Andvari

Årgang

Andvari - 01.04.1962, Side 67

Andvari - 01.04.1962, Side 67
ANDVARI 65 ÍSLAND Á KROSSGÖTUM 1908 hlutans 1918 til að leggja áherzlu á full- veldi hvors landsins (Bls. 25). Þessi ummæli geta einnig átt við Upp- kastið. Hefði Uppkastinu verið sýnd slík ná- kvæmni og tillitssemi af lögskýrendum andstæðinga þá, mundu undirtektir manna naumast hafa orðið eins hatramar og raun varð á. Þótt hér hafi verið vitnað í umsagnir samninga- og nefndarmannanna frá 1918 um Uppkastið, er það ekki fært nema að takmörkuðu leyti. Flestir þeirra voru gamlir andstæðingar Uppkastsins, víst allir í samninganefndinni nema Jóhannes Jóhannesson, og á 10 árum var hugar- þelið ekki hreinsað af hlutdrægni, sem ekki er að undra, þegar þess er gætt, að jafnvel eftir 50 ár var hún eigi horfin, eins og skýrt var frá í upphafi greinar- innar. En beinnar hlutdrægni gætir í meiri hluta nefndarálitinu frá 1918 í því, að þar er ekki skirrzt við að þýða „det sam- lede danske Rige“ sem „Sameinaða danska ríkið“, þrátt fyrir það að íslenzki textinn, „veldi Danakonungs", var viður- kenndur á fundi í millilandanefndinni 13. maí 1908. En auk þess er þýðingin á „samlet“ röng. Engum mundi koma til hugar að segja „sameinuð rit“ um „sam- lede værker“, því þau eru hvert um sig sjálfstæð rit, eftir sem áður. Það ætti því að mega trcysta því, að þar sem ummælin 1918 koma heim við röksemdir Uppkastsmanna, sé loftið alveg hreinsað. Annars fór mikið málskraf í orða- og þýðingagagnrýni heima fyrir 1908, og jafnvel aftur um það sama 1918, sem virð- ist ekki hafa stafað af neinum slíkum brösum við dönsku nefndarmennina 1908, enda auðkenndist samningsgerðin þá ekki af neinum orðhengilshætti. Annað atriði verður einnig að hafa ríkt í huga, þegar mál þessi eru skoðuð eða borin saman. 1918 var það yfirlýstur ásetningur beggja aðila að gera sambands- lögin endanlega úr garði, og var að minnsta kosti Dönum ljóst, að samnings- slit 1943 táknuðu skilnað, eins og raun varð á. 1908 var þetta alveg öfugt. Þá var vitandi vits af báðum samið upp á þær spýtur, að konungssambandið yrði ekki í nokkurri hættu, þótt samningur- inn félli úr gildi eins og lög leyfðu. í því efni voru allir íslendingar þá sam- mála, sbr. Þingvallafund 1907. Óskir Islendinga voru þó ekki upp- fylltar 1908, og það vissu Danir mætavel. Samt var gerður samningur af fúsum og frjálsum vilja íslendinga sem Dana og lagt framtíðinni á vald, hvenær og mcð hvaða hætti málið yrði tekið fyrir á ný. Danir settu engin skilyrði um, að því væri endanlega lokið 1908. fslendingar kappkostuðu 1918 að sýna fram á, að engin mál væri sameiginleg, ekki einu sinni utanríkismálin. En 1908 var öllum ljóst, að Uppkastið væri mál- efnasamningur, sem ætti eftir að endur- skoðast með tilliti til óuppfylltra óska íslendinga fyrst og fremst. Ef aðstaða íslendinga til utanríkismála- reksturs er vendilega borin saman 1908 og 1918, blandast engum hugur um, að eftir hina öru viðskiptalegu og fjárhags- lcgu þróun á tímabilinu, þegar ísland sannaði hæfni sína til að fara með marg- vísleg utanríkismál í ófriðnum og hafði fengið sterkt siðferðilegt og fjárhagslegt bolmagn, hlaut krafan um utanríkismála- afskipti að hafa gerbreytzt. Enginn samn- ingur, sem var kominn í alvarlegt mis- ræmi við heimsviðhorf íslands, gat staðið óbreyttur stundinni lengur 1918. En svo er hvatningin, sem höfð er eftir prófessor Gjelsvik 1918: „Öllum heimi verður að gera það ljóst, að afstaða íslands og Danmerkur sé sú, að stórveldin fái ekki 5
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.