Morgunblaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2008 29 leika sér að rími og hélt þeirri iðju áfram nán- ast til æviloka. Hann var flugnæmur, kunni ógrynni af ljóðum og lausavísum og var vel heima í íslenskum bókmenntum. Hann var skarpur við skrifstofuvinnu og talnaglöggur með afbrigðum. Hann var allra manna skemmtilegastur, hafsjór sagna af mönnum og málefnum. Það var sljótt samkvæmi og dauft ef honum tókst ekki að fá fólk til að kætast, brosa og jafnvel skellihlæja. Ég minnist þess að í fjöl- mennum norrænum fundi í Svíþjóð steig hann á svið og flutti gamanmál í bundnu og óbundnu máli. Hann átti salinn. Fólk veltist um af hlátri og Árni varð í einu vetfangi sá möndull sem samkoman öll snerist um. Ég vissi að hann gat auðveldlega leikið slíkan leik á Íslandi en hefði vart trúað að honum tækist svo vel upp á er- lendri grundu. En þó að hann væri skopvísari og fyndnari en flestir var hann jafnframt íhug- ull hugsjónamaður. Hann vann að bindind- ismálum af atorku og stefnufestu í meira en sjö áratugi. Sá tvískinnungur, sem felst í því að telja vímuefnið áfengi hættuminna en önnur slík efni og vilja koma því á framfæri sem víð- ast, fannst honum að stafaði af siðblindu eða heimsku nema hvort tveggja væri. Árna Helgasyni var Kristur lifandi veruleiki, vinur og bróðir. Og hann var glaður í trúnni því að hún var honum fagnaðarerindi. Hann gat þess vegna heils hugar tekið undir hvatningu Páls postula: „Verið ávallt glaðir í Drottni. Ég segi aftur: Verið glaðir.“ Árni Helgason taldi sig gæfumann og hann gerði sér ljóst að gæfan hans mesta var að eignast Ingibjörgu Gunn- laugsdóttur fyrir vin og förunaut á ævibraut- inni. Hún var einstök mannkostakona enda börn þeirra hið ágætasta fólk vegna erfða og uppeld- is. Árni Helgason var ekki stórvaxinn en faðmur hans var víður og hlýr. Okkur vinum sínum var hann umhyggjusamur og fylgdist vel með hvernig okkur leið og hvað við tókum okkur fyr- ir hendur. Faðmur hans var svo víður að hann náði einnig til afkomenda vinanna, foreldra þeirra og jafnvel ættingja. Hann rækti vel vin- áttuna. Undarlegt er að hugsa til þess að við eigum ekki framar eftir að mæta brosi hans og hlýju faðmlaginu. Við Björg söknum vinar sem aldrei brást, þökkum kynnin góðu, vottum ást- vinum samúð, biðjum þeim Guðs blessunar og kveðjum Árna með orðunum sem Jónas lagði Gunnari í munn: „Farðu vel, bróðir og vinur.“ Ólafur Haukur Árnason. arinn, greinahöfundurinn og gamanvísnaskáldið sem raulaði gjarnan bragi sína sjálfur. Hann var félagsmálafrömuður og æskulýðsleiðtogi. Og umfram allt var hann glaðlyndur og þelhlýr mannvinur. Hólmarar kunnu vel að meta Árna enda var hann kjörinn heiðursborgari og var vel að því kominn. Margir eru þeir sem sakna nú vinar í stað. Löngu fyrir daga farsíma, félagsráðgjafa og margs konar annars fjölmúlavíls var Árni gjarnan sá sem greiddi úr vandkvæðum þeirra sem minnst máttu sín í Hólminum. Hann rak erindi margra þegar hann átti leið til höfuðstað- arins á þeim tímum þegar bílar voru ekki í margra eigu og rútan fór aðeins tvisvar eða þrisvar í viku suður. Hann ræddi við forstjóra, bankastjóra og ráðherra og fékk bjargað mörg- um smælingjanum úr vandræðum. Hann var höfðingjadjarfur, vissi sem var eins og Róbert Burns að „allt hefðarstand er mótuð mynt en maðurinn gullið þrátt fyrir allt.“ Árna Helga- syni var margt til lista lagt. Hann naut ekki langrar skólagöngu en hafði vit og þroska til að vinna vel úr því veganesti sem kennarar hans ágætir á Eskifirði létu honum í té. Hann var til að mynda prýðilega ritfær. Ungur hóf hann að inu gerði hann grín að öllu saman og stuðlaði þannig að sáttfýsi og jákvæðni. Árni var ein- staklega tryggur vinum sínum. Það sýndu heim- sóknir hans til sjúkra og aldraðra. Þeir voru margir sem nutu velvildar hans en hann hafði ekki hátt um þessar heimsóknir. En þekktastur er Árni fyrir störf sín að bindindismálum. Allt starfið í stúkunni var einstakt og greinar hans og áminningar um skaðsemi áfengis eru nánast óteljandi í Morgunblaðinu. Allt það starf verður seint þakkað. Að leiðarlokum minnumst við Hallgerður Árna með þakklæti og virðingu og sendum fjölskyldu hans samúðarkveðjur. Sturla Böðvarsson. Megi hrein í muna lifa minningin um góðan dreng. (Árni Helgason.) Árni Helgason setti svip á Stykkishólm í ára- tugi. Mörgum mun finnast staðurinn svipminni að honum gengnum. Meira en hálfur sjöundi áratugur er síðan hann settist þar að og árum saman hefur hann verið þjóðkunnur sem Árni í Hólminum. Hann var póstmeistarinn, fréttarit- um fataiðnaðinn sem hafi flust til annarra landa. Vaxtagreiðslur breyta engu um nettóábatann Steingrímur nefndi í grein sinni að vegna vaxtagreiðslna, meðan verið væri að borga niður lánin af virkjununum, væri sam- anburðurinn hér að framan enn óhagstæðari en þar kemur fram. Jóhannes Geir minnir á að sjáv- arútvegurinn sé einnig að greiða vexti af fjárfestingum sem hann hafi ráðist í. Hann segir að þessi fullyrðing Steingríms hljóti að byggja á því að hann telji að er- lendar vaxtagreiðslur Landsvirkj- unar séu mun hærri en þeirra að- ila sem selja innlendar vörur og þjónustu til sjávarútvegsins. Jó- hannes Geir segir að ekkert liggi fyrir sem staðfesti þessa fullyrð- ingu Steingríms. Miðað við þær tölur sem fyrir liggi um vaxta- greiðslur orkufyrirtækjanna megi þó áætla að sá mismunur sem sé til staðar hvað þetta varðar, í hvora áttina sem hann er, sé inn- an skekkjumarka þeirra útreikn- inga sem hér eru notaðir til þess að meta nettóávinning af útflutn- ingnum. Afborganir af erlendum lánum Landsvirkjunar breyti engu um útreikninga á þjóðhags- legum ávinningi áliðnaðarins á móti sjávarútveginum. Það sem skipti máli sé geta viðkomandi greinar til þess að borga niður skuldir sínar. Skuldir Landsvirkjunar hafa aukist mjög mikið að undanförnu enda hefur fyrirtækið verið að reisa sína stærstu virkjun, Kára- hnjúkavirkjun. Jóhannes Geir segir að samkvæmt áætlunum Landsvirkjunar, sem ráðgjafafyr- irtækið Capacent hafi yfirfarið og staðfest, verði ávöxtun eigin fjár Landsvirkjunar í Kárahjúkavirkj- un 13,4%. Reiknað hafi verið út að samkvæmt þessari áætlun verði Landsvirkjun skuldlaus eft- ir 12 ár ef fyrirtækið ráðist ekki í neinar nýjar fjárfestingar. Frá þeim tímapunkti geti fyrirtækið greitt árlega 17 milljarða í arð til íslenska ríkisins. Jóhannes telur að sjávarútveg- urinn og áliðnaðurinn eigi margt sameiginlegt. Báðar greinarnar séu grunngreinar sem standi fyr- ir öflugum útflutningi til lengri tíma og báðar greinarnar séu nægilega stórar til þess að geta stuðlað að klasamyndun á sínu sviði og skyldum greinum. góð laun og vel fyrir aðföng eins og orkuna. Samanburður á laun- um í áliðnaði og öðrum launum sýni að launagreiðslur í áliðnaði hafi verið vel yfir meðaltali. Laun verkafólks í áliðnaði hafi verið rúmlega 40% hærri en laun verkafólks í fiskvinnslu, bygging- ariðnaði og öðrum iðnaði á ár- unum 2000-2004. Þetta sýni að orkuiðnaðurinn hafi átt sinn þátt í því að laun hér á landi hafi hækkað langt umfram það sem hefur gerst í nágrannalöndum okkar. Jóhannes Geir segir að álfram- leiðsla sé sömuleiðis í góðri stöðu til að greiða fyrir orkuna. Hann segir að rafmagnsverð til álfram- leiðslu á Íslandi sé nálægt miðri verðkúrfunni í heiminum öllum eins og hún var 2006. Mikilvægast að atvinnu- greinin geti greitt góð laun Jóhannes segir að það skipti vissulega máli hvað einstakar at- vinnugreinar skilji eftir í landinu eins og Steingrímur bendi á. „Það skiptir hins vegar ennþá meira máli hvernig greinin er í stakk búin til að borga fyrir þá þætti sem hún er að nota, þ.e.a.s. vinnuaflið, orkuna og annað. Það er lítið gagn að útflutningsgrein sem skilur mikið eftir en hefur enga burði til að greiða laun eða fyrir önnur aðföng.“ Aðspurður um sjávarútveginn segir Jóhannes Geir að hann komi vel út í þessum saman- burði. „Sjávarútvegurinn hefur verið að greiða sjómönnum góð laun þó þau hafi reyndar lækkað allra síðustu árin. Fólki hefur fækkað mikið í fiskvinnslu á síð- ustu árum fyrst og fremst vegna þess að krafan um hærri laun hefur verið mjög sterk og sjávar- útvegurinn hefur aðeins getað mætt þessu með hagræðingu og mikilli fækkun á fólki. Laun í fiskvinnslu hafa því hækkað um- talsvert meira en meðaltal á und- anförnum árum.“ Talsvert hefur verið fjallað um svokölluð ruðningsáhrif af stór- iðju. Jóhannes Geir segir vissu- lega rétt að atvinnugreinar sem greiða góð laun hafi áhrif á aðrar greinar. Þetta eigi við um áliðn- aðinn og fjármálaþjónustuna þar sem laun eru vel yfir meðaltali. Heilu greinarnar, sem ekki hafi haft bolmagn til að keppa í laun- um við aðrar greinar, hafi síðan flust úr landi. Þetta eigi t.d. við samanburð sem Steingrímur hafi notað í grein sinni, þ.e. nettó- ávinning. Ef þetta sé gert komi í ljós að árið 2015 sé sjávarútveg- urinn enn stærri en áliðnaðurinn hvað varðar nettóábata af út- flutningi. Þjónustuútflutningur sé hins vegar orðinn hærra hlut- fall af nettóútflutningi en sjávar- útvegur (sjá nánar í töflu). Það sé því miklu nær að tala um að með áliðnaðinum hafi komið ný styrk stoð undir útflutninginn en að álið hafi leyst sjávarútveginn af hólmi sem stærsta útflutn- ingsgreinin. Til þess að álútflutn- ingurinn verði jafn sjávarútveg- inum, þarf álframleiðsla að aukast um 50% til viðbótar við hámarksframleiðslu þeirra ál- vera sem eru fyrir. Jóhannes Geir tekur fram að taka verði þessum útreikningum með viss- um fyrirvara því forsendur kunni að breytast. Jóhannes Geir segir að út- flutningur frá Íslandi sé lágt hlutfall af landsframleiðslu borið saman við nágrannalönd okkar. Árið 2005 hafi þetta hlutfall ver- ið um 32% fyrir Ísland en um 47- 48% fyrir Svíþjóð og Danmörk. Öflugur útflutningur skipti miklu máli fyrir lítil hagkerfi eins og Ís- land. Jóhannes Geir segir að kjarni málsins sé hins vegar möguleikar atvinnugreinarinnar til að borga áliðnaðinn þá verða eftir sem nemur 96 milljörðum kr. í sjávar- útveginum og 54 milljarðar í ál- iðnaðinum til að borga fyrir laun og önnur innlend aðföng. Ef eitt- hvað er, þá hallar á áliðnaðinn í þessum samanburði,“ segir Jó- hannes Geir. Þorskurinn skilar 38,4 millj- örðum en álið 54 milljörðum Hann segir að það geti verið athyglisvert að skoða í þessu samhengi hverju þorskurinn skili í þjóðarbúið en þorskafurðir hafa á undanförnum árum verið um 40% af útfluttum sjávarafurðum en hlutfallið verður væntanlega lægra 2008 vegna skerðingar á aflaheimildum. Það þýðir að nettóávinningur þjóðarbúsins samkvæmt þeim forsendum sem áður eru nefndar er 38,4 millj- arðar fyrir þorskafurðir á móti 54 milljörðum í áliðnaðinum. Steingrímur segir í grein sinni að þegar litið sé til framtíðar, geti svo farið að innan fárra ára komi yfir helmingur brúttó- tekjna þjóðarinnar frá áliðnaði. „Álið hefur þá tekið sér stöðu sem sjávarútvegurinn hafði á ár- um áður í íslenskum vöruútflutn- ingi og þótti ekki æskilegt að ein grein vægi svo þungt.“ Jóhannes Geir segir að í um- ræðum um útflutningsverðmæti sé rökrétt að nota áfram þann ábati af áli en þorski tu ár skilar sjávarútvegurinn enn meiri nettógjaldeyristekjum en álið og flest bendir til að svo bótar  Áliðnaðurinn greiðir á þessu ári álíka mikið í laun til starfsmanna sinna og fiskvinnslan Morgunblaðið/ÞÖK ngsverðmæti áls verði 135 milljarðar í ár en verðmæti sjávarafurða 119 milljarðar. Nettóábati sjávarútvegsins er þó meiri. ( &&)           %  7 8 9 :     * +           3 .%   67 ;  )& " "'- ) M 3     0 . " "/  "" / " sem eru í þessari töflu byggjast á tilteknum for- óhlutfall útflutnings í sjávarútvegi og áliðnaði ar greinar eru notuð 50%. erandi álver nái hámarksafköstum og að til við- a eitt nýtt álver með 250 þúsund tonna fram- verðs eins og það er í lengstu framvirkum hátækniútflutning er notuð spá iðnaðarráðu- aðarins frá 2006. nustuútflutningur vaxi hlutfallslega eins fram til num 1995-2005. ðmæti sjávarafurða standi í stað á föstu verðlagi í þriðja sæti árið fiski og þjónustu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.