Morgunblaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 22
Morgunblaðið/Valdís Thor Hönnuðurinn Ingibjörg Friðriksdóttir hefur meðal annars saumað föt á móður sína. I ngibjörg fékk hugmyndina að við- burðinum í október í fyrra en móðir hennar hefur legið á Grensásdeild síðastliðið eitt og hálft ár eftir að hafa lent í hestaslysi. Tækið sem Ingi- björg safnar fyrir er fyrir ein- staklinga sem þjást af hreyfihömlun í handleggjum og mun móðir hennar hafa mikil not fyrir slíkt tæki. „Hugmyndin kom í fram- haldi af því að pabbi stóð fyrir því að Sjóvá keypti svipað tæki fyrir fætur handa Grensás- deild,“ útskýrir Ingibjörg. Síðan í janúar hefur hún svo unnið hörðum höndum að því að hanna og sauma fimmtán flíkur sem sýndar verða í Saltfélaginu í dag kl. 15. Þeir sem leggja leið sína í Saltfélagið geta mátað fötin eftir sýninguna og síðan gert tilboð í flíkurnar. Uppboðið hefur staðið yfir í vikunni á heimasíðunni www.my- space.com/ifdesign og hefur fólk tækifæri til að bjóða í fötin fram til 10. mars þegar lokað verður fyrir tilboð. Saumað síðan hún var lítil Tækið kostar rúmar fjórar milljónir en auk uppboðsins hefur Ingibjörg fengið styrki hjá nokkrum fyrirtækjum og einstaklingum. Þar á meðal Baugi, Sjóvá, Minningarsjóði Margrétar Björgólfsdóttur, Steinunni Sigurðardóttur og fleirum. „Það er orðið svo algengt að einkaaðilar styrki kaup á tækjum og Grensásdeildin er mjög ánægð með að fá svona tæki til sín,“ segir Ingi- björg. „Ég held að þegar fólk liggur lengi á sjúkrastofnunum finni það hvað vantar en sjái líka möguleika til að bæta aðstöðuna.“ Ingibjörg hefur saumað föt frá því hún var lítil stelpa og segir hönnun og sauma vera sitt helsta áhugamál. „Ég sauma mikið fyrir sjálfa mig og vini mína og eftir að mamma lenti í slysinu hef ég líka saumað á hana,“ segir hún. „Föt fyrir mömmu þurfa að vera þannig að auðvelt sé að komast í þau og úr.“ Ingibjörg segist vera sjálf- lærð í saumi en einnig var mamma hennar nokk- uð góð saumakona áður fyrr og hún hefur því án efa lært heilmikið af henni. Tískuhugmyndirnar fær Ingibjörg frá ýmsum, svo sem úr blöðum, sjónvarpi og fólkinu í kringum sig. 25 flíkur á tískusýningunni Ingibjörg hefur fengið mikið af góðu fólki til liðs við sig í tilefni af sýningunni og uppboðinu. Þar á meðal er plötusnúðurinn Frigore, sem spilar í Saltfélaginu, Rán Magnúsdóttur sem ljósmyndaði allar flíkurnar, Emm School of Ma- keup leggur til förðunarvörur og góðar vinkon- ur Ingibjargar sem sýna munu fötin. Þó svo að aðeins fimmtán séu á tískuuppboð- inu verða sýndar allt í allt 25 flíkur sem Ingi- björg hefur hannað og saumað. „Þessi vinna er búin að vera spennandi og ég hef lært mikið af þessu,“ lýsir Ingibjörg. „Það er að mörgu að huga og ég hef ekki fengið mikinn svefn undan- farið,“ segir hún og brosir en auk þessa verk- efnis stundar hún nám í Verzlunarskóla Íslands og er í söngnámi. Það er því nóg að gera hjá Ingibjörgu og nauðsynlegt að skipuleggja tím- ann vel til að allt gangi upp. Frjáls framlög vel þegin Flíkurnar fimmtán eru hannaðar sérstaklega með uppboðið í huga og ákvað Ingibjörg því að hafa þær ekki of skrítnar heldur þannig að þær höfðuðu til sem flestra og myndu passa sem flestum. „Ég hef ekki neinar hugmyndir um það hvað fólk kemur til með að bjóða í flíkurnar,“ segir Ingibjörg, en nú þegar hafa nokkrar vin- konur hennar boðið í flíkurnar ásamt ein- hverjum ókunnugum og segist Ingibjörg vera ánægð með það. Vinaklæði Ingibjörg saumar föt á vini sína. Ljósmynd/Rán Magnúsdóttir Vetrarflík Hlýleg yfirhöfn frá Ingibjörgu. Hversdags Föt sem eiga að höfða til flestra. Út á lífið Sparilegur toppur. Sparilegt Litríkur og líflegur kjóll. Tískusýning með tilgang Ingibjörg Friðriksdóttir hefur saumað föt frá því hún var lítil stelpa. Í dag stendur þessi 19 ára stúlka fyrir tískusýningu og upp- boði á fimmtán flíkum sem hún hefur hannað og saumað. Markmiðið er að safna nægum fjármunum til að kaupa endurhæfing- artækið Armeo fyrir endurhæfingarstöðina á Grensásdeild. Vala Ósk Bergsveinsdóttir ræddi við hana. Köflótt Kjóll fyrir hversdaginn. Á heimasíðu Ingibjargar má sjá að búið er að bjóða í u.þ.b. helming flíkanna og eru tilboðin flest í kringum 10.000 krónur. Tískusýningin og uppboðið fer fram í Saltfélaginu í dag og hefst kl. 15. Hægt er að mátað flíkurnar á staðnum en einnig er hægt að ná sambandi við Ingibjörgu í gegnum heimasíðu hennar www.myspace.com/ifdesign. Þá er tekið á móti frjálsum framlögum til að styrkja tækjakaupin frekar og getur fólk lagt inn á söfnunarreikning 0120-26-14096, kennitala 2403892589. |laugardagur|8. 3. 2008| mbl.is daglegtlíf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.