Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1965, Blaðsíða 111

Andvari - 01.10.1965, Blaðsíða 111
ANDVARI HENRY GEORGE OG „EINFALDI SKATTURINN' 201 fyrsta hluta af útdrætti úr fyrirlestr- unum, sem áður eru nefndir (Auðs- jafnaðarkenningar). Benedikt frá AuSn- um átti hvassyrta grein um stríSið, og voru allar niðurstöður hans í anda stefnunnar. Benedikt Bjarnarson, skóla- stjóri á Húsavík og einn ritnefndar- manna, eggjaði ungmennafélögin lög- eggjan að duga fagnaðarboðskap sam- vinnu og samhjálpar. Jónas Jónsson frá Hriflu skrifaði grein um markaðsverð í anda „jafnaðarmanna", en réðst af mesta offorsi á kenningu „auðvaldssinna" í Við- skiptafræði Jóns Ólafssonar, sem Verzl- unarskóli íslands notaði. Af öðru efni má nefna kvæðið „Röðull réttlætisins" eftir Indriða Þorkelsson á Fjalli og all- mikla skrá um danskar bækur um georg- isma með upplýsingum um hvar og hvemig megi nálgast þær. — í ritdómi í ísafold (okt. 1916) þóttist Þorsteinn Þor- steinsson, hagstofustjóri, helzt komast að þeirri niðurstöðu, að Réttar-menn ætluðu sér að berjast fyrir þremur mismunandi kenningum: samvinnustefnu, sósíalisma byggSum á ritum eftir Karl Marx og georgisma. 1. hefti II. árgangs (1917) tók af öll tvímæli í þessu efni. ÞaS hófst með ágripi af ævisögu Henrys Georges eftir ritstjórann. Þá skrifaði Benedikt frá AuSnum „sendibréf" til Þorsteins Þor- steinssonar og svaraði ritdómnum. Átaldi hann Þorstein fyrir að leggja of þröngan skilning í hugtakið sósíalismi. Marxistar væru aðeins ákveðinn hópur sósíalista eða jafnaðarmanna. Sameiginlegt öllum sósíal- isturn væri að vilja „meiri mannrétt, meira jafnrétti og réttlæti í félagslífinu, manna og þjóða í milli, enda nálgist þeir óðum hver annan á síðustu tímum til samvinnu um sameiginleg málefni". Þessu til frekari áréttingar birtust þrír stuttir kaflar úr kennslubók Henrys Georges í stjórnmálahagfræði (The Science of Political Economy) í þýSingu Jónasar Jónssonar, þar sem höfundurinn lýsti andstöðu sinni við marxisma. Sem kynning á verkum Georges má telja þessa kafla óheppilega valda, þar eð hann lauk aldrei sjálfur við þetta rit sitt og jafnvel sanntrúuðum georgistum var það álíka þungbær lesning og marxistum að pæla í gegnum öll þrjú bindi AuSmagnsins (Das Kapital) eftir Karl Marx. Birting þeirra færði þó heim sanninn um, aS Réttar-menn væru ekki marxistar, þótt þeir væru „jafnaðarmenn". Alla ritstjóratíð Þórólfs í Baldursheimi eða um tíu ára skeið var georgisminn kjarninn í boðskap „Réttar". Hann skír- skotaði einkum og sér í lagi til jarðnæSis- lausra ungmenna í sveitum landsins og leiguliSa. Gildandi ábúSarlög og venjur voru allsóviðunandi í þeirra augum, enda gömul og úrelt orðin. LeiguliSa mátti segja upp hvenær sem var, og hann hafSi ekkert tilkall til endurgreiðslu kostnaðar við jarðar- eða húsabætur, sem hann hafði gert í sinni búskapartíð; jarðeig- andinn gat hæglega hirt þær, þegar þær fóru að gefa af sér arð. Ennfremur var húsnæðisleysingjum í þéttbýli bent á, að þeim gæfist kostur á að eignast jarðar- skika með góðu móti, ef georgisminn sigraði. Að hyggju Réttar-manna voru ráð þingflokks Framsóknarmanna, Tíma- manna og Alþýðuflokksins ekki viðhlít- andi í þessum efnum. Þingflokkurinn lagði „sérstaka áherzlu á ræktun lands- ins og bætt skilyrði fyrir býlafjölgun í sveitum", í stefnuskrá sinni, án þess að nánari grein væri gerð fyrir framkvæmd málsins. Tímamenn sögðu: „AS koma á lögum, er skyldi landeigendur til að láta af hendi við landssjóð þær jarðir eða jarðahluta, sem losna úr leiguliðaábúð, ef þær álítast hentugar til skiptingar, en verðið fari eftir mati". Alþýðuflokkur- inn heimtaði bann við sölu kirkju- og þjóð- jarða til einstaklinga og lög um lífstíSar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.