Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1965, Blaðsíða 79

Andvari - 01.10.1965, Blaðsíða 79
ANDVARI HEIMUR SÖGUMANNSINS 169 vestur. Það blikaði á oddfylkinguna eins og sverð kerúbans þegar hópurinn breytti um stefnu. Kannski voru þær aðeins að flytja sig milli hafa. En daginn eftir var sjón- heppnin enn meiri. Það var jafn kalt. Hreggbólstrar óðu loftið, hlaðnir snjó. Hópur grágæsa flaug í norðaustur þönd- um vængjum. Oddfylkingin var hátt á himni og flaug beint af augum. Þrettán gæsir. Hurfu skjótt í þykkninu. Gæsir á flugi. Það samir vel villigæsum að fljúga þegar veður eru óblíð og aðrir kvarta og hnipra sig saman af kulda. Mikið er him- inrúmið þegar oddfylking gæsanna, hinn mikli spjótsoddur, hefur klofið það að endilöngu. Mér varð hugsað til Njálssona. Eg gekk heim a^g náði mér í Islendingasögur. Langt er síðan eg hef lesið þær í heild, og allt í einu heyrði eg árin hrynja niður með drunum, hrynja niður eins og þunga akkerisfesti. Það urðu góðir lesdagar. Tíminn leið skjótt, en mér fannst sagan ekki nógu löng. A nóttunni þegar eg var að lesa heyrðust hljóð utan úr myrkrinu. Fljúg- andi fuglar á sinni för. Þegar eg sjálfur einstaka sinnum legg land undir fót ferðast eg gjarna um staði, þar sem eg er hagvanur. Eg fer um stóra sögu, sem eg mætti í blindri ást æskunn- ar, ást, sem alltaf er til staðar, þótt hún kannski síðar opni augu mín. Eg get að- eins nefnt: Blicher, Cervantes, Alexis Kivi, Tolstoj, Melville, Islendingasögur. Eg leitaði í þetta skipti til danskrar skrautútgáfu á íslendingasögum, frá 1930 —1933, þriggja binda verk í tigulegum folio. Bókin fellur með þunga framan í mig þegar eg sofna undir lestrinum. Eg vissi það raunar áður, en eftir að hafa séð gæsirnar var það gjöfult fagnað- arefni. Johannes Larsen hefur rnynd- skreytt útgáfuna. Fjónbúinn, fuglamálar- inn, náttúruþekkjari og náttúra sjálfur. Nú er hann kominn á níræðis aldur, en er mikill garpur, að vexti líkur Kveld- úlfi, að sögn má sjá hann á sundi í sjó á þeim árstíðum, þegar aðrir skjálfa við þessa sjón í vetrarfrakka. Mælir lítt. Teikningar Jóhannesar Larsens í þessu riti munu sjálfsagt ekki verða eins mörg- um til augnayndis og teikningar Norð- manna í hinni frægu Heimskringluút- gáfu. Hann endursegir hvergi söguna í myndum. A þeim cru engir aðrir menn cn norrænir fuglar. Hann teiknar íslenzkt landslag. í tiginborinni ró. Þær orka á mann í tónrænu samræmi. Óátakanleg dráttlist, sem virðist fallast í faðma við hina dulu, hljóðu, oft nokkuð Jrurrlegu tjáningu íslendingasagnanna. Teikning- arnar eru blátt áfram og brotalausar, grá- leitar. Kyrrðin í hinu kalda landslagi er hinn steinrunni friður að loknum at- burði, eða rósemin, sem á undan honum fór. Johannes V. Jensen er sá sem stjórnað hefur þessari síðustu og skrautlegustu út- gáfu okkar, og hann hefur valið lista- manninn eins og sjálfsagðan hlut og án allrar vangaveltu. Sjálfur hefur Johannes V. Jensen Jpýtt Egilssögu. Auk þess kvæðin í öllum hin- um. Karlmannlega þýtt, oft af kjarn- miklu andríki. Túlkun hans er með yfir- burðum gerð, vel má vera að skáldin mundu ekki þekkja aftur hugsun sína. Margir stílsnillingar hafa Jtýtt hinar sögurnar með aðstoð málfræðinga. Frægir fyrir ritlist sína eru ekki sízt þeir Vilhelm Andersen, Ludvig Holstein og Tom Kristensen. Það horfir til margs dýrmætis í texta, sem eldri þýðingar hafa ekki tjáð. Maður verður ekki fyrir vonbrigðum. Það sem til er af J>ví Ijóðræna í frum-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.