Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1965, Blaðsíða 95

Andvari - 01.10.1965, Blaðsíða 95
ANDVARI HENRY GEORGE OG „EINFALDI SKATTURINN 185 en hinn síðar nefndi gerði ráð fyrir, að ríkisvald yrði smám saman óþarft og hyrfi úr sögunni. Stuðningsmenn beggja áttu samstöðu gegn ríkjandi ástandi, en úr því skildu leiðir. Henry George kall- aði kenningar Bellamys „loftkastala með skýjabólstur að undirstöðu". Ekki sízt vegna útkomu þessa rits þótti georgistum nauðsynlegt að endurskoða baráttuaðferðir sínar, þótt stefnan héld- ist óbreytt. Þeir þjöppuðu sér saman enn á ný og tóku upp kjörorð, sem þeir voru gjarnan kenndir við síðan: „Einfeddan skatt!" Henry George átti reyndar ekki sjálfur þá bugmynd að gera þessa grundvallarkröfu að kjörorði, heldur einn skeleggasti stuðningsmaður hans síðan 1881, Thorpas Shearman, lögfræðingur. Hins vegar féll í hlut upphafsmanns kenninganna að útskýra það, sem í því fólst. Um eins árs skeið skrifaði hann hverja forystugreinina á fætur annarri í Standard um „einfaldan skatt“. Ein skil- merkilegasta greinin birtist 2. marz 1889, þar sem hann taldi kjörorÖið aðeins leið að lokatakmarkinu, mannlegu frelsi. „Við viljum eins lítið af sköttum og unnt er, sem allra minnstar hömlur á því full- komna frelsislögmáli, er leyfir sérhverj- um einstaklingi að gera það, sem hon- um sýnist, meðan hann skerÖir ekki rétt annarra einstaklinga til hins sama“. Félög þau, er georgistar tóku að mynda árið 1888, voru yfirleitt kennd við „ein- falda skattinn". Thomas Shearman hafði forgöngu um fyrstu félagsstofnunina, Manhattan Single Tax Club. 1 árslok 1889 voru þau orÖin 131 að tölu: 22 í New York-fylki, 14 í Óhió, 13 í Pennsylv- aníu, 12 í Massachusetts, 9 í New Jersey, 6 í Indíana og 5 í Ulinois, Iowa, Colorado og Kaliforníu hverju um sig. Hreyfingin fylgdi þannig í aðalatriÖum 40. breiddargráðu og naut frekar fylgis í iðnaðarfylkjum en landbúnaðarbyggÖ- Axel Dam. um. Hin félögin voru á víð og dreif og aðeins 12 í Suðurríkjunum, og þeim fjölgaði fremur í norðlægari fylkjum. Eins og áður er að vikið stofnuðu svo félögin með sér heildarsamband árið 1890 (The Single Tax League of the United States). Stefnuskrá samtakanna minnti í fyrstu mjög á baráttumál SameinaSa verka- mannaflokksins sáluga, en á þingi þeirra 1893 var slakað verulega á öðrum bein- um kröfum en einfalda skattinum. Henry George þótti það undansláttur, en varð í minnihluta við atkvæðagreiðslu. Var þetta síðasta þingið, sem hann sat, og upp frá því lét hann sig skipulagsmál hreyfingarinnar litlu varða, en átti góða daga í þröngum hópi vina og fylgis- manna. Georgistar voru sammála um að starfa ekki sem sérstakur stjórnmálaflokkur framar, heldur skyldi hver einstakur þeirra koma kenningunni á framfæri hvar og hvenær sem þess var kostur. Hitt þótti þeim álitamál, hvort leggja bæri meira
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.