Morgunblaðið - 08.03.2008, Síða 43

Morgunblaðið - 08.03.2008, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2008 43 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Félag eldri borgara í Kópavogi | Aðalfundur félagsins verður hald- inn kl. 14 í Gullsmára 13. Venjuleg aðalfundarstörf. Skvettuball verður í Gullsmára 8. mars kl. 20. Miða- verð 500 kr. Þorvaldur Halldórsson leikur fyrir dansi. Félagsheimilið Gjábakki | Krummakaffi kl. 9 og Hana-nú ganga kl. 10. Félagsstarf Gerðubergs | Virka daga er fjölbreytt dagskrá kl. 9- 16.30. Sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug á mánud. og miðvi- kud. kl. 9.50. Þriðjud. 18. mars er leikhúsferð í Þjóðleikhúsið á Sól- arferð, sýning hefst kl. 14 (breyttur tími), skráning á staðnum og s. 575-7720. Grensáskirkja | Fundur verður haldinn í Kvenfélagi Grensássóknar 10. mars kl. 14 í safnaðarheimilinu. Páskaeggjabingó. Hæðargarður 31 | Tölvukennsla, Ís- landssöguspjall, myndlist, bók- menntir, framsögn og framkoma, Bör Börson, söngur, páfagaukar, hláturhópur, Skapandi skrif, postu- lín, Þegar amma var ung, hug- myndabanki, Müllersæfingar, hönn- un fermingarkorta, Vorferð á vit skálda o.fl. Sími 568-3132. Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Snæ- landsskóla, Víðigrund kl. 9.30. Uppl. í síma 564-1490. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Sunnudagaskóli í kapellu kl. 11. Hátíðarmessa kl. 14. Predikun Jóna Lovísa Jónsdóttir, Óskar Pétursson syngur. Allur Kór Akureyrarkirkju syngur, organisti er Eyþór Ingi Jónsson. Kaffitónleikar kórs Akureyrarkirkju í Safn- aðarheimilinu að messu lokinni. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Jesú-konur og Jesú-stelpur, hittast í kaffisal kirkjunnar kl. 10-12 og eiga samfélag saman. Nánari uppl. á www.filadelfia.is Kristniboðssambandið | Loka- samkoma kristniboðsviku verður á morgun kl. 17 í Kristniboðssalnum. Ræðumaður Haraldur Jóhannsson varaformaður Kristniboðs- sambandsins. Sýndar verða myndir frá Eþíópíu, einsöngur o.fl. Sölu- borð og dregið í línuhappdrættinu eftir samkomuna. Skúli Svavarsson kristniboði prédikar í guðsþjónustu í Grensáskirkju á morgun kl. 11 og er það liður í kristniboðsviku. Tekið verður við gjöfum til kristniboðsins. Selfosskirkja | Messa kl. 11 á morg- un. Sigurður Sigurðarson, vígslu- biskup í Skálholti, prédikar og þjón- ar fyrir altari. 50ára afmæli. Í dag, 8.mars, er Sigríður Ágústsdóttir Kríuási 25, Hafnarfirði, fimmtug. Sig- ríður fagnar þessum áfanga í dag með ættingjum og vin- um á heimili sínu. dagbók Í dag er laugardagur 8. mars, 68. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Á þeim degi munuð þér skilja, að ég er í föður mínum og þér í mér og ég í yður. (Jóh. 14,20.) Félagið París hefur starfaðí fimm ár og hefur þaðað markmiði að skapaskemmtilegan vettvang í kringum áhugamál þeirra sem eru einar/einir. Allt frá stofnun hefur starf félagsins verið mjög líflegt og vel metið af félagsmönnum. Sigrún Höskuldsdóttir er for- maður Parísar: „Starfið byggir á hópastarfi þar sem flestir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þar má nefna bíóhóp og gönguhóp sem standa fyrir vikulegum viðburðum. Ennfremur spjallhóp sem hittist öll miðvikudagskvöld á kaffi Míl- anó kl. 20:00. Einnig má finna í fé- laginu ferðahóp, danshóp, lista- og menningarhóp sem sækir fjöl- breytta listviðburði, og starfræktir eru heim-að-borða hópar, sem gera sér glaðan dag með góðum mat og einnig út-að-borða hópur. Við höfum ferðast mikið hér heima og víða farið erlendis. Árlega höld- um við sumargrill, þorrablót og árshátíð“ segir Sigrún. Virkir fé- lagsmenn eru á milli 60-70 talsins, á aldrinum frá um 50 ára. “París býður upp á öflugt og skemmtilegt félagslíf og er vett- vangur þar sem fólk kemur saman og hefur tækifæri til að mynda kunningsskap og vináttu,“ segir Sigrún og leggur á það áherslu að vel sé tekið á móti nýjum félags- mönnum. Að sögn Sigrúnar er þörfin mik- il fyrir vettvang af þessu tagi: „Við erum mörg í samfélaginu, bæði karlar og konur, sem búum ein, ýmist að eigin vali eða í kjöl- far skilnaðar eða makamissis. Fjölskylduhættir og samfélag hafa breyst, og auðvelt er að eingangr- ast jafnvel þótt fólk búi að góðri stórfjölskyldu eða vinahópi. Hraði og tímaleysi er mikill hjá yngra fólki og aldurshópar einangrast hverjir frá öðrum,“ segir hún. „Þá er gott að eiga félagið París að, þar sem finna má ljómandi góðan hóp fólks til að eiga samveru- stundir með.“ Félagið starfar allan ársins hring. Mánaðarlega, fyrsta laug- ardag hvers mánaðar, eru haldnir formlegir félagsfundir kl. 11.30 á Kringlukránni og eru þeir vel sótt- ir. „Auk venjulegrar starfsemi skipuleggja félagsmenn nú ferðir til Madeira og til Írlands. Í júlílok er stefnan svo sett á Ólafsvöku í Færeyjum.“ segir Sigrún að lok- um. Á slóðinni www.paris.is má finna upplýsingar um hópastarfið og símanúmer hópstjóra. Samfélag | Félagið París stendur fyrir fjölbreyttu félagslífi allt árið Vinalegur vettvangur  Sigrún Hösk- uldsdóttir er fædd í Reykja- vík 1949. Hún lauk verslunar- prófi frá Versl- unarskóla Ís- lands. Sigrún á að baki langan feril sem skrif- stofustjóri, aðalbókari og fjár- málastjóri. Hún tók við starfi for- manns félagsins Parísar árið 2007. Sigrún á tvær dætur og eitt barna- barn. Tónlist Norræna húsið | Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran og Val- gerður Andrésdóttir píanóleik- ari flytja verk eftir Karólínu Ei- ríksdóttur, Tryggva M. Baldvinsson, Hjálmar Ragn- arsson, R. Strauss og Rachm- aninov á tónleikum kl. 15.15 á morgun. Salurinn, Kópavogi | Helga Rós Indriðadóttir og Guðrún Dalía Salómonsdóttir halda síðdegistónleika til heiðurs tónskáldinu Jórunni Viðar. Jór- unn verður 90 ára á þessu ári. Tónleikarnir eru á morgun og hefjast kl. 16. Miðasala og nán- ari upplýsingar á www.sal- urinn.is Von, tónleikasalur SÁÁ | Unn- ur Sigmarsdóttir messósópran og Kolbrún Sæmundsdóttir pí- anóleikari halda burtfar- arprófstónleika í Tónleikasaln- um Von, Efstaleiti 7, Reykjavík, á morgun kl. 17. Á efnisskránni eru m.a. íslensk sönglög, ljóða- söngvar eftir Brahms og Ma- hler og söngvar Edith Piaf. Myndlist Eplið | Sigríður Rut Hreins- dóttir sýnir olíumálverk í Eplinu hársnyrtistofu Borgartúni 26. Þetta er 4. einkasýning Sigríð- ar Rutar en hún útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Ís- lands árið 1990. Sýningin stendur til 30. apríl og er opin kl. 9-6 virka daga og laug- ardaga kl. 9-15. Leiklist Listaháskóli Íslands | Opinn dagur í Leiklistardeild kl. 13-16, í tilefni af leiklistarhátíðinni Lókal. Dagskrá allan daginn ásamt veitingum. Einnig munu Kristín Ingólfs- dóttir rektor HÍ, Joanne Sand- ler starfandi aðalframkvæmda- stóri UNIFEM í New York og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ut- anríkisráðherra hafa framsögu. Styrkur | Samtök krabba- meinssjúklinga og aðstand- enda þeirra verða með fræðslufund í húsi Krabba- meinsfélagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík 11. mars kl. 20. Sr. Bragi Skúlason sjúkra- húsprestur fjallar um karlmenn og krabbamein. Kaffiveitingar. Fréttir og tilkynningar GA- fundir | Ef spilafíkn hrjáir þig eða þína aðstandendur er hægt að fá hjálp með því að hringja í síma 698-3888. Mannfagnaður Breiðfirðingafélagið | Fé- lagsvist í Breiðfirðingabúð 9. mars kl. 14. Annar dagur í þriggja daga keppni. Nánari uppl. á heimasíðu bf.is Fyrirlestrar og fundir Háskólatorg, stofa 105 | Ut- anríkisráðherra Líberíu, Olu- banke King Akerele, verður heiðursgestur á opnum fundi sem Háskóli Íslands býður til í samvinnu við utanríkisráðu- neytið, á alþjóðlegum bar- áttudegi kvenna, 8. mars. Fundurinn, sem ber yfirskrift- ina Konur um heim allan: Sam- staða og samvinna, verður haldinn í HÍ og hefst kl. 12. PIPARINN þykir ómissandi í marga indverska rétti, ekki síst þá með uppruna í suðrinu, eins og í Kerala- fylki en fyrsti piparinn barst þaðan til Evrópu. Sterkur pipar á Indlandi Reuters MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ætt- armót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dags- og mánudags- blað. Samþykki af- mælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Hægt er að senda á netfangið dagbok- @mbl.is. Einbýlishús við Tjarnargötu eða í Þingholtunum óskast. Traustur kaupandi hefur beðið okkur að útvega 250-350 fm hús á framangreindum svæðum. Nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali. EINBÝLISHÚS ÓSKAST M bl 9 78 69 3 Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali Síðumúla 21 - www.eignamidlun.is - eignamidlun@eignamidlun.is - Fax: 588 9095 Sími: 588 9090                                                           Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Stangarhyl, fimmtud. 6.3. Spilað var á 10 borðum. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S Jón Lárusson - Ragnar Björnss. 262 Bragi Björnss. - Albert Þorsteinss. 252 Magnús Oddss. - Oliver Kristóferss. 249 Árangur A-V Örn Sigfússon - Hannes Ingibergss. 239 Soffía Theodórsd. - Elín Guðmannsd. 237 María Huld - Þorbjörg Bjarnad. 236 Bridsfélag Hreyfils Annað kvöldið í þriggja kvölda tvímenningi var spilað sl. mánu- dagskvöld. Staða efstu paranna: Rúnar Gunnarss. – Ísak Örn Sigurðss.163 Eyvindur Magnúss. – Ingvar Haukss. 156 Björn Stefánss. – Árni Kristjánss. 155 Daníel Halldórss. – Ágúst Benediktss. 148 Eiður Gunnlaugss. – Jón Egilsson 147 Lokaumferðin verður spiluð nk. mánudagskvöld kl. 19.30 í sal Sendibílastöðvarinnar. Frá Hreppamönnum Karl Gunnlaugsson og Jóhannes Sigmundsson sigruðu í aðaltví- menningskeppni vetrarins sem ný- lega er lokið en keppnin tók fimm kvöld og var spilað á átta borðum. Úrslit urðu á þennan veg: Karl Gunnlaugss.– Jóhannes Sigmundss. 950 Guðrún Einarsd. – Hreinn Ragnarsson 909 Jón Þ. Hjartarson – Hörður Úlfarsson 909 Knútur Jóhanness. – Ari Einarsson 901 Magnús Gunnlss. – Pétur Skarphéðinss.891 Ingibj. Steindórsd. – Loftur Þorsteinss. 882 Viðar Gunngeirss. – Gunnar Marteinss. 877 Næst verður tekið til við að keppa í sveitakeppni og hafa sjö sveitir verið skráðar, spilað er á þriðjudögum á Flúðum. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.