Morgunblaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.03.2008, Blaðsíða 23
úr sveitinni MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2008 23 Hiklaust má fullyrða að aðal-umræðuefni fólks hér í uppsveitum Árnessýslu sé veðráttan sem jafnan áður. Eins og öllum er kunnugt hefur verið óvenju illviðrasamt tíðarfar allt frá ágúst- lokum í fyrra. Á nokkurra vikna tímabili í jan- úar og febrúar var meiri snjór hér en hefur verið frá árinu 1995. Frosthörkur voru aldrei miklar en komst þó nótt eina niður í 20 gráður. Nú fer að styttast í vorið en margir eiga mikið undir sól og regni, ekki hvað síst bændurnir.    Ferðafólki fjölgar í uppsveitum. Að sögn Ásborgar Arnþórsdóttur, ferðamálafulltrúa uppsveitanna, hefur, þrátt fyrir rysjótta veðr- áttu, sótt okkur heim fleiri ferðamenn en endranær og eru horfur góðar í þeim efnum á sumri komanda. Meðal margra árvissra við- burða ætla íbúar Skeiða- og Gnúpverjahrepps að efna til landnámsdags 31. maí. Á þeim degi verður ýmislegt gert til skemmtunar og upp- lýsinga bæði hvað varðar söguna og kynningu á sveitarfélaginu. Slíkur dagur var haldinn fyrir fjórum árum og þótti takast vel. Meðal annars á að kanna hvort einhverjir vilji ganga í vík- ingabúningum þennan dag. Ja, því ekki það?    Allir tala mikið um vaxandi verðbólgu og þær miklu hækkanir sem orðið hafa á aðföngum og fjármagnskostnaði til búrekstrar á undan- förnum mánuðum, ekki hvað síst á tilbúnum áburði. Meginhluti gróðurhúsaræktunar lands- ins er hér á þessu svæði sem kunnugt er. Inni- ræktaðar plöntur taka sína næringu í fljótandi formi úr áburði sem leysist upp í vatni en hann er enn dýrari en venjulegur áburður. Er þá nokkuð annað hægt að gera en að hækka verð á afurðunum?    Jarðhitinn er eins og allir vita ómetanleg auð- lind og er ein helsta undirstaða þess að svo blómlegt mannlíf hefur þróast hér í okkar frjó- sama byggðarlagi í uppsveitum Árnessýslu. Ís- lenskar orkurannsóknir (Isor) hafa unnið að gerð auðlindakorts fyrir Hrunamannahrepp og Hitaveitu Flúða. Uppi eru hugmyndir um að bora eftir heitu vatni á bænum Kópsvatni skammt frá Flúðum. Verið er að bora eftir heitu vatni þessar vikurnar á bænum Gýgj- arhóli II, á svæði við Tungufljót, ekki fjarri Geysi í Biskupstungum. Oftast hafa boranir gengið vel og skilað árangri hér um slóðir.    Félagslíf er að vanda blómlegt. Karlakór Hreppamanna heldur sameiginlega tónleika með Karlakór Rangæinga n.k. þriðjudags- kvöld. Eldri borgarar hittast með reglulegu millibili og er félagsstarf þeirra með ágætum. Um 30 bridsfélagar hittast einu sinni í viku og heyja skemmtilega keppni sín í millum. Þá er vert að minna á að um þessar mundir er leik- deild Umf. Biskupstungna að sýna þann bráð- skemmtilega farsa Leynimel 13 og víst er að það kitlar hláturtaugarnar rækilega að sjá og heyra leikendurna fara á kostum í sýningunni. Í kvöld verður svonefnt hjónaball haldið í Hrunamannahreppnum í sextugasta og fimmta sinn á Flúðum. Samkomunni svipar til þorra- blótanna nema hvað þar er snæddur þrírétt- aður matur. Sextán manna skemmtinefnd sér um heimatilbúin skemmtiatriði og gert er góð- látlegt grín að mönnum og málefnum er tengj- ast íbúum sveitarinnar. Á fjórða hundrað manns sækir samkomuna að þessu sinni.    Mikil umræða fer fram í Hrunamanna- hreppnum og reyndar víða um land um hugs- anlegan fund heilags kaleiks á Kili og eru margar skemmtilegar kenningar uppi og bíð- um við spennt eftir að vísindamenn komi með jarðsjá í sumar til að kanna hvort hvelfing sem rætt hefur verið um sé á Skipholtskróki, ekki fjarri Kerlingafjöllunum.    Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefur ákveðið að umbuna starfsfólki sveitarfé- lagsins vegna mikils álags sem orsakast af breytingum hjá stofnunum sveitarfélagsins. Þeir starfsmenn sem eru í fullu starfi fá greidd- ar 75 þúsund krónur þann 1. apríl næstkom- andi og aðrir starfsmenn í samræmi við starfs- hlutfall. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Mjaltir Bændur hafa áhyggjur af mjög svo auknum kostnaði við búrekstur. Hér eru þau Þórunn Andrésdóttir og Samúel Eyjólfsson í Bryðjuholti við mjaltir. HRUNAMANNAHREPPUR Sigurður Sigmundsson ERTU AÐ VINNA? Einn af hverjum níu Íslendingum svaraði játandi og fékk vinning í Happdrætti Háskólans á síðasta ári. Við stefnum að því að enn fleiri jánki á þessu ári. – Vertu með og fáðu þér miða á hhi.is eða hjá umboðsmanni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.