Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Side 24

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Side 24
134 Putois. IÐUNN hlyti að vera. Þrátt fyrir nauðalitlar líkur var hann gerður að föður fimm eða sex annara barna, sem fædd- ust þetta sama ár, enda þótt eins gott hefði verið fyrir þau að láta það ógert, þegar litið er á, hvaða gleði þau áttu í vændum og hvílíka ánægju þau færðu mæðrum sínum. Meðal þeirra, sem talið var að hefðu hrasað, af því að þær hefðu ekki getað staðist Putois, voru til- greindar: vinnukonan hjá veitingamanninum á »Sjó- mannakránni«, stúlka, sem kom með brauð í bæinn á morgnana, og litla stúlkan með herðakistilinn frá Pont Biquet. »Þvílíkt kvikindi!« æptu kerlingarnar. Og nú voru allar ungar stúlkur í þeim háska staddar, að geta þá og þegar fallið fyrir þessum ósýnilega satýr, og það í bæ, þar sem stúlkurnar höfðu altaf verið still- ingin sjálf, eftir því sem gamla fólkið sagði. En á meðan að hann gerði allan þennan usla í bæn- um og nágrenninu, var hann tengdur við heimili okkar með ótal ósýnilegum böndum. Hann gekk fram hjá hlið- inu okkar, og stundum var haldið að hann hefði klifrað yfir múrinn kringum garðinn. Aldrei sást hann augliti til auglitis. En sífelt vorum við að sjá skuggann hans eða finna sporin hans eða heyra róminn hans. Oftar en einu sinni héldum við, að við hefðum séð aftan á hann í rökkrinu, þar sem bugða var á veginum. Hann breyttist dálítið í augum okkar systkinanna. Hann var altaf slæmur og hrekkjóttur, en hann fékk á sig blæ af barnslegri einfeldni. Hann varð óraunverulegri og skáldlegri, ef ég má svo að orði komast. Hann lenti í þeim græzkulausa hóp, sem lifir og hrærist í barnasögunum og komst í sveit með Jólasveinunum, Lepp og Skrepp og þess háttar körlum. Hann var ekki vættur af því tagi, sem fléttar saman töglin á hestunum á nóttunni; hann var reyndar nógu glettinn til þess, en það var of lítill sveitabragur

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.