Morgunblaðið - 08.03.2008, Side 28

Morgunblaðið - 08.03.2008, Side 28
28 LAUGARDAGUR 8. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. BARÁTTUDAGUR KVENNA Baráttudagur kvenna fyrir friðiog jafnrétti er í dag. Og ástæð-ur fyrir baráttunni eru ærnar, alltof ærnar. Í Morgunblaðinu í dag er viðtal við Guðrúnu Jónsdóttur, talskonu Stíga- móta, í tilefni af ársskýrslu samtak- anna. 527 einstaklingar leituðu sér að- stoðar árið 2007 og þar af voru 277 ný mál. Það þýðir eitt tilfelli á dag alla virka daga ársins og rúmlega það. Guðrún segir einnig að ofbeldismenn hafi ekki verið jafnmargir frá árinu 1994. Hér er um einhver ógeðfelld- ustu mál að ræða sem hugsast getur. Langflest ofbeldisverkin eru framin þegar þolendur eru fimm til tíu ára eða 40%, en flestir leita sér ekki að- stoðar fyrr en á aldrinum 19 til 29 ára. Samkvæmt eru allt að því 25 ár þang- að til vandamál okkar daga koma upp á yfirborðið. Það er ekki að furða að Guðrún skuli segja að Stígamót séu „mest að kljást við gamla drauga“. Guðrún fagnar því að nú hafi fleiri nauðgunarmál verið kærð en áður. Hingað til hefur meðferð slíkra mála í kerfinu hins vegar ekki verið uppörv- andi fyrir fórnarlömbin. Kynbundið ofbeldi er vandamál um allan heim. Það fylgir stríðsátökum og þess eru átakanleg dæmi að herir hafi markvisst nauðgað konum til þess að koma höggi á andstæðinginn og draga úr honum þrek. Mansal er hryllilegur glæpur, sem enn viðgengst í stórum stíl. Talið er að fórnarlömb mansals séu allt að tvær milljónir á ári og Ísland er ekki und- anskilið í þeim efnum. Launamunur kynjanna er einnig viðvarandi vandamál á Íslandi og svo virðist sem einu gildi hversu einarð- lega forustumenn í samfélaginu tala gegn vandamálinu, orð og athafnir fara ekki saman. Í erindi, sem Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, áður Starfsmannafélag ríkisstofnana, flutti á fimmtudag og sagt er frá í Morgunblaðinu í dag um launajafn- rétti kom fram að heildarlaun kvenna eru 21% lægri en greiðslur karla, en þegar yfirvinna var frátalin var mun- urinn 15%. Þetta er niðurstaða úr könnun, sem SFR gerði. 65 stofnanir svöruðu könnuninni, en 33% svöruðu ekki. Karlar fengu hærri heildarlaun á 36 stofnunum en konur, en konurnar voru með hærri laun á fimm stofnun- um. Atvinnuþátttaka á Íslandi er með því mesta sem gerist, en framgangur kvenna er ekki í samræmi við það. Það er ekki aðeins óréttlátt, heldur tapar samfélagið allt á þessari mismunun. Ekki þarf heldur að fjölyrða hér um samsetningu stjórna eða háar stjórn- unarstöður stærstu fyrirtækja lands- ins þar sem tækifæri kvenna eru fá. Það er öfugt á Filippseyjum þar sem konur eru í háum stjórnunarstöðum í 89% fyrirtækja og lönd á borð við Kína, Hong Kong, Indónesíu, Taívan og Singapúr fylgja fast á eftir. Baráttudagur kvenna er áminning um þá baráttu sem á sér stað allan ársins hring. Og hann er ekki aðeins baráttudagur kvenna, heldur alls mannkyns. DÝRTÍÐ Á OLÍUMÖRKUÐUM Olíuverð fór í fyrradag í fyrstaskipti yfir 105 dollara í viðskipt- um í New York. Í fréttaskeytum var það rakið til þess að minni birgðir eru af hráolíu í Bandaríkjunum en talið var og þess hvað dollarinn stendur veikt á gjaldeyrismörkuðum. Einnig má nefna að fjárfestar leita nú í aukn- um mæli í fjárfestingar, sem þeir telja öruggar vegna efnahagssam- dráttar í heiminum. Sem dæmi um það er að verð á gulli hefur hækkað, en sömuleiðis hefur þetta leitt til auk- inna kaupa á olíu. Meginástæðan fyr- ir hækkuninni nú er þó ákvörðun OPEC, samtaka olíuframleiðsluríkja, um að auka ekki framleiðslu á olíu. Ef til lengri tíma er litið mætti nefna innrás Bandaríkjamanna í Írak. Það er því ekki mikið útlit fyrir að spár sérfræðinga frá því í nóvember í fyrra um að olíuverð myndi fara að lækka um þetta leyti gangi eftir. Þá var verðið undir 100 dollurum. Um allan heim er um þessar mund- ir tekist á um olíu. Kínverjar fara mikinn og reyna að tryggja sér að- gang að olíulindum og framleiðslu. Þeir eru ekki einir um það og eru í raun að vinna upp forskot, sem aðrir hafa á þá. Olíuframleiðsluríki eru í lykilstöðu. Uppgangur Rússa byggist á háu verði á olíu og gasi. Vladimír Pútín, fráfarandi Rússlandsforseti, getur því að vissu leyti þakkað George Bush Bandaríkjaforseta að Rússar geta á ný sýnt stórveldistil- burði. Annars staðar veldur olían innri ólgu og milliríkjadeilum. Í Nígeríu sýður upp úr vegna þess að olíuauðn- um er misskipt. Venesúela á í deilu við olíufyrirtækið Exxon Mobil vegna þjóðnýtingar á olíulindum í ósum Or- inoco-árinnar. Hugo Chavez, forseti Venesúela, hefur fengið stuðningsyf- irlýsingu frá OPEC, en Bandaríkja- stjórn styður olíurisann. Chavez hef- ur stutt Ekvador til að auka olíuframleiðslu sína. Nú hefur kast- ast í kekki milli Venesúela, Ekvadors og Kólumbíu og Chavez varað við því að komið geti til stríðs. Chavez styður uppreisnarmenn í Kólumbíu, en Bandaríkjamenn styðja stjórnvöld gegn Venesúela. Óttast menn að þessi deila, sem helsti olíuframleið- andi Suður-Ameríku stendur í, geti haft áhrif á olíumarkaði. Því hefur verið haldið fram að auki OPEC ekki olíustreymið muni það valda því að eftirspurn umfram fram- boð verði um milljón föt af hráolíu á dag. Standist þeir útreikningar má gera ráð fyrir því að olíuverðið hækki enn. Svo er ljóst að hvað sem líður áköllum um að draga úr mengun og útblæstri gróðurhúsalofttegunda mun eftirspurn eftir olíu ekki dragast saman í heiminum á næstunni heldur þvert á móti aukast. Ef ekki var ljóst fyrir að tími litla bílsins er kominn, þá ætti það nú að vera komið á hreint. Í baráttunni um olíuna er betra að vera áhorfandi en þátttakandi, en í þeirri stöðu er ekkert ríki í heiminum enn. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Árni Helgason naut þeirrar gæfu að halda and- legum styrk og góðri heilsu allt til hins síðasta er hann andaðist í hárri elli. Í Hólminum átti hann sína löngu og farsælu stafsævi og stofnaði heimili með sinni góðu eig- inkonu Ingibjörgu. Árni hafði víðtæk áhrif í samfélaginu og var kjörinn heiðursborgari Stykkishólms. Fyrstu kynni mín af Árna voru þegar ég var sjö ára gamall og hann kom að Mávahlíð ásamt sýslumanninum. Ágúst afi minn, landpósturinn, ætlaði að fylgja sýsluskrif- aranum gangandi fyrir Búlandshöfða sem var erfiður farartálmi. Sýsluskrifarinn, sem stund- um var settur sýslumaður, átti erindi í nafni embættisins inn í Eyrarsveit. Árni varð mér strax minnisstæður bæði vegna hispurslausrar framgöngu og sakir þess hversu vel hann var klæddur og með kúluhattinn sinn sem hann bar jafnan. Árni var sérlega vingjarnlegur við ung- an drenginn, spaugsamur, spurull um menn og málefni og fundvís á umræðuefni. Síðar átti ég eftir að kynnast honum betur þegar við urðum sveitungar og áttum nærri daglega samskipti. Eftir að við Hallgerður fluttum í Hólminn leið ekki á löngu þar til Árni kom í heimsókn í þeim tilgangi að kanna aðstæður okkar. Hann taldi i þ m t ástæðu til þess að hlúa að unga fólkinu og hann vildi vera viss um að ekkert amaði að hjá þess- um nýju íbúum. Þannig var Árni. Hann fylgdist með öllum og vildi verða að liði. Og heimsóknir hans til okkar urðu margar og við gerðum ráð fyrir innliti frá honum um hver jól, áramót og páska. Fjölskyldan þekkti tónana í dyrabjöll- unni þegar Árni hringdi. Hann Árni er kominn! var sagt og honum fagnað innilega. Slík einlæg vinátta er dýrmæt. Árni Helgason var einn þeirra sem létu sér ekkert mannlegt óviðkom- andi. Hann tók þátt í uppbyggingu atvinnulífs- ins í Stykkishólmi með þátttöku í útgerðarfyr- irtækjum, hann lagði sitt af mörkum sem formaður skólanefndar, hann var gæslumaður stúkunnar sem var ómetanlegt starf í þágu æsk- unnar og hann var öflugur stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann sótti landsfundi flokksins í yfir 60 ár. Hann þekkti alla for- ystumenn flokksins og hikaði ekki við að senda mönnum línu, gera athugasemdir eða bjóða stuðning og liðveislu þegar mikið lá við. Það var traustvekjandi að fá slík bréf. Árni var þekktur fyrir kveðskap og gamanvísnagerð og þar birt- ist oft spegill samtíðarinnar á gamansömum en jákvæðum nótum. Þegar tekist var á í samfélag- Árni Helgason Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is Áliðnaðurinn mun á þessuári greiða um 13,5milljarða kr. í laun semer álíka mikið og fisk- vinnslan greiðir sínu starfsfólki. Nettóábata þjóðarbúsins af áliðn- aði í ár má áætla um 54 milljarða en veiðar og vinnsla á þorski munu hins veg- ar skila um 38,4 milljörðum. Þetta segir Jó- hannes Geir Sigurgeirsson en hann hefur rannsakað breytingar á ís- lensku atvinnu- lífi 1995-2005 og mögulega þróun til árins 2015. Hann lauk á síðasta ári fram- haldsnámi í viðskiptum við Við- skiptaháskólann á Bifröst. Jóhannes Geir er fyrrverandi stjórnarformaður Landsvirkjunar og rekur í dag ráðgjafarfyrirtæki. Hvort skilar meira í þjóð- arbúið, ál eða fiskur? Í hagspá sem greiningardeild Kaupþings sendi nýverið frá sér er bent á að útflutningsverðmæti áls verði á þessu ári meira en sjávarútvegs. Þetta varð Stein- grími J. Sigfússyni, formanni VG, tilefni til að rita grein í Morgun- blaðið þar sem hann vekur athygli á að í umfjöllun um einstakar at- vinnugreinar skipti nettóávinn- ingurinn meginmáli, þ.e. það sem verður eftir í landinu þegar búið er að greiða erlend aðföng. Kaup- þing áætlar að útflutningsverð- mæti sjávarútvegs verði rúmlega 119 milljarðar á þessu ári en að útflutningsverðmæti áls verði 135 milljarðar. Steingrímur bendir á að þegar búið sé að taka tillit til erlendra aðfanga standi eftir 96 milljarða gjaldeyristekjur sjávar- útvegsins og liðlega 47 milljarða gjaldeyristekjur álframleiðslunn- ar. Álið sé því aðeins hálfdrætt- ingur á við sjávarútveginn. Jóhannes Geir segir að aðferð Steingríms við útreikningana sé í sjálfu sér rétt en ef tilgangur Steingríms sé að finna hver nettó- gjaldeyrisöflunin sé, orki þær töl- ur sem Steingrímur leggi til grundvallar tvímælis. Steingrímur segir að laun sem hlutfall af veltu í sjávarútvegi séu um 45% en 10% í álframleiðslu. Nýjustu tölur Hagstofunnar eru frá árinu 2004 en þar er launa- hlutfall útgerðarinnar 40% og 15,5% í fiskvinnslunni. Jóhannes Geir segir að greidd laun í útgerð og fiskvinnslu árið 2004 hafi verið 43 milljarðar sem þýði að launa- hlutfallið þetta ár hafi verið 34,3% af heildartekjum. Hann telur lík- legt að þetta hlutfall sé svipað í dag. Veruleg framleiðniaukning hafi orðið í sjávarútvegi en á móti komi að laun hafi hækkað. Jó- hannes Geir bendir á að miðað við forsendurnar hér að framan muni fiskvinnslan greiða 13,7 milljarða í laun á þessu ári en áliðnaðurinn muni hins vegar greiða samtals 13,5 milljarða í laun ef launahlut- fallið þar er 10% eins og talið hef- ur verið. Áliðnaðurinn að skila 54 milljörðum til þjóðabúsins Erlend aðföng eru mun stærri kostnaður í álframleiðslu en í sjávarútvegi en grunnþáttur í framleiðslu á áli er súrál og raf- skaut sem flutt er til landsins. Jó- hannes Geir segir dálítið erfitt að henda reiður á tölum um hver innlendi þátturinn sé í útflutn- ingstekjum af sjávarútvegi og ál- iðnaði. Almennt sé reiknað með að 50% af vöruútflutningi á Ís- landi skili sér nettó í þjóðarbúið. Þetta hlutfall komi til með að lækka þegar dragi úr mikilvægi sjávarútvegsins. Hans niðurstaða er að innlendi þátturinn í álfram- leiðslu sé um 40% og allt að 80% í sjávarútvegi. Hann bendir á í þessu sambandi að samkvæmt reikningum Alcan í Straumsvík hafi um 44% af heildartekjum fyr- irtækisins farið til innlendra aðila. Jóhannes Geir segir að um sjávarútveginn séu ekki til nægi- lega góð opinber gögn og óvissu- þættirnir séu margir. Til að mynda hafi nánast allt hráefni til rækjuvinnslu verið flutt til lands- ins síðustu ár og nú um stundir hafi fyrirtæki í sjávarútvegi verið að kaupa erlendar veiðiheimildir í sjávarútvegi til að geta staðið við samninga um sölu á sjófrystum þorski. Hann bendir jafnframt á að verðsveiflur á erlendum mörk- uðum séu almennt meiri í áli en í sjávarútvegi þannig að nettóhlut- fall útflutningsins sveiflast meira þar. „Ef notaðar eru tölurnar 80% fyrir sjávarútveginn og 40% fyrir Meiri nettóá  Þótt álframleiðsla hafi aukist hröðum skrefum síðustu verði áfram árið 2015 þó að byggt verði eitt álver til viðb Ál Því er spáð að útflutnin .#  - / % % $  " 0 #1 2.   $34$5 $ - 3 .  67 , -   Jóhannes Geir Sigurgeirsson Þær tölur fyrir árið 2015 s sendum sem geta breyst.  Reiknað er með að nettó sé 80% og 40%. Fyrir aðra  Reiknað er með að núve bótar verði búið að byggja leiðslugetu. Horft er til álv samningum.  Varðandi hugsanlegan neytisins og Samtaka iðna  Reiknað er með að þjón 2015 og hann gerði á árun  Reiknað er með að verð fram til 2015. Álið verður 2015 á eftir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.