Morgunblaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2008 21 ÁRBORGARSVÆÐIÐ Selfoss | Hópferðafyrirtækið Guðmundur Tyrfingsson ehf. á Selfossi er með allra öfl- ugustu fyrirtækjum á staðnum og hefur starfsemi vaxið og dafnað vel í þau tæplega 40 ára sem fyrirtækið hefur starfað. Guðmundur Tyrfingsson ehf. er fjölskyldu- fyrirtæki þar sem Benedikt G. Guðmundsson er framkvæmdastjóri. Auk þess að stýra fyr- irtækinu er hann hvatamaðurinn að stofnun Draugasetursins á Stokkseyri og Álfa-, trölla- og norðurljósasafnsins. Þá kemur hann að rekstri nokkurra annarra fyrirtækja. Henta betur á Íslandi Það vekur sérstaka athygli hjá Guðmundi Tyrfingssyni að meira og minna allar rútur fyrirtækisins eru hannaðar og smíðaðar af starfsmönnum fyrirtækisins. „Já, það er rétt. Guðmundur Laugdal Jónsson bifreiðasmíða- meistari hefur teiknað allar yfirbyggingarnar og unnið við smíðina ásamt Guðmundi Tyrf- ingssyni og öðrum starfsmönnum okkar. Bif- reiðar þessar hafa komið feiknalega vel út, hvort heldur sem er í fínni hótelferðir eða ferðir inn á hálendið. Með því að hanna og byggja yfir bílana fáum við yfirbyggingar sem henta mun betur fyrir íslenskar að- stæður en með því að kaupa bifreiðar sem smíðaðar eru fyrir hraðbrautir í Evrópu, þó svo að vissulega eigum við talsvert af slíkum bílum með. Hitt er annað að bílarnir sem við smíðum eru dýrari en innfluttir bílar og það er alls ekki víst að fleiri rútur verði smíðaðar hér á landi. Þetta er almenn þróun, íslenskur iðn- aður á undir högg að sækja og í raun bendir margt til að evrópskur iðnaður eigi það einn- ig. Vegakerfið hér á landi er einnig óðum að batna og það er bara tímaspursmál hvenær hálendisvegir verða gerðir ökufærir fyrir al- mennar hópferðabifreiðar. Við búum svo vel í dag að eiga mjög mikla breidd af fjölnota grindarbílum sem veita okkur forskot í harðri samkeppni,“ sagði Benedikt. Í dag býður Guðmundur Tyrfingsson upp á 27 bifreiðar með um 700 farþegasætum með þriggja punkta öryggisbeltum. Auk þess er fyrirtækið með 14 bifreiðar með um 500 far- þegasætum með tveggja punkta örygg- isbeltum. „Við erum leiðandi í beltavæðingu hóp- ferðabifreiða, fyrst með tveggja punkta ör- yggisbeltum og svo með þriggja punkta ör- yggisbeltum en síðan árið 2000 hafa allir nýir bílar sem við höfum smíðað og eða innréttað verið með þriggja punkta öryggisbeltum. Við erum ekki stórt fyrirtæki á þessum markaði en leggjum meiri áherslu á sveigjanleikann og gæðamálin,“ sagði Benedikt þegar hann var spurður út í fjölda bíla og sæta sem fyr- irtækið hefur. Viðkvæmur flutningur En hvað með umhverfis- og öryggismálin, leggur fyrirtækið mikið upp úr þeim málum? „Já, svo sannarlega, enda erum við með mjög viðkvæman flutning, sem þýðir að um- hverfis-, öryggis- og gæðamál eru óaðskilj- anlegir þættir sem tvinnast saman í okkar rekstri. Við höfum verið og ætlum okkur að vera áfram leiðandi félag í þessum efnum, m.a. vorum við fyrsta félagið til að mynda okkur stefnu í þessum málaflokkum, fá vott- un á okkar umhverfisstjórnunarkerfi, halda árleg námskeið og vorum fyrsta fólksflutn- ingafyrirtækið til að fá umhverfisverðlaun Ferðamálaráðs árið 2002. Við reynum að gera okkar besta í þessum efnum en erum fyllilega meðvituð um að það er alltaf hægt að gera betur. Vissulega verða mistök hjá okkur eins og öðrum en það er okkar skylda að reyna að fyrirbyggja þau og bregðast rétt við. Árlegt námskeiðhald fyrir bifreiðastjóra er fastur liður í þessari viðleitni okkar auk þess sem bifreiðastjórum er uppálagt að vinna eft- ir gæðahandbók okkar sem er í öllum okkar bifreiðum. Vistaksturs- og skyndihjálp- arnámskeið eru árviss viðburður auk þess sem bifreiðastjórar miðla sinni þekkingu á milli sín og í framhaldinu er gæðahandbók bifreiðastjóra uppfærð,“ sagði Benedikt. Góðir starfsmenn Að lokum er Benedikt spurður hvernig gangi að reka hópferðafyrirtæki eins og Guð- mund Tyrfingsson? „Reksturinn hefur gengið vel og við höfum verið mjög heppin með starfsmenn allt frá stofnun félagsins. Mikil þensla á atvinnu- markaði sl. ár hefur vissulega gert okkur sem öðrum erfiðara um vik, sérstaklega með afleysingafólk yfir aðalvertíðina en þetta hef- ur allt sloppið til. Einnig er það svo að bók- anir berast sífellt með styttri fyrirvara og því skiptir sveigjanleiki fyrirtækisins miklu máli og oft þarf að bregðast mjög hratt við,“ sagði Benedikt. Með margar heimasmíðaðar rútur Athafnamaður Benedikt Guðmundsson, framkvæmdastjóri Guðmundar Tyrfingssonar ehf. á Selfossi, kemur víða við í atvinnulífinu á Suðurlandi. Rútufyrirtækið er þó aðalatvinnan. Í HNOTSKURN »Guðmundur Tyrfingsson hóf starfsemimeð fyrsta hópferðabílinn árið 1963 en fyrirtækið var formlega stofnað árið 1969. Það hefur frá upphafi verið með starfsemi á Selfossi en gerir nú út bíla frá Reykjavík, Selfossi og ýmsum stöðum á Suðurlandi. »Stærsti hluti starfseminnar felst í hóp-ferðaakstri fyrir innlendar og erlend- ar ferðaskrifstofur sem og í almennum hópferðum fyrir einstaklinga, skóla og fé- lagasamtök. Fyrirtækið er einnig með bílaleiguleyfi og leigir minni hópbifreiðar jafnframt án bifreiðastjóra auk þess sem fyrirtækið hefur ferðaskrifstofuleyfi. Yfir 40 rútur hjá Guð- mundi Tyrfingssyni með um 1.200 sætum Skagafjörður | Karlakórinn Heim- ir lauk söngsýningum sínum um óp- erusöngvarann Stefán Íslandi með tónleikaferð austur á firði um liðna helgi, þar sem dag- skráin var flutt á Eskifirði og í Egilsstaða- kirkju fyrir troðfullu húsi. Alls voru gest- ir um 400 á þessum sýningum en talið er að vel á þriðja þúsund manns, eða um 2.500, hafi hlýtt á dagskrá Heimismanna. Frá áramótum hefur sýningin verið flutt 9 sinnum víða um land, þar af komu um 1.000 manns á tvær uppfærslur í Langholtskirkju í Reykjavík. Að auki var sýningin sett upp í Skagafirði, Reykholti í Borgarfirði, á Akranesi og í tví- gang á Akureyri. Sýningum er nú lokið í bili en aldrei að vita hvað gerist ef kórinn verður beittur þrýstingi, eins og talsmaður Heimismanna orðaði það. Um 2.500 sáu sýningu Heimis um Stefán Íslandi LANDIÐ Garður | Sveitarfélagið Garður býður til söngskemmtunar í Gerða- skóla á morgun, sunnudag, klukkan 20. Skemmtunin er liður í afmæl- isdagskrá bæjarins. Flutt verða lög og textar eftir fólk tengt Garði. Fram koma Dagný Jónsdóttir, Vignir Berg- mann, Barnakór Gerðaskóla, Söng- sveitin Víkingar, Grænir vinir og hljómsveitin Crash. Veislustjóri er Þorsteinn Eggertsson. Spilað verð- ur bingó á milli atriða. Garðveisla í tilefni afmælis Garðsins Eftir Sigurð Sigmundsson Skeið | Hjónin Kristín Vigfúsdóttir og Finnur Ingólfsson buðu til hófs í Vesturkoti á Skeiðum á dögunum en jörðina keyptu þau fyrir þremur ár- um. Jörðin er í Ólafsvallahverfi, ekki allangt austan Hvítár, og er 160 hektarar að stærð. Í Vesturkoti hefur verið byggð upp glæsileg aðstaða til hestahalds. Fjósi sem byggt var árið 1988 hefur verið breytt í 28 hesta hesthús ásamt rúmgóðri folaldastíu, kaffistofu og hnakkageymslu. Síðastliðið sumar var byggð rúm- lega 900 fermetra reiðhöll. Um verkið sá Landstólpi ehf. sem er í sama sveitarfélagi. Hringvöllur og 250 m skeiðbraut er rétt við hest- húsið ásamt rúmgóðum hestagerð- um. Um 250–300 manns sóttu þau hjón heim. Glæsileg reiðsýning fór fram, meðal annars sýndi Einar Öder Magnússon margs konar æfingar á stóðhestinum Þey frá Akranesi. Þá sýndi ráðsmaðurinn á bænum, Ólaf- ur Ásgeirsson, stóðhestinn Sædyn frá Múla en báðar þessar sýningar vöktu verðskuldaða athygli. Í Vesturkoti er ætlunin að stunda hrossarækt, tamningu og þjálfun hrossa en einnig að reka hesttengda ferðaþjónustu en jörðin er vel stað- sett til þeirra hluta. Þegar hafa verið haldin þrjú reið- námskeið í reiðhöllinni þar sem Ein- ar Öder leiðbeindi en einnig hefur Portúgalinn Joulio Dorba reiðkenn- ari kennt á einu námskeiði. Ýmislegt annað er á döfinni og segir Finnur bóndi að vegleg stóðhestasýning fari fram í Vesturkoti 19. apríl. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Merking Kristín Vigfúsdóttir og Finnur Ingólfsson með bæjarskiltið. Opnuð ný aðstaða til hestahalds Eftir Örn Þórarinsson Skagafjörður | Kýrin Smella nr. 181 á Hlíðarenda í Skagafirði mjólkaði mest skagfirskra kúa á síðasta ári. Nyt hennar var 11.798 kíló og próteinhlutfall 3,18. Hún var önnur í röðinni yfir landið með afurðamagn. Hlíðarendabúið varð efst í hér- aðinu með meðalafurðir eftir kú. Kýrnar þar mjólkuðu 7.242 kg. hver en á búinu voru 61,5 árskýr. Jón Einar Kjartansson, bóndi og eigandi Smellu, sagði að hún hefði borið í janúar 2007 sínum fimmta kálfi og í raun mjólkað mjög vel allt árið en vegna áfalla ætti hún ekki mörg mjólkurskeið eftir. Hann sagði að móðir Smellu hefði verið mjög góð afurðaskepna, bor- ið níu sinnum og enst sérlega vel. Jón var að vonum ánægður með góðar afurðir af búinu á síðasta ári sem byggðist upp á ýmsum þáttum eins og natni við umhirðu gripanna og lét þess einnig getið að lítið hefði verið um veikindi og óhöpp. Góðar afurðir Önnur kýr í röðinn með afurðir yfir héraðið var Eygló á Kúskerpi með 11.193 kíló. Næst varð Fram- tíð á Skúfsstöðum með 10.675 kíló og Túlla á sama bæ mjólkaði 10.374 kg. Ekki fóru fleiri kýr í héraðinu yfir tíu þúsund kílóin á síðasta ári. Næstu bú með mestu afurðir eftir hverja kú voru Tunguháls II, með 7.066 kg að meðaltali. Þá Flugumýri með 6.948 kg. Næst voru Ytri-Hofdalir með 6.947 kg. Fimmtu í röðinni voru Skúfsstaðir með 6.890 kg og sjötta varð Keldu- dalsbúið ehf. með 6.882 kíló eftir hverja árskú. Smellu kippir í kynið Morgunblaðið/Örn Þórarinsson Hlíðarendi Kýrnar á Hlíðarenda voru afurðahæstar í Skagafirði. Blönduós | Leikfélag Blönduóss frumsýndi í gærkvöldi gamanleik- inn „Tveir tvöfaldir“ eftir Ray Coo- ney í þýðingu Árna Ibsen. Næsta sýning er á morgun, sunnudag, klukkan 16. Leikstjóri er Ingrid Jónsdóttir og þetta er í annað skipti sem hún leikstýrir á Blönduósi. Leikarar eru átta talsins en að sýningunni koma í kring um tuttugu manns. Leikritið er fjörugur farsi sem fjallar um al- þingismanninn Orm Karlsson, eig- inkonu hans Pálínu og aðstoðar- manninn Hrein. Inn í þetta fléttast hjákonan Ásthildur, kínverski þjónninn Sjú-Lí, Doddi, María og síðast en ekki síst hótelstjórinn á Hótel Höll þar sem þetta gerist nú allt saman. Leikritið „Tveir tvöfald- ir“ sýnt á Blönduósi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.