Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Side 56

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Side 56
• 166 Tvær stúlkur. ÍÐUNN úti á miðju Atlantshafi. í svip hennar er vottur af kænni umleitan til samninga, því hún veit að ég stóð hana að því að kyssa hollenzka verkfræðinginn aftur á þiljum í fyrrakvöld, nákvæmlega einum sólarhring eftir að hún kysti mig. Og í gærkvöldi gerðist það, sem hér segir: Það er fimtán vetra gamall strákur, sem spilar altaf sama lagið. Hann spilar niðurlagið af gömlu svabisku Iagi. Buxurnar hans eru alt of stuttar og þröngar, jakka- ermarnar of víðar og langar. Klæðskerar, sem sauma á fólk af þessu tagi, hljóta að vera alveg frámunalegir háðfuglar. Hver skyldi trúa, að nokkur stúlka gæti kyst svona flón? En í gærkvöldi situr hún á efra þilfarinu með strákinn. Hún þekur andlit hans með kossum sín- um. Þegar ég geng fram hjá, lítur hún sem snöggvast upp, eins og hamingjusöm móðir. Hún þekti mig ekki aftur í vímunni. Hún byrgir vit hans með kossum sínum á ný, og hinn svabiski er sem dáleiddur fugl í höndum hennar. Nú situr hún aftur við hlið mér í dagsljósinu, og það er eitthvert Buddha-kent glott á grímunni, sem hylur áng- ist hennar, — glott, sem minnir mig á dauðann, lækni ástríðnanna — hann, sem mun gefa o$s öllum hvíld eftir þessa ástríðuþrungnu nótt. Mér finst sem kona þessi þrái nú ekkert meir í svipinn. Og ég raula niðurlagið af hinu gamla svabiska lagi til þess að prófa hana. — Eg elska ..., svaraði hún. — Hvað marga? — Marga? tók hún upp eftir mér, undrandi yfir slíkri fjarstæðu. í viðhorfi hennar voru engir tveir karlmenn til, því síður fleiri, aðeins einn. Og hún spurði með álösun munaðarleysingjans í saklausum augum sínum: — Því eru allir svona vondir við mig — mig, sem þykir svo vænt um? Guð hjálpi mér, ég get ekki að

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.