Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1965, Blaðsíða 19

Andvari - 01.10.1965, Blaðsíða 19
KRISTMANN GUÐMUNDSSON: STÚLKAN HORFNA Garðar vinur minn býr fyrir norðan. Hann kemur sjaldan suður, en við hittumst ævinlega, þegar ég á leið urn þorpið lians. Það er raunar ekki oft. Við vorum saman í skóla, og hann var efnilegur námsmaður, en draumlyndur og stundum dálítið utan við sig. Eitthvað orti hann af Ijóðum, eins og gengur, þó var hann víst aldrei talinn skáldefni. Faðir hans rak útgerð og verzlun þar nyrðra, og að loknu stúdentsprófi varð Garðar að taka við af honum að mestu, því að gamli maðurinn var heilsuveill. Þrem árum síðar heimsótti ég hann og dvaldi hjá honum nokkra daga. Það er rétt snoturt landslag þarna, tignarleg fjöll í nokkrum fjarska og opið fjarðar- mynni framundan þorpinu, sem er talsvert stórt. Ég kunni vel við mig, og mér leizt ágætlega á fólkið, það var glatt og hraustlegt, blátt áfram í fasi og fram- komu. Velmegun virtist almenn og fyrirtæki þeirra feðga blómleg að sjá. Mér var sagt, að Garðar stæði vel í stöðu sinni, en væri ekki mannblendinn. Hann tók mér forkunnarvel, og ég lifði í vellystingum, þessa viku sem ég dvaldist hjá honum. Mikinn hluta dagsins var hann að vísu önnum kafinn á skrifstofu sinni, en ég tók eftir því, að hann fór nokkuð seint á fætur. Það kom auðvitað til af því, að hann vakti lengi fram eftir á kvöldin. — „Einhvemtíma verður maður að gefa sér tóm til að lifa,“ sagði hann. „Og kvöldin em að mínu áliti fegursti og bezti tími sólarhringsins. Þá geng ég út í náttúruna og nýt þess að vera til. Mér þykir satt að segja ekkert gaman að skrifstofustörfunum, þótt ég reyni að leysa þau eins vel af hendi og mér er unnt. Þetta er kleppsvinna, en ég verð að þrauka við hana, meðan faðir minn lifir — honurn er allt þetta svo mikilsvert. Þegar hann er allur, ætla ég að selja draslið hérna og gefa sjálfum mér frelsi." Við höfðum labbað upp í hlíðina fyrir ofan þorpið og sátum þar við dálitla, niðandi lækjarsprænu, þegar hann sagði þetta. Það var kvöld, fagurt á láði og legi, sólin að nálgast hafsbrún og mikil litadýrð í vestrinu. — Garðar var ekki margmáll, og hann sat langa stund þögull, er hann hafði lokið þessari játningu sinni. Eg virti hann fyrir mér: þetta var hár og grannur maður, jarphærður, fölur á vanga og eilítið kinnliskasoginn, en fríður sýnum og ekki ókarlmann- 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.