Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1965, Blaðsíða 108

Andvari - 01.10.1965, Blaðsíða 108
198 ÓLAFUR JENS PÉTURSSON ANDVARI Jónas frá Hrifln. Að sjálfsögðu höfðu fleiri en Þing- eyingar kynnzt georgisma, áður en Réttur hóf göngu sína, a. m. k. þeir, sem dval- izt höfðu lengur eða skemur erlendis, án þess að telja hann viðhlítandi hugmynda- fræði i stjórnmálabaráttu. Þó mun það hafa verið sjaldgæft um eða upp rir alda- mótum, að íslendingar, er hleyptu heim- draganum og sigldu út í lönd, hefðu hug- mynd um Henry George eða kenningar hans. Það skal ekki heldur fullyrt um Jónas Jónsson frá Hriflu, sem hélt til Danmerkur um tvítugt og stundaði nám við lýðháskólann í Askov (1905—1906). í þeim skóla hafði georgisma verið tekið með nokkurri andúð, sérstaklega á meðan eðlisfræðingurinn Poul la Cour var tengd- ur honum (d. 1908), og taldist það til undantekninga um danska lýðháskóla. Ekki skal í efa dregið, að Jónas hafi þegar tekið að fylgjast með dönskum stjórnmál- um, en um þær mundir voru Róttækir vinstrimenn að segja skilið við Vinstri- mannaflokkinn. Að loknu lýðháskóla- námi lagði hann land undir fót til höfuð- stöðva heimsmenningarinnar í Berlín, Oxford, London og París og kom heim árið 1909. Gerðist hann þá kennari við Kennaraskólann (til 1918), og tók við ritstjórn Skinfaxa, mánaðarrits Ung- mennafélaganna, tveimur árum síðar og gegndi því starfi til 1917, er hann varð ritstjóri Tímarits íslenzkra samvinnufé- laga. í Skinfaxa heimtaði hann skýrari línur í íslenzkri pólitík, því að nýr lands- málagrundvöllur hefði myndazt. Að hans áliti þurftu ungmennafélagar og sam- vinnumenn að fara að hugsa sitt póli- tíska ráð. Hér kvað við nýjan tón í hinu „ópólitíska" riti. Hér var á ferðinni Þing- eyingur, sem hafði ekki látið sér nægja frjálslyndið úr föðurgarði, heldur kynnt sér, hvernig slíkar hugmyndir væru hag- nýttar í stjómmálabaráttu erlendis. Hann Jónas Jónsson. kunni skil á stefnuskrám og yfirlýsing- um erlendra stjórnmálaflokka, ekki sízt brezkra og danskra eins og Róttæka vinstriflokksins (1905) og sósíaldemó- krata (1913). En hann þekkti líka sitt heimafólk, skildi aðstæður þess, leit á ríkjandi ástand köldum augum rökhyggju- mannsins, kom pólitískri ár sinni fyrir borð og reri út á viðsjált haf íslenzkrar stjórnmálabaráttu. Og línurnar skýrðust, þótt oft væri þröngt að sigla milli skers og bám, er málum var bjargað heilum í höfn. — Jónas Jónsson frá Hriflu varð fyrstur manna til að sýna það svart á hvítu, að georgisminn kynni að hafa eitt- hvert gildi í íslenzkum stjórnmálum. 1 grein, er hann skrifaði í októberhefti Skinfaxa 1915, gat að lesa eftirfarandi: „Eftir því sem mönnum vex þekk- ing og víðsýni í fjármálum munu tollarnir minnka og hverfa með öllu. 1 stað þeirra virðist sýnilegt, að koma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.