Andvari

Årgang

Andvari - 01.04.1962, Side 24

Andvari - 01.04.1962, Side 24
22 SVEINN SKORRI HÖSKLILDSSON ANDVARI að, enda bar þá svo vel í veiðar íyrir Sigurði, að Einar var nýkominn úr sigl- ingu, er hann hafði farið fyrir sakir augn- veiki, og kunni frá mörgu fögru að segja. Jóhannes Ólafsson tók þetta sem sneið til bróður síns, sem var sigldur bókhaldari hjá Jóni Steffensen, hafði ætlað í skóla, en orðið frá að hverfa og loks gengið að eiga auðuga konu lágkynja. Reiddist hann mjög og var upp frá því hinn ákaf- asti óvinur allra, er að leik þessurn voru, einkurn þeirra, er höfðu samið hann. Af annarri hálfu er frá því að segja, að Einar fréttir ummæli Sigurðar og hans kumpána. — Einari þótti sér lítil sæmd gjör, og var það ein styrklega samverk- andi ástæða til þess, að hann fýstist mjög að gjalda honum að nokkru ummælin. Fleiri voru og þeir, er þá reiddust Sigurði, því að það var svá augljóst, að hann þoldi engan líkama, er hann eigi væri höf- uðið á."1) Þegar slíkar væringar höfðu risið meðal pilta, brá Einar Eljörleifsson á það ráð að freista þess að steypa Sigurði frá völdum í Bandamannafélaginu. Naut hann til þess fulltingis félaga sinna úr lciknum, og fóru þessi samtök mjög leynt. Segir svo frá því í skólaannál: „Einar gekk nú rösklega fram í að telja menn á að steypa Sig. úr völdum og kjósa hann eigi til félagsstjóra á næsta aðalfundi; gekk honum vonum hetur og þeim félögum hans. í byrjun marzmán- aðar létu þeir menn rita kosningamiða og skrifa nöfn sín undir, og skyldi síðan hera saman miðana og auglýsa aftur kjósendum fyrir aðalfundinn, hvað út hefði komið, til þess að eigi skyldi svo fara, að atkvæði dreifðust mjög og Sig. yrði samt kosinn, þótt enginn samsæris- manna kysi hann. Þegar allir höfðu kosið, var miðunum safnað, og 15. dag marz- mánað. héldu 10 forsprakkar samsæris- manna — 2 úr hverjum bekk — fund með sér og báru saman atkvæðin og rita það, er út kom, á forsiglað skjal og nöfn sín undir, og var það sýnt þeim, er vildu, er þeim voru sögð úrslitin. Fór þetta svo leynt, að engi vissi, er eigi var í sam- bandinu með. Nú líður og bíður og líður að aðalfundi. Þar gengu kosningar lið- lega fram, og voru sumir menn allfúsir á að safna atkvæðum í hatta og flytja þcim, er töldu þau. En brátt tóku þeir, er atkvæðin rituðu, að gæta þess, að öll atkvæðin lentu á einstökum mönnum í sömu röð, og var Sigurður eigi í þeirri tölu. Svo lauk fundinum, að Einar, Pálmi1) og Jónas2) voru kosnir í stjórnar- nefnd og þeir hinir sömu og Hannes og Bertel í dómsnefnd, allir með 70—80 atkvæðum. Hæsta atkvæði þar fyrir utan var 15 atkv.! Nú var allt farsællega af hendi leyst. Sigurður fallinn og Einar kominn í hans stað. Léku samsærismenn nú við hvern sinn fingur og voru hinir kátustu. En hinir flestir, er utan sakanna voru, voru rciðir mjög og þótti illa og ódrengilega að farið. Var nú almenn ólga í skólan- um, og stungu menn mjög saman nefj- um urn, að samsæri hefði verið."3) Þannig fór og, að samsærið varð hljóð- bært, og á næsta fundi í Bandamanna- félaginu reis Skúli Thoroddsen upp og bar fram tillögu um lagabreytingu þess efnis, að allar gjörðir, sem fram hefðu fengizt með áróðri, skyldu ógildar og þeir brottrækir úr félaginu, sem uppvísir yrðu að slíkum tiltektum. Létu þeir Skúli og Sigurður miklar skammir dynja yfir þá Einar og félaga. Segir svo frá því í annál: 1) Pálsson yfirkennari. 2) Jónasson prestur. 3) Þjóðskjs.: Árbækur Hins lærða skóla ís- lands 1877—1882, bls. 15—17. 1) Lbs. 3335, 4to, 325.—326. dálkur.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.