Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1965, Blaðsíða 42

Andvari - 01.10.1965, Blaðsíða 42
132 FINNBOGI GUÐMUNDSSON ANDVARI ferðir, urðu menn líkt og í Brattahlíð forðum á báðum áttum. En auðvitað hlaut svo að fara sem fór, að íslendingar tækju sinn þátt í þjóðflutningunum vestur um haf. Þeir fóru að vísu mjög hægt af stað, svo að einungis 51 maður mun hafa flutzt vestur á árabilinu 1855—72, hinir fyrstu sextán sem Mormónar til Utah 1855—60. Um 1872 kemst loks skriður á, og er ætl- að, að útflytjendur frá íslandi hafi verið orðnir a. m. k. 10.000 1890 og flestir þeirra farið til Kanada. En það ár (1890) var íbúatala Islands tæpt 71.000. Ekki mun láta fjarri, þótt sagt sé, að fjórði eða fimmti hver maður, sem nú er uppi af íslenzkum ættum, sé búsettur vestan hafs, þ. e. að þar séu 50—60.000 manns af íslenzkum uppruna. Ameríka hefur þannig frá upphafi ver- ið staðreynd í vitund íslendinga og aldrei meiri en nú. Þegar Islendingar höfðu að kalla látið af Ameríkuferðum, snerist tafl- ið við, og Ameríkumenn tóku í staðinn að sækja oss heim. Oss er því hollt að hugsa það mál vand- lega og reyna eftir föngum að gera upp ameríska dæmið. Og fyrst hér skal fjallað um bókmenntir og skáld, ætla ég að láta það skáld íslenzkt, Stephan G. Stephans- son, er gerst hefur þekkt Ameríku og gleggst frá henni sagt, lýsa viðhorfi sínu til hennar og nokkurra vandamála sam- tíðar hans. Víst er, að íslendingar á 20. öld geta margt af Stephani lært og hann er einnig öðrum girnilegur til fróðleiks. Merkir fræðimenn vestan hafs hafa haft stórorð um Stephan. Watson Kirkconnell, er lengi var rektor Acadia háskólans í Nova Scotia, kallar Stephan höfuðskáld Kanada, í grein um hann í University of Toronto Ouarterly 1936, og Stanton Cawley, prófessor w'ð Harvard háskóla, taldi hann. í Scandinavian Studies and Notes 1938, mesta skáld í Vesturheimi, meira skáld en Poe, Whitman og jafnvel Emerson. Ég ætla mér auðvitað ekki þá dul að færa í þessu erindi mínu sönnur á rétt- mæti slíkra ummæla, heldur get ég þeirra einungis til að vekja fyrirfram áhuga áheyrenda minna á manninum. Hér skulu, áður en lengra er haldið, rifjuð upp örfá æviatriði Stephans G. Stephanssonar, og getið stuttlega verka hans. Hann var fæddur á Kirkjuhóli í Skaga- firði 3. október 1853 og ólst upp í þeirri sveit til fimmtán ára aldurs, er hann réðst í vinnumennsku austur í Mjóadal í Bárð- ardal. Þaðan fór hann með foreldrum sín- um til Vesturheims sumarið 1873. Hann var fyrstu árin í Wisconsinríki í Banda- ríkjunum og kvæntist þar 1878 Helgu frænku sinni Jónsdóttur frá Mjóadal. Þau fluttust til Norður-Dakota 1880 og þaðan loks vestur til Albertafylkis í Kanada 1889, þar sem þau bjuggu til æviloka, skammt frá Markerville, um 130 km norður af Calgary. Þau eignuðust átta börn, og eru tvær dætur þeirra enn á lífi. Stephan lézt í ágústmánuði 1927. Stephan byrjaði ungur að yrkja, en birti kvæði sín ekki að neinu ráði fyrr en upp úr 1890. Fyrsta kvæðabók hans, Úti á víðavangi, var prentuð í Winnipeg 1894, og hin önnur, Á ferð og flugi, í Reykjavík árið 1900. Kvæðabækur þessar voru síðar felldar inn í Andvökur Stephans, er prent- aðar voru, þrjú fyrstu bindin, i Reykja- vík 1909 og 1910, 4. og 5. bindi í Winni- peg 1923 og hið 6. og síðasta að honum látnum í Reykjavik 1938. I 4. og 5. bindi eru einnig komin þrjú kvæðakver, er út höfðu komið eftir 1910: Kolbeinslag í Winnipeg 1914, Heimleiðis 1917 og Víg- slóði 1920, hvort tveggja í Reykjavík. Andvökur voru prentaðar að nýju í fjór- um bindum í Reykjavík 1953—58 ásamt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.