Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1965, Blaðsíða 92

Andvari - 01.10.1965, Blaðsíða 92
182 ÓLAFUR JENS PÉTURSSON ANDVARI um var síður en svo ókunnugt um anark- isma Það var í rauninni hugsjón, sem þeir höfðu kynnzt hjá Charles Fourier (1772—1837) og náði hámarki í ein- staklingshyggju, er Henry David Thoreau (1817—1862) boðaði. Thoreau vildi að menn hyrfu aftur til náttúrunnar, greiddu enga skatta og veittu rikisvaldinu „óvirka" andstöðu (Civil Disobedienie, 1849). En sú mynd anarkisma, sem nú kom til sögu, birtist í baráttu fyrir athöfnum, jafnvel hryðjuverkum. Marxistar lögðu áherzlu á stéttabaráttu, sem rökstudd var með efnalegri söguskoðun þeirra. —• Svo víða kom til verkfalla og átaka, að þetta ár — 1886 — hefur verið kallað eitt af þremur „jarðskjálftaárum" í sögu bandarískrar verkalýðsbaráttu milli borgarastyrjaldar og aldamóta (hin voru 1877 og 1892— 94). Alvarlegastur varð atburður í Chi- cago 4. maí. Þann dag héldu verkamenn fjöldafund á svo nefndu Haymarket — torgi þar í borg til þess að mótmæla lög- regluaðgerðum gegn verkfallsmönnum daginn áður. Friður ríkti á fundinum. En í þann mund er honum var að Ijúka og menn að búast til heimferðar, kom lögreglulið á vettvang. Vildi þá svo slysa- lega til, að einhver kastaði sprengju, sem varð nokkrum lögregluþjónum að bana. Vakti þetta ógn og skelfingu um gervöll Bandaríkin. Enginn fékk nokkurn tíma upplýst, hver valdið hefði ódæðisverk- inu, en böndin bárust að anarkistum. Vitað var, að verkalýður Chicago hataði og fyrirleit lögregluyfirvöldin síðan í járnbrautarverkfalli 1877, en talið óyggj- andi, að framámenn anarkista hæru aðal- áhyrgð á verknaðinum vegna blaðaskrifa sinna. Átta þeirra lentu í fangelsi, og aðeins einn af þeim slapp við dauða- dóm. Einn stytti sér aldur í fangaklefa sínum, dómi yfir tveim var breytt í lífs- tíðarfangelsi, en dómi yfir hinum var fullnægt árið eftir (11. nóv. 1887). — Barátta verkfallsmanna fór smám saman út um þúfur, er þeir biðu hvem ósigur- inn á fætur öðrum. Rýrði þetta mjög traust manna á samtökum Vinnuridd- ara, er höfðu lifað sitt fegursta sem for- ystusveit í bandarískum verkalýðsmálum (1890 um 100 þús. félagar). „Jarðskjálftaárið" 1886 átti ríkan þátt í að marka stöðu faglærðra og ófaglærðra verkamanna í bandarísku þjóðlífi. Sá var grundvallarmunur á samtökum Vinnu- riddara og raunverulegum verkalýðssam- tökum, að hin síðarnefndu náðu aðeins til faglærðra iðnaðarmanna. Af ótta við samkeppni ófaglærðra höfðu faglærðir stofnað með sér samband árið 1881 (Federation of Organized Trades and Lahor Unions). Árið 1886 tók það upp nafnið American Federation of Labor (AF of L) og lét það æ meira til sín taka. Styrkasta stoð sambandsins var verkamannasambandið í New York (Central Labor Union, CIU). Forysta þessa sérsambands kom skýrt í ljós, er það lét til skarar skríða í borgarstjóra- kosningum haustið 1886 til þess að kanna, hvort takast mætti að nota kjör- seðilinn sem vopn í kjarabaráttu. Trauðla hefði sambandið getað valið heppi- legri mann til framboðsins en Henry George. Hann hafði stundað prent- verk um langt skeið og sannað með bókum sínum, að hann væri einlægur verkalýðssinni, sem vildi þó fullan frið við smáatvinnurekendur. Þá var hann fordómalaus í trúmálum, þótt hann sætti sig ekki við efnishyggju marxista fremur cn algjöra andúð þeirra á „kapitalistum". Frægur var hann meðal hinna fjölmörgu írsku innflytjenda fyrir þátttöku sína í réttindabaráttu þjóðar þeirra, og prestur stærsta kaþólska safnaðarins, dr. Mc Glynn, hafði stutt kenningar hans opin- berlega í trássi við yfirboðara sína og hugðist nú taka virkan þátt í kosninga-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.