Morgunblaðið - 08.03.2008, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 08.03.2008, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2008 51 LEIKARINN Matthew McConaug- hey vill helst af öllu nefna ófæddan son sinn eftir uppáhaldsbjórtegund- inni sinni Budweiser. McConaughey og kærasta hans Camila Alves eiga nú von á fyrsta barni sínu og vilji svo til að barnið verði drengur er McCo- naughey að hugsa um að skíra hann Bud. McConaughey telst nú hins vegar ekki mjög frumlegur því bróð- ir leikarans, Michael McConaughey, skírði fyrsta son sinn Miller Lyte. Hins vegar virðast þau Matthew og Camila ekki vera á einu máli hvað nafngiftina varðar og samkvæmt vini þeirra hjóna mun Camila ekki taka Bud-nafnið í mál. Hafi McCo- naughey hins vegar vinninginn í bar- áttunni um nafnið mun drengurinn bætast hóp þeirra barna fræga fólksins sem bera skrítin nöfn. Má þar nefna Apple, dóttur Gwyneth Paltrow og Chris Martin, Prince Michael I og Prince Michael II syni Michaels Jackson og dóttur Dave Grohl úr Foo Fighters, Everly Bear. Bud McConaughey? Ósammála Matthew og Camila eru víst á öndverðu meiði. BAÐSTOFUNNI eftir Hugleik Dagsson hefur verið boðið á leikrita- tvíæringinn í Wiesbaden í Þýska- landi í sumar. Þar fer fram ein þekkt- asta leiklistarhátíð Evrópu, helguð nýjum leikritum. Baðstofan er þriðja leikrit Hugleiks en verkið var frum- sýnt í leikstjórn Stefáns Jónssonar í Kassanum þann 9. febrúar síðastlið- inn. Að sögn Kristrúnar Heiðu Hauksdóttur, kynningarstjóra Þjóð- leikhússins, ferðuðust aðstandendur hátíðarinnar vítt og breitt um Evr- ópu til að kynna sér leikhúslífið í hverju landi fyrir sig og má því gera ráð fyrir að á hátíðinni verði að finna allt það besta sem nú er að gerast í evrópskum leikhúslistum. Hópurinn sem stendur að sýningunni Baðstof- unni er að stórum hluta sá sami og setti upp söngleikinn Leg í Þjóðleik- húsinu, og Forðist okkur, sem var sýnt á vegum Nemendaleik- húss LHÍ og CommoNonsense í Borgarleikhús- inu. Leg hlaut tólf Grímutilnefningar á liðnu ári og var sýningum hætt fyr- ir fullu húsi nú í haust. Í Baðstofunni beinir hópurinn sjónum sínum að for- tíð okkar Íslendinga. Baðstofan til Wiesbaden Baðstofan StefánHallur Stefánsson í hlutverki sínu í Baðstofunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.