Andvari

Årgang

Andvari - 01.04.1962, Side 96

Andvari - 01.04.1962, Side 96
94 KIUSTJÁN liLDJÁRN ANDVAllI nefndir í Heljarslóðarorustu aðeins vegna þess, að þeir koma að einhverju leyti við sögu stríðsins. Þetta á við um Pelissier, franskan marskálk, sem var sendiherra Frakka í London 1858—59, Cowley lávarð, Metternich og Garibaldi. Allir eru þessir menn nefndir réttum nöfn- um. Svo mætti einnig virðast sem Grön- dal hefði haft einhverja tiltekna menn í liuga með þeirn kumpánum Gúni- brandusi og Eldjárni greifa, ef til vill einhverja liershöfðingja í her Austur- ríkismanna, en ekki veit ég, hverjir það gætu verið, enda skiptir það litlu máli. Sagan er hvort eð er alveg ósögu- lcg, þó að hún sé gerð út af þessum sam- tímaviðburði og að nafninu til um sam- tíma menn. Getur hún fjölda rnanna, sem ekki komu stríðinu hætishót við, eins og ég mun koma að síðar. Gildi hennar er fólgið í þeirri stíltækni, sem höfundurinn beitir, skopblænum, sem er líftaug henn- ar, og loks þeirri mynd, sem hún bregður upp af Gröndal sjálfum. Heljarslóðarorusta er skrifuð í anda hinna gömlu riddarasagna, og stíll þeirra er grundvöllurinn undir stíl sögunnar, þó að víða sé út af brugðið og skellt á skeið í öðrum stíltegundum. Gröndal gerir sér leik að meðferð þessa stíls og tungunnar yfirleitt. Gæti það átt rót sína að rekja til hins langa aðskilnaðar við hana. En hér kemur fleira til. Grön- dal lýkur sögunni með því að tjá les- andanum, að hann hafi sagt frá öllu eins og ,,oss hefr fyrir sjónir horið og í hug dottið" og kallar síðan söguna riddarasögu. En það hefur þó ekki verið það sem honurn hefur dottið í hug fyrst. Þegar hann skellti upp úr undir borð- um í Louvain, þá var það af því, að þá laust niður í honum þeirri hugmynd að gera skopsögu um konungafólk og láta það koma fram sem íslenzkt bændafólk, en þó öðrum þræði hátignarlega, eins og konungmönnum ber. III En hvers vegna skaut þessari hugmynd upp hjá Gröndal? Þessari spurningu er auðvelt að svara, og hefur enda marg- sinnis verið gert. Það var siður Hafnar- stúdenta að gera sér það til gamans að heimfæra allt upp á ísland og íslenzkan sveitasið, þegar þeir töluðu um útlenda menn og málefni. Þetta var mjög í tízku á dögum Fjölnismanna, og er varla með öllu horfið enn í dag úr málfari Hafnar- Islendinga. En þar að auki léku þeir sér að alls konar afkáralegu orðbragði, eins og sjá má á hréfum Jónasar Llallgríms- sonar, og um Konráð Gíslason segir Grön- dal í Dægradvöl: „Hann hélt mikið upp á excentriskt, fantastiskt tal, það voru leifar af samverunni við Jónas og Brynjólf frá fyrri tímum, og í því var ég enginn eftirbátur" (bls. 249). Rit Gröndals, ekki sízt Heljarslóðarorusta, sanna, að hann fer þarna með rétt mál um sjálfan sig. En Llafnarstúdentagamanið hafði borið ávöxt í bókmenntum áður en Gröndal reit Heljarslóðarorustu. Gamanbréf Jón- isar Hallgrímssonar til kunningja sinna hefur Gröndal vitanlega þekkt. Fjallar það um heimsókn Viktoríu Englands- drottningar til Louis Philippe Frakka- konungs 1843. Þar er konungafólkið klætt í ævintýralegt skraut, en viðhef- ur allt látæði og orðbragð íslenzkra al- þýðumanna. Það eru sömu ineginþætt- irnir og í tækni Gröndals. Poestion hefur raunar skýrt frá, að Gröndal þvertaki fyrir, að hann hafi stælt Gamanbréf Jón- asar, og má það ef til vill til sanns vegar færa, en hitt er hægðarleikur að sanna, að hann hefur orðið fyrir áhrifum frá því. Gamanbréfið hefst t. d. á því, að Englandsdrottning er að borða litla skatt-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.