Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Side 9

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Side 9
1ÐUNN Putois. 119 »Andlitið var alveg sviplaust*. »Hendurnar einar, sem aldrei gátu verið kyrrar, sýndu hvað honum bjó í brjóstic. >Hann var magur, dálítið lotinn, og kraftalítill að sjá...* »En var í rauninni óvenjulega sterkur*. »Hann gat hæglega beygt fimmeyring á milli vísifing- 'Oirs og þumalfingurs ... « »Og hann hafði mjög stóran þumalfingur*. »Röddin var drafandi... « »Og málrómurinn var smeðjulegur*. Alt í einu sagði Bergeret með ákafa í rómnum: »Nei, Zoe, við höfum gleymt »gulbleika hárinu og gisna skegginu*. Við verðum að byrja aftur*. Pauline hafði hlustað forviða á þessa merkilegu upp- talningu, og spurði nú föður sinn og föðursystur, hvernig þau hefðu farið að því að læra þessa órímuðu klausu utan að, og hversvegna þau færu nú með hana eins og þulu. Bergeret svaraði, alvarlegur í bragði: »Þetta, sem þú heyrðir núna, Pauline, er heilagur texti, — messutexta mætti kalla það — handa Bergeret-fólkinu. Það er ekki nema sjálfsagt, að þér sé fenginn hann til varðveizlu, svo að hann fari ekki í gröfina með frænku þinni og mér. Afi þinn, telpa mín, hann Eloi Ðergeret, afi þinn, var ekki vanur að hafa gaman að því sem var eintóm vitleysa, en þessa klausu mat hann mikils, einkum vegna uppruna hennar. Hann nefndi hana: »Lík- amslýsingu Putois*. Og hann sagði oft og tíðum, að hann tæki líkamslýsingu Putois að sumu leyti fram yfir lýsinguna á líkamshlutum sprengidagskóngsins1) hjá Ra- 1) Hér er átt viö hina margorðu lýsingu á sprengidagskóngin- um (Quaresmpremant) hjá Rabelais („Hann hafði fætur eins og ívíbökur, hrygg eins og belgpípu, mjaðmagrind eins og sveifar-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.