Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Page 64

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Page 64
174 íslenzkar samtíðarbókmentir. IÐUNN' skálda hafa bókmentirnar ekki verið nærri eins auðugar. Og er ég ber söguefnin í bókmentunum saman við sögu- efni veruleikans, þá dylst mér ekki, að lýsingar bók- mentanna eru ekkert nema drög. Þær gætu verið minni' að vöxtum, og lýst tímanum, mönnunum og örlögum þeirra, þó betur. \Jér lítum þá fyrst á þau söguefni, sem mest eru. tengd hinum ytri veruleika. Þar sem aðalatriðið er um- hverfi mannsins, ýmsar hliðar á þjóðlífinu. Söguleg efni hafa lítið tíðkast hjá ungum skáldum, og skal það ekki lastað. Um sögulegu skáldsöguna veit ég ekkert sannara en það, sem Brunetiére segir á einum stað: Söguleg skáldsaga er hvorki sagnfræði né skáld- saga; fyrir þeim, sem leitar þar að sagnfræði, verður skáldskapurinn, hinn, sem að skáldskap leitar, lendir á sagnfræðinni. ]afn litlar undirbúningsrannsóknir og ís- lenzk nútíðarskáld gera að öllum jafnaði, áður en þeir rita skáldrit sín, þá er þess lítil von, að fá sennilegar lýsingar á hugsun og háttum Iiðinna alda. Ekki sjaldan. stendur í vegi fyrir góðum árangri auk þessa mismun- urinn á skaplyndi höf. og anda þess tíma, er hann lýsir. Á þessu virðist mér bera hjá Brekkan, og þá ekki síður í sögulegum kvæðum Davíðs Stefánssonar um norræn efni (t. d. Hrærekur blindi, sbr. hina klassisku lýsingu Snorra). Litmeistarinn Davíð gerir sér ekki nógu ljóst,. að norrænum fornmönnum hæfa betur höggmyndir en málverk. — En jafnvel í kvæðinu um Neró vantar herzlu- muninn, til þess að lesandinn láti telja sér trú um sannindi kvæðisins — hljómur sítarsins er falskur, æsingin ekki sönn. Og þó hefur höfundurinn auðsjáanlega gert heið- arlega tilraun til að setja sig í spor Nerós. Eg hef áður látið þá skoðun í ljós, að mér þætti skorta á, að ungu skáldin gæfu spegilmynd af samtím-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.