Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Side 39

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Side 39
IÐUNN Um tregðu. 149 fræði. Hann vildi láta mata almenning á ákveðnum nið- urstöðum um þau efni, sem sjálfur vísindaheimurinn hefir játað, að hann sé í mikilli óvissu um. Eg bendi á þetta atvik sökum þess, að mér finst það skapferli, sem hér er að baki, birtast svo víða í íslenzku þjóðlífi. Það er tilhneigingin til þess að hafa sem minst fyrir því að mynda sér skoðun. Það er skorturinn á sjálfsþótta dómgreindarinnar. Það er leitin að allra meina bót, kynjalyfi — panacea — hvers máls. Það er skort- urinn á tregðu í sálinni. Allir, sem um það hugsa, vita, að þessi lýsing á ekki sízt við um ástand trúmála á íslandi. í þetta sinn verður það þó ekki rakið, því að mig langar til þess að gera síðar fyllri grein þess atriðis en unt er í þessu máli. En ég get ekki látið hjá líða að drepa á, hvernig þetta virðist koma fram í lyriskum bókmentum vorum á síð- ari árum. Eins og kunnugt er, hefir naumast verið um aðra listagrein en skáldskap að ræða fram á daga þessarar kynslóðar á landi voru. Og frá því fornsögurnar voru ritaðar hefir skáldskapurinn því nær eingöngu verið bundinn við ljóð. A því er heldur enginn vafi, að yndi alls almennings af Ijóðum er þar stórum mun meiri að tiltölu en víðast hvar annarsstaðar. Enda hefir marg- sinnis á það verið bent, í hve mikilli þakklætisskuld þjóðin standi við skáld sín, og sjálf hefir hún jafnan litið svo á, sem það væri réttmæli, er Matthías segir: „því eru ungir óðmæringar aðalsblóm og þjóðarsómi". Menn hafa fundið, að ljóðendur gátu borið slík nöfn, þegar saman hafa farið auðugar hugsanir og vandaðar 03 fagur búningur. En sé það rétt, að ljóðaskáldskapur sé kjörgripur

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.