Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1965, Blaðsíða 37

Andvari - 01.10.1965, Blaðsíða 37
ANDVARI FRÁ SKÓLAÁRUM MÍNUM 127 vann fyrir sér sem einkakennari, bóka- vörður og trúnaðarmaður dönsku veður- þjónustunnar í Færeyjum. Hann lagÖi sig einnig fast eftir stjörnufræði í tóm- stundum sínum, og fyrir utan hús hans hátt í brekkunum stóðu dularfull tæki í grænmáluÖum hylkjum. Traber var mjög lærður maður og jafn- vel snilligáfu gæddur, en álappalegur og viðutan og stundum dálítið afundinn og smámunasamur. Hann var allt of til- valið fórnardýr fyrir hugvitsamlega stríðni harðsoðinna órabelgja, og sagt var að hann hefði beinlínis verið flæmdur frá stöðu sinni sem þriðji kennari við gagn- fræðaskólann. Jafnvel sem bókavörður varð liann að þola sífelldar ofsóknir af hálfu kvalara sinna úr skólanum, þangað til Lauritsen yfirkennari tók hann undir skugga sinna voldugu vængja. Einn morgun snemma, fyrir morgunsöng, voru hlutaÖeigandi prakkarar kallaðir fram á gólf fyrir framan sæti yfirkennarans, og þar fengu þeir að heyra þvílíka þrumu- ræðu, að allt lauslegt dansaði og öll hjörtu skulfu. Þegar við áttum að syngja Þann signaða dag vér sjáum enn eftir þetta hræðilega óveður, voru þeir ekki margir, sem höfðu þrek og óskammfeilni til að taka undir hinn gamla friðarsálm. Herra Traber var lítilþægur og spar- neytinn maður, nema hvað hann var ofsalegur reykingamaður. Ég fékk einka- tíma hjá honum í reikningi og man varla eftir neinu nema reyk. Frá þeirri stundu að dyrnar opnuðust inn í dimma þæg- indasnauða lesherbergið hans, var maður ofurseldur hinum bláu megnu skýjum, sem ultu út úr yfirskeggi og langri svart- brenndri pípu hins múmíugula spekings. Enda liðu ekki nema fáeinar mínútur þangað til maður var orðinn sljór og búinn að missa öll skilyrði til að fylgjast með í óendanlegum röðum af plúsum og mínusum, svigum og veldum, píum Michelsen magister. og hróum, sem hann skreytti reiknings- bókina með, jafnframt því sem hann tuldraði endalaust á römmustu józku og varð samtímis að halda pípunni fastri með munnskúffunni. Hversu mjög þráði maÖur náttúruna fyrir utan hin tilluktu gluggatjöld, þar sem regn- og vindmælar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.