóv. 1987, og Lárus Heiðar, f. 15. ágúst 1990. 3) Guðrún Ásta, f. 16. nóvember 1958, sambýlis- maður Stefán Rúnar Bjarnason, f. 23. des. 1954, dóttir er Re- bekka Guðrún, f. 11. jan. 1984, unnusti Guðni Rúnar Helgason, f. 16. júlí 1976. Sigurður ólst upp í Arnarnesi og bjó þar til 1958 en fluttist með fjölskyldu sína til Húsavík- ur 1959 þar sem hann bjó til ævi- loka. Hann var sjómaður, lengst af með eigin útgerð en starfaði einnig um árabil sem lög- reglumaður. Lífríki náttúrunnar til lands og sjávar var honum hugleikið og einnig öryggi sjó- manna. Hann tók þátt í stofnun Landssambands smábátaeigenda og sat mörg ár í stjórn þess. Sig- urður hætti sjómennsku um mitt sumar 2007 vegna veikinda. Útför Sigurðar fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku afi, sárt er að hugsa til þess samveru okkar með þér hér á jörðu sé lokið. En um leið getum við ekki annað en glaðst yfir því að nú er bundinn endi á þau miklu veikindi sem þú hefur þurft að berjast við, með hléum, síðustu tuttugu árin eða svo. Oft höfum við börnin þín og barnabörn talað um að þú hafir haft níu líf eins og kettirnir. Þrátt fyrir að útlitið um bata hafi oft verið svart náðir þú alltaf á einhvern undraverðan hátt að koma þér á fætur aftur. Þú gast aldrei setið auðum höndum enda sýndi það sig svo vel hversu erfitt þú áttir þitt síðasta ár og varst ósáttur við sjálfan þig því þú hafð- ir ekki krafta í að vinna neitt eða dunda þér. Við systkinin erum að stórum hluta til alin upp undir þinni hand- leiðslu í sumarbústaðnum okkar í Svarfhólsskógi. Það var paradísin þín enda er ekki hægt að ganga þar um húsið eða það fallega land sem það stendur á, án þess að rek- ast á hvern hlutinn á fætur öðrum sem er verk þitt. Við eigum þar með stóran fjársjóð sem segir sögu dugnaðarmanns og lofum því að varðveita hann sem best. Þú varst tvímælalaust hjálparhella númer eitt enda alltaf boðinn og búinn til að smíða eitthvað eða laga fyrir okkur. Það var alveg sama hvers eðlis verkið var eða hversu mikið vesen það var, þér tókst alltaf með þínu sterka jafn- aðargeði að finna lausn á öllu. Elsku afi, ástarþakkir fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum, alla þá trú og traust sem þú sýndir okkur. Við búum ævilangt að sterkri og heiðarlegri fyrirmynd þinni. Þín heittelskandi barnabörn, Helgi Steinar, Íris Alda og Arnar Sigurður. Hann er genginn, vinur minn Sigurður Gunnarsson, trillukarl á Húsavík. Það eru nokkur ár síðan hann tók mig á eintal og tjáði mér hvert stefndi. Það gerði hann ekki til að leita meðaumkunar. Ekkert var fjær honum – honum fannst einfaldlega rétt að láta mig vita. Hugprýði var honum eðlislæg. Leiðir okkar Sigurðar lágu sam- an árið 1985 þegar ég var á ferð um landið til að aðstoða við stofn- un svæðisfélaga smábátaeigenda, sem síðar mynduðu Landssam- band smábátaeigenda. Hann reyndist mér sannur haukur í horni. Sigurður áttaði sig strax á nauðsyn þess að trillukarlar sam- einuðust í baráttunni fyrir tilveru sinni. Hann var kosinn í fyrstu stjórn samtakanna í desember 1985 og sat þar til ársins 1991. Einlægni hans og áhugi á fram- gangi þess sem barist var fyrir fór ekki fram hjá neinum. Sigurður var „orginal“ trillukarl. Allt frá árinu 1972 reri hann eigin smábátum frá Húsavík og allir báru þeir sama nafn dóttur þeirra hjóna – Sólveig. Uppruni þessa fallega nafns er ráðgáta, sem er í góðu samræmi við þá skoðun hans að þrátt fyrir öll vísindi nútímans væru leyndardómar náttúrunnar okkur enn að mestu huldir. Sigurður bjó yfir fágætu brjóst- viti um það umhverfi sem hann helgaði líf sitt. Hann var ekki að- eins góður fiskimaður og farsæll í sjósókn. Hann var sjálfmenntaður sérfræðingur í fuglum, gróðurfari og samspili veðurfars, hafstrauma og fiskgengda. Hann kunni þá fá- gætu list að lesa náttúruna. Sig- urður var náttúrubarn af Guðs náð; djúpvitur um eðli hlutanna en á sama tíma meðvitaður um tak- mörk mannlegrar þekkingar. Hann var engu að síður óhræddur við að mynda sér skoðanir á mál- um. Notkun veiðarfæra var honum sérlega hugleikin. Hann var sann- færður um að eitt af grundvall- aratriðum þess að nýta ekrur hafs- ins rétt, væri að gera það með viðeigandi veiðarfærum. Í desember sl. skrifaði ég grein í Fiskifréttir, undir fyrirsögninni „Útgerðarmaður ársins“. Þar til- nefndi ég Sigurð Gunnarsson og tilefnið var sú einstæða ákvörðun hans að lána endurgjaldslaust kvótann sinn til tveggja félaga sinna á Húsavík vegna niðurskurð- ar í veiðiheimildum. Í símtali hafði ég orðrétt eftir honum: „Ég fer ekki oftar á sjó og við konan höf- um nóg. Börnin spjara sig prýði- lega. Ef ég geri þetta komast þeir betur en ella í gegnum þrenging- arnar. Ég myndi gjarnan vilja sjá einhverja fylgja þessu fordæmi“. Með þessum orðum lýsti Sig- urður sjálfum sér prýðilega. Ef hann gat rétt hjálparhönd, þá gerði hann það. Ungur maður bjó Sigurður fjöl- skyldu sinni heimili í Hlíð, litlu húsi skammt undan fæti Húsavík- urfjalls. Þaðan blasa við Kinnar- fjöllin, Skjálfandaflói og inn af liggur dýrðlegur Aðaldalurinn. Til norðurs tróna Lundey og Mán- áreyjar með fiskimiðum í kring. Þetta var hin jarðneska paradís Sigurðar Gunnarssonar. Ég kveð góðan dreng og vin og þakka honum frábær kynni. Fyrir hönd Landssambands smábátaeig- enda þakka ég honum fyrir að hafa lagt hönd á plóg, svo um munaði. Fjölskyldu og aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð. Arthur Bogason, formaður Landssamb. smábátaeigenda. Látinn er á Húsavík Sigurður Gunnarsson. Sigurði kynntist ég fljótt eftir að ég hóf að vinna fyrir trillukarla. Hann var í fyrstu stjórn LS sem fulltrúi Kletts, svæðisfélags þeirra Norðlendinga. Sigurður var traustur maður og gott til hans að leita. Öryggismál sjómanna voru Sigurði hugleikin og sat hann í sérstakri nefnd á vegum LS er fjallaði um þau mál- efni. Þar var Sigurður á heimavelli og miðlaði af reynslu og þekkingu auk þess sem hann fylgdist með þeim nýjungum sem boðið var upp á. Sigurður minnti mig oft á að þrátt fyrir öll öryggistækin og hæfni skipstjórans væri helsta ör- yggistækið báturinn sjálfur. Frá- gangur um borð væri því afar mik- ilvægur og á opnum bátum yrði að vera hægt að skjóta segli yfir þil- far í miklum sjó. Sigurður var mikill náttúruunn- andi. Auk sjómennskunnar stund- aði hann fuglaskoðun og vissi allt um þá sem svífa yfir höfðum okk- ar. Hann stundaði alla tíð neta- veiðar á Sólveigu sinni og veiddi jöfnum höndum þorsk, ýsu og rauðmaga. Ég átti því láni að fagna að fara á sjó með Sigurði. Við vitjuðum um nokkur net sem hann var með á Saltvíkinni. Fórum snemma morguns í frábæru veðri; glaða- sólskin og Skjálfandinn eftir því. Ég gleymdi mér brátt í að fylgjast með öruggum vinnubrögðum Sig- urðar við veiðarnar og tók því ekki eftir þoku sem silaðist í átt til okk- ar. En skyndilega var hún lögst yf- ir eins og teppi og þá sagði ég við sjálfan mig að nú væru góð ráð dýr. Enginn beygur var þó í mér því ég vissi að sá gamli hafði örugglega oft upplifað þetta áður. Sólveig rann hægt eftir hafflet- inum og fylgdist Sigurður vel með dýptarmæli og áttavita, en ég starði í áttina sem siglt var. Allt í einu sagði Sigurður – við erum komnir í höfn, frændi. Stuttum en lærdómsríkum róðri var lokið. Það á einnig við um ævi Sigurðar. Hann hefur kvatt og lætur eftir sig fagrar minningar. Sigurði þakka ég kynnin og hans fórnfýsi við réttindabaráttu trillu- karla. Eiginkonu og afkomendum votta ég samúð. Örn Pálsson. Sigurður Gunnarsson MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2008 35 Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Alvöru blómabúð Allar skreytingar unnar af fagfólki Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499 Heimasíða: www.blomabud.is Netfang: blomabud@blomabud.is ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, FREYGERÐAR GUÐRÚNAR BERGSDÓTTUR, Austurbyggð 17, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólksins í Bakkahlíð og Asparhlíð fyrir góða umönnun. Sigrún Finnsdóttir, Daníel Þórðarson, Guðmundur Finnsson, Gréta Stefánsdóttir, Bergur Finnsson, Sumarrós Ragnarsdóttir og fjölskyldur. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýju vegna andláts móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ALDÍSAR JÓNU ÁSMUNDSDÓTTUR, Lindargötu 57, Reykjavík. Sigríður Jóhannesdóttir, Ásgeir Árnason, Ásmundur Jóhannesson, Margrét Guðbjartsdóttir, Auður Jóhannesdóttir, Haraldur Lárusson, Guðni Jóhannesson, Bryndís Sverrisdóttir, Arnbjörn Jóhannesson, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR, Múlavegi 3, Seyðisfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Seyðisfjarðar. Guðlaug Vigfúsdóttir, Gunnar Ragnarsson, Jón Grétar Vigfússon, Jóhanna Sigurjónsdóttir, Borghildur Vigfúsdóttir, Árni Arnarson, Ólafur Vigfússon, Gunnar Árni Vigfússon, Ágústa Berg Sveinsdóttir og fjölskyldur þeirra. ✝ Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, STURLA HALLDÓRSSON fyrrverandi hafnarvörður, Hlíf II, Ísafirði, sem andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði, verður jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju í dag, laugardaginn 8. mars kl. 14.00. Rebekka Stígsdóttir, Frímann Aðalbjörn Sturluson,Auður Harðardóttir, Jónína Sturludóttir, Helgi Jónsson, Stígur Haraldur Sturluson, Ásgerður Ingvadóttir, Guðjón Elí Sturluson, Hrefna Rósinbergsdóttir, Friðgerður Ebba Sturludóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn og vinur, faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, KRISTINN SIGURÐSSON, Þórufelli 18, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Áskirkju miðvikudaginn 12. mars kl. 15.00. Jóhanna Antonía Sigsteinsdóttir, Sigsteinn Sigurðsson, Halla Pálsdóttir, Sigríður Sara Sigurðardóttir, Guðmundur Björnsson, Herdís Elísabet Kristinsdóttir, Sveinn Ingi Steinþórsson, Helena Kristinsdóttir, Sverrir Kári Karlsson, Halldór Sigurðsson, Haraldur Sigurðsson, Dagný Karlsen, barnabörn og aðrir aðstandendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.