Morgunblaðið - 08.03.2008, Page 32

Morgunblaðið - 08.03.2008, Page 32
32 LAUGARDAGUR 8. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Árni Helgasonheiðursborgari Stykkishólmsbæjar fæddist í Reykjavík 14. mars 1914. Hann lést á St. Franc- iskusspítalanum í Stykkishólmi 27. febrúar síðastliðinn. Árni ólst upp á Eski- firði, elsta barn hjónanna Vilborgar Árnadóttur hús- móður og Helga Guðmundar Þor- lákssonar kaup- manns á Eskifirði. Þau hjón voru bæði fædd árið 1888. Systkini Árna eru Georg verkstjóri í Keflavík, f. 1915, d. 1998, Ingigerður húsmóðir í Reykjavík, f. 1919, d. 2006, og Kristrún, húsmóðir í Keflavík, f. 1923. Fóstursystkini Árna voru þau Trausti G. Skagfjörð og Ingi- gerður, f. Benediktsdóttir, bæði látin. Árni kvæntist hinn 27. mars 1948 Ingibjörgu Gunnlaugsdóttur kennara og síðar póstafgreiðslu- manni, f. 7. júní 1922, d. 16. ágúst 1994. Foreldrar Ingibjargar voru þau Anna Teitsdóttir húsfreyja og Gunnlaugur Auðunn Jóhannesson bóndi á Bakka í Víðidal. Börn Árna og Ingibjargar: 1) Óskírður sonur, f. 6. september 1948, dáinn sama dag. 2) Gunnlaugur Auðunn fram- kvæmdastjóri Stykkishólmi, f. 1950, maki Sigrún Valtýsdóttir kennari. Börn þeirra eru a) Árni Hólmar, f. 1981, nemi í hagfræði við HÍ, og b) Kristín Inga, f. 1983, nemi í mannfræði við HÍ. Fyrir átti Sigrún soninn Valtý Frey Helgason sölumann á Akureyri, f. 1972, maki Helga Lyngdal Þorsteinsdóttir kennari. Þau eiga synina Benedikt Rúnar, Hauk Örn og Auðun Inga. stjórn Amtsbókasafnsins, Flóabáts- ins Baldurs og í fræðslunefnd Stykkishólms. Hann átti þátt í stofnun nokkurra útgerðarfélaga í Stykkishólmi. Árni var virkur í fé- lagsmálum bæði á Eskifirði og í Stykkishólmi. Hann var lands- þekktur bindindismaður og starf- aði ötullega fyrir Góðtempl- araregluna frá því hann gekk í stúku árið 1925 og allt til dauða- dags. Þekktastur var Árni fyrir skrif sín um bindindismál og að leiða kröftugt starf barnastúk- unnar Bjarkar nr. 94 sem öll börn í Hólminum komu að með virkum hætti. Árni var meðal stofnenda Lúðrasveitar Stykkishólms, Tón- listarfélags Stykkishólms og Lions- klúbbs Stykkishólms þar sem hann var virkur félagi fram á síðasta dag. Árni gekk í Sjálfstæðisflokk- inn árið 1931 og var í stjórn flokks- ins á Eskifirði og í Stykkishólmi. Hann sat nánast alla landsfundi Sjálfstæðisflokksins til ársins 2005. Árni var í áratugi formaður deild- ar Norræna félagsins í Stykk- ishólmi. Árni var heiðraður fyrir fjölmörg félagsstörf á langri ævi. Forseti Íslands veitti honum hina íslensku Fálkaorðu árið 1989. Sama ár kom út hjá Æskunni bókin Árni í Hólminum – Engum líkur, æviþættir Árna skráðir af Eðvarði Ingólfssyni. Árni var þjóðkunnur gamanvísnahöfundur og samdi ógrynni gamanvísna sem hann flutti á fjölda samkoma, dans- leikjum og hátíðum. Börn og tengdabörn Árna gáfu út bókina Gleðispor, úrval ljóða og lausa- vísna hans, í tilefni af 90 ára afmæli Árna árið 2004. Sama ár söng hann við undirspil góðra félaga margar af þekktustu gamanvísum sínum inn á hljómdisk sem kom út árið 2006. Útför Árna fer fram frá Stykk- ishólmskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. 3) Halldór skrif- stofustjóri Seltjarn- arnesi, f. 1953, maki Anna Björg Eyjólfs- dóttir hjúkr- unarfræðingur. Börn þeirra eru Ingibjörg Jóna stúdent, f. 1987, Karen Eva mennta- skólanemi, f. 1989, Friðrik Árni, f. 1995, og Marta María, f. 1997. 4) Helgi skóla- stjóri í Reykjavík, f. 1955, maki Aðalbjörg Jónasdóttir lífeinda- fræðingur. Börn þeirra eru a) Jón Árni verkfræðinemi við HÍ, f. 1981, sambýliskona Ólöf Kristjánsdóttir nemi í alþjóðasamskiptum við HÍ. Þau eiga soninn Kristján Dag, f. 2005. b) Jónas Örn verkfræðinemi við HÍ, f. 1985. c) Sigríður Björg, f. 1992. 5) Vilborg Anna grunnskóla- kennari Reykjavík, f. 1958, maki Jón Trausti Jónsson húsasmiður. Börn þeirra eru a) Hákon Arnar menntaskólanemi, f. 1991. b) Ingi- björg Hrönn, f. 1993. Árni ólst upp á Eskifirði og vann þar ýmis störf bæði til sjós og lands. Hann starfaði sem sýslu- skrifari á Eskifirði frá árinu 1936 til ársins 1942 er hann fluttist til Stykkishólms þar sem hann bjó til æviloka. Árni var sýsluskrifari í Stykkishólmi til ársins 1956 og gegndi starfi stöðvarstjóra Pósts og síma frá árinu 1954 til loka árs 1984. Árni var fréttaritari Morg- unblaðsins frá árinu 1943, frétta- ritari Ríkisútvarpsins frá 1958 og Ríkissjónvarpsins frá stofnun 1966. Hann var í áratugi umboðsmaður Loftleiða og Flugleiða frá 1950 og Brunabótafélags Íslands frá 1972. Árni var endurskoðandi hrepps- reikninga Stykkishólms, sat í Elskulegur tengdafaðir minn Árni Helgason er látinn eftir stutta sjúkra- legu, tæplega 94 ára gamall. Kallið kom óvænt en hjarta hans var orðið veilt. Hugurinn alltaf jafn hress og sí- starfandi, fór með Lionsmönnum til Færeyja sl. haust, stóð upp á ættar- móti Högnastaðarættarinnar í októ- ber og hélt tölu um afa sinn og ömmu. Hann lifði lífinu lifandi til hinstu stundar. Árni fæddist inn í stóra og glaðværa fjölskyldu á Hlíðarenda á Eskifirði, þar sem einnig bjuggu afi hans og amma og mörg móðursystkini hans sem hófu þar búskap. Tengslin innan stórfjölskyldunnar voru alla tíð sterk og frændsemin mikil og náin sem mót- aði Árna. Hann varð fljótur til og strax sem unglingur virkur í félagsmálum og átti vini sér eldri og yngri. Föður sinn Helga missti hann 11 ára og reyndi þá mikið á Vilborgu móður hans en fjöl- skyldan öll hjálpaðist að. Vilborg var einstök kona sem lagði Árna margar góðar lífsreglur, sem hann fylgdi í orði og athöfnum. Um móður sína látna orti Árni eitt af sínum fegurstu ljóðum, „Mamma mín“, þá nýkominn til Stykk- ishólms og gat ekki verið viðstaddur útför hennar. Árni unni Hólminum heitt og var vakinn og sofinn að vinna íbúum og bænum gagn. Hann var mikil félags- vera og mörg kvöldin söng hann og trallaði á skemmtunum í bænum. Hann var vinamargur og ræktaði vin- áttuna vel með heimsóknum og sím- tölum. Ófáar voru heimsóknirnar á sjúkrahúsin og dvalarheimilin hér fyrir sunnan svo og á sjúkrahúsið í Stykkishólmi, þar sem hann gladdi fólk og hvatti með nærveru sinni. Þar var ekki talað um sjúkdóma heldur það jákvæða og skemmtilega og gamlar minningar rifjaðar upp. Hann hafði kristna lífssýn, horfði á það já- kvæða og kom til hjálpar þar sem hjálpar var þörf. Árni áleit það sína mestu gæfu í líf- inu að eignast Ingibjörgu Gunnlaugs- dóttur fyrir lífsförunaut og þar með fjölskylduna sína, börnin, barnabörn- in og langafabörn. Ingibjörg stóð traust og hlý við hlið Árna, átti lifandi trú sem hún ræktaði alla tíð og saman var þeirra heimili opið öllum þeirra fjölmörgu vinum og samferðafólki. Ingibjög lést 1994 og eftir það flutti hann sig yfir á Dvalarheimilið í Stykkishólmi þar sem hann naut frá- bærar umönnunar og hjálpar en fór oftast daglega í húsið sitt til að grúska og skrifa. Árni ók sínum Yaris-bíl, P-65, fram á síðasta dag sem gaf hon- um mikið frjálsræði. Sl. sumar fórum við með Árna aust- ur á æskuslóðirnar og verður það ógleymanleg ferð. Þar gekk hann um æskubyggðina og að æskuheimilinu. Árni hitti margt af sínu frændfólki og vinum í þessari ferð og þegar við ók- um yfir Hólmahálsinn vildi hann stoppa og fara út og horfa yfir speg- ilsléttan, sólríkan fjörðinn. „Skyldi þetta nú verða í síðasta skipti sem ég sé Eskifjörð?“ hafði hann þá á orði. Ég þakka þér, Árni minn, fyrir alla þína elsku og kveð þig eins og þú kvaddir mig ávallt, vertu blessaður vinur og þakka þér fyrir allt, Guð varðveiti þig ávallt. Við varðveitum minningu þína og munum ávallt gleðj- ast yfir dýrmætum samverustundum. Þín tengdadóttir, Anna Björg. Heill þér á heiðursdegi himnafaðir blessi þig hvar sem ferðu á láði og legi ljómi sól. Það gleður mig. Elsku Árni afi. Þessa fallegu vísu fékk Friðrik Árni 15. febrúar sl. og er ein af mörgum vísum sem þú sendir okkur í afmælisgjöf. Það var alltaf jafngaman að fá nýja vísu sem var samin sérstaklega fyrir okkur. Vísur þínar eru ómetanlegur fjársjóður sem við varðveitum. Við munum svo vel eftir þér á Neskinninni, brosandi í jakkafötunum með hattinn, að taka á móti okkur þegar við komum í Hólm- inn. Ökuferðir með þér í Yarisnum eru einnig eftirminnilegar. Það var gaman að ferðast með þér því þú hafðir frá svo mörgu að segja. Við minnumst allrar hlýjunnar sem við fengum frá þér og svo margir fengu að njóta. Þú sýndir öllu því sem við vorum að gera áhuga og hvattir okkur áfram með bjartsýni þinni. Þú varst sú fyrirmynd sem við gátum litið upp til í hverju sem var. Þú varst ákveðinn í öllu sem þú ætlaðir þér og þú gafst aldrei upp. Allt sem þú gerðir var af hinu góða. Minninguna um þig geym- um við í hjörtum okkar og hún mun verða okkur leiðarljós í framtíðinni. Þú verður ávallt okkar yndislegi Árni afi. Ingibjörg Jóna, Karen Eva, Friðrik Árni og Marta María. Jæja, elsku afi. Mér líður eins og besti vinur minn sé nú fallinn frá, enda þekki ég engan sem var jafn traustur, hreinskilinn og heiðarlegur. Við vorum jafningjar. Þú varst svo góður, svo einlægur, dásamlegur. Þótt þú byggir í Stykkishólmi hitt- umst við mjög oft. Ég minnist þess úr barnæsku eitt sinn að ég fór að há- gráta þegar fyrirhuguð ferð mín og litla bróður vestur tafðist um heilan sólarhring. Það var bara svo ótrúlega spennandi að koma til ykkar ömmu í heimsókn, í algert frelsi, þar sem allt mátti og allt var mögulegt. Eftir á er það mér svo mikilvægt að hafa fengið að kynnast þér, smitast af lífsgleðinni, jákvæðninni, bjartsýn- inni. Síðustu árin fórum við nokkrum sinnum saman í ferðalag kringum landið. Eitt sumarið tókum við allan Vestfjarðakjálkann á rúmum tveimur sólarhringum. Í ferðunum hittum við og heimsóttum ýmsa af þínum gömlu vinum, og um leið fannst mér ég ferðast áratugi aftur í tímann. Ég veit að ég mun aldrei ná betri ferðalögum um landið. Ég las fyrir þig bæjarnöfn- in sem við keyrðum framhjá og gaml- ir fróðleiksmolar um dugnað fólksins á fyrri tímum lífguðu sveitirnar upp á svipstundu. Þú hafðir ákveðnar skoð- anir án þess að segja þær beint út. Þú einhvern veginn dáleiddir mig með hugsjónum þínum án þess að þröngva þeim upp á mig. Eftir því sem árin hafa liðið hef ég orðið æ sannfærðari um að best sé að fylgja þeim. Til dæmis um mikilvægi hófsemi en jafn- framt dugnaðar. Ég efast um að nokkur einstakling- ur hafi haft jafn jákvæð mótandi áhrif á mig og þú. Í dag líður mér vel. Mér finnst allt mögulegt með réttu hug- arfari. Þú kenndir mér allt um það. Takk fyrir allt, afi minn. Jón Árni Helgason. Þegar við minnumst Árna afa í Hólminum rifjast upp margar góðar samverustundir sem við áttum með þessum frábæra manni sem vildi öll- um vel og sá það góða í öllum sem hann hitti á sinni farsælu ævi. Þegar við hugsum til baka til þessara stunda fyllumst við söknuði en samt sem áð- ur gleði því þessar stundir voru ekk- ert nema ánægjulegar. Þegar afi kom í bæinn dvaldi hann oftar en ekki hjá okkur og vildi hvergi annars staðar vera en í notalega herberginu hennar Ingu Hrannar og var alltaf jafn þakk- látur fyrir það. Þó að hann væri dug- legur að pikka á ritvélina og kynni ágætlega á hana var hann aldrei neitt sérlega laginn við önnur tæki. Oft fengum við systkinin það hlutverk að kveikja á sjónvarpinu eða stilla út- varpið fyrir hann. Þegar hann var hjá okkur var hann alltaf á ferð og flugi um allan bæ, hitta fólk, háa jafnt sem lága því aldrei fór hann í manngreinarálit, allir voru jafnir í hans augum. Stundum fengum við að fara með honum í bæinn og komum þá á staði sem við annars hefðum aldrei komið á nema vegna þess að hann fór með okkur þangað. Alls staðar var hann velkominn og það var með ólíkindum hvað hann komst á marga staði á einum degi. Hann notaði mikið strætó eða fékk far með góðum vinum sem alltaf vildu allt fyrir afa gera því afi var alltaf að gera eitthvað fyrir aðra. Afi samdi mikið af ljóðum og við vorum svo lánsöm að fá fallegt ljóð frá honum á fermingardegi okkar. Þar hrósaði hann okkur en hvatti okkur líka til dáða og til þess að vera alltaf heiðarleg og góð. Þessi ljóð eru okkur dýrmætur fjársjóður sem við ætlum að geyma vel. Við kveðjum afa með söknuði en minningin um hann mun alltaf búa í hjörtum okkar. Hákon Arnar og Ingibjörg Hrönn. Ástkæri bróðir. Ég sit hér og horfi í logann á kert- inu sem ég kveikti þér til heiðurs. Átt- aði mig í fyrstu ekki alveg á því hvers vegna en síðan rann það upp fyrir mér. Það er til að undirstrika að minning þín er ljós í mínu lífi. Ljós sem yljar mér og þeim sem þig þekktu og fær okkur ósjálfrátt til að brosa angurvært við tilhugsunina um þitt glaðværa viðmót sem alla bræddi. Það er nefnilega þannig að alveg frá því að ég fyrst man eftir hefur ljós og birta fylgt þér. Ekki eingöngu gan- vart þínum nánustu heldur ekki síður gagnvart þeim sem þú umgekkst og til þín leituðu. Ekkert mannlegt var þér óviðkomandi. Þegar pabbi okkar dó stóð mamma okkar ein eftir, ung móðir með 4 börn á framfæri. Þá réttir þú fram hjálp- arhöndina þína, eins og þú hefur svo oft gert síðan. Þú fórst á vertíð og lagðir björg í bú. Vertíð eftir vertíð, jafnvel þótt þú værir bullandi sjóveik- ur og þyldir ekki sjóinn, léstu það ekki á þig fá. Þetta lýsir best eljusemi þinni sem einkenndi þitt líf alla tíð. Einhvernveginn sást þú hlutina öðr- um augum en við hin og settir þá í ann- að samhengi. Það sem öðrum þótti vandamál var í þínum huga verkefni sem þú leist á sem áskorun. Mér finnst fáir lýsa þessu betur en einmitt þú, elsku bróðir, í ljóðinu þínu: Lyfti huga hátt á flug. Hlátur kæfa skal nú grát. Vinn með dug á böli bug. Þó bjáti á skal aldrei mát. Það eru svo margar ógleymanlegar minningarnar sem rifja mætti upp hér og tengjast lífi okkar beggja. Ég treysti mér ekki til að gera upp á milli þeirra hér því þær eru svo ótal marg- ar og engu líkar. Það stendur þó upp úr sú stund þegar þú kvaddir þína yndislegu eiginkonu Ingibjörgu. Þeg- ar presturinn hafði lokið ræðu sinni, þá gekkst þú að kistunni og fluttir minningarorð og þakkir frá þér og börnunum. Það þarf mikið þrek og hugarró til að gera slíkt. En þannig varst þú Árni. Engum líkur. Elsku bróðir. Það var mér svo dýrmætt að við skyldum eiga þetta stutta en ógleym- anlega spjall saman daginn sem þú kvaddir. Þú sagðir mér að þú þyrftir að drífa þig á fætur því framundan væru svo skemmtilegir hlutir sem þú yrðir að sinna. Elsku Árni minn, það eru for- réttindi af hafa átt þig fyrir bróður. Að lokum sendum við Jóhann okk- ar innilegustu samúðarkveðjur til barna þinna og fjölskyldna þeirra. Minning þín verður ávallt ljós í lífi okkar. Þín systir Kristrún. Minn ágæti vinur og mágur, Árni Helgason, er fluttur á annað og æðra tilverustig. Þrátt fyrir allháan aldur kom lát hans mér á óvart svo hress og brattur sem hann hafði verið. En þetta var hans háttur, að koma fyr- irvaralaust og hverfa aftur á braut án sérstakra hirðsiða. Nú eru rétt sextíu ár síðan þau gift- ust Árni og Ingibjörg, er elst var okk- ar Bakkasystkina, fædd 7. júní 1922. Hún lést 16.8. 1964. Hjónaband þeirra var ljúft og farsælt. Gæfan færði þeim mannvænleg börn, tengdabörn og barnabörn. Árni varð strax sjálfsagður og mik- ilvægur meðlimur í Bakkafjölskyld- unni. Þeir áttu vel skap saman tengdafeðgarnir og ekki varð þeim hörgull á umræðuefnum, þótt lands- málin væru oftast efst á baugi. Báðir voru víðlesnir og höfðu skýrar skoð- anir á flestum hlutum og stutt var í gamansemina. Ég átti því láni að fagna sem ung- lingur að dveljast í tvo vetur á heimili þeirra Árna og Ingu í Stykkishólmi, en í Miðskólanum þar lærði ég til landsprófs. Vistin hjá þeim hjónum var hollur skóli ekki síður en Miðskól- inn ungum busa, sem var að byrja að læra til lífsins. Á þessum árum var Árni sýslu- skrifari og var það oft býsna anna- samt starf. Samt hafði hann alltaf tíma til að sinna félagsmálunum. Í há- deginu tyllti hann sér við gömlu Rem- ington-ritvélina og vélritaði gaman- vísur fyrir næsta skemmtikvöld á leifturhraða um leið og þær smullu saman í kolli ritarans. Stúkufundirnir voru mikilvægur liður í lífi Árna og margra annarra Hólmara, en sjálfur Satan bliknaði í samanburði við versta óféti allra óféta – hann Bakkus. Það afstyrmi var böl mannkyns. Þá voru lúðrasveitaræfingar stundaðar af kappi og heilu revíurnar samdar í samstarfi við góða félaga. Alltaf var eitthvað að gerast. Árni var svo með sanni engum lík- ur. Hann var sannfærður sjálfstæð- ismaður og eindreginn góðtemplari, en hann átti vini í öllum stéttum og í öllum stjórnmálaflokkum. Hann gat lesið forystumönnum sjálfstæðisflokksins pistilinn, ef hon- um mislíkaði þeirra gjörðir. Hann var með eindæmum hispurslaus og hrein- skiptinn. Hvers kyns tepruskapur var honum ekki að skapi. Ég vil fyrir mína hönd og okkar Bakkasystkina þakka Árna fyrir langan og góðan vinskap og tryggð við okkur og okkar fólk. Börnum Árna, tengdabörnum og barnabörnum votta ég samúð okkar. Egill Gunnlaugsson. Komið er að leiðarlokum eftir lang- an, farsælan ævidag. Til hinztu hvílu er lagður kær frændi og vinur. Árni Helgason verður öllum sem honum fengu að kynnast minnisstæður og kemur margt til. Hann átti eðliskosti marga og ágæta, skarpgreindur og fjölhæfur, hvar sem hann fór bar hann með sér blæ góðvildar og glað- værðar, hress í bragði og rösklegur í fasi, vinsæll og einkar vel látinn. Hann var hinn einlægi boðberi hollra lífshátta og heilbrigðs lífernis, hinn baráttuglaði bindindismaður. Heilræði hans í ræðu og riti mælt fram eða rituð á ljósan og lifandi hátt, velvildin ráðandi þó aðvörunin væri einbeitt og sterk, menn fundu ein- lægni hugarþelsins og umhyggjunnar að baki. Honum léku orð á tungu, leikur hans við rím og stuðla eins og án fyr- irhafnar, þar áttu góðgirnin og gam- ansemin samleið, takmarkið það eitt að veita öðrum gleði, vekja léttan hlát- ur, hann var bæði hnyttinn og hittinn, engan skyldi særa, málhagur hið bezta og mörg gamankvæði hans landsfleyg. En alvaran átti ekki síður bústað í brjósti hans, mörg falleg ljóð hans vermandi hlý og kveðjuljóðið til móð- urinnar nægir eitt sér sem verðugur vitnisberi um góða skáldgáfu hans. Þó Árni væri mikill Hólmari og Stykkishólmur honum eðlilega und- urkær, þar sem hann fékk notið sinna Árni Helgason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.