Morgunblaðið - 08.03.2008, Síða 4

Morgunblaðið - 08.03.2008, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 8. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Andra Karl andri@mbl.is FRAMKVÆMDASVIÐ Reykjavík- urborgar sinnti margvíslegu eftirlits- hlutverki á verktíma framkvæmd- anna við Laugardalsvöll. Fulltrúi sviðsins sat m.a. reglulega verkfundi og hlutaðist til um framkvæmdina, s.s. hvað varðar verkgæði og um- gengni og öryggismál á vinnustaðn- um. Þetta er meðal þess sem kemur fram á minnisblaði sviðsins sem innri endurskoðun Reykjavíkurborgar óskaði eftir. Aðkoma sviðsins að kostnaðargát vegna framkvæmdanna var hins vegar lítil sem engin. Líkt og greint hefur verið frá í fjöl- miðlum hefur KSÍ farið fram á það við borgina, að hún greiði umfram- kostnað sem leiddi af framkvæmdun- um – alls tæpar 400 milljónir króna. Virðist sem margt hafi misfarist í samskiptum KSÍ og borgarinnar, umboð hafi verið óljóst og aðeins tví- vegis boðað til fundar byggingar- nefndar. „Yfirferð reikninga og samþykkt þeirra var í höndum verkefnastjóra verksins og greiðslur fóru í gegnum bókhald KSÍ. Teljum við þessa stöðu og jafnframt framkvæmd KSÍ á samningnum vera ástæðu þess að kostnaðargát af hálfu sviðsins var lítil sem engin. Verkefnastjóri mun þó hafa haft samráð við KSÍ um af- greiðslu mála gagnvart verktaka, s.s. aukaverka, magnbreytinga o.fl.,“ seg- ir m.a. á minnisblaðinu. Þá er jafn- framt vísað til úttektar Kristins J. Gíslasonar verkfræðings, sem fram- kvæmdasvið fékk hann til að gera, en í henni kemur fram að ákvarðanir sem leiddu til kostnaðaraukningar hafi verið teknar án þess að bera þær undir framkvæmdaráð. Samningurinn óhefðbundinn Eftir því sem fram kemur á minn- isblaðinu var samningurinn milli Reykjavíkurborgar og Knattspyrnu- sambands Íslands um margt óhefð- bundinn. Leiddi það til þess að hefð- bundnar verklagsreglur sviðsins giltu ekki og hlutverkaskipti milli fram- kvæmdasviðs, KSÍ og byggingar- nefndar varð ekki nægilega skýrt. Sérstaklega er bent á ákvæði 3. greinar samningsins, en þar segir: „KSÍ tekur að sér hönnun, útboð, framkvæmdir og fjármögnun við ný- byggingu við eldri áhorfendastúku.“ Sökum þess yfirfór framkvæmdasvið ekki hönnunargögn á sama hátt og í verkefnum sem eru alfarið á ábyrgð þess. „Stór hluti af kostnaðaraukn- ingunni í verkinu felst síðan í röngum magntöluskrám. Röngum tölum hvað varðar járnamagn og sjónsteypu, svo dæmi sé tekið. Það gleymdist að reikna virðisaukaskatt á hönnun auk þess sem hönnunarkostnaður var lágt áætlaður í svo flóknu mannvirki sem hér var verið að hefja byggingu og endurnýjun á,“ segir á minnisblaðinu og einnig að mikilvægt sé að þær ástæður komi skýrt fram, þar sem breytingar og viðbætur í byggingunni sjálfri á byggingartíma hafi ekki ein- göngu valdið umframkostnaði. Strax í upphafi lagði framkvæmda- svið á það áherslu að gerð yrði kostn- aðaráætlun þar sem kostnaður yrði vel greindur niður á verkþætti eins og þeir skiptust milli KSÍ og Reykjavík- urborgar. Jafnframt var KSÍ bent á að formlegt samþykki Reykjavíkur- borgar hafi þurft á hlut borgarinnar í kostnaði. „Hér [kom] strax fram mis- munandi sýn KSÍ og framkvæmda- sviðs á samninginn. Erfiðlega gekk að fá þessa kostnaðaráætlun unna en hún er fylgiskjal samningsins við KSÍ. Aftur [leiddi] samningurinn og ákvæði hans til þess að hlutverk og ferlar [voru] óvanalegir.“ Kostnaðargát lítil sem engin Hlutverkaskipting ekki nægilega skýr Glæsilegur Þjóðarleikvangurinn. Í HNOTSKURN »Borgarráð fór fram á það viðinnri endurskoðun að skoðuð yrðu samskipti borgarinnar og KSÍ vegna framkvæmda við Laugardalsvöll. »Oddvitar Sjálfstæðisflokksog Samfylkingarinnar eru sammála um að margt hafi þar misfarist. »Forsvarsmenn KSÍ segja náiðsamráð hafa verið haft við borgina allan verktímann og framkvæmdin að engu ólík bygg- ingu nýrrar stúku árið 1997. ALYN Smith hefur setið á Evrópuþinginu fyrir hönd skoska Þjóðar- flokksins síðan 2004. Hann flutti erindi á ráð- stefnu utanríkis- málanefndar og fastanefndar ESB um Evrópumál í gær. Í samtali við Morgunblaðið segir Smith flokk sinn Evrópusinnaðan en um leið mjög mótfallinn hinni sameiginlegu sjávarútvegsstefnu ESB. „Þetta er á vissan hátt Pollýönnustefna og hefur verið algjört stórslys fyrir evrópsk fiskveiðisamfélög og fisk- stofna,“ segir Smith. Nú er tækifærið Stefnt er að þjóðaratkvæða- greiðslu í Skotlandi árið 2010 um sjálfstæði frá Bretlandi. Þar er nú mikill suðupottur umræðu, ekki síst um hvernig sjálfstætt Skotland skuli haga utanríkismálum sínum, en Smith telur meiri líkur en minni á því að Skotar kjósi sjálfstæði eftir tvö ár. Sjálfstæðið segir hann mun mikilvægara mál í huga flestra en aðild að ESB, sem velti einfaldlega á hagfelldum samningum. Samhliða sjálfstæði myndu Skotar því öðlast umtalsvert vogarafl í aðildarviðræð- um sem gæti orðið enn máttugra með samvinnu við Færeyjar, Írland, Ísland og Noreg. Hann segir þær raddir heyrast að stór ESB-ríki myndu ekki samþykkja sjálfstæða aðild Skotlands af ótta við að setja fordæmi fyrir þjóðfélagshópa heima fyrir, eins og Baska í tilfelli Spánar. „En Skotar eru rík þjóð og virkir þátttakendur í Evrópusamstarfi. Við höfum þegar fulltrúa á þinginu og leggjum meira til sambandsins en við þiggjum frá því efnahagslega. Það er því fjarstæðukennt að sam- bandið vilji ekki halda okkur inni. Við þurfum að beita þessu vogarafli. Nú er stóra tækifærið til að segja: Við viljum vera í ESB, en bara ef sjávarútvegsstefnan breytist.“ Hann segir núverandi kerfi fyrst og fremst lélegt því það byggist á hugmyndafræði um að allar auðlind- ir skuli vera sameiginlegar. Þetta gangi ekki upp og orsaki vitleysu eins og þá að landlukt ríki taki ákvarðanir um stefnuna, án þess að hafa mikla hagsmuni af útkomunni. Til að breyta stefnunni þurfi aðild- arríki að gera hana að sínu aðalmáli, sem hafi einfaldlega ekki gerst áð- ur. Trúverðugt samstarf „Skoska heimastjórnin mun senda íslensku ríkissstjórninni formlegt boð til sameiginlegs fundar í Skotlandi með sjávarútvegsráð- herrum. Forsætisráðherrann viðr- aði þessar hugmyndir við stjórnvöld í Ósló síðasta þriðjudag. Við trúum ekki öðru en að þessi lönd eigi sam- eiginlega hagsmuni í sjávarútvegs- málum og vilji þrýsta á um breyt- ingar í sameiningu. Íslendingar hafa kerfi sem virkar og við lítum til ykk- ar sem uppsprettu mikillar reynslu og þekkingar. Við höfum reynslu af kerfi ESB og mótaðar hugmyndir um hverju þarf að breyta.“ Verði leiðarvísir að kerfi sem virkar betur mótaður telur Smith fyrrnefnd ríki eiga raunhæfan möguleika á því að breyta stefnunni, því sjávarútvegur sé ekki stórt mál hjá meirihluta aðildarlandanna. „Þetta væri afar öflugt í stjórnkerf- inu, því þetta væri mjög trúverðugt. Ég get heldur ekki séð að Íslend- ingar tapi á svona samstarfi, án þess að ég sé neitt að dæma um hvort Íslendingar ættu að ganga í ESB eða ekki,“ segir hann. Það er hægt að breyta sjávarútvegsstefnu ESB Norðlægar fiskveiðiþjóðir finni grundvöll samvinnu sín á milli Í HNOTSKURN »Smith er 35 ára gamall lög-fræðingur. Hann er Skoti en ólst um tíma upp í Sádi-Arabíu. »Hann var kjörinn til Evrópu-þingsins 2004 og er meðlimur í Skoska þjóðarflokknum, sem nú fer með heimastjórn Skotlands. »Skotar munu kjósa um sjálf-stæði árið 2010. Velji þeir sjálfstæði öðlast þeir töluvert vogarafl í viðræðum við ESB um sjálfstæða aðild, að sögn Smiths. Alyn Smith Eftir Guðbjörgu Sif Halldórsdóttur FRÉTTAMENNSKA virðist vera börnunum í leikskól- anum Grænatúni í Kópavogi í blóð borin, en síðastliðið ár hafa fréttadagar verið haldnir á föstudagsmorgnum. Þá velja börnin sér frétt sem þau koma með útklippta í skólann og útskýra um hvað hún fjallar. Þessi nýbreytni hefur vakið mikla kátínu hjá krökkunum, sem eru dug- legir við að velja sér skemmtilegar fréttir og deila með hinum. Meðal vinsælustu fréttanna eru íþróttafréttir, en margir strákanna spila fótbolta og fylgjast með því hvað gerist í þeim heimi. Svo eiga sumir þeirra pabba sem stunda íþróttir, eins og Andri Már, en pabbi hans leikur fótbolta með HK. Andri valdi einmitt frétt um liðið hans pabba og út- skýrði hana svona: „Hann fór eitthvert til annars lands sem var samt á Íslandi. Hann er að fara að spila fótbolta, í æfingaferð sko.“ Marta kom með frétt um fermingarstelpur sem mamma hennar hjálpaði henni að velja og Eva kom með frétt um lögregluhunda í Þýskalandi. „Hún er um hunda sem fóru í skó. Það er svo þeir stígi ekki á glerbrot.“ Guðrún Sæmundsdóttir leikskólakennari segir að fréttadagur veki mikla kátínu hjá börnunum. „Þau mega klippa út og koma með þá frétt sem þeim finnst áhugaverðust og á föstudögum lesum við þær upp og spjöllum um hvað hafi verið í fréttum,“ segir Guðrún. Það eru þó enn sem komið er myndirnar sem eiga hug og hjarta barnanna, en stundum koma þau einungis með útklipptar myndir í skólann og skilja fréttirnar eftir heima. Myndir af dýrum eru í sérstöku uppáhaldi hjá litla fólkinu. Fermingarstelpur og hundar sem fara í skó Fréttakona Marta María Árnadóttir sýnir börnunum fréttina sem hún valdi sér með hjálp mömmu sinnar. Börnin flytja fréttir Morgunblaðið/Árni Sæberg Kátir krakkar Elstu börnin í Grænatúni samankomin. Á föstudögum eru fréttadagar í skólanum og börnin velja þá fréttir og koma með í skólann. Þau velja fréttirnar gjarnan út frá myndunum sem þeim fylgja. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt konu á 28. aldursári í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir meiri háttar brot gegn skatta- lögum og lögum um bókhald. Kon- unni og verktakafyrirtækinu Lauf- felli, þar sem hún starfaði sem framkvæmdastjóri og stjórnarmað- ur, er að auki gert að greiða óskipt 78 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs og 362 þúsund kr. í þóknun lög- manns. Konan játaði fyrir dómi skýlaust háttsemina, en m.a. voru ekki staðin skil á staðgreiðslu opinberra gjalda vegna tímabilanna nóvember og des- ember 2006 og febrúar til og með júní 2007, samtals tæpar 12 milljónir króna. Þá kom hún félaginu undan því að standa ríkissjóði skil á 40 milljónum tæpum í formi virðisauka- skatts. Dómurinn virti konunni það til málsbóta að hún hefði gengist greið- lega við öllum brotunum og lagt sitt af mörkum við að upplýsa málið. Einnig var litið til þess að hún hefði hreint sakarvottorð og óvænt lent í stjórnunarstöðu sökum tilfallandi aðstæðna. Störf hennar hefðu fram- an af verið kauplaus og fyrrverandi eiginmaður hennar haft með hönd- um ákvarðanatöku í öllum stærri málum. Sjálf hefði konan enga þekk- ingu á fyrirtækjastjórnun og ekki verið kunn lögum um bókhald, skil- um á sköttum og launatengdum gjöldum. Einnig var litið til þess að konan hefði ekki hagnast sjálf á brotunum og vangoldinn virðisauka- skattur runnið beint í daglegan rekstur fyrirtækisins. Héraðsdómarinn Jónas Jóhanns- son kvað upp dóminn. Björn Þor- valdsson saksóknari sótti málið af hálfu ákæruvaldsins og Guðmundur Ómar Hafsteinsson hdl. varði kon- una og Lauffell. Þarf að greiða 78 milljónir kr. í sekt Hafði enga þekkingu á bókhaldslögum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.